Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 Hugleiðingar um iöggildingu Sambandslagana 1918 — ÉG hygg að því hafi ekki verið nægiiega gaumur gefinn hve ná- tengd fullveldistaka íslendinga 1918 var frelsistöku Suðurjóta. Sjónarmið manna í ýmsum lönd- um hafa á hverj-um tíma verið mjög misjöfn. Þanmig h-ef-ur sjálfstæðisbarátta fslendinga allt- af einkennzt af þvi að þjóðernis- legt réttlæti ætti að mynda grundvöl] í samskiptum þjóða á milli. íslenzk hugsun og hug- sjónir hafa líklega á þessu sviði átt nokkurn þátt í því að ryðja frelsinu braut að lokinni fyrri heimsstyrjöld. Þannig hygg ég að löggilding Sambandslaganna 1. des. hafi mótað einskonar forspil að öðr- um samningum sem fulltrúar Dana þurftu síðan við að fást á alþjóðavettvangi í sambandi við sköpun Versalasamningana og ®em síðan veittu Suðurjótum varanlegt og réttlátt frelsi. Ef itil vill hafa það þessvegna að einhverju leyti verið íslenzkar hugsjónir á sviði frelsismála, sem Danir ósbuðu að yrði ráðandi afl í heimi framtíðar? Vissulega þarf að rannsaka þessi mál á grundvelli sagnfræði og hvert raunverulega var hug- arfar manna og sjónarsmíð á þessum tíma bæði í Danmörku og á ís'landi. f Danmörku sér- staklega vegna þess að við gerð Sam'bandssáttmálans höfðu Dan- ir að vissu leyti völdin og þess- vegna meiri raunhæf áhrif en ís- lendingar. Sumarið 1924 kom ég til Suð- ur-Jótlands en þangað var ég ráðinn til landbúnaðarstarfa. Á þeim árum var ég hreykinn af ísilenzku fullveldi sem fengizt hafði 1918, — mér fannst íslend- ingar standa menningarlega meir en jafnfætis Dönum, — en fram- tak vort í sjálfstæðismálinu 1918 spáði öllu góðu og mikils gátu íslendingar vænzt af framtíðinni. Á þessum málum hafði hús- bóndi minn á bænum Bruns- mynde við Christiansfeld á Suð- ur-Jótlandi að ýmsu leyti ólíkar skoðanir. Bóndinn hét Brun og ber ég enn virðingiu fyrir honum því hann kunni mikið og þá sérstaklega í hagnýtum landbún- aðarfræðum en miklu meir dáð- ist ég að hans dönsku ættjarðar- ást. Þá lífsreynslu hafði hann öðlast að þurfa; sem þýzkur þegn; að berjast nauðugur með Þjóðverjum gegn Frökkum í FÉLAGSLÍF Knattspyrnufélagið Valur Framhaldsaðalfundur félags ins verður haldinn í félags- heimiiinu mánudaginn 2. des. kl. 8.30. Lagabreytingar. Stjórnin. fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta þurftu margir Danir að gera og komust við iiian leik frá þeirri styrjöld. Þessa bar meir að segja vitni litli, jarpi og fallegi reið- hesturinn Bruns, því í hildar- leiknum hafði hann alveg misst heyrnina. Þegar ég nú minnist á sjálf- stæðisbaráttu íslendinga við Brun og fullveldi þeirra að styrjöldinni lokinni voru rök hans allt önnur en mín fyrir þessum mikla verðskuldaða sigri íslendinga. Óðalsbóndi Brun sagði: Suður-Jótland er eitt feg- ursta, frjósamasta og auðugasta landibúnaðarhérað Danmerkur. Danskir bændur hafa ræktað það betur en nokkurt aniruað land. 'Þessvegna eru þar líka staðsettar fjórar myndarlegar og ríkar borgir: Haderslev, Sönderborg, Tönder og Aabenraa. Þetta land er Dönum miklu meira virði en íislaind, enda eru íbúar Suð- UT-Jótlainds meina en fjór- um sinnum fleiri en allir íslendimgar eða 400 þúsumd árið 1918. Allir þessir menn mæltu á danska tungu, gátu að- eins verið Danir, því þeir höfðu tileinkað sér danska menningu og danskan hugsunarhátt. Þessi haldgóðu og mótmælanlegu rök ihöfðu Danir fram að færa þegar Versalasamningarnir voru gerðir vi'ð Þjóðverja. Þainnig var sam- eining Suður-Jótlands og Dan- merkur sanngirniskrafa og þjóð- aratkvæðisgreiðslan að ófriðnum loknum sannaði þetta. Framtíð- ina var hægt að byggja varan- •lega á úrslitunum vegna þess að allir réttlátir Þjóðverjar hlutu að viðurkenna rök Dana, að Suður- Jótland gat ekki verið annað en danskt land. Fullveldi íslands að ófriðnum loknum grundvallaðist vissulega á sömu rökum. Af málfræðileg- um, þjóðfræðilegum og menn- ingarlegum ástæðum urðu Danir að veita íslendingum sjálfstæði, þar með gátu þeir orðið sjálfum sér samkvæmir á alþjóðlegum vettvangi. Þeir gátu með þvi að ■veita íslendingum sjálfstæði lagt frekari áherzlu á eigin réttlætis- mál í sambandi við endurheimt Suður-J ótlaindis. Fyrir 50 árum höfðu menn minna álit á íslandi en þeir hafa í dag. Þá var landið líka miklu fátækara en það er í dag, það var lítið ræktað og lá illa við samgöngum. Liklega þessvegna Iþótti Dönum nægilegt að hafa það i konungssambandi við Dan- mörku. Voru raunhæfar orsakir full- veldistöku íslendinga 1918 í samræmi við skoðanir Bruns óð- alsbónda? 11 ára gamall hafði ég verið viðstaddur við fullveld- istökuna 1. desember 1918. Sem íslendingur hafði ég ekki að öllu leyti fellt mig við þann anda og þau blæbrigði sem rikt höfðu við þá athöfn. Þá voru það hermenn af herskipinu „íslands Falk“ með ailvæpni, sem færðu íslendingum frelsið og stóðu siðan heiðurs- vörð fyrir utan stjórnaraðsetur íslenzku ríkisstjórnarinnar. Ef frelsisandi íslendinga og Suður-Jóta hefði verið ríkjandi Kæri Eðvarð Langt er nú orðið síðan ég stakk niður penna, ti þess að létta á mér áhyggjum vegna ástands og horfa í þjóðfélags- málum. Miklu lengra er þó síðan við ungir skátar hlupum út að lækn um, við skátaskálann, svalan sumarmorgun til þess að þvo okk ur. Árin líða og hvert þeirra fær- ir viðfangsefni léttari eða erfið- ari úrlausnar, allt eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Menn