Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980 7 Óánægja hjá kommum Atkvæðagreiðslan ( miðstjórn ASÍ ( fyrradag um tulltrúa ( Húsnæðis- mólastjórn aýnir, að ekki er allt með felldu í her- búðum komma. Ekki fer é milli móla, að einhver alþýðubandalagsmaöur- inn í miðstjórninni, hefur fylgt tillögu Karvels Pólmasonar, en ekki til- lögu Snorra Jónssonar. Atkvæöagreiösla af þessu tagi fer ekki fram nema eftir vandlegan undirbúning. Þess vegna mó gera róð fyrir, að samstaöa hafi tekizt milli Karvels og einhvers al- þýðubandalagsmannsins um að koma i veg fyrir kosningu Benedikts Dav- íðssonar ( Húsnæöis- mólastjórn. Hvers vegna vill al- þýðubandalagsmaöur i miðstjórn ASI koma í veg fyrir kosningu flokks- bróður síns ( Húsnæð- ismólastjórn? Skýringin getur ekki verið önnur en sú, að ekki séu allir verkalýösforingjar kommúnista ónægöir með samstarf kommún- ista og Gunnars Thor- oddsens. Út af fyrir sig hefur mönnum veriö kunnugt um þaö, að verkalýðsarmur Alþýðu- bandalagsins hefur ekki verið ýkja hrifinn af nú- verandi stjórnarsam- starfi. Sjólfsagt muna verkalýðsforingjar Al- þýöubandalagsins, aö hæstvirtur forsætisróö- herra, hefur verið í hópi þeirra manna, sem mest hafa talað um nauösyn þess að endurskoða vinnulöggjöfina og vafa- laust telja þeir, að þau óform fyrrverandi fólags- mólaróöherra hafi ekki verið uppi í því skyni að styrkja stöðu verkalýðs- samtakanna. En þaö er til marks um hvað þessi óónægja er orðin djúp- stæð, að einn úr hópi alþýðubandalagsmanna í miðstjórn ASÍ, leggur sitt af mörkum til þess að koma ( veg fyrir, aö flokksbróöir hans veröi kjörinn í Húsnæöismóla- stjórn og stuðlar aö því, að krati komi í hans stað, Þegar svo er komiö er Alþýðubandalagið byrjað að molna innan fró. Ræöa Lúövíks Annars þurfti ekki þennan atburð ( miö- stjórn ASÍ, til að sýna mönnum fram ó viðhorf flokksmanna í Alþýðu- bandalaginu til núverandi ríkisstjórnar. í síðustu viku skýrði Morgunblaðið fró ræðu, sem Lúðvík Jósepsson flutti ó miö- stjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins, þar sem hann gaf sterklega til kynna, að gæti ríkis- stjórnin ekki komið ó nýjum kjarasamningum, ætti hún aö fara fró og Alþýðubandalagiö a.m.k. að undirbúa brottför sína úr stjórninni. Raunar hafa róðherrar Alþýðubandalagsins hamast við að koma ó samningum við BSRB. Og þeir hafa óreiðanlega gert sór vonir um, að það mundi takast og samn- ingar ó hinum almenna vinnumarkaði fylgja ( kjölfarið. Ástæða er til að ætla, að fjórmólaróðherra hafi gert ítrekaðar til- raunir til að semja við Kristjón Thorlacius ó bak við tjöldin og hafi gert sór vonir um, að samningar væru komnir ó. En þegar til kastanna kom, treysti Kristjón sór ekki til aö semja. Sjólfsagt hefur hann haft í huga þó niðurlægingu, sem hann varð fyrir ó sl. óri, þegar hann hafði samþykkt að falla fró umsamdri 3% kauphækkun, til þess að gera þóverandi vinstri stjórn til geðs. Sú tillaga hans var felld í félögun- um. Líklega hefur Krist- jóni komiö ( hug, að ó sömu leið mundi fara nú, og hann því ekki verið tilbúinn til að ganga fram fyrir skjöldu í annaö sinn. Þess vegna eru samn- ingamólin nú í hnút og nú er spurningin, hvort Lúð- v(k stendur við stóru orð- in, sem hann lét falla fyrir hólfum mónuði og fer að undirbúa brottför fulltrúa sinna úr ríkisstjórninni. Lélegasta vertíð við Lófót um langt árabil ÞORSKVEIÐARNAR við Lóíót í Noregi á síðustu vetrarvertið eru þœr lökustu um 15 ára skeið, sejfir í frétt f breska blaðinu The Fishing News. í aprillok var heildaraflinn 27.000 tonn, í fyrra var hann 42.278 tonn, árið 1978 57.441 t. o« árið 1972 var þorsk- aflinn 97.902 tonn og _var það síðasta mikla aflaárið. Á siðustu vetrarvertíð voru 14.000 tonn vcrkuð í skreið, 8.000 fóru i salt og 2000 í frystingu. Þorskveiðarnar á síðustu vetr- arvertíð við Island voru hins vegar þær bestu síðan árið 1970 og telja fiskimálayfirvöld og fiskifræðingar það vera vísbendingu um að þorsk- stofninn sé að rétta úr kútnum. Heildaraflinn var 225.000 tonn frá áramótum til aprílloka, um 40.000 tonnum meiri en árið áður. Meira máli skipti þó fyrir fiskiðnaðinn, að fiskurinn var stór og góður, tilval- inn í skreið, salt eða frystingu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir skreið jókst frystingin þó minna en ella hefði orðið, segir í Fishing News. Nýkomin sending af hinum vinsælu LADA station, sem hentar hvort sem er sem ferðabíll, fjölskyldubiII eða sem fyrirtækisbíll. Hann er fáanlegur í tveim útfærslum með 1200 sm3 vél eða 1500 sm3 og þá með vandaðri innréttingu. Pantið bílinn í dag áður en að hann selst upp rétt einu sinni. Síminn í söludeild er 31236. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild 31236 Innilegar þakkir færi ég öllum ættingjum og vinum, sem glöddu mig meö gjöfum og hamingjuóskum á níróisafmæli mínu. Einnig færi ég læknum og hjúkrunarfólki, sem hafa annast mig í veikindum mínum beztu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Þórunn Ólafsdóttir, Austurási Hverageröi. Notaðar járnsmíðavélar Framkvæmdastjórarnir frá stærsta verkfæralager í notuöum vélum og verkfærum í Danmörku þeir Per Hansen og Robert Petersen, veröa til viötals á Hótel Sögu, herbergi 611, sími 29900, dagana 7,—10. júlí kl. 2—6. Svarað er viðtölum á íslenzku, ef óskaö er. Værktojsmaskin Centret Carl Jakobsenvej 16, Valby, Köbenhvan. Kennarar Lausar kennarastöður skólaáriö 1980-1981 í eftirtöldum greinum. ★ Bókfærsla ★ Tölvubókhald ★ Hagfræði ★ Stjórnun Umsóknir sendist skólastjóra eða skrifstofu skólans, Grundarstíg 24, Reykjavík. Verslunarskóli íslands STATION ’79 Viö eigum nýjan ónotaðan Dodge Aspen Custom Station ’79 á ótrúlega hagstæöu verði til afgreiðslu strax í dag. í bílnum er t.d. 318 cu.in 8 cyl vél, sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, litað gler, útvarp, veltistýri og tölvustýrður blöndung- ur. Verö bílsins á götuna er aðeins kr. 8.680.000.- Aöeins þessi eini bíll. CHRYSLER nnnn Jull SUOURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.