Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBKR 1968 Útgefandi E'ramkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 í lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík, Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjiamasom frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðaistræti 6. Simi 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. ÞING A.S.Í. snemma í gærmorgun. Þingið samþykkti m.a. víðtækar breytingar á skipulagi ASl, sem miða að því að Alþýðu- sambandið verði fyrst og fremst byggt upp á landssam- böndum, en þó er gert ráð fyrir að einstök verkalýðsfé- lög geti átt beina aðild að ASÍ skv. nánari reglum. 1 framtíðinni munu ASÍ-þing einungis koma saman á fjög- urra ára fresti í stað tveggja áður, en landssamböndin eiga hins vegar að halda þing sín annað hvert ár. Loks var fjölgað í miðstjórn Alþýðu- sambandsins og kosin sam- bandsstjórn, sem koma á saman til fundar árlega. Um hið nýja skipulag Al- þýðusambandsins hafá staðið miklar deilur innan samtak- anna og endanleg mynd þess mótast mjög af því, að um málamiðlun er að ræða. Á þessu stigi er ógjömingur að spá nokkru um það, hvernig nýja skipulagið reynist, en markmiðið með því er auð- vitað að sníða verkalýðs- hreyfingunni nútímalegri stakk. Alþýðusambandsþingið fjall aði um margvísleg málefni, en auk skipulagsmálanna voru veigamestu mál þings- ins að sjálfsögðu atvinnu- og kjaramál. Samþykktir þings- ins um þessi mál mótast ann- ars vegar af kröfum um at- vinnuöryggi og að kjör hinna lægstlaunuðu verði ekki skert. í heild má segja, að andrúmsloftið á þinginu hafi verið slíkt, að ekki sé sér- stök ástæða til svartsýni um úrslit samningamála verka- lýðshreyfingarinnar, atvinnu- rekenda og ríkisvaldsins í vet ur. Um það verður þó engu spáð fyrr en á reynir. Forsetakjörs á ASÍ-þingi var beðið með mikilli eftir- væntingu. Ástæður þess voru aðallega tvær. Hannibal Valdimarsson, sem gegnt hafði forsetaembættinu sl. 14 ár, lýsti yfir því í setningar- ræðu sinni, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs og að hann teldi rétt að kynslóða skipti yrðu í forustu samtak- anna. Hin orsökin til hinnar miklu eftirvæntingar um for- setakjörið var sú, að vegna deilumála kommúnista og fyrri samstarfsmanna þeirra mátti búast við að fylkingar skipuðust með öðrum hætti en á þingum ASÍ sl. 14 ár. Niðurstaðan varð sú, að Hannibal Valdimarsson var endurkjörinn forseti Alþýðu- sambands íslands til næstu fjögurra ára, eftir að skorað hafði verið á hann að gefa kost á sér til endurkjörs. Varaforseti var kosinn Bjöm Jónsson, formaður Einingar á Akureyri, en miðstjómar- sætin að öðra leyti skiptust milli aðila á þinginu eftir styrkleika þeirra. Hinnar nýju forastu ASÍ bíða mikil verkefni bæði á sviði innri mála Alþýðusambandsins og einnig við gerð örlagaríkra kjarasamninga í vetur. Lands menn allir hljóta að vona, að Alþýðusambandið gangi til þeirra samninga með ábyrgð- artilfinningu og þjóðarhag fyrir brjósti. STARFSHÆTTIR ALÞINGIS Cíðustu vikur hafa mjög at- ^ hyglisverðar umræður farið fram á Alþingi um starfshætti þingsins milli þeirra Bjama Benediktssonar og Eysteins Jónssonar. í þess- um umræðum hefur Eysteinn Jónsson sett fram það sjón- armið, að þingmennska eigi að verða fullt starf þing- manns og að hann eigi að hafa aðstöðu til þess að gefa sig allan að því starfi. Bjami Benediktsson hefur hins veg- ar lagt áherzlu á, að ekki megi rjúfa lífræn tengsl þingsins við atvinnulífið í landinu með því að gera alla þingmenn að atvinnustjórn- málamönnum, heldur beri þvert á móti að ýta undir það að menn, sem hafa áunnið sér traust fyrir störf hver á sínu sviði þjóðlífsins, fáist til starfa á Alþingi. Enginn vafi er á því, að yfirgnæfandi meirihluti kjóö- enda mun taka undir þær skoðanir, sem forsætisráð- herra hefur sett fram í þess- um málum. Það væri vissu- lega illa farið, ef að því yrði stefnt, að allir þingmennimir 60 yrðu atvinnustjómmála- menn og hefðu lífsframfæri sitt eingöngu af stjómmála- vafstri. Slíkt mundi -rerða til þess að þingið einangraðist frá hinu raunveralega starfs- lífi í landinu og misrti tengsl- in við fólkið, enda er engin sérstök ástæða til að ætla að þjóðin þurfi á að halda 60 at- vinnustjómmálamönnum. — Hitt er ljóst, að það skapar t.d. athafnamönnum og öðr- UTAN ÚR HEIMI Bretar eru