Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULI 1980 19 hlusta á hana þegar maður flýgur milli staöa í nýjum bandarískum Boeing-þotum kínverska flugfé- lagsins C.A.A.C. Til þess að sam- bland af klassískri kínverskri og vestrænni músík komist til skila meðan á fluginu stendur, er hún sþiluö eins hátt og hátalarakerfi þotunnar leyfir. Erlent Sjón- varpsefni Ekki gafst mér nógu oft tækifæri til aö sjá sjónvarp til aö fá tilfinningu fyrir dagskrá þess, en þá sjaldan sem þaö tókst, mátti sjá erlent efni eins og t.d. kínverskar kvikmyndir frá Hong Kong. í eitt sinn sá ég bandaríska vísindakvik- mynd, eöa þátt, sem hét Maöurinn frá Atlantis. Slíkar myndir heföu kostaö einhvern lífiö eöa æruna meöan fjórmenningaklíkan fræga réði feröinni þar um slóöir. Breytingin í Kína nær ekki ein- vöröungu til klæðaburðar eöa menningar, heldur má sjá mörg önnur merki um vorið í kínversku þjóölífi. Ekki heföi manni dottið í hug aö á leiðinni frá Pekingflugvelli og inn í borgina mætti sjá risastór auglýsingaskilti, sem sýna t.d. jap- önsk litasjónvörp og kassettu út- vörp, eöa Coca Cola, eöa frönsk ilmvötn eöa nýtísku tölvuúr. Allt er þetta þarna og þessa hluti má finna í verslunum ef vel er aö gáö, en þó er verst aö finna Coca Cola, sem er innflutt á dósum og kostar á viö vínflösku. Nýtísku Toyota og Mazda fólksbílar flytja nú feröa- menn og flokksforingja um götur stórborganna, og eru smám sam- an aö leysa af hólmi ellilega Zim og Volgu-bíla frá áhrifatímum Rússa. Æöstu menn aka í risastórum heimasmíöuöum drossíum meö gardínum fyrir hliöargluggum — bílum sem h'kjast gömlum Lincoln lúxusbílum. Múgurinn veröur aö láta sér nægja reiöhjól, en þau skipta t.d. milljónum í Peking, eöa almenningsvagna, sem eru ætíö troöfullir. Gestrisni er ólýsanleg Á hótelum í Peking og Shanghai getur maöur keypt sér vestræn blöö, eins og t.d Time og Ecónom- ist, svo dæmi séu nefnd. í höfuö- borginni má einnig fá daglega á ensku og frönsku úrdrátt úr frétt- um helstu fréttastofa heims eöa úr fréttum kínversku fréttastofunnar Nýja Kína og var þar aö finna helstu viöburði dagsins, jafnt utan sem innanlands. Kínverjar gera allt sem þeir geta til aö taka vel á móti útlendingum. Gistihúsin er flest komin til ára sinna, en þau eru hrein og þjónustan ágæt. í sér- verslunum fyrir útlendinga má kaupa ýmsan varning, sem útlend- ingar telja sig ekki geta án veriö, svo sem vestrænt tóbak, enskt og bandarískt viskí, þýskt Rínarvín, sem kostar jafn mikið og ein flaska af skota og svona mætti lengi telja. Kínversk stjórnvöld undirbúa nú umfangsmikla hótelbygglngaáætl- un og hafa fengiö til liös viö sig ýmis stærstu hótelfyrirtæki verald- ar, eins og t.d. Hilton og Intercont- inental hótelkeðjurnar. Aukin viðskipti við umheiminn Til aö mæta síauknum tengslum viö umheiminn, hafa Kínverjar lagt gífurlega áherslu á aö kenna ungu fólki erlend tungumál og ber mest á því aö enskan sé efst á blaöi. Það er greinilegt, aö Kínverjar ætla aö margfalda viöskipti sín viö umheiminn, aö frátöldum Sovét- ríkjunum, á næstu tveimur til þremur áratugum. Til þess aö framkvæma þaö, þurfa þeir fleiri þúsundir manna, sem geta talaö og ritaö erlend tungumál. — Nú er verulegur skortur á slíku fagfólki, segja Kínverjar. Sem dæmi um þetta má geta þess aö þegar greinahöfundur kom í heimsókn á samyrkjubú rétt utan viö Shanghai og skoöaöi skóla búsins, var veriö aö kenna unglingum í tveimur bekkjum ensku. Flestir