Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 Langtímabílastæði fyrir þá, sem starfa á athafnasvæðinu Skipulagsyfirvöld hafa talað um að byggja bílastæði við Rauðarárvíkina á Skúlagötu og við Umferðarmiðstöðina o.fl. stöðum. Við erum því fylgjandi, en þau stæði á að nota sem dagsstæði, þ.e. fyrir fólk, sem vinnur á verzlunar og athafna- svæðinu. Um leið myndu losna fjölmörg bílastæði inni á þessu svæði, til hagræðis fyrir alla þá, sem þangað þurfa að sækja þjónustu. En þótt forráðamenn Laugavegssamtakanna hafi ým- islegt, við strætisvagna að at- huga vill enginn að strætis- vagninn hverfi af Laugavegin- um; aðeins að breyting verði á ferðum vagnanna, þannig að minni vagnar verði notaðir í stað risanna sem fara eftir göt- unni og þeim gefinn betri timi. Umferðarhættur Landsbankahússins Það kemur oft fyrir að miklir umferðarhnútar myndast á mótum Barónsstigs og Lauga- vegs, og mjög sjaldan eru lög- regluþjónar þar. En að sögn lögregluþjóna, sem komið hafa við á þessum stað, þá skapast þessir umferðarhnútar af þeirri einföldu ástæðu, að eng- imbílastæði eru fyrir viðskipta- vini Landsbankans sem er á þessu horni. Bilastæðin bak við bankann eru langtímastæði fyr- ir þá sem í bankahúsinu vinna. Þá hefur það sífellt færst í vöxt, að fólk virðir ekki stöðu- mælana en viðurlög við mis- notkun þeirra eru of lítil. Löggæzla á þessu svæði er upp til hópa mjög lit.il og það sama gildir um Austurstræti. Fimmtudagurinn betri? Opnunartimi verzlana í Reykjavík hefur oft verið til umræðu og menn ekki á eitt sáttir. Nú er leyfilegt að hafa verzlanir opnar á þriðjudags- og föstudagskvöldum. Engir kaupmenn notfæra sér að hafa opið á þriðjudögum og fáir nota föstudagana af mörgum ástæð- um. Á föstudögum er yfirleitt gott sjónvarpsefni, fólk fer út að skemmta sér eða fer út úr bænum eins og algengt er yfir Eins og sjá má taka strætisvagnarnir mikið rými á Laugaveginum eða álíka og einir fimm fólksbflar. Laugavegssamtökin vilja að litlir en þægilegir vagnar verði látnir aka um miðbæinn, í stað „tröllanna“. sumartimann. Að okkar mati á að hafa verzlanir opnar á þeim tíma, sem viðskiptavininum hentar bezt, og sú hugmynd er mikið rædd hjá okkur að fá að flytja þriðjudagsopnunartim- ann yfir á fimmtudag. Þann dag er ekkert sjópvarp og er margt sem mælir með því, að hafa opið þau kvöld. Það er einnig nauðsynlegt að aðrar þjónustustofnanir, eins og t.d. bankar, séu opnar á þess- um tima. Um leið viljum við losna við það ákvæði úr kjara- samningum, að þeir marki opn- unartimann. Það þekkist hvergi á byggðu taóli, nema hér. Okkar áhugamál er að hafa verzlanir opnar á þeim tíma, sem viðskiptavininum hentar bezt. Oft er það þannig, að verzlunum er lokað á svipuðum tima og þegar fólk er að fara úr vinnu. Til að komast i verzlanir fer fólk því úr vinnu og það fara örugglega mörg þúsund klukkutímar til spillis á íslandi vegna þessa. Þá höfum við lika, fengið staðfest að þeir menn sem sjá um umferðarmál borg- arinnar séu mjög óánægðir með, að opnunar- og lokunar- tími verzlana skuli vera á sama tíma og vinna hefst almennt annars staðar. Ef svo væri ekki myndi umferðin dreifast meira en nú er. Um laugardagana er það að segja að erlendis eru verzlanir opnar þá daga mun lengur en hér. Já, við erum kristnari en páf- inn í þessum efnum, því það má benda á að t.d. í kaþólsku ríki eins og Austurríki eru verzlan- ir opnar á skírdag og laugardag fyrir páska og jafnvel föstudag- inn langa. I.jnsm Mbl.; RAX Stjórnarmenn Laugavegssamtakanna. Talið frá vinstri: Ebba Hvannberg, Guðlaugur Bergmann, Jón Aðalsteinn Jónasson, Haukur Herbertsson, Hjörtur Jónsson, Björn Jónsson, Hinrik Thorarensen og Sigurður E. Haraldsson. Laugavegssamtökin krefjast þess, . . . að ekki verði þrengt að slagæð Reykjavíkur Laugavegssamtökin, samtök áhugamanna og atvinnufyrirtækja á verzlunar- og þjónustusvæði miðborgarinnar tekin tali Llm langan aldur þurftu allir þeir, sem komu eða fóru frá Reykjavík, að fara um Laugaveginn og varð þessi gata því fljótlega, eftir að miðbæjarkjarni b.vrjaði að myndast í Reykjavík, helzta umferðaræð borgarinnar og er svo enn. En á undanförnum áratugum hefur borgin teygt sig langt til austurs og um leið hefur verið þrengt að Laugaveginum. Engu