Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1976 25 fclk f fréttum Virðingarverðir viðskiptamenn + Hvaða klæðskerastofa í Lundúnum skyldi hafa meðal viðskiptavina sinna Disraeli, Lenin, eiginmann Önnu prins- essu, Mark Phillips, og nú að auki forseta Frakklands, Valéry Giscard dFslaing? J. Dege og sonur hf. heitir hún, en þess ber þó að geta, að þetta fræga fólk hefur ekki sjálft vanið komur sfnar á saumastof- una, heldur tvlfarar þess, vax- myndirnar á söfnum Madame Tussaud. t sfðasta mánuði var komið fyrir styttu af Giscard f safni í Amsterdam og verður önnur sett upp f Lundúnum innan tfðar. Til að vera vissir um að fötin færu honum vel fengu klæðskerarnir öll mál frá Parfs og nutu sfðan aðstoðar myndhöggvara þegar þeir lögðu sfðustu hönd á verkið. „Vertu alveg kyrr, herra for- seti! — Tftuprjónarnir geta stungið!“ + Kettir hafa lítið verið orðaðir við sundiðkanir og reyndar sagðir forðast allt volk eins og heitan eldinn. Þessi mynd sýnir þó að sum dýr af kattaætt- inni kunna ýmislegt fvrir sér þegar svo ber undir. Þetta tígrisdýr er f dýragarðinum f Washington en hefur verið á sýningarferðalagi vfða um Bandarfkin. Þegar myndin var tekin rfktu miklir hitar f borg- inni svo að tfgrinum hefur ef til vill þótt það illskárra að velkjast f vatninu en móka í hitasvækjunni. + Það bar til vestur í Banda- ríkjunum fyrir nokkru að Bruce Morris og konu hans þótti tfmi til kominn að eignast nýjan bfl og brugðu sér þvf á bflasölu til að kynnast þvf, sem á boðstólum væri. Gamla bílinn skildu þau eftir á bflastæði skammt frá og f bflnum beið Margaret dóttir þeirra, tveggja ára gömul, og Rauður, frskætt- aður hundur, sem þau höfðu eignazt nýlega. Eldur kom upp f bílnum með- an foreldrarnir voru fjarver- andi og hefði illa farið ef Rauð- ur hefði ekki dregið Margaretu út um glugga á brennandi bfln- um og bjargað þannig Iffi henn- ar. Á myndinni hér sést þegar Margaret litla þakkar Rauði Iff- gjöfina. + Maximilian Horngacher, sem býr f Starnberg skammt frá Munchen í Vestur-Þýzkalandi, er meðal örfárra hörpusmiða, sem enn fyrirfinnast. Hver harpa er sett saman úr 2000 hlutum og það tekur Horngacher hálft ár að smfða hverja hörpu. Hörpurnar kosta frá hálfri annarri til tvær milljónir króna en þrátt fyrir það eru hörpusmiðir ekki á neinum hrakhólum með verkefni. Hvaðanæva að berast Horngacher fyrirspurnir frá sinfónfuhljómsveitum og pantanir á hörpum. Tónlistarskólinn á Akranesi 20 ára Akranesi 13. maí UM ÞESSAR mundir minnist Tónlistarskólinn á Akranesi 20 ára afmælis sfns með þrennum nemendatónleikum, tvennum f Bíóhöllinni og þeim síðustu, sem fram fara ásamt skólaslitum og afmælishátfð f Akraneskirkju nú á sunnudagskvöldið kl. 9.00 s.d. I tilefni þessara tfmamóta hefur bæjarbúum verið boðið á hljóm- leikana án aðgangseyris og er svo einnig nú um afmælishljómleik- ana f kirkjunni. Stofnun tónlist- arskóla á Akranesi var, eins og raunar víðast annars staðar á landinu, fyrst og fremst verk tón- listarfélagsins f bænum, en það var stofnað að tilhlutan Stúdenta- félags Akraness árið 1954. Skólastarfið hefur vaxið mjög að fjölbreytni undanfarin 7 ár og starfar skólinn nú í 6 deildum, sem eru: píanódeild, orgeldeild, blásturshljóðfæra-, strengjahljóð- færa- og söngdeild og auk þess forskóli eða barnadeild fyrir 6—9 ára börn. Nemendur skólans nú eru 134 og kennarar 9, þar af 3 fastráðnir. Skólastjórar frá upphafi hafa ver- ið þrír. Frú Anna Magnúsdóttir, píanókennari, stýrði