Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 LOFTLEIDIR gSmBI'LALEIGA -S- 2 1190 2 11 88 Þakka öllum sem sýndu mér vin- semd með gjöfum, heimsóknum og skeytum, á 75. ára afmæli mínu. Magnús Sigurðsson, frá Kotey, Melgerði 24, Kópavogi. Notaóirbílartilsölu Hornet sjálfskiptur með Power- stýri og Powerbremsum '75 Hornet 4ra dyra '74 Hornet 4ra dyra ' 73 Hornet 2ja dyra sjálfskiptur '70 Wagoneer Custom 8 cyl sjálfskiptur ' 74 Wagoneer 6 cyl. beinskiptur '71 Cherokee 6 cyl. beinskiptur '74 Hunter Grand luxe '72 Hunter De luxe '74 Morris Marina Coupe '74 Peugeot 504 '72 Volkswagen 1600 TL '73 Austin Mim '74 Dodge Swinger 2ja dyra '72 Skoda 1 10 L'72 Moskvich '71 Getum bætt við okkur bílum í sýningarsal okkar. Alit á sama stað EGILL , VILHJALMSSON HF Laugavegi 118-Sími 15700 Vitni vantar SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöld- um ákeyrslun, en tjónvaldar stungu af án þess að gera vart við sig. Laugard. 1. maí. Ekið á bifreið- ina R-29274, Citroen fólksbifr. Ijósblá árg. ‘72, stóð við Tónabíó kl. 17.00—19.00. Skemmd á vinstri afturhurð og vinstra aftur- aurbretti. Laugard. 8. maí. Ekið á bifreið- ina R-37552 Volkswagen fólksb. beislit 1974. Stóð á bifreiðastæðí við benzínstöðina við Borgartún (á móti Klúbbnum). Hægra fram- aurbretti, höggvari og hjólabún- aður skemmdur. Bifreiðinni hafði verið lagt þarna kvöldinu áður þ. 7. mai kl. 22:30 til kl. 01:15 þ. 8. Tjónvaldur gæti verið í hvítum. Þriðjud. 11. maí. Ekið á bifreið- ina G-3958 Austin Mini rauða að lit, Þar sem hún stóð á bifreiða- stæði á bak við Landsbókasafnið á tímabilinu 20:30—21:30. Skemmdir: Dæld í hægra fram- aurbretti við luktina. Fimmtud. 13. maí Ekið á bif- reiðina R-3478 Toyota fólksb. gráa að lit, stóð á bifreiðastæði við eða vestan Borgarspitalans kl. 11:00—11:50, Báðar hurðir vinstra megin skemmdar. Fimmtud. 13. maí. Ekið á bif- reiðina R-14354 Mazda fólksb. dökkgræn að lit. Stóð á Templara- sundi við Kirkjutorg. Vinstri hlið mikið skemmd. kl. 16:00—19:00. Útvarp Reykjavfk AilÐNIKUDKGUR 19. maf MORGUIMNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagblaðanna), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir byrjar lestur þýðingar sinnar á sögunni „Þegar Eriðbjörn Brandsson minnkaði" eftir Inger Sandberg. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Robert Pritehard leikur á orgel Dómkirkj- unnar f Reykjavík: Prelúdfu og fúgu f Es-dúr eftir Bach, Sálmtilbrigði eftir Sveelinek, Sónatfnu nr. 26 eftir Brown og Fúgu eftir Honegger. Morguntónleikar kl. 11.00: Ralp Holmes og Eric Fenby leika Sónötu nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Frederick Delius/Janácek kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 1 eftir Leos Janácek/Aldo Parisot sellóleikari og Hljómsveit Rfkisóperunnar f Vfn leika „Choro“ eftir Camargo Guarnieri; Gustav Meier stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál f um- sjá Árna Gunnarssonar. 13.30 Við vinnuna: Tón- leikar. 14.30 Miðdegissagan: „Gestur f blindgötu" eftir Jane Blackmore Valdfs Halldórsdóttir les þýðingu sfna (8). 15.00 Miðdegistónleikar Godelieve Mondon gftar- leikari leikur Svftu eftir Lodewijk de Vocht. Benny Goodman og Sinfóníuhljóm- sveit Chicagoborgar leika Klarinettukonsert f Es-dúr op. 74 nr. 2 eftir Carl Maria von YVeber. Sinfónfuhljómsveit Berlfnar leikur Sinfónfu f C-dúr op. 46 eftir Hans Pfitzner; Ferdinand Leitner stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Lagiðmitt Berglind Bjarnadóttir sér um óskalagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Mannlff f mótun Sæmundur G. Jóhannesson 19. maf. 18.00 Björninn Jógi Bandarfsk teiknimvnda- syrpa Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Demantaþjófarnir Finnsk framhaldsmvnd. 2. þáttur. Efni fvrsta þáttar: Strákarnir Pertsa og Kilu eru komnir f sumarleyfi og vita ekki, hvad þeir eiga að taka sér fyrir hendur. Þeir gera alræmdum glæpa- manni greiða, og lögreglan fær grun um, að strákarnir séu á einhvern hátt tengdir flokki demantaþjófa. Þýðandi Borgþór Kjærne- sted. (Nordvisin - Finnska sjón- varpíð) 18.45 Gluggar Breskur fræðslumvnda- flokkur. Glergerð Risaflugvélar Olíuborpallar Þýðandí og þulur Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og vfs- indi Mvndataka af hitageislum Ifkamans Nýjungar f uppskipunar- tækni Verndun höfrunga Fylgst með jörðinni úr gerfihnöttum Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.05 Bflaleigan Þýskur myndaflokkur. Páskavatn Þýðandi Brfet Héðinsdóttir. 