Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ1980 Sóð heim að Lonnumýri. húsin f jærst ok stór Karður sunnan við þau. Þau sátu úti á bekk ok sleiktu sólskinið, frá vinstri: Skúli SÍKurðsson. SvanlauK Ginarsdóttir. búsett í KópavoKÍ. Jóncy Jónsdóttir. Steinþór Sveinbjörnsson ok SÍKfrið Einarsdóttir. María MaKnúsdóttir Kaf sór smátima til að setjast niður með hinum ok heyra Kamanyrði ok leKKja orð í bclK. en hún situr lenKst til vinstri. Þá kemur Steinþór, síðan Jónina Þórðardóttir. Jóhanna Stefánsdóttir. Elia Jónasson ok Þórarinn Þórarinsson. er hafði hönd í baKKa með kvöldvökuefni. MarKrót Jónsdóttir skólastjóri á LönKumýri tók i Kitarinn þeKar Kamla fólkið tók iaKÍð á kvöldvöku. Dvölin að Löngumýri er betri en sólarlandaferðir — HÉR í Skagafirði hefur verið alveg sérstaklega gott veður, sól og hiti upp á hvern dag og þurfum við ekki að fara til útlanda til að sleikja sólina. Hér er betra að dvelja en á sólarströndum í fjar- lægum löndum, við höfum reynt hvort tveggja, svo við höfum samanburðinn, sögðu nokkrir þeirra er nú taka þátt í námskeiði fyrir aldraða að Löngumýri í Skagafirði sem skóli kirkjunnar stendur fyrir. —Námskeið, sem þetta var fyrst haldið sl. haust og dvöldu þá hér í hálfan mánuð 20 gestir. Nú eru þeir 18 og er námskeiðið þriggja vikna. Fyrir hádegi er kennd leðurvinna og hnýtingar, „makrame", en þar sem veðrið hefur verið svo gott hefur verið minna um kennslu eftir hádegi, en efni stóðu til í upphafi og fólkið alveg eins viljað njóta veðurblíðunnar. Síðdegis er svo stundum leikfimi og kvöldvökur á kvöldin og reynt er að gera fólkinu dvölina hér bæði gagnlega og ánægjulega, segir Margrét K. Jónsdóttir skólastjóri, sem veitir námskeiðinu forstöðu. Húsmæðraskóli kirkjunnar að Löngu- mýri, í „Hólminum" í Skagafirði, var stofnaður 1944. Var hann eign Ingibjargar Jóhannsdóttur og hugsjónastarf hennar og Bjargar Jóhannesdóttur. Ingibjörg var skólastjóri fyrstu 23 árin og gaf hún Þjóðkirkjunni skólann árið 1962. Margrét upplýsti að með minnkandi aðsókn í hina hefðbundnu húsmæðrafræðslu hefði skól- anum smám saman verið fundin ný verkefni. M.a. annast hann nú alla hús- stjórnarfræðslu fyrir skólann í Varmahlíð og síðustu sumur hafa dvalið á Löngumýri Rætt við þátttakend- ur í námskeiði fyr- ir aldraða hópar aldraðra og verður svo einnig í sumar auk námskeiðsins. Sagði Margrét annað námskeið ráðgert með haustinu ef þátttaka fengist. Auk þess verða síðan ýmsir fundir og smærri ráðstefnur á vegum aðila innan kirkjunnar og kvað Margrét skólann nú notaðan yfir allt sumarið, en vetrarstarfið að vísu í lág- marki. Það var 'létt yfir gamla fólkinu þegar blm. Mbl. leit þarna við fyrir helgina og greinilegt að vel lá á öllum. Ekki stóð yfir kennsla þá stundina, en menn gengu spölkorn fram veginn, aðrir settust út á grasflötina, sem er prýdd fjölda trjáa og enn aðrir gátu ekki látið vera að grípa í handavinnuna, vildu drífa áfram verkið og fara heim með fullbúin stykki og einn tók til hendinni við að stafla timbri og sitthvað dútl kringum húsin. Einhverjir sátu líka úti á bekk og spjölluðu saman, gerðu grín að þeim sem gengu hjá og fékk hver sinn skammt. En allt var það í góðu og sagði fólkið dvölina ánægjulega og betri en nokkra Mallorkaferð. Þórarinn Þórar- insson fyrrum skólastjóri var með hópnum meirihluta námskeiðsins og hafði hann það hlutverk með höndum að afla kvöld- vökuefnis. Sögðu dvalargestir hann sagna- brunn hinn mesta og fræðara og var hans saknað mjög eftir að síðasta kvöldvaka hans var liðin og hann þurfti að hverfa úr Skagafirðinum til annarra starfa. Önnur hægri hönd Margrétar við nám- skeiðahaldið var María Magnúsdóttir ljósmóðir. Hún aðstoðaði þá sem vildu og þurftu við hreinlætið og var stöðugt á ferðinni til að kanna hvort ekki mætti betur gera fyrir einhvern. — Enda er líklega réttara að ljósmóðir sé hér við hendina, skaut einhver að blaðamanni. María stendur á sjötugu og hætti sl. haust sínu reglulega starfi sem ljósmóðir og flutti frá Sauðárkróki til Reykjavíkur: —Ég get ekki lifað af sumarið án þess að hafa komið í Skagafjörðinn þar sem ég hefi búið frá árinu 1936. Ég þekki hvert mannsbarn í Skagafirði og veit að hér er glaðlynt fólk, segir María. —Hópurinn hér er mátulega stór og námskeiðið vel skipulagt og úr því að einhvern þurfti til að aðstoða fannst mér upplagt að grípa tækifærið. Mér fannst ekki rétt að setjast í helgan stein og við sem erum orðin sjötug getum ekki unnið hjá því opinbera, en það er gott að geta hér orðið að einhverju liði. Heilsan er góð ennþá og hefur verið alla mína ævi og hefi ég ekki undan neinu að kvarta, en helst mætti segja að fleiri heimili vantaði þar sem aldraðir gætu dvalið og sinnt hugðarefnum, en gæta yrði þess að hafa þau ekki of stór og fjölmenn. Auk þess, sem að framan er talið gafst þátttakendum kostur á að fara í ferðir og skoða Skagafjörðinn. Var þannig einn daginn sótt guðsþjónusta og hlustað á gesti frá Víðistaðasókn er þar voru á ferð og annan dag var farið fram í dali. Sem fyrr segir er ráðgert annað námskeið sem þetta á hausti komanda en þau eru haldin í samvinnu við félagsmálastofnanir og ýmis félög aldraðra í byggðarlögum þátt- takenda, sem voru að þessu sinni frá Reykjavík og nágrenni, Suðurnesjum og einn þátttakandi var frá Akureyri. Unnið er nú að stækkun húsnæðis og búið að Við hnýtinKar: Margrét Jóhannsdóttir býr nú í Reykjavík og fannst henni best að vcra búin að ljúka sínu stykki áður en heim kæmi og fannst henni tilbreytinK í að gripa í aðrar hannyrðir en þær hefðbundnu. steypa botnplötu að setustofu og fleiri herbergjum, en sjóður sem stofnandi skólans gaf fjármagnar verkið eins og hann nær og er siðan ráðgert að afla frekara fjár. Kvaðst Margrét vonast til að nýbyggingin, sem er úr timbri, kæmist undir þak í haust og í notkun að ári. jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.