að síður heldur gatan sínum sessi sem aðalverzlunargata borgarinnar og út frá henni teygja sig verzlunargötur á báða bóga, og búast má við að Laugavegur, Bankastræti, Austurstræti haldi sínum sessi um ókomna framtíð. Stöðumælarnir færðir yfir götuna Fyrir einu og hálfu ári eóa nánar til tekið í september 1974 stofnuðu kaupmenn og fleiri við Laugaveg og næsta nágrenni samtök, sem nefnast Laugavegssamtökin. Haft hefur verið samband viðyfir 230 aðila og fer þeim fjölgandi. Stofnun þessara samtaka bar brátt að, eða þegar yfirvöld höfðu skyndilega ákveðið að engin bílastæði skyldu lengur vera víð Laugaveg. Allir stöðuipælar voru teknir og fluttir burt af svæðinu inn að Vatnsþró. Kaupmenn og aðrir þeir, sem eiga hagsmuna að gæta við Laugaveginn stofnuðu þá sam- tökin og fengu því framgengt að stöðumælarnir voru settir upp aftur, þó með nokkrum breytingum. Síðan þá hafa þessi samtök starfað ötullega, m.a. hafa þau auglýst sameigin- legan opnunartíma verzlana og nú leggja samtökin áherzlu á að úmrætt hverfi tapi ekki sinu gamla, en hlýlega svipmóti. Ekki má raska „karakter” svæðisins Morgunblaðið ræddi fyrir skömmu við nokkra aðila úr stjórn samtakanna, þau Sigurð E. Haraldsson, Hauk Herberts- sor. Björn Jónsson, Hjört Jóns son, Ebbu Hvannberg, Hinrik Thorarensen, Jón Aðalsteir Jónasson og Guðlaug Berg mann. Það kom fram hjá þeim, að þau leggja ríka áherzlu á, að við allar skipulagsbreytingar á miðborgarsvæðinu, elzta mið- borgarhlutanum, verði þess fyrst og fremst gætt, að raska ekki hefðbundinni starfsemi og svip svæðisins. Mesta verzlun- ar- og athafnagata borgarrnnar frá fornu fari Laugavegur, Bankastræti og Austurstræti liggi eins og slagæð gegnum þetta borgarhverfi. Stefnt er að því, að sameina kraftana með kaupmönnum og öðrum sem hafa rekstur á hendi á Lauga- vegi, Bankastræti, Austur- stræti, Aðalstræti og aðliggj- andi götum. Opinberir aðilar gleypa helming allra bílastæða Þau sögðu, að með tilliti til viðskiptanna væri það höfuð- nauðsyn, að menn gætu stöðvað bíla sína við 'Laugaveginn eða í næsta nágrenni. íslenzka veðr- áttan gerði það að verkum, að fólk þyrfti að geta stöðvað far- artæki nálægt verzlununum. Því þyrftu bílastæði að vera næg en mikið vantaði á það. Þá sögðu þau mikla óánægju ríkj- andi með hvernig aðkeyrslu að Laugaveginum væri háttað, og yrði sífellt erfiðara að komast inn á götuna. Hvað bílastæðin varðaði mætti benda á það, að opinberir aðilar tækju nú mik- inn fjölda þeirra undir einka- bílastæði. Hér þyrfti að verða breyting á og setja upp stöðu- mæla í staðinn. Sem stendur eru aðeins um 70 bílastæði við götuna sjálfa. Fyrir ekki löngu var stórt al- menningsbílastæði, þar sem Landsbankinn byggði og ekkert kom í staðinn. Rætt hefur verið um að gera stór bílastæði á Vítatorgi, en ekkert orðið úr framkvæmdum. „Við erum hrædd um, að skipulagsyfirvöld hugsi um umferðina frá öfug- um enda, umferðarástandið hér versnar sifellt. Verndarsamtök Þessi samtök okkar eru til- tölulega óþekkt, en þau eru nokkurs konar verndarsamtök. Sú hætta, sem því fylgir að raska umhverfi og náttúru, er mikið á dagskrá og af eðlilegum ástæðum ryður það sjónarmið, sér mikið til rúms. Því erum við á varðbergi gegn því að róttæk- ar breytingar verði gerðar er raska kunni athafnaþróun svæðisins. ÖIl hindrun á um- ferð um Laugaveginn er til skaða fyrir fyrirtækin, sem við hann standa og reyndar einnig fólkið og borgina, þar sem þessi gata er mikilvæg fyrir borgina á fjölmargan hátt. Hæga umferð — ekki hraðbraut — engin tröll Því teljum við, að umferð um Laugaveg eigi að vera hæg, en greið og fyrir fólk, sem vill nota þjónustu þá, sem þar er boðið upp á. Því teljum við að Stræt- isvagnar Reykjavíkur eigi að hætta að nota þessi ,,tröll“ sín á þessum vegi. í stað þess á að nota litla þægilegri vagna sem flytja fólk um Laugaveginn — Bankastræti — Miðborg og helzta athafnasvæðið. Erlendis eru mörg fordæmi þess, að litlir vagnar eru látnir flytja fólk eft- ir miklum umferðaræðum, en síðan taka stórir vagnar við og flytja fólk út í borgarhverfin. SVR virðist ætla að gera Lauga- veg að hraðbraut fyrir strætis- vagna og var raunar byrjað á því en svo má ekki verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.