búa úti á landsbyggðinni Frelsiö virðist vera þaö mikiö nú, aö fólk sem kann erlent tungumál, gefur sig á tal viö mann ef það á þess kost. Undirritaöur hitti t.d. tvo unga háskólastúdenta í hinu fræga teræktarhéraöi, sem kennt er viö Drekabrunn, sem voru aö læra ensku til BA-prófs. Þeir vildu ólmir fá aö æfa sig í enskunni og voru tilbúnir aö ræöa um heima og geima. Aöspuröir sögöust þeir ekki vita hvaö tæki viö aö námi loknu, því ræöur ríkiö. Þeir veröa ef til vill kennarar, þýöendur, eöa starfsmenn ráöuneyta í Peking, sögöu þeir, og voru ekki ánægöir meö aö mega ekki ráöa sjálfir framtíö sinni, en slíkt þekkist ekki þar um slóðir enn sem komiö er. Auk þess sögöust þeir hafa mikinn áhuga á aö fá aö sjá umheiminn, en líkurnar á því væru í raun engar. Kínverjar viröast búa viö átthaga- fjötra aö einhverju leyti, og þeir eru aöeins fluttir á milli staöa sé þörf fyrir hæfileika þeirra eöa kunnáttu einhvers staöar annars staöar. Þessum átthagafjötrum er vafa- laust beitt til aö stemma stigu viö fólksflótta til stórborga og þéttbýl- issvæða. Taliö er aö um 80% landsmanna búi enn í dreifbýli, þar sem kjörin eru mun lakari en í stórborgum, þótt munurinn sé sjáanlega ekki mikill. Stælgleraugu eftlrsóknarverð Allt sem er vestrænt viröist vera eftirsóknarvert í Kína. Sjái maður ungan Kínverja meö gullspangar- sólgeraugu, sem nú er hiö mikla stööutákn meöal ungs fólks, er víst aö á ööru glerinu miöju sé merki framleiöandans í Japan eöa V-Evr- ópu, jafnvel þótt þaö skyggi á augaö. Merkið er nefnilega meira atriöi heldur en notagildi gleraugn- anna. Mér var sagt aö slík stæl- gleraugu fengjust á svörtum mark- aöi í Peking fyrir 12—13 þús. kr., en þaö lætur nærri aö vera miölungs mánaöarlaun. Þá þykir mjög fínt aö eiga japanskt feröa- kassettuútvarpstæki og ganga meö þaö á almannafæri og spila vinsæla hljómlist á hæstu stillingu. Þessi tæki eru flest gjöf frá Kínverjum búsettum erlendis, sem nú heimsækja Kína í tugþúsunda ef ekki hundruö þúsunda tali á ári hverju. Þeir eru meira en velkomn- ir. Kínversk stjórnvöld reka sér- stök gistihús fyrir hina útlendu frændur sína og hafa rýmkaö tollalöggjöfina svo þeir geti flutt meö sér alls konar nauösynlegar og ónauðsynlegar gjafir fyrir ætt- ingja sína og vini. í útlendinga- verslun í Kanton mátti sjá þessa Kínverja kaupa reiöhjól í tugatali, auk þess sjónvörp, útvörp, úr og rafknúin heimilistæki fyrir bein- haröan gjaldeyri. Fyrir utan versl- unina, sem er lokuð landsmönn- um, biöu þiggjendurnir í hópum eftir því aö þessir ríku frændur og frænkur kæmu hlaöin gjöfum út úr versluninni. Einn embættismaöur sagöi aö nú væri verið aö undirbúa Greinarhöfundur fyrir framan Höll alþýðunnar á Torgi hins himneska friðar og má sjá tvær risamyndir af Lenin og Stalin, en báðir eru hátt skrifaðir hugmyndafræöingar meðal kín- verskra kommúnista. aö opna sérstaka gjaldeyrisreikn- inga í kínverskum bönkum fyrir Kínverja búsetta erlendis, þar sem þeir geta geymt gjaldeyri sinn á háum vöxtum og án þess aö þurfa aö svara nokkrum spurningum um peningaeign sína. Þetta er ein af mörgum aöferöum stjórnvalda til þess aö komast yfir aukinn gjald- eyri, en gjaldeyrisskortur háir upp- byggingarstefnu stjórnvalda. Kína er fátækt land Þrátt fyrir hin ýmsu ytri merki um breytingar á kínversku þjóölífi, sem ber fyrir augu feröamanns, þá er ekki alltaf allt sem sýnist. Þaö fer ekki á milli mála, aö Kína nútímans er sárafátækt land og þjóöin líöur skort á ýmsum sviöum tilverunnar. Elnn embættismaöur sem ég kynntist, maöur á svipuöu reki og ég, sagöi mér að mánaö- arlaun hans væru u.