skólanum fyrstu fimm árin, en lengst af hefur skólastjórnin verið i hönd- um Hauks Guðlaugssonar, organ- leikara. Skólastjóri nú er Þórir Þórisson. Myndin er tekin í Tón- listarskólanum af píanónemend- um skólans vorið 1976. Júlfus. — Á heimsenda Framhald af bls.7 Þegar hann var gerður að æðsta manni landsins, skrifaði hann bréf til þjóðarinnar, sem gefið hefur verið út í litlu rauðu kveri, rauði þráðurinn þar er: Madagascar þarf ekki að beygja sig fyrir neinum. Flest fyrirtæki áður i eigu Frakka hafa verið þjóðnýtt við misjafnar undirtektir almennings. Staðreynd er að verð- bólga hefur aukizt gífurlega, skortur er á ýmsum vörum, sem þessi fyrirtæki hafa einmitt fram- leitt og opinberri þjónustu hefur hrakað. Ég spurði vin minn, Rakoto- malalalandrionaivo — þetta er algengt nafn í því landi — hvort þjóðnýtingin hefði ekki verið framkvæmd of ört, hvort menn væru færir um að annast rekstur þessara fyrirtækja? Hann sagði: Hvenær erum við tilbúin til slíkra hluta. Má ekki alltaf telja okkur trú um að við séum ekki ennþá færir um það. — Núna erum við neydd til að gera okkar bezta og þrátt fyrir mörg mistök held ég að þetta sé bezta leiðin þótt erfið sé. MANNLlF 1 SVEITAÞORPI Þessi vinur minn er námuverk- fræðingur, með margra ára nám í Frakkland að baki. Hann er ein- eggja tvíburi og faðir h^ns átti stóran búgarð í grennd við Tanararive. Faðirinn ákvað að annar sonurinn skyldi taka við jörðinni, en hinn skyldi fá að fará i skóla. Það var undarlegt að spjalla við þá tvíburana nauða- likir sem þeir eru. Annar er ólæs, hinn hefur háskólapróf. Vinur minn kemur um hverja helgi heim. Fjölskyldan hefur reist kirkju i þorpinu og fram til þes' hefur þar verið prestur. Vinur minn hefur því haft sunnudaga- 'T' < r\»t* entnnAno W V'í-> *^*" **^*t>* ***'**'-* 0U. .lUOUi ins. Nú hefur hins yegar fengizt prestur, ung stúlka alin upp f höfuðborginni. Hún dregur að sér unga fólkið úr nágranna- byggðunum eins og segull. Hún sagðist hins vegar eiga í erfið- leikum að ná til eldri kvennanna. Þær vinna alla daga á hrisgrjóna- ökrunum og eru því vanastar að karlarnir hafi öll ráð, þeirra hlut- verk sé að hlýða og vinna erfiðustu verkin. Nú þegar fin- gerð ung stúlka er skyndilega orðin andlegur leiðtogi, vita þær ekki lengur hvað upp snýr eða niður í veröldinni og draga sig inni i skel sína. En þetta lagast meó tímanum — sagði hún sannfærandi og hló hressilega. ÞATTUR norðmanna Norðmenn hafa mikið starf á Madagascar, kristniboðið hefur verið þar að verki áratugum saman. Nú er norska þróunar- hjálpin með ýmis verkefni þar sem framkvæmd eru í mjög góðu og árangursríku samstarfi við kristniboðið, sem þekkir auðvitað vel til allra aðstæðna og skilur hvers er mest þörf í þeim efnum. Það er skemmtileg reynsla að kynnast hversu litil þjóð sem Norðmenn, getur orðið stór í huga annarra vegna verka sinna. Allmargir Gassar hafa hlotið framhaldsmenntun í Noregi. Ég kynntist þvi áþreifanlega, er ég var við messu ásamt félaga mínum frá Kamerún í einni kirkju i Tanararive. Presturinn mælti á gassísku, og við félagarnir vorum harla ókunnir þvi máli. Allt i einu byrjar Gassi sem sat mér á aðra hönd að túlka ræðuna yfir, á norsku í eyra mér. Ég reyndí siðan að snara aðal- atriðunum yfir á frönsku fyrir vin minn frá Kamerún Hvort hin ágæta ræða prestsins komst fylli- lega til skila er ekki vitað en eftirminnileg verður þessi kirkju- ferð á „heimsenda.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.