sárreiðir Vestur - Þjóðverjum - Verður sambúðin við bá eins slæm og sambúðin við de Gaulle ? SAMBÚÐ Breta og Vestur- Þjóðverja virðist hafa kólnað að undanförnu vegns hins ó- trygga ástands í alþjóðagjald- 1 eyrismálunum og sumir ótt- ast að fyrir bragðið verði lít- ill árangur af fyrirhugaðri heimsókn Harold Wilson til Bonn eftir rúman einn mánuð. Kriturinn hefur magnazt við það að Harold Wilson veitt ist harðlega að sendiherra Vestur-Þýzkalands í London, Herbert Blankenhorn, þegar þeir ræddust nýlega við í em- bættisbústað forsætisráðherr- ans í Downing Street 10. Frásögnum um samtal þeirra ber ekki saman, en orðaskipti þeirra munu hafa átt sér stað eftir miðnætti aðfaranótt 20. nóvember. Forsætisráðherrann hafði haldið veizlu um kvöld ið og voru þeir Michael Stew art utanríkisráðherra og Roy Jenkins fjármálaráðherra í hópi gestanna. Flestum heimildum ber sam an um það, að Wilson hafi sagt sendiherranum að Bretar kynnu að neyðast til að taka þann möguleika til athugunar að fækka í herliði sínu í Vest ur-Þýzkalandi ef Vestur-Þjóð verjar hækkuðu ekki gengi marksins. Wilson sagði sendi- herranum að skýra Kurt Ge- org Kiesinger kanzlara frá þessu. VIÐBRÖGÐ ÞJÓÐVERJA Forsætisráðherrann kom inn á þetta mál á þingfundi á þriðjudaginn. Hann var greini lega reiður og sagði, að „ó- sannar upplýsingar" um at- burðinn hefðu síazt út í Bonn og þar að auki ættu þessar sögusagnir rætur að rekja til ummæla opinberra talsmanna Wilson. Bonn-stjórnarinnar. Forsætisráðherrann sagði að það væri að sjálfsögðu ekki venja að skýra frá samræðum sem þeim er hér um ræddi. Wil son bætti því við, að hann hefði aldrei kynnzt öðru eins í viðskiptum við meira en hundrað ríkisstjórnir. Ummæli Wilsons sýna vel þann urg, sem er í Bretum. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum kallaði forsætisráðherr ann Blankenhorn fyrir sig vegna þess að Vestur-Þjóð- verjar höfðu að dómi brezku stjórnarinnar farið rangt að þegar þeir tilkynntu áður en tíveldafundurinn hófst í Bonn á dögunum hvernig þeir teldu að leysa ætti erfiðleikana í al- þjóðagjaldeyrismálunum. En á því leikur enginn vafi að brezki forsætisráðherrann skýrði vestur-þýzka sendiherr því almennt séð hverjar póli- anum frá skoðunum sínum á tískar afleiðingar það hefði í för með sér ef Vestur-Þjóð- verjar hækkuðu ekki gengi marksins og að ein afleiðing- in yrði sú að kostnaður við dvöl brezka herliðsins í Vest- ur-Þýzkalandi mundi hækka, en þar af leiddi að taka yrði það mál til athugunar. í ræðu sinni í Neðri mál- stofunni vísaði Wilson á bug æsikenndum fréttum um fund inn með Blankenhorn og kall aði þær rangar. Þessar fréttir voru á þá leið, að Blanken- horn hefði verið vakinn og að hann hefði orðið áð flýta sér til Downing Street til að hlusta á mikinn reiðilestur um Þjóð- verja. Samkvæmt sumum þess um fréttum var sendiherrann klæddur náttfötum en ekki í samkvæmisklæðnaði þegar hann mætti í embættisbústaðn um. Hvað sem öllu þessu líður er ljóst, að Þjóðverjar hafa alls ekkert tillit tekið til afstöðu Breta og að hún hafði ekki hin minnstu áhrif á viðræðurnar í Bonn. Það er því ljóst, að Bretar hefðu kosið að ekkert síaðist út um málið. Þess vegna virðist afstaða brezku stjórnarinnar vera sú, að saka verði Vestur-Þjóð- verja um að hafa einhliða knú ið fram stefnu sína án þess að taka nægilega mikið tillit til hagsmuna tíveldanna í heild. Of djúpt væri tekið í árinni að halda því fram, að sambúð brezku stjórnarinnar og .þeirr ar vestur-þýzku sé orðin eins slæm og sambúð brezku stjórn arinnar og de Gaulles. En það sem gerzt hefur hlýtur óneit- anlega að hafa áhrif á hina fyrirhuguðu heimsókn Wilsons til Bonn, en sú heimsókn átti upphaflega að stuðla að auk- inni samvinnu Breta og Vest- ur-Þjóðverja. Nylega tók tii starfa ný deild flughers Atlantshafsbandalagsins í Napólí á ítalíu, Er flugdeild þess. ari ætlað að fylgjast með ferðum sovézkra herskipa á Miðjarðarhafi. Var mynd þessi tekin við opn- un herstöðvarinnar, og sést þar Manlio Brosio, framkvæmdastjóri NATO, kanna heiðursvörð. um þeim, sem hafa viðamikil störf með höndum, töluverða erfiðleika að sitja á þingi eins og nú hagar til. Þess vegna þarf að fínna leiðir til þess, að starfstíma þingsins verði hagað í samræmi við það, að þingmenn gegni einnig öðr- um störfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.