Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 Grétar Skaftason, skipstjóri Helgi Kristinsson, stýrimaður Guðm. Gíslason, vélstjóri Gunnlaugur Björnsson f' Einar Marvin Ólason KVEÐJA: Gunnar Björgvinsson Hannes Andrésson Xryggvi Gunnarsson Brimstef um skipverja á Þráni Undarlegt er að spyrja Guð, þegar ein óveðursnótt í hafinu hrifsar til sín 9 menn á skipi sinu, með traustum skipstjóra, menn sem stigu um borð til þess að lifa. Til þess að lifa með sér og sínum, en komu samt ekki aftur. Hurfu í hina votu gröf sjómannsins. — Skips er saknað með 9, mönnum, íslenzkum sjómönnum, baráttumönnum á hafinu —. Þeg ar váfregnin barst um að vél- bátsins Þráins væri saknað greip um sig skelfing í hjörtum fólks. Sólhvít lífshamingja verður dimm og sár, þegar slíkar frétt- ir berast, en endurkast trúar- innar, vonin, manar sig upp í þá ósk að þeir sem saknað er komi fram. Víðtæk leit svarar spurning- unni. Hafið í ógnvekjandi krafti og ham reisir gafl upp úr gráð- inu og umvefur skip og menn, færir þá frá jarðlífi voru að kyrru djúpi hafsins, þar sem hraun- standur í eilífum straumnið er Hreiðar Eyjólfs andaðist í barnadeild Lands- spitalans 24. nóv. Jarðarförin hefur fari'ð fram. Aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar Svanur Jónsson Mörk, Garðahreppi, lézt af slysförum þann 29. nóvember. Jensína Gísladóttir og börn. legsteinn við vota gröf sjómanns- ins. Hafið seiðir sjómanninn til sín vegna niðsins, baráttunnar, djúpsins og eltingaleiksins, en um fram allt vegna lífsins á sjónum. En hafið tekur sína fórn, harm- þrungið og sterkt tekur það til sín það sem er íslenzku þjóðinni dýr- mætara en allt annað, líf manns- ins, mannsins, sem leggur hönd á plóginn í lifsbaráttunni. Flestir þessara 9 ungu manna voru börn Vestmannaeyja og þar kemur höggið þyngst niður. Heima sitja mæður með börn, for foreldrar,, ættingjar vinir og mæðast af sorgum. Þessir ungu sjómenn, eiginmenn, synir og bræður, sem voru von fólksins og bros, eru horfnir þessum heimi frá. Við spyrjum Guð, spyrjum mennina, spyrjum okkur sjálf. Af hverju eru teknir 9 ungir menn fullir af fyrirheitum til lifsins og þjóðarinnar? En við fáum ekki svar sem við getum sætt okkur við af því að við skilj um ekki svo sáran tilgang Guðs. Sigríður Bjarnadóttir frá Bólstað í Steingrímsfirði andaðist í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar þann 28. nóvember. Steindór Hannesson Birgir Stefánsson. Maðurinn minn Einar Halldórsson blindrakennari andaðist í Landsspítalanum fimmtudaginn 28. þessa mán- aðar. Rósa Guðmundsdóttir. t Eiginmaður minn t Innilegar þakkir færum við Carl D. Tulinius öllum þeim sem sýndu okkur fyrrv. bæjarverkstjóri samúð og vinarhug við and- lézt að Fjórðungssjúkrahús- lát og jarðarför fósturmóður inu Akureyri 25. þ. m. Jarðar- minnar förin ákveðin frá Akureyri Helgu Sigurðardóttur mánudaginn 2. des. kl. 2 síðd. Kirkjuvegi 72, Vestmanna- Halla Tulinius, eyjum. synir, tengdadætur Dagný Ingimundardóttir og barnabörn. og fjölskylda. t Útför móður okkar, dóttur og t Þökkum innilega öllum þeim, eiginkonu sem sýnt hafa samúð og vin- Höllu Einarsdóttur áttu við andlát og útför frá ísafirði, fer fram frá Fossvogskirkju Eiríks Lýðssonar, mánudaginn 2. desember kl. 1,30 e.h. Grettisgötu 90. Kristján Kristjánsson Leó Kristjánsson Guðbjörg Magnúsdóttir Kristján Leós. Vandamenn. Ég minnist bláfjólu í sandfjör unni við Stórhöfða í Vestmanna eyjum eitt sinn á unglingsárum er ég ásamt nokkrum öðrum peyj um var að leik þar við öldugjálf ur og undarlegt þaralyng. Við hraunhól neðarlega í f jörunni óx bláfjóla. Ein og stolt reis hún upp úr sandauðninni og bauð öll- um byrginn. Ég man hvað okkur þótti þetta undarlegt. Við vildum hlúa að þessari fallegu jurt og röðuðum því steinum í kring um hana. Barnslegur