Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 7 Nýsköpunar- skjálfti Á fyrstu árum íslenzka lýðveldisins var viS völd i landinu svonefnd ný- sköpunarstjóm, en aðild aS henni áttu SjálfstæSis- flokkur, AlþýSuflokkur og Sósfalistaflokkur, sem var forveri AlþýSubanda- lagsins. Stöku sinnum hafa hugmyndir um slikt stjórnarsamstarf skotiS upp kollinum siSan, þrátt fyrir grundvallarágreining þessara flokka um utan- rikismál og fleiri mál. Af einhverjum ástæSum virSist einhver nýsköpunarskjálfti á rit- stjórnarskrifstofum Timans og i Framsóknar- flokknum og hefur þaS leitt til þess, aS i ÞjóS- viljanum I gær birtist svo- hljóSandi yfirlýsing frá LúSvík Jósepssyni: „j út- varpsumræðum, sem fram fóru á fimmtudagskvöld hélt Halldór Ásgrimsson alþm. þvi fram, aS ég hefSi tekiS undir hug- myndir um myndun svonefndrar „nýsköpun- arstjórnar", þ.e.a.s. stjórnar, sem mynduS yrði af SjálfstæSis- flokknum, AlþýSuflokkn- um og AlþýSubanda- lagi. Þessi fullyrðing Halldórs er alröng. Mér hefur ekki dottiS i hug aS stySja slika hugmynd og hefi þvi ekkert sagt i þá átt. sem hægt væri að tengja við slika hugmynd. Fullyrðing Halldórs er augljóslega sett fram I þeim tilgangi aS draga úr þeim áhrifum, sem íhaldssamvinna Framsóknar hefir með þvi að telja mönnum trú um, aS AlþýSubandalagiS sé tilbúiS til ihaldssamvinnu. í útvarpsum ræðunum beindi ég máli mínu sér- staklega til launafólks og skoraSi á það ásamt með öðru frjálslyndu fólki. að mynda breiSari og öflugri samstöSu en nokkru sinni áSur til þess að hægt yrSi aS tryggja þjóðinni nýja framfarastjórn og losa þjóðina viS núverandi afturhaldsstjórn. ÞaS er býsna athyglisvert aS þingmaSur Framsóknar- flokksins skuli telja sjálf- gefiS, að hans flokkur geti ekki tekiS þátt i myndun „framfarastjómar", sem sérstaklega stySjist við samtök launafólks." Nýsköpunar- draumar En sama dag og þessi yfirlýsing Lúðviks Jóseps- sonar birtist i ÞjóSviljan- um ritar Þórarinn Þór- arinsson forystugrein í Tlmann sem hann nefnir „Draumar um nýja nýsköpunarstjórn" og segir m.a.: „Mikil von- brigði rikja nú I heim- kynnum Þjóðviljans. RáSamenn hans hafa um skeið aliS þá drauma ásamt Birni Jónssyni og Gylfa Þ. Gíslasyni, að núverandi rikisstjórn væri að falla og yrði leyst af hólmi af nýrri ný- sköpunarstjórn, þvi aS Bjöm og Gylfi myndu sjá um aS vinstri stjórn yrði ekki endurreist. Það er nú komiS á annað ár siSan ÞjóSviljinn tók að spá falli stjórnarinnar og sá i anda Lúðvik Jósepsson sem sjávarútvegsráðherra i nýju nýsköpunarstjórninni og Kjartan Ólafsson sem arftaka Brynjólfs Bjarna- sonar I sæti menntamála- ráðherra. Nú er ekki sjá- anlegt. að þessir draumar rætist aS sinni og aS ríkis- stjórnin muni sitja til loka kjörtímabilsins. Þess vegna rikja mikil von- brigði hjá ÞjóSvilja- mönnum og beina þeir ekki sizt spjótum sinum að þeim sem þeir telja eiga þátt i þvi, aS nýsköpunardraumurinn skuli ekki strax rætast á þessu kjörtimabili. ÞaS kom fljótt i Ijós eftir að núverandi stjórn var mynduS, aS ýmsir leiS- togar Alþýðubandalagsins undu þvi illa aS vera utan stjórnar. Þó gátu þeir betur sætt sig viS þetta meSan efnahagserfiS- leikarnir voru mestir, en