21.30 í kjallaranum Hljómsveitín Cabaret flytur frumsamin iög. Hljómsveitina skipa Tryggvi J. Hiibner. Valgeir Skagfjörð, Ingólfur Sig urðsson, Finnur Jóhannsson og Jón Ólafsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.50 Kvennastörf — kvenna- laun Dönsk fræðslum.vnd um konur á vinnumarkaðnum, launamisrétti og ýmis önnur vandamái. Þýðandi og þulur Gylfi Páls- son. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 22.30 Dagskrárlok ritstjóri á Akureyri rifjar upp minningar sfnar (5) 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. KVÖLDIÐ 19.15 Landsleikur f knatt- spyrnu: Noregur — tsland Jón Asgeirsson lýsir sfðasta hálftfma leiksins frá Ulleváll-leikvanginum f Ósló. 19.45 Tilkynningar 19.50 Kvöldvaka a. Einsöngur Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngur lög eftir fslenzk tóu- skáld. Fritz Weisshappel leikur á pfanó. , b. Átti maðurinn eða dýrið að ráða? Bjarni M. Jónsson flytur frá- söguþátt. c. Kvæðalög Þorbjörn Kristinsson kveður lausavfsur og Ijóðmæli eftir fsleif Gfslason á Sauðár- króki, Gfsla Ólafsson frá Ei- rfksstöðum o.fl. d. Endurminning um tfu króna seðil Torfi Þorsteinsson bóndi f Haga í Hornafirði segir frá. e. Um fslenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur Karlakór Akureyrar syngur. Söngstjóri: Jón Hj. Jónsson. 21.30 Utvarpssagan: „Sfðasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnsson (29). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sá svarti senu- þjófur“ ævisaga Haralds Björnssonar Höfundurinn, Njörður P. Njarðvfk, les (22). 22.40 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Dagskrárlok. Cabaret í kjallaranum Þátturinn I kjallaranum er í sjónvarpi kl. 21.30 í kvöld. Það er hljómsveitin Cabaret sem mætt er í kjallarann og flvtur nokkur lög sem öll eru frum- samin. Hljómsveitina Cabaret skipa Tryggvi J. Húbner, Val- geir Skagfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Finnur Jóhannsson og Jón Ólafsson. Upptöku á þaútinum stjórnaði Egill Eð- varðsson. Þættirnir í kjallaranum hafa vefið vikulega frá því um páska en alls voru teknir upp átta þættir. Allir voru þættirnir teknir upp í þessu kjallaraum- hverfi sem búið var til fyrir fyrsta þáttinn þar sem hljóm- sveitin Diabolus in musica lék. Egill Eðvarðsson sagði að þætt- írnir hefðu þróazt upp í það að miðast eingöngu við þá músík sem hver hljómsveit flytur. Alveg hefði verið horfið frá að sýna á milli erlendar myndir eins og gert var í fyrsta þætt- inum. Þá sagði Egill að þeir vildu gefa áhorfendum kost á að sjá þessar hljómsveitir og heyra þeirra hljómlist. — Við höfum ekki aðstöðu eða tíma til að gera sérstaká áætlun fyrir hverja upptöku á þessu efni, sagði Egill, heldur reynum við bara að koma þessu sem bezt á framfæri. Þetta er eins og fótbolti, sagði Egill enn- fremur, við erum á staðnum og fylgjumst með því sem gerist. Við reynum hins vegar ekki að hafa nein áhrif á það sem fram fer. Eins og í flestum þáttunum í kjallaranum eru engin atriði leiðrétt eða bætt eftir á. Hljóð og mynd eru tekin upp jafnt og haldið er áfram í einni striklotu þar til dagskráin er búin. Þó voru að sögn Egils gerðar tvær upptökur á þessum þætti og valin sú sem þeim þótti betri. Þátturinn með Cabaret er tuttugu mínútna langur. Umræður um kvenna- laun og kvennastörf Þátturinn Kvennastörf — kvennalaun verður í sjónvarp- inu í kvöld og hefst kl. 21.50. Þýðandi og þulur er Gylfi Páls- son en myndin er fengin frá Nordvision — danska sjónvarp- inu. — Þetta er viðtalsþáttur, sagði Gylfi, þar sem rætt er við konur á vinnumarkaðinum, einkum láglaunakonur. Þær eru inntar eftir ástandinu á sín- um vinnustöðum og stöðu kon- unnar í þjóðfélaginu. Þá er samband verkakvennanna við atvinnurekendur sína rætt og FRÁ KVENNAFRÍDEGINUM Á SÍÐASTA ÁRI. hvernig gengur að samræma heimilisstörfin, fjölskyldulífið og síaukna útivinnu. — Þá er staða karlmannanna á heimilinu einnig rædd, sagði Gylfi, og þátttaka þeirra í heimilisstörfunum. Einnig sagði Gylfi að hjá verkakonunum kæmi fram það sjónarmið að það væri í verka- hring konunnar að halda heimilisstörfunum gangandi en karlmaðurinn væri raunveru- lega eingöngu hjálparhella. Þá er rætt um það að þrátt fyrir lög um jafnrétti til launa vanti mikið á að launamisrétti sé úr sögunni. Gylfi sagði að honum virtist þetta vera mjög sambærilegt við það sem er hér heima. Inn á milli viðtalsþáttanna er skotið sláandi dæmum um sam- skipti kvenna við atvinnurek- endur og eru þar birtar myndir með þessum dæmum. Þátturinn er 40 mínútna langur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.