Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 Frá Landsfundi um verkalýðsmál. Landsfundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins: Allir líf- eyrisþeg- ar sitji við sama borð gagnvart eftirlaunum Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra I ræðustól L^NDSFUNDUR Verkalýðs ráðs Sjálfstæðisrlokksins 1976 fagnar miklum og stöð- ugt vaxandi áhrifum sjálf- stæðismanna í launþegasam- tökunum sem augljóslega hafa komið fram á síðustu árum. Siaukin áhrif sjálfstæSismanna i launþegasamtökunum byggjast á þvi, a5 undir forystu þeirra hafa stéttarleg sjónarmið ævinlega verið sett ofar öllu öðru. Þannig hefur starf þeirra verið á félagslegum grundvelli með hagsmuni umbjóð- enda sinna fyrir augum. Á hinn bóg- inn hefur þess gætt i ríkum mæli að fylgismenn vinstri flokka hafa mis- notað verkalýðshreyfinguna i flokks- pólitískum tilgangi, sem hvorki hefur þjónað hagsmunum launþega né is- lenzkri þjóð. Sjálfstæðismenn hafa lagt áherzlu á að styrkja og efla sjálfstæði ein- stakra stéttarfélaga og gera þau að virkum og óháðum aðila i baráttu fyrir réttlátri skiptingu þjóðartekna, atvinnuöryggi og lifvænlegum kjör- um þeim til handa, sem verst eru settir i þjóðfélaginu vegna sjúk- dóma, elli og félagslegra erfiðleika hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Sjálfstæðismenn í launþegasam- tökunum hafa beitt sér fyrir stéttar- legri samstöðu og samvinnu. án til- lits til stjórnmálaskoðana forystu- manna einstakra samtaka með það i huga, að takast mætti að sameina innan launþegafélaganna öll þau öfl, sem af einlægni vilja hag launastétt- anna sem mestan. Þeirri viðleitni munu sjálfstæðismenn i launþega- samtökunum halda áfram i trausti þess, að fleiri og fleiri launþegar gangi t lið með þeim til starfa að eflingu launþegasamtakanna á stétt- ar- og hagsmunalegum grundvelli Fundurinn vill vekja athygli is- lenzkra launþega á þvi geigvænlega ástandi. sem er rikjandi i alltof mörg- um löndum heims, þar sem réttur verkalýðsins er að engu hafður, verkalýðssamtök bönnuð eða notuð sem tæki stjórnvalda sém svipa á verkalýðinn til beinnar eða óbeinnar ánauðar. Þótt ótrúlegt sé, eru hér á landi til þeir menn, sem styðja slikt framferði ofbeldisaflanna og boða frelsissvipt- ingu launþega og ráðstjórn. Fundurinn skorar á alla íslendinga og þá sérstaklega launafólk að vera vel á verði gagnvart þessum öflum og mæta þeim, hvar sem þau koma fram, af einurð og festu og slá skjaldborg um grundvallarhugsjón lýðræðis, frelsi og mannhelgi. Landsf undurinn leggur sérstaka áherzlu á stéttar- og faglega sam- Stöðu um grundvallarhagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar og harmar að ekki náðist samkomulag á bar- áttu- og hátiðisdegi verkalýðsins, 1. mai s.l. þar sem vinstri öflin létu flokkspólitisk sjónarmið sfn ráða úr- slitum. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð sumarið 1974 voru efna- hagsmálin i ólestri, þjóðin lifði um- fram efni og hér geisaði óðaverð- bólga, sem var bein afleiðing af rangri stefnu vinstri stjórnar. Innan hennar var ekki samstaða um lausn efnahagsvandans og hljóp hún frá honum óleystum eins og fyrri vinstri stjórnir. Til þess að koma efnahag þjóðar- innar aftur á réttan kjöl hefur núver- andi rikisstjórn gert ýmsar óhjá- kvæmilegar ráðstafanir sem jafn- framt hafa komið þungt niður á al- menningi. Nú er svo komið að ekki verður lengra gengið með aukinni skattheimtu og er nauðsynlegt að draga úr rikisumsvifum og halda verklegum framkvæmdum innan skynsamlegs ramma með hliðsjón af fjárhagsgetu þjóðarinnar hverju sinni. Jafnframt verður að endur- skoða tekjuöflun ríkisstjóðs með það fyrir augum m.a.að skattlagning á eyðslu sé aukin en tekjuskattur afnuminn eða einungis látinn ná til raunverulegra hátekna Verkalýðurinn legaur á- herzlu á eftirtalin atriði: Óðaverðtryggðum lífeyrissjóðum verði breytt þannig, að tryggt sé að allir lifeyrisþegar sitji við sama borð gagnvart eftirlaunum með tilliti