þ.b. 20 þús. kr. á mánuöi eöa 70 yuan og kona hans vinnur sér inn 50 yuan. Þau búa í 16 fermatra herbergi meö aögangi aö eldhúsi og baöi. Gas til eldunar þarf hann aö sækja í kút á gasstöö, en rennandi kalt vatn er í íbúðinni, sem telst vera kjarabót. í herberginu er ekki mikið pláss fyrir húsgöng önnur en þau nauðsyn- legustu. Hann á sjónvarp, sem er undantekning þar í landi, en tskáp- ur er enginn í íbúöinni og þekkist slíkt tæki þar varla. Eitt reiöhjól kostar yfir 200 yuan og er af- greiöslutíminn eitt tii tvö ár, vegna útflutnings á reiöhjólum. Þaö tekur þvt embættismann meira en þrjá mánuöi aö vinna sér inn fyrir reiðhjóli, ef hann leggur öll launin í þaö, en þaö gerir enginn, slíkt er ekki hægt. Menn veröa aö safna lengi áöur en þeir geta keypt sér slíkan fararskjóta. Verkamaöur hefur milli 40—50 yuan á mánuöi, sem er ekki há upphæö, en verölagi á nauðsynjavörum er ha- Idið niöri, og enn eru sumar neysluvörur af skornum skammti, og sum matvæli, eins og t.d. kjöt, er oft skammtaö. Stjórnvöld boða betri tíð Kínverjar láta þess ekki á sig fá, ef marka má ummæli þeirra, því þeir trúa aö betri tímar séu framundan, ef núverandi stjórn- arstefna fær friö og tíma til aö ná fram aö ganga. Þeir segjast vita þaö, aö byltingin krefjist mikilla fórna og nú bendi margt til þess aö nýir tímar séu að renna í hlaö, eftir ofríki klíkunnar margnefndu, sem brátt verður dregin fyrir lög og dóm og látin svara til saka fyrir glæpi sína. Ég hef reynt aö greina frá ytri merkjum hins pólitíska vors í kínversku þjóölífi í þessari grein, en í næstu grein mun ég reyna aö fjalla um pólitíska innviöi og stefnu kínverja í uppbyggingu landsins. Gunnar S. Björnsson: Framlag sveitarfélaga til bygg- ingarsjóðs verkamann, er orðið nokkuð lítið þar sem það er nú komið í 9% af söluverði íbúðar eða 10% af 90% lánshlutfalli sjóðsins eins og sagt er í lögunum. Furðulegt er að aðeins eigi að hafa samráð við Alþýðusamband Islands varðandi reglur um með- ferð eldri íbúða og ýmsra annarra þátta varðandi félagslegar bygg- ingar, þar hefði frekar átt að hafa samráð við viðkomandi sveitar- stjórnir eða að minnsta kosti við sveitarstjórnir og ASI. Akvæðin um tækni- og þjón- ustudeild eru á ýmsan hátt mjög furðuleg, t.d. verður ekki annað séð en tæknideild verði að selja Húsnæðisstofnun sjálfri þjónustu sína ef hún á að standa undir sér sjálf eins og gert er ráð fyrir í lögunum. Ný húsnæðis- málalöggjöf Á síðasta degi Alþingis nú í vor, voru samþykkt lög um Húsnæð- isstofnun ríkisins, sem fela í sér ýmsar veigamiklar breytingar frá fyrri lögum. Vegna þess að hér er um ýmsar veigamiklar breytingar að ræða, hefði mátt ætla að Alþingi hefði gefið sér góðan tíma til að fjalla um málið, en svo mikil pressa var lögð á að ljúka málinu af hálfu núverandi ríkisstjórnar, að það fór í gegnum þing á nokkrum dögum, enda bera lögin greinilega þess merki. Ég mun hér á eftir geta um nokkur atriði sem ég tel að betur hefðu mátt fara: Að skipta stofnuninni í deildir með lögum tel ég að sé rangt, stjórn viðkomandi stofnunar ætti tvímælalaust að stjórna slíkri deildaskiptingu ef þurfa þætti hverju sinni. Sú nýja stjórnskipan sem lögin kveða á um, að hags- munaaðilar tilnefni tvo menn í stjórn, er að mínu mati fráleit, Húsnæðismálastofnun er opinber