Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 25
- LANDSPRÖF Framhald af bls. 11 Með hliðsjóni af þessu getur landsprófsnefnd tekið ákvarð- anir í vafátilvikum, auk þess sem nefndin getur haft þessa upplýsinigu til viðmiðunar, þeg- ar ákveðið er um heimild til töku haustprófs. UM VENJUBREYTINGAE Fáum starfskerfum mun vera itregða jafneðlislæg og skólakerf um. Hvarvetna, þar sem þetta hefur verið athugað, hefur það komið í ljós, hve viðnám skóla- kerfa gegn breytingum er mik- ið, á sama tíma og stórstígar framfarir verða í ýmsum öðrum starfskerfum, t.a.m. iðnaði. Ekki er vel ljóst, hverjar orsakir við námsins eru, en margir telja, að helztu orsakanna muni að leita i kennaramenntun annars vegar og stjórnun fræðslumála hins vegar. Það hefur engum reynzt vera auðvelt verk að gera breyt ingar á skólastarfi og mennta- kerfum, um það munu margir geta vitnað, bæði kennarar, skólastjórar, námsstjórar og yfir stjórn fræðs'lumála. Hin sálfræði lega skýring tregðunnar er lík- lega sú, að margar breytingar á skólastarfi og menntakerfi krefjast venjubreytinga af Starfsmönnum skóla, kennurum og nemendum. Venjubreytingar eru erfiðar sálfræðilegar aðgerð- ir, það skal fultlkomlega viður- kenntt, og þær eru yfirleitt því örðugri, sem hinar eldri venjur er leysa skal af hólmi, hafa feng ið lengri tíma til að myndast og festast. Nemendur eiga t.d. yfir- leitt mun auðveldara með venju- breytingar en lærifeður þeirra, sakir þess að hinir fyrrnefndu hafa léttari og lausbundnari venjúbyrði á herðum. Þeir, sem reyna að breyta skólastarfi og skólakerfi (t.d. skólastjórar og fræðsluyfirvöld), verða að taka stöðugt tillit til þeirra erfiðleika sem starfsmenn skóla munu eiga í við venjubreytingar, og er þetta aðalástæðan til þess, að stigbundin þróun á löngum bet- ur við í skólamálum en stökk- breytingar. En hitt gengur aftur fulllangt, ef venjufesta er slík, að risið er gegn öllum ráðstöf- unum, sem krefjast nokkurrar venjubreytingar af kennurum. Það eitt, að skólakerfi skuli hafa lagt að baki rúma tvo áratugi, segir ekkert um það, hvort skóla- kerfið er betra en önnur hugsan- leg kerfi, það getur verið betra, JOHNS - MMIlLt glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- ManviUe glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2i4” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 25 álíka gott, lakara: Þetta er at- hugunarefni. Þær lauslegu og skammt komnu athuganir, gem gerðar hafa verið á þessum mál um á íslandi, benda til þess að breytingaþörf skólastarfs og skólakerfis sé ærin. Því eru nú fyrirhugaðar nokkrar takmarkað- ar breytingar, m.a. á tilhögun 'landsprófs miðskóla. Landsprófsnefnd gerir sér mætavel ljóst, hverja ábyrgð hún hefur með höndum. Leiðar- ljós nefndarinnar er að fullnægja réttlæti sem allra bezt, og mun nefndin einskis láta ófreistað til að svo megi verða: hún mun leggja sig fram um að halda sanngjörn, hlutlæg, raungild og áreiðanleg próf. Til að þetta verkefni geti farið vel úr hendi, er gott samstarf mil'li landsprófs nefndar og kennara — skóla- stjóra afar brýnt. Hingað til hef- ur nefndinni yfirleitt tekizt að hafa ágæta samvinnu við þessa aðila. Hefur nefndin t.d. leitað eftir samstarfi við kennara um tíllögur að prófþáttum og próf- gerðum, hún hefur rætt ýmsar fyrirhugaðar breytingar á fund- um skólastjóra og fengið mörg gagnleg sjónarmið frá þeim, og nýlega hefur nefndin samið drög að námsskrá í landsprófsdeild- um, sem hún vonar, að koma muni kennurum að góðum not- um. Nefndin vonast til þess að þetta góða og vaxandi samstarf um breytingar muni haldast, enda er það nauðsynlegt, til að landspróf geti farið vel fram, Nefndin mun ekki láta sitt eft- ir liggja að leiðbeina og hjálpa kennurum eftir föngum, hún mun ekki skorast undan því að hlusta á sjónarmið, ábendingar og við- varanir kennara og skólastjóra. Einn allra merkasti uppeldis- og kennslusérfræðingur þessa lands mun hafa haft það fyrir sið að vara nemendur sína, kenn araefni, við óhóflegri bjartsýni um þróun skólamála, svofelldum orðum: „Allt samfélag vort er vaxið úr hörðum viði, en harð- asti kjarni þess er þó mennta- kerfið“. Svo virðist af ýmsu því, sem skrifað hefur verið um hin- ar fyrirhuguðu, takmörkuðu breytingar á landsprófsti'lhögun, að svartsýni hins merka mennta frömuðar eigi nokkurn rétt á sér. Samt sem áður er það merkj anlegt, að nú vaxi jafnt og þótt skilningur kennara, mennta- stjórnenda, nemenda og alls al- mennings á því, hve nauðsyn- legt er að vinna. saman að því að sveigja skólastarf að nútíma- kröfum. Enda verður því ekki trúað að óreyndu, að kennarar reyni að þvergirða fyrir fram- kvæmd þeirra breytingatilrauna, sem fyrirhugaðar eru á tlands- prófstilhögun. Það væri sannar lega dapurleg venjufesta, ef reynt yrði — áður en breyting- arnar eru prófaðar — að stöðva þannig stigþróun menntakerfis á tækniöld. Andri ísaksson. BREIÐFIRÐINGAB ÚÐ Leigjum út sali til funda- veizlu- og skemmtanahalds. Salir fyrir 40 — 60 — 100 og 150 manns. SÍMAR 17985, 16540 og 12782. Dömur afhugið Eigandaskipti hafa orðið á Stjörnuhárgreiðslustof- unni Laugavegi 96, sími 21812. — Nú er rétti tíminn að fá sér permanent og litanir fyrir jólin. Eigum permanent fyrir all't hár. Bílastæði bak við húsið. Reynið viðskiptin, góð þjónusta. SVAVA KRISTINSDÓTTIR. ★ I Kifiui srain SEXTETT ólafs gauks & svanhildur HDTEI B0RG Búði Gömlu donsarnir n kl. 9-2 HLJÓMSVEIT GARÐARS OLGEIRSSONAR LEIKUR. GUÐLAUGUR STJÓRNAR. U N C Ó KEFLAVÍK í KVÖLD Hljómar Hljómar skemmta í kvöld Fjölmennið í UNGÓ í kvöld NÝ HLJÓMPLATA Sverrír Guðjónsson syngur 5 lög eftir Guðjón Matthiasson 1. Stefnumótið okkar. 2. Siglir mitt fley. 3. Heimsætupolki. 4. Ólgandi haf. 5. Piparmeyjarvínarkrus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.