Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 Bókun sex eða frestun samninga: Utanríkisráðherrar ís- lands og V-Þýzkalands ræðast við um EINAR Ágústsson utanrfkisráðherra skýrði frá þvf í Sameinuðu Alþingi f gær, að hann myndi einhvern næstu daga eiga viðræður við utanrfkisráðherra Vestur-Þýzkalands (væntanlega á utanrfkisráð- herrafundi Nato-rfkja f Osló), þar sem framkvæmd bókunnar 6 (um tollfrfðindi fslenzkra sjávarafurða á Evrópumarkaði) myndi sérstak- lega rædd. Niðurstaða þeirra viðræðna yrði lögð fyrir utanrfkis- og landhelgismálanefnd Alþingis, strax og hann kæmi heim. I framhaldi af þvf myndi tekin ákvörðun um, hvort og þá hvenær kæmi til framkvæmdar frestun á samningi um veiðiheimildir V-Þjóðverja. Ákvörðun f þessu efni — af eða á — væri þvf mjög skammt undan. Ráðherrann staðfesti fyrri ummæli sfn, þess efnis, að ef bókun 6 kæmi ekki til framkvæmda, bæri að fresta framkvæmd samninganna við V-Þjóðverja, þó hins vegar hafi verið hyggilegt, við rfkjandi aðstæður, að flýta sér ekki of mikið f málinu. En biðin væri þröngum mörkum Námslán og námsstyrkir: Endurgreiðslur námslána á 20 árum Sameiginlegar afborganir hvers árs aldrei yfir 10% vergra tekna viðkomanda til skatts háð. STAÐFESTING Á SAMNINGUM VIÐ BELGA, FÆREYINGA OG NORÐMENN Samkomulag um heimildir Fær- eyinga til fiskveiða innan fisk- veiðilandhelgi okkar (17.000 smá- lestir á ársgrundvelli, þar af 8.000 tonn þorskur) var staðfestur á Alþingi í gær með 31 atkvæði gegn 1 (Karvel Pálmason). Samkomulag við Belga var stað- fest með 35 atkvæðum gegn 10 (þingmenn Alþýðubandalags og Karvel) og samkomulag við Norð- menn (línuveiðar 2—4 mán. á ári, eftir nánar ákv.. Isl. um afla- magn) var samþykkt með 34 atkv. gegn 10 (sömu mótatkvæði). öllum þessum skammtíma- samningum má segja einhliða upp með sex mánaða fyrirvara. UMRÆÐUR UM MÁLIÐ Gils Guðmundsson (Alb.) sagði ástand fiskstofna, sér í lagi þorsks, þann veg, að í raun væri ekki um neitt aðsemja. Færeying- ar hefðu þó sérstöðu, sem rétt væri að virða, og myndi Alþýðu- bandalagið því ekki greiða at- kvæði gegn samkomulagi við þá (heldur sitja hjá). Hins vegar greiða mótatkvæði gegn norska og belgíska samkomulaginu. Gylfi Þ. Gfslason (A) sagði Alþýðuflokkinn fylgjandi samningum við Noreg. Afla- magn væri sáralítið og ákvörðun- aratriði okkar sjálfra. Eingöngu væri um línuveiði að ræða. I sam- komulaginu fælist algjör viður- kenning á 200 mílna landhelgi okkar sem væri mikils virði. Upp- sagnarfrestur skammur. öðru máli gegndi með Færeyinga. Afla- skerðing þeirra frá fyrra sam- komulagi væri sáralítil og mun minni en gera mætti ráð fyrir um afla okkar sjálfra. Vegna sérstöðu þeirra, og sökum þess að þessir samningar allir væru þegar gerð- ir, myndu þingmenn Alþýðu- flokksins þó sitja hjá við atkv. gr. um samkomulagið við Belga og Færeyinga. Karvel Pálmason (SFV) sagðist greiða atkvæði gegn öllum samn- málið Veiöisamkomulag við Belga, Færeyinga og Norðmenn staðfest á Al- þingi í gær. Alþýðu- bandalag sat hjá við af- greiðslu Færeyjasamn- inga. Alþýðuflokkur með samningum við Norðmenn. Karvel mðti öllum. ingunum (Magnús T. Ólafsson sat hjá). Hann beindi fyrirspurn til