óskhyggja þeirra magn- aðist. þegar viSskipta- kjörin tóku aS rétta við á ný. Vegna af- stöSu aSalleiðtoganna i AlþýSuflokknum, Bjöms Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar var þeim Ijóst, að ekki var grundvöllur fyrir nýrri vinstri stjórn í náinni framtið. Fyrir AlþýSubandalagiS var þvi ekki um annað að ræða ef þaS átti að komast i stjórn á ný. en þátttaka i nýrri nýsköpunarstjórn. Björn Jónsson og Gylfi Þ. Gisla- son gylltu lika eftir megni þessa hugmynd I augum ráðamanna AlþýSubanda- lagsins. ÞaS bættist svo við, að italski kommúnistaflokkurinn, sem ýmsir leiðtogar AlþýSubandalagsins hafa litiS á sem fyrirmynd tók aS herSa þann áróður, aS hann og kristilegi flokkur- inn ættu aS mynda stjóm saman. Qamlir leiðtogar AlþýSubandalagsins frá nýsköpunarárunum eins og til dæmis Einar Olgeirsson tóku og mjög i sama streng. . . Þá kunna ýmsir aS halda, aS varnar- málin muni standa i veginum en þar visa hinir itölsku lærimeistarar veginn. Þeir segjast vera reiðubúnir að sætta sig viS þátttökuna i NATO og að NATO haldi áfram bækistöSvum sinum á ftaliu. Þess er lika skemmst aS minnast, að þingmenn AlþýSubanda- lagsins lýstu sig andviga landhelgissamningnum 1973 en greiddu svo at- kvæði meS honum vegna stjórnarþátttökunnar. ÞaS stendur því ekki á leiðtog- um Alþýðubandalagsins fremur em Bimi cg Gylfa að ráðast i nýtt nýsköpunarævintýri. Þess vegna ríkja nú vonbrigði hjá Þjóðviljanum, þegar hann gerir sér Ijóst. aS draumurinn um það muni ekki rætast næstu misseri." Athyglisvert orðaval Ekki má á milli sjá, hvor er ákafari, Þórarinn í að sanna nýsköpunardrauma á Alþýðubandalagsmenn, eða Lúðvlk að bera sllka drauma af sér. Hitt vekur óneitanlega athygli, að I útvarpsumræðunum notaði Lúðvfk Jósepsson nýtt orð um þá rfkisstjórn, sem hann kýs helzt, þ.e. „framfarastjórn", en um áratuga skeið hefur þessi forystumaður Alþýðu- bandalagsins og aðrir ( hans flokki ekki talað um annað en vinstri stjórn. Menn geta svo túlkað þetta breytta orðaval að vild. Eina fram- bærilega ræðan Margir hafa spurt, hvers vegna Morgunblað- ið birti f heild ræðu Magnúsar Torfa Ólafs- sonar f útvarpsumræðum sfðastliðinn fimmtudag. Svarið er, að Morgunblað- ið hefur þann hátt á að velja þá ræðu talsmanna stjórnarandstöðunnar, sem blaðið telur málefna legasta og þess virði að koma á framfæri við al- menning til þess að lýsa sjónarmiðum stjórnarand- stöðunnar. Ræða Magnúsar Torfa Ólafsson ar f útvarpsumræðunum var eina frambærilega ræðan af hálfu stjórnar- andstæðinga. Sr. Bernharð Guðmundsson skrifar frá Addis Ababa: Sr. Bernharð Guðmunds- son hefur enn sent blaðinu nokkra pistla frá Afríku. Hann kemur eins og fyrri daginn vfða við og hefur frá mörgu að segja af starfi sfnu og samstarfs- manna sinna þarna á suð- urslóðum. 