til ævitekna og framfærslu- kostnaðar. Vinnulöggjöfin verði endurskoð- uð i fullu samráði við launþegafé- lögin og samtök vinnuveitenda með það i huga að betri vinnu- brögð við gerð kjarasamninga séu tryggð. Unnið skal að fjölþættara at- vinnulífi með áframhaldandi iðn- þróun, nýjum atvinnugreinum og betri hagnýtingu auðlinda okkar til lands og sjávar með það mark- mið i huga að tryggja öllum vinnufúsum höndum örugga at- vinnu. Til þess að stuðla að þessari þróun skal veita verkmenntun sömu fyrirgreiðslu og annarri framhaldsmenntun og láta rikið taka yfir rekstur iðnskólanna. Stefnt sé að þvi að gera öllum kleift að búa í eigin ibúð. Uthlut- un lóða og fjármagns verði höfð sem jöfnust, svo komist verði hjá þeim miklu sveiflum sem oft hafa átt sér stað i byggingariðnaði. Þá verði haldið áfram byggingu ódýrra ibúða á félagslegum grundvelli sbr. Verkamannabú- staði, en byggingu leiguibúða haldið í lágmarki. Fundurinn fagnar þeim áfanga, sem náðst hefur i samningsréttar- málum opinberra starfsmanna og minnir á að mestur árangur hefur náðst hjá þessum samtökum, þegar sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn. Verkalýðsráð lýsir fullsta stuðn- ingi við stefnu rikisstjórnarinnar i landhelgismálinu, lætur i Ijós aðdáun á störfum starfsmanna tandhelgis- gæzlunnar við örðugar aðstæður og þakkar fastanefnd íslands á Hafrétt- aráðstefnunni frábær störf, einkum formanni hennar Hans G. Andersen, sendiherra. Verkalýðsráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur á al- þjóðavettvangi I baráttunni fyrir 200 milna efnahagslögsögu og skýrskot- ar i þvi efni til framgangs mála á hafréttarráðstefnunni, stuðningsyfir- lýsingar Norðurlandaráðs, og þess. að æ fleiri þjóðir færa nú fiskveiði- Gunnar Helgason, endurkjörinn formaður Verkalýðsráðs S j álfstæðisflokksins DAGANA 7. og 8. mai s.l. hélt Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins landsfund sinn, sem að jafnaði er haldinn á tveggja ára fresti. Þátttaka á fundinum var mjög góð, og sóttu fundinn forystu- menn sjálfstæðismanna i laun- þegasamtökunum viðs vegar að af landinu. Mikill baráttu- og einhug- ur rfkti meðal fundarmanna. ítarleg ályktun var gerð, og miklar og málefnalegar umræður fóru fram um grundvallarhags- munamál launþegasamtakanna. Landsfundurinn hófst á föstu- dagskvöld með þvi að Gunnar Helgason flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Þá flutti formaður þing- flokks Sjálfstæðisf lokksins, dr. Gunnar Thoroddsen félagsmála ráðherra, ræðu um vinnulöggjöf- ina Á laugardag flutti formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grimsson forsætisráðherra, ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Góður rómur var gerður að ræð- um ráðherranna og var beint til þeirra fjölmörgum fyrirspurnum. Breytingar voru gerðar á lögum Verkalýðsráðsins með tilkomu nýju launþegaráðanna, sem þegar hafa verið stofnuð i þremur kjör- dæmum landsins. en stefnt er að stofnun slikra launþegaráða i öll- um kjördæmunum Að lokum fór fram stjórnarkosning fyrir næstu tvö ár. Tillaga kjömefnda um aðalmenn og varamenn i stjórn Verkalýðs- ráðs var samþykkt einróma og var Gunnar Helgason endurkjörinn formaður. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins fyrir kjörtimabilið 1 976—77. Stjórn: Gunnar Helgason. formaður. Ágúst Geirsson. form. Félags ísl. simamanna. Bjarni Jakobsson, form. Iðju, fél. verksmiðjufólks. Bjöm Þórhallsson, form. Lands- sambands isl verzlunarmanna. Dagmar Karlsdóttir, gjaldkeri starfs.st.fél. Sóknar. Eirikur Viggósson, form. Félags mat- reiðslumanna. Guðmundur H. Garðarsson, form. V.R. Hersir Oddsson, 1. varaform. B.S.R.B. Hilmar Guðlaugsson, form., Múr- arasambands ísl. Hilmar Jónas- son, form. Verkam.fél. Rang- æings. Hróbjartur Lúthersson, i stjórn stýrimannafél. Öldunnar. Július Danielsson, form. Verka- lýðs og sjóm.fél. i Grindavik. Karl Gunnar Helgason. Þórðarson, verkam.. Dagsbrún. Kristján Ottósson, form. Félags blikksmiða. Magnús Geirsson, form. Rafiðnaðarsambands ísl. Maria Magnúsdóttir. I stjóm mál- fundafét Baldurs, Kóp. Pétur Sig- urðsson, ritari Sjómannafél. Reykjavikur. Ragnar Edvaldsson. ritari Vörubilstj. fél. Þróttar. Sverrir Garðarsson, form. F.