lánastofnun sem að miklu leyti hefur verið fjármögnuð af opin- berum aðilum, og því lang eðli- legast að alþingi sem situr hverju sinni, kjósi eitt í stjórn stofnunar- innar, í því efni eiga byggingar á félagslegum grundvelli ekki að hafa nein áhrif á skipun stjórnar. Fjármögnun byggingarsjóða ríkisins og verkamanna, er nánast skilin eftir óafgreidd í þessum lögum, mikils hluta þess fjár- magns sem þarf á hverjum tíma, þarf að afla með lánum eða öðrum hætti, því verður ekki séð nú hvort þessu nýja lánakerfi tekst að auka að nokkru marki lánsfjárhæðir til almennra íbúðabygginga, sem tvímælalaust er mjög þarft, og þyrfti sem fyrst að komast upp í 80% af byggingarkostnaði. Ég tel að lánstími sé of stuttur, þyrfti að vera minnst 35—40 ár á öllum lánum til nýbygginga, sama láns- hlutfall ætti að vera gagnvart eldri íbúðum, en þar mætti taka tillit til fyrninga og áhvílandi lána. Varðandi allar greiðslur af lán- um, ættu að vera inni ákvæði sem frestuðu hluta greiðslna ef þær færu upp fyrir ákveðna % af tekjum lántakanda t.d. 20—25%. í félagslega kafla laganna, eru ýms ný ákvæði sem orka tvímælis, t.d. að ákvarða í lögum að byggja eigi a.m.k., einn þriðja af íbúða- þörf á félagslegum grundvelli, fjáröflun byggingarsjóðs verka- manna er jafn lítið tryggð og í almenna sjóðnum. Sveitarstjórnir ættu í öllum tilfellum að eiga meirihluta fulltrúa í stjórnum verkamannabústaða. Ekki er eðlilegt að fram- kvæmdalán séu vaxtalaus á byggingartímanum, þau ættu skil- yrðislaust að bera sömu vexti og almenn lán, einnig ættu lán til félagslegra bygginga að vera með sömu vöxtum og lán úr almenna sjóðnum. Eitt atriði er svo í viðbót við lögin í heild, sem vert er að benda á. Lögin eiga að taka gildi 1. júlí n.k., í þeim eru fjölda mörg atriði sem kveða þarf nánar á um í reglugerð. Sú reglugerðarsmíð hlítur að verða talsvert verk, og er vandséð að því verði lokið fyrir 1. júlí, en erfitt getur reynst að starfa eftir lögunum ef ekki verð- ur fyrir hendi reglugerð. Að sjálfsögðu eru mjög mörg ný ákvæði í lögunum sem eru til bóta, og ber að fagna því, en óvíst er hvort eða hvenær þau nást fram ef ekki verður fyrir hendi fjármagn til að framkvæma þau. í lok Alþingis dróst nafn mitt talsvert inn í umræður alþing- ismanna vegna kosninga í Hús- næðismálastjórn, einnig varð ég tilefni til talsverðra blaðaskrifa í kjölfar þeirra umræðna. Mér virð- ist að ýmis misskilningur hafi sprottið út af þessum umræðum og því að ég hef verið kosinn í stjórn Húsnæðismálastofnunar af lista núverandi ríkisstjórnar. Til að fyrirbyggja allan misskilning í því efni, vil ég taka fram sérstak- lega að ég er ekki, og hef ekki verið stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar, og á ekki von á að á því verði nein breyting, það að ég fer nú með þessum hætti inn í stjórn Húsnæðismálastofnunar, er fyrst og fremst vegna áhuga á málefninu, og óska þeirra sam- taka sem ég vinn fyrir. Að endingu vil ég láta í ljós þá persónulegu skoðun mína, að þeir sem starfa á hinum fjölmörgu stöðum úti í atvinnulífinu bæði á félagslegum grundvelli og einnig í atvinnufyrirtækjum, verði að geta komið inn á ýmsum stöðum til- nefndir eða kosnir af ýmsum aðilum án þess að þeir verði samtímis stimplaðir sem stuðn- ingsmenn þeirra sem tilnefna í hvert skipti. Reykjavík, 25. júní 1980, Gunnar S. Björnsson framkvæmdastjóri Meistara- sambands byggingamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.