utanrikisráðherra um frestun á samningum við V-Þjóðverja, vegna vanefnda af þeirra hálfu, varðandi bókun sex og er sagt frá svari ráðherra hér að framan. BREYTINGARTILLAGA: Það var einkum 2. málsgrein 16. gr. hér að framan sem olli ágrein- ingi, auk sjálfs endurgreiðslu- kerfisins og verðtryggingarregln- anna. Guðmundur H. Garðarsson, Ellert B. Schram og Sigurlaug Bjarnadóttir flutti breytingartil- lögu þess efnis, að þessi máls- grein félli niður úr frumvarpinu. Sú breytingartillaga var felld með atkvæðum Alþýðubandalags- Framsóknarflokks- og Samtaka- þingmanna að viðhöfðu nafna- kalli (19x15 atkv. — 6 fjarver- andi). Viðstaddir þingmenn Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokks greiddu henni atkvæði. Umrætt gjald þyk- ir á ýmsan hátt hafa verið nýtt í áróðurskostnað þeirra vinstri afla I Háskólanum i hreinpólitiskum (en ekki hagsmunalegum) til- gangi. EITT af þeim málum sem hvað mesta athygli hafa vakið þing- mála er frumvarp menntamála- ráðherra um námslán og náms- styrki. Frumvarpið tók nokkrum breytingum í meðferð efri deíldar Alþingis, einkum 8. gr., endur- greiðslur af skuldabréfi, 9. gr. um viðmiðunartekjur o.fl., 12. gr. um aðstöðujöfnunarstyrki, og 16. gr. sem var mikið ágreiningsefni. Þannig breytt hlaut það lagagildi í neðri deild. Hér fara viðkomandi greinar á eftir, eins og þær hljóðuðu i endanlegri sam- þykkt frumvarpsins. ENDURGREIÐSLUR Á 20 ÁRA TtMABILI. 8. gr. hljóðar svo: Árleg endurgreiðsla af skulda- bréfi skv. 3. mgr. 7. gr. nemi hið minnsta 40.000 kr., þó eigi hærri upphæð en nemur eftirstöðvum láns og verðtryggingar. Hafi lán- þegi notið námsaðstoðar skv. lög- um þessum skemur en fjögur ár skal árleg endurgreiðsla skv. þessari málsgrein þó ekki nema hærri fjárhæð en 10.000 kr. vegna hvers byrjaðs námsárs sem náms- aðstoð hefur verið veitt til. Upphæðir þessar skulu breytast í réttu hlutfalli við þær breytingar er verða kunna á vísitölu fram- færslukostnaðar, sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. Vísitala framfærslukostn- aðar er nú 507 stig og miðast upphæðir í 1. og 2. málslið þessarar málsgr. við þá vísitölu. Hafi lánþegi haft hærri vergar tekjur til skatts, sbr. 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. og 9. gr. laga nr. 11/1975, næsta ár á undan af- borgunarári en nemur viðmið- unartekjum þess árs sbr. 9. gr. skal hann greiða aukaafborgun skv. 3. mgr. 9. gr. auk afborgunar skv. 1. mgr. þessarar greinar. Aukaafborgunin skal þó aldrei vera svo há að samanlögð upphæð afborgunar skv. 1. mgr. og auka- afborgunar nemi meiru en 10% vergra tekna til skatts. Við útreikning aukaafborgana skal miðað við vergar tekjur hjóna samanlagðar. Séu hjón bæði lántakar skulu þau greiða árlega hálfa endurgreiðslu skv. 1. mgr. af láni hvort um sig. Aukaaf- borgun skv. 2. mgr. skal að hálfu heimt til greiðslu lána hvors þeirra. Ákvæði þessarar máls- greinar eiga einnig við um sam- býlisfólk sem skattlagt er skv. 1. málslið 5. mgr. B-liðar 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 9. gr. laga nr. 11/1975. Endurgreiðslur skuli standa yfir í 20 ár hið lengsta. Eftir- stöðvar lánsins eru þá óaftur- kræfar, sbr. þó ákvæði 11. gr. Ráðherra