Í.H. Þorvaldur Þorvaldsson, bifr.str., Þórir Gunnarsson, form. Sveina- fél. pípulagningam. Varamenn í stjórn: Albert Krist- insson, form. Starfsm.fél. Hafnar- fjr. Gunnar Bachmann, varaform. Rafiðnaðarsambands isl. Guð- mundur Hallvarðsson, gjaldkeri Sjómannafél. Reykjavikur. Hann- es Sigurjónsson, i stjórn Iðnnema sambands ísl Kristján Haralds- son, form. Múrarafél. Reykjavik- ur. Óttar Októsson, i stjórn V.R. Pétur Kr. Pétursson, i Starfs- mannafél. Reykjavíkurborgar. Sjálfkjörnir i stjórn Verkalýðs- ráðs: Árni Jakob Stefánsson, form. Launþegaráðs Norðurl. kjör- dæmi eystra. Jens Kristmanns- son, form. Sjálfstæðisfél. laun- þega, ísafirði. Jón Þorvaldsson, form. Málfundafél. launþega, Kópavogi. Óli D. Friðbjörnsson, form. Sleipnis, félags sjálfstæðis- verkamanna og sjómanna, Akur- eyri. Pétur Hannesson.form. Óð- ins, Reykjavik. Sigurður Bergs- son, form. Launþegaráðs Reykja- neskjördæmis. Sigurður Óskars- son, form. Launþegaráðs Suður- landskjördæmis. lögsögu sina einhliða út i 200 sjómil- ur. Sem fyrr stunda Bretar nú einir ólöglegar fiskveiðar hér við land undir herskipavernd og tefla með þvi lifshagsmunum Islendinga i tvisýnu, auk þess sem ágengni herskipa þeirra stofnar lifi islenzkra sjómann við löggæzlustörf i hættu. Þessi framkoma er i senn óþolandi og ó- skiljanleg gagnvart bandalagsþjóð og getur haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar I för með sér ef nú fer fram sem horfir. Verkalýðsráð treystir þvi, að frændþjóðir okkar á Norðurlóndum og þjóðir Atlantshaf sbandalagsins beiti sér enn frekar fyrir þvi, að óþolandi yfirgangi Breta á íslands- miðum linni til þess að réttur og hagsmunir fslendinga verði tryggður í bráð og lengd. Landsfundurinn skorar á launþega að standa trúan vörð um samtök sin, frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar. — Minning Björn Framhald af bls. 23 ég séð úr bókasafni föður mtns, sem hann hefir gert að kostagrip, og ótöldum stundum varði hann til þess að dytta að gömlum og snjáðum skruddum, sem illa voru leiknar. Björn var hæglátur í fasi og frekar hlédrægur. Hann gat verið mjög fastur fyrir og lét í engu undan, ef hann taldi máli skipta. Hann kunni illa allri sýndar- mennsku og lét ótvírætt í ljós er honum mislíkaði. Hann hafði næma kímnigófu i -og i sagði skemmtilega frá atvikum og fólki, er hann hafði kynnst á lifsleið- inni. Áður en Björn kom til Akureyr- ar hafði hann kynnst föður mfn- um og á Akureyri varð hann strax einn bezti vinur fjölskyldunnar. Eftir að foreldrar mínir fluttust i Kristnes, dvaldi Björn þar oft og tíðum, svo til um allar hátíðir. Hjá okkur börnunum á heimilinu var meira að segja sjálf jólahátíðin ekki gengin i garð fyrr en Björn frá Múla var mættur. Reyndi það stundum á taugarnar að bíða, hann var þá að ganga frá sinum verkefnum, en Björn bætti fyrir með góðum gjöfum. Að sjálfsögðu átti Björn marga góða vini á Ak- ureyri, sem fóru með honum í veiðiferðir, en vel likaði honum næðið i sveitinni, er timi gafst frá störfum. Þeir sátu saman á „kon- tórnum“ hann og faðir minn. Stundum var föndrað við gömul frímerki, gert að bókum, en oftast var lesið eða spjallað. Allt var i föstum skorðum, eiginlega hnit- miðað. Þegar gesti bar að garði, sem ekki var ósjaldan, var breytt til. Ég hefi oft hugsað um það, hversu miklum breytingum venjulegt heimilislíf hefir tekið undanfarna áratugina. Nú eru það innan- og utanlandsferðir, mörg dagblöð á heimili og sjón- varp. En þetta eru minningar, sem varla teljast víst í frásögur færandi, þótt mér séu þær dýr- mætar. Ég kveð vin minn, Björn frá Múla, með trega, og votta börnum hans og vandamönnum samúð mína og fjölskyldu minnar. Jónas G. Rafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.