Morgunblaðið - 02.03.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1972, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL,Af>IÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1972 •» > HÁSETI — FISKVINNA Háseta vaotar á góðao neta- bát. Einnig vantar fkatnings- maofl. Fiskverkun Halldórs- Snorrasonar. símar: 34349, 30505. ANTIK HÚSGÖGN Nýkomnir ýmsir húsmunir í gaeðaflokki, 100 ára og eldri. Aotík húsgögn Vesturgötu 3 kjaWara, sími 25160. UNG HJÖN (eða par) um tvítugt óskast til þjónustustarfa í Banda- ríkjunum. — Enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 10404. 11 TONNA BATUR Háseta vantar á 11 tonna netabát, sem gerður verður út írá Grindavík. Há hluta- skipti. Uppl. í stma 51602. RÁOSKONU VANTAB á heimili í Vestmannaeyjum. Uppl. eftir kl. 7 á kvöldin í síma 98-2308. HESTHÚS Skúr ondir 4—5 hesta til sölu. Það er vatn og rafmagn í skúrnum. Sími 40885. VATNSRÚM Ti4 söki eru 2 vatnsrúm. Upplýsiogar í síma 26971. 15 MANNA DODGE WEAPON til sölu. Ti( greina koma skípti á góðum píck-up bd. Upplýsiogar I swna 32875 og 84168. TALSTÖÐ Vil kaupa BEMINI-taistöð — eionig lítion gúmmíbjörgunar- bát. Sími 23799 eftir W. 19 á kvöidm. STÚtXA ÓSKAST tH að gæta 2ja barna. UppH. í síma 51862. AFSKOBIN BLÓM og pottaplöntur. VERZLUNBvl BLÓMIÐ Hafnarstraeti 16, skni 24338. KEFLAVlK Fermingarfötin komio í öllum stærðum, ný snið, nýir litir. Kaupfélag Suðurnesja vefnaðarvörudeild. VERZLO '62 Munið fundinn ( kvöld, 2. marz, að Hótel Loftleiðum, Kristaissal. Mætið öfl. Stjómio. ÓSKUM EFTIR 4ra—5 tonoa trillu, vélar- lausri. Uppl. í síma 92-2446. LÓSMYNOIR. fyrir vegabréf, ökuskírteioi og nafnskírteini, afgreiddar sam- dægurs. Barna- og fjölskyldu- Ijósmyndir Aiísturstræti 6, s4mi 12644. 26.12. s.l. voru gefin saman i hjónaband í Dómkirkjunni af sr. Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Þorbjörg Kristjiánsdóttir og Bjami Sveinsson. Heimili þeirra er að Efstasundi 94. Loftur h.f. Ljósmyndastofa. Lngólfsstræti 6. 4.12. voru gefin saman í hjóna band í Laugarneskirkju af sr. Kristni Stefánssyni ungfrú Hrefna Birgisdóttir og Gilbert Ó. Guðjónsson. Heimili þeirra er að Langagerði 60. Loftur h.f. Ljósmyndastofa. Ingólfsstræti 6. 19.12. s.l. voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af sr. Jóni Auðuns, ungfrú Valgerður Sigurðardóttir og Friðbjörn Björnsson. Heimili þeirra er að Aratúni 27 Garðahr. Loftur h.f. Ijósmyndastofa Ingólfsstræti 6. 60 ára er i dag Jóhann Jónas- son frá Öxney, forstjóri Græn- metisverzlunar landbúnaðarins. Hann tekur á móti gestum að Síðumúla 34, kl. 5—7 i dag. ÁHN.W I1KIÍ.1.A SÁ NÆST BEZTI Hún: Á morgun eigum við 20 ára giftingarafmæli. Hvernig finnst þér að við eigum að halda upp á daginn ? Hann: Hvað segir þú um að við höfum tveggja mínútna þögn. Bænheyr mig að lýður þessi megi komast að raim um, að þú Drottinn ert hinn sanni Guð. (1. Kon. 18.37). I dag er fimmtudagur 2. marz og er það 62. dagur ársins 1972. Eftir lifa 304 dagar. Árdegisháflæði kl. 7.48. (Or íslandsalman- akinu). RánKjafarþjóimKta Geðverndarfélajc*- ins er opin þriðjudagra kL 4.30—6.30 slðdegis að Veltusundi 3, slmi 12139. t»Jónusta er ókeypis og öllum helmil. Asgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 rr opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. NáttúrneripasafniS Hverfisstótu 116, Opió þriójud., rimmtnd. isusard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Munið frímerkjasöfnun Geðverndarfélagsins. Pósthólf 1308, Reykjavík. Almennar ipplýsingar um lækna þjónustu í Beykjavík eru gefnar i simsvara 18888. Lækningastofur eru lokaðar 4 laugardögum, nema á Klappar- stíg 27 frá 9—12, símar J1360 og 11680. Vestmannacyjar. Neyðarvaktir lækna: Símsvari 2525. Tfinnlæknavakt í Heilsuverndarstöðinni alla laugardaga og sunnudaga kl. 5- -6. Sími 22411. Næturlæknir í Keflavík 29.2. Kjartan Ólafsson. 1.3. Arnbjönn Ólafsson. 