getur sett reglur er heimila stjórn Lánasjóðsins að gefa undanþágur frá endur- greiðslureglum ef sérstakar ástæður eru til. Stjórn sjóðsins er og heimilt að leyfa örari endur- greiðslur sé þess óskað. Heimilt skal að fella niður kröfur á dánarbú látinna náms- manna samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Nú kemur i ljós að námsaðstoð hefur verið veitt á röngum for- sendum vegna vísvitandi rangra upplýsinga af hálfu umsækjanda og skal aðstoðin þá endurkræf þegar í stað. Við útgáfu skuldabréfs skv. 3. mgr. 7. gr. falla skuldbindingar ábyrgðarmanna skv. 3. mgr. 6. gr. niður, enda útvegi lánþegi ábyrgðaraðila, er sjóðstjórn metur gilda, fyrir hinu nýja láni og skal ábyrgð þeirra vera einföld ábyrgð. Stjórn sjóðsins er heimilt að taka fullnægjandi veðtryggingu í stað ábyrgðaryfirlýsinga óski lán- þegi þess. AFBORGANIR OG AUKAAFBORGANIR: 9. gr. hljóðar svo: Viðmiðunartekjur skv. 2. mgr. 8. gr. skuli fyrir einhleyping vera helmingur „grunntölu fram- færslukostnaðar". „Grunntala framfærslukostnaðar" svarar í þessu sambandi til heildarút- gjalda skv. A- og B-hlutum i grundvelli vísitölu framfærslu- kostnaðar í maíbyrjun árið áður en aukaafborgun skv. 2. mgr. 8. gr. skal fara fram. Viðmiðurnartekjur hjóna svo og sambýlisfólks, sem skattlagt er skv. 1. málslið 5. mgr. B-liðar 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 9. gr. laga nr. 11/1975, skulu á sama hátt nema þrem fjórðu hlutum „grunntölu framfærslukostn- aðar“. Að auki skal bætt við við- miðunartekjur lánþega einum áttunda af „grunntölu fram- færslukostnaðar" fyrir hvert Framhald á bls. 19 Z-an og sendi- herrann ENGIN tök eru á því að gera öllum þeim málum skil, sem komu til afgreiðslu þingdeilda og sameinaðs þings í fyrradag og gær. Verður það gert hér á þingsiðu næstu daga. 1 þvi efni má sérstaklega nefna afstöðu ýmissa þingmanna til verk- fallsréttar opinberra starfs- manna, Framkvæmdastofnun- ar ríkisins og raunar fleiri mála. Z-AN Líkur bentu til þess i gær að frumvarp um islenzka staf- setningu myndi stöðvast í menntamálanefnd efri deildar eða í deildinni sjálfri (þá hugsanlega á neitun afbrigða, sem 3/4 þingmanna í deildinni þurfa að samþykkja). SENDIHERRA HJÁ NATO Þá var talið mjög líklegt að þingsályktunartillaga um heimköllun sendiherra okkar hjá Nato, sem fram kom fyrst siðla dags í fyrradag, myndi ekki komast á dagskrá, svo seint sem hún var fram komin, og mörg mál óafgreidd fyrir þinglausnir. : . ...... Þessir hlutu ríkisborgararétt FRUMVARP til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi í fyrrinótt. Þessir hlutu ríkisborgararétt: 1. Albert Hörður Hannesson, nemi á Akureyri, f. í Þýzkalandi 25. júní 1960. 2. Arndís Ágústsdóttir, barn í Reykjavík, f. í Þýzkalandi 22. janúar 1974. 3. Brooks, Tina April, barn í Reykjavík, f. i Bandaríkj- unum 25. ágúst 1972. 4. Candi, Manlio, tæknifiæð- ingur í Reykjavík, f. á Italíu 9. september 1933. 5. Cleveland, Hulda Patricia, barn í Hafnarfirði, f. á ís- landi 11. mai 1970. 6. Collins, William Edward, barn í Ártúni, Ljósavatns- hreppi, Suður- Þingeyjarsýslu, f. í Vest- mannaeyjum 9. mai 1971. 7. Douglas, George Robert William, menntaskóla- kennarí í Reykjavík, f. á Norður-Irlandi 8. október 1945. 