varnarveggur (Tið hafið. Nokkrum dögum seinna er við vorum aftur að leik þarna gættum við að bláfjólunni. En hún var horfin, hafið hafði yglt sig og hrifsað hana til sín. Hrifs að hana til sín eins og hún verð ur fegurst þar sem hún var að springa út. Nú hefur hafið hrifsað til sín tvo skólabræður mína, Helga og Marvin, og þeir ásamt hinum mönnunum á Þráni hafa flestir einhverntíma gengið þessa sömu fjöru fjólunnar. Með sömu þrár, sama andardrátt og sama hjart- slátt, sem allt befur mótazt meira Einar Þorfinnur Magnússon og minna af víðáttu Vestmanna- eyja, hafinu. En við eigum minninegamar um góða drengi og þær eru smyrslin sem græða sárin eins og hægt er Við minnumst augna þeirra, þegar þeir léku sér í fjörunni með báta sína, þegar þeir römbuðu um bryggjurnar og biðu eftir bátum og athöfnum, þegar svo bar vel í veiði að árabátur var þá á lausu, eða þegar eitt af alvöruævintýr- um hversdagsleikans hófst, fyrsti róðurinn. Hver þessara 9 manna á sína eigin sögu, eins og gengur og gerist. Þeir hafa reynt sitthvað um ævina, en sameiginlegur heim ur þeirra var hafið. Þar var störa ævintýrið, sem lauk svo ó- vænt og sárt. Þeir báru merki sjómannsins, sem æðrast ekki við ham óveðursins, eða þótt gefi á bátinn. Hann heldur ótrauður á- fram í baráttu sinni og leik á jafnt trylltum sæ, sem lognkyrr- um. Áfram til þess að sækja björg í bú, afla fisks til þess að hjarta þjóðlífsins geti slegið. En þrátt fyrir snilld og áræði sjómannsins, slær hafið stundum svo harkalega, að enginn fær við ráðið og ekkert afl náttúr- unnar er eins sterkt og hafið. Það er sár harmur í hjörtum fólks, þegar ungir menn farast, sárastur er þó harmur ættingja og vina. fslenzk sjómannastétt hefur hlotið menjar ár og síð, en sjó- maðurinn siglir ætíð aftur þó á gefi og steypist boðafölí. Hug- djarfur fer hann og hugdjarfur kemur hann í trúnni á lífið og Bninningunni um látinn félaga, horfinn á vit djúpsins. Megi Guð styrkja sára og syrgjandi og veita frið sjómönn- um í votri gröf við strönd vind- barins lands elds og íss. Skipin sigla áfram, fólkið tek- ur á móti deginum aftur eftir grátna nótt og djúpur harmur verður ljúfsár minning, sem leið ir fólkið aftur inn í hversdags- baráttuna með styrk hljóðrar hugsunar um ástvin, föður og fé- laga. Þá er auðveldara að spyrja Guð. Ami Johnsen. Einar Magnússon sjómaður — Minning ÞAÐ var ekki fyrr en öll von var úti og fregnin orðin grimm- þumg vissa um að báturinn væri ekki ofansjávar og nöfnin voru lesin upp í útvarpinu, að mér var það ljóst, að einn af skip- verjunum á Þráni var ferming- arsonur miinn og vinur frá sam- veruárunum austur á Síðu. — Hann var matsveinm á bátnum og hét fullu nafni Einar Þor- finnur Magnúeson frá Orustu- stöðum á Brunasandi. Sú jörð var landnámsjörð á Sandinum, byggð af Magnúsi Einarssyni frá Brattlandi árið 1826. Seinni kona Magnúsar var hið mikla valkvendi og rausnar- húsfreyja Þorgerður Björnsdótt- ir, sem andaðist árið 1896 kom- in um nírætt. Dóttir þeirra Sól- veig, giftist Sigurði Jórussyni Stígssonar frá Syðri-Fljótum. Þau bjuggu á Orustustöðum í 17 ár, gestrisin og greiðasöm við þá mörgu, sem leið ábtu um þessa þjóðgötu sunnan Eld- hraumsins. Af fjórum börnum Sólveigar og Sigurðar, sem upp kornust tók Msgnús sonuir þeirra við búi á Orustustöðum árið 1013. Hann kvæntist Sigurlaugu Katrínu Pálsdóttur frá Hofi í Öræfum. Hjá þeim var ómegð mikil. Af 13 bömum þeirra kom- ust 11 til aldurs og ólust öll nema tvö upp hjá foreldrum sínum. Magnús var um margt óvenjulegur maður, ávallt glað- ur og reifur þrátt fyrir kröpp kjör, mikið gefiimn fyrir söng og hljóðfæraleik og naut þess a’ð sækja mannfagnaði. Hann andaðist rúmlega fimmtugur ár- ið 1938. Rúman áratug bjó Sig- urlaug ekkja hans áfram á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.