2.3. Guðjón Klemenzson 3., 4., 5. og 6.3. Kjartan Ólafsson. 27. nóv. s.l. voru gefin saman í hjónaband í Laugarneskirkju af sr. Garðari Svavarssyni, ung- frú Guðrún Ólafsdóttir hjúkr- unarnemi og Sigurjón Eysteins- son húsasmiður. Heimili þeirra er að Laugateig 21. Loftur h.f. Ljósmyndastofa. Ingólfsstræti 6. I styttingi Siggi sífulli, sem tapað hafði brennivínsflösku, fór á lögreglu stöðina og spurði hvort nokkur hefði skilað henni þangað. Nei, svaraði varðstjórinn, en maðurinn, sem fann flöskuna er hérna i kjallaranum. FRÉTTIR Vakningarherferð Hjálpræðishersins stendur yfir þessa viku. Sam- komur á hverju kvöldi. Mikill söngur. Allir velkomnir. Kvenféiagið Bylgjan Fundur í kvöld að Bárugötu 11 kl. 8.30. Smurtorauðssýni- kennsla. VÍSUK0RN Mér verður á að mása, mig þegar hleyp ég leiðan. En varla mun Blesi blása bleyður, þó ríði greiðan. Guðm. Pétnrsson, bókbindari. „FYRIR GOÐSEMI KROSSFESTUR VEGNA LAGA OG REGLNA“ Herranótt MR í Austurbæjarbíói „Það hefur verið gaman að standa i þessu, en þetta er anzi erfitt á marga lund,“ sögðu tveir leikendanna í Herranótt MIi, þeir Arnór Egilsson og Magnús Karel Hannesson, þegar ég hitti þá á förnum vegi, og spurði þá almæltra tíðinda af Bíla- kirkjugarðinum. „Notið þið nú aivörubíla á sviðinu?" „Nei, hiddu fyrir þér, það yrði nú fyrirtæki, sem segði sex, að koma gömlum bílhræj um fyrir á sviðinu, sem við þó kunmim mætavel við. Það er ósköp viðráðanlegt. Nei, við smíðuðum sjálf þessa bíia, þrssi orginalmodel úr plasti, en þau eru ekkert verri fyrir það.“ „Hvað eru sýningamar orðnar margar?" „Þær eru otrðnar 4, og það er nokkuð gott, en líklega hafa margir gott af því að skyggnast inn í Bilakirkju- garðinn. Þetta er allt svo manmlegt hjá Arrabal, höfðar til svo margra, og auk þess er miðnætursýning á föstudag inn, sem hefst í Austurbæjar- bíói ld. 11.30.“ „Ég beini nú máli mínu til þín, Amór, sem ég man vel eftir í hlutverki Bokka í Jóns messunæturdraumi Shake- speares i fyrra. Er þetta hlut- verk þitt i Bilakirkjugarðin- um, Milos þjónn, ekki veiga- mesta hlutverkið?“ ,,Jú, sjáðu til, Milos er eig inléga aðalpersónan, hann er eiginlega aflið á bak við allt mannlífið, hann er bæði guð og djöfullinn. Yfirleitt er Mil- os vondur, en þó bregður fyr ir hjá honum einhverjum gæð um, einkanlega þegar hann á skipti við barnið, sem fæðist í leikritinu og Emanúel, Krist sem að lokum er þó kross- festur á reiðhjóli. Emanúel er alltaf að reyna að gera ailt gott.“ „Magnús Karel, hvernig er það, spiiar Hótel Jörð eftir Tómas eitthvað inn á Arra- bal?“ ,Já, vist má segja það. Raun ar er kvæði Tómasar nokkuð svipað leikritinu, má segja að svipuð hugsun liggi að baki báðum verkunum. En má ég bæta svolitlu við um orð Arn órs um Emanúel sem alit vildi gera gott, en áttaði sig bara ekki á einum hlut, nefni lega þeim, að hann var alltaf að brjóta lög og reglur, þegar hann var að gera gott. Ætli þetta sé ekki svona ennþá?" Um leið og ég skildi við þessa geðfelldu náunga úr Menntaskólanum, og hver skokkaði sína leið, þykir mér rétt að minna Reykvíkinga á, og líka þá, sem heima eiga í næstu sóknum, Kópavogi, Sel tjarnarnesi, Garðahreppi og Hafnarfirði, að það sýnist upp lögð skemmtun að koma við á föstudagskvöldið í Austurbæj arbíói, raunar kl. hálf tólf, og láta á það reyna, hvort skóla- leikurinn fær enn um stund að lifa. Þegar þeirri sýningu er lokið, ætla þeir að sýna í Vogaskóla miðvikudaginn 8. marz. Svo fer það þá fyrst og fremst eftir aðsókninni, hvort þessir nemendur, sem mikið hafa á sig lagt að undan- förnu, sjá sér fært um að fara víðar, hérna i nágrannábyggð arlögin. Þeir hafa lítið meir en ánægjuna fyrir sitt erf- iði, og þess vegna er það allra, sem umhugað er, að þessi skólaleikjasiðir haidist við lýði, að troðfylla Austur- bæjarbió kl. 11.30 á föstudags- kvöld. — Fr.S. * A FÖRNUM VEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.