8. Evenseri, Karl Mörk, verka- maður á Akureyri, f. í Nor- egi 4. júlí 1912. 9. Fisarova, Dana, íþrótta- kennari í Reykjavík, f. í Tékkóslóvakíu 20. ágúst 1951. 10. Gambrell, Charles Edward, barn í Keflavík, f. í Banda- ríkjunum 17. apríl 1972. 11. Gambrell, Gloria Joan, barn í Keflavík, f. i Bandaríkj- unum 6. apríl 1971. 12. Horvath, Terézia, ekkja í Reykjavík, f. í Ungverja- landi 21. ágúst 1910. 13. Idland, Karl Olaf, flugmað- ur i Reykjavík, f. í Noregi 12. mars 1944. 14. Johannsen, Manita Sofia, húsmóðir í Ólafsvik, f. í Færeyjum 7. október 1940. 15. Johannsen, Ruben, verka- maður i Ólafsvik, f. í Fær- eyjum 8. maí 1936. 16. Johnson, Pétur Snæbjörn, barn í Sólheimum í Gríms- nesi, f. í Bandaríkjunum 24. júní 1965. 17. Jörgensen, María Kristin Lund, húsmóðir í Mosfells- sveit, f. á Islandi 31. mars 1949. 18. Kahl, Holger, vélsmiður í Keflavík, f. í Þýskalandi 19. febrúar 1950. Fær rétt- inn 1. ágúst 1976. 19 Kári Bergsson, barn í Reykjavík, f. í Þýskalandi 12. apríl 1968. 20. Kearns, Christine Carol, barn í Keflavík, f. í Banda- ríkjunum 14. febrúar 1970. 21. Kearns, Eric James, barn í Reflavík, f. í Bandarikjun- um 18. febrúar 1971. 22. Kearns, Kimberly Ann, barn í Keflavík, f. í Banda- ríkjunum 30. júlí 1966. 23. Kim, Mee Ae, barn á Mar- bakka í Bessastaðahreppi, f. í Kóreu 14. ágúst 1973. 24. Kichin, Eric Arthur, sím- virki í Reykjavík, f. i Eng- landi 8. desember 1943. 25. Kolbrún Bergsdóttir, barn i Reykjavík, f. í Þýskalandi 28. apríl 1969. 26. Lareau, Árni Benedikts, nemi í Garðahreppi, f. á Islandi 16. maí 1955. 27. Láng, Maj Britt Saga Margareta (Aðalsteinsson) húsmóðir í Reykjadal, Suð- ur-Þingeyjarsýslu, f. í Finnlandi 25. október 1933. 28. Luckas, Dieter Maximilian, tannsmiður í Garðabæ, f. í Þýskalandi 13. októher 1941. 29. Martiniz, Isidoro Ruiz, verkamaður í Vestmanna- eyjum, f. á Spáni 4. janúar 1938. 30. Mc Niff, Joseph Leonard, barn í Keflavik, f. í Banda- rikjunum 29. mars 1971. 31. Maya Jill Einarsdóttir, barn í Reykjavík, f. á Indlandi 28. nóvember 1966. 32. Möller, Edith Ingeborg Elfriede Giesela, verka- kona i Reykjavík, f. í Þýskalandi 18. febrúar 1930. 33. Neighbour, Svava Jóhanna, verslunarmær í Reykjavík, f. í Bandaríkjunum 26. mai 1957. 34. Neubauer, Vlastimil, hljóð- færaleikari í Reykjavík, f. i Tékkóslóvakíu 7. mars 1923. 35. Nilsen, Terry, matreiðslu- maður i Reykjaskóla í Hrútafirði, f. í Bandaríkj- unum 3. júlí 1952. Fær réttinn 23. júní 1976. 36. Óskar Ingi Ágústsson, barn i Reykjavík, f. í Þýzkalandi 12. júlí 1972. 37. Petersen Hulda Sóley, hús- móðir í Reykjavík, f. á Is- landi 9. október 1941. 38. Petersen, Margrét húsmóð- ir í Reykjavík, f. á íslandi 3. febrúar 1947. 39. Petersen, Myrna Johanne, húsmóðir í Reykjavík, f. í Danmörku 26. febrúar 1935. 40. Pope, James Henry, blaða- ljósmyndari í Kópavogi, f. í Englandi 13. desember 1946. 41. Ragna Margrét Sigurðar- dóttir, barn í Kópavogi, f. í Kóreu 1. ágúst 1971. 42. Rigensborg, Emilía Kristín, barn í Reykjavík, f. á Is- landi 14. febrúar 1974. 43. Róbertsson, Róbert Pétur Niclasen, verkamaður á Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.