1 þessu spjalli og þvf næsta er hann á Madagascar, en eins og fyr- irsögnin ber með sér eru „höfuðstöðvarnar“ ennþá f Addis Ababa. Stína frænka gaf mér ungum bók í jólagjöf, sem náttúrulega er ekki i frásögu færandi. En þvi minnist ég þessarar bókar, að mér fannst titill hennar svo frámuna- lega heimskulegur. Ég var nú kominn í 10 ára bekk og vissi fyrir löngu að jörðin var hnöttótt. Þess vegna gat nafn bókarinnar ekki staðizt: Ferðin á heimsenda. En nú er ég kominn til lands, sem í fornum sögum, já, reyndar ekki mjög fornum, var kallað heimsendi. Þetta er eyjan Mauagascar. Hið mikla Indlands- haf umlykur eyjuna og engan óraði fyrir því f þá tíð að heil heimsálfa, Astralia, væri fyrir stafni ef siglt væri nógu lengi í austur. göngu Gassa, sama er að segja um handaverk þeirra. Utskurður, steinslípun og ísaumur er með öðrum og fingerðari svip en gerist hjá Afríkubúum. Við komum á föstudegi og þá var markaðsdagur í höfuðborg- inni, Tanararive. Aðalbreiðstræti borgarinnar var lokað fyrir allri bílaumferð og hafði breytzt í Framtfð Madagascar felst f frjósamri jörð og starfsfúsri æsku. Þessi unga stúlka stend- ur f moldarleðju upp í miðja kálfa þar sem hún plantar hrfs- grjónagrösum langtfmum sam- an. ÞOKKI. Að útliti eru íbúar Madagascar, Gassar, ólíkir Afríkubúum. Þeir eru lágir vexti og þéttvaxnir, ljós- brúnir á hörund og augun nokkuð skásett. Sagt er að þeir likist mest íbúum Malaysíu. Það er mikil mýkt og þokki yfir allri fram- r A heimsenda ''■x firnastóran markað. Söluborðin stóðu í snyrtilegum röðum undir litskrúðugum sólhlffum og þarna fékkst allt sem nöfnum tjáir að nefna. Sem annars staðar í álfunni þarf að prútta hressilega áður en kaup eru gerð. En jafnvel sú iðja er framkvæmd með þokka I og alúð. ÞJÓÐNÝTING Undarleg andstæða við hina mildu framkomu borgaranna er hin harða herstjórn sem þarna ríkir. Undanfarin ár hafa verið erfið, byltingar á byltingu ofan. A miðju sumri 1975 kom til valda tiltölulega ungur maður Ratsiraka að nafni, sem hafði unnið sér mikið álit sem utan- ríkisráðherra í samningagerð við Frakka sem áður réðu eynni. Hann þótti klókur og harðskeytt- ur og náði miklu hagstæðari samningum en búizt var við. Framhald á bls. 25 ókeypis þjonusta Dagblaðsins Viljir þú selja bilinn þinn þá auglýstu hann í smáauglýsingum Dagbiaðsins fyrir venjulegt gjald. Um leið færð þú öll nauðsynleg eyðublöð viðvíkjandi sölunni (þ.á.m. afsalseyðublað) af- hent ókeypis í afgreiðslu Dagblaðsins að Þver- holti 2. Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar um hvers gæta þarf við frágang sölugagna. Smáauglýsingar MMBIABSIMS I Bílaviðskipti Þverholti 2 sími 27022 / Einstakt tilboð Glæsileg TOSHIBA stereo-samstæða með öllu tilheyrandi fyrir aðeins 137.770.— tfoóluba Htoshiba 100 ÁRA í tilefni 100 ára afmælis Toshiba (Tokyo Shibaura Electric Co., Japan) getum við boðið þessa glæsilegu sam- stæðu á aðeins kr. 137.770.— Athugið! Aðeins er um tak- markað magn að ræða. SM 3000 samstæðan saman- stendur af: Útvarpstæki með langbylgju, miðbylgju og FM- bylgju 16 watta magnara, reim- drifnum plötuspilara með þung- um. renndum diski Armurinn er vökvalyftur Casettu segulbandstækið er bæði fyrir upptöku og afspilun í stereo 2 styrkleikamælar eru á tækinu og 3ja stafa teljari 2 stórir hátalarar fylgja með og eru 2 hátalarar i hvoru boxi Árs ábyrgð. Greiðsluskilmálar: útborgun 70.000.— síðan 20.000 á mánuði. DEINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstadas*ræti 10 A Simi 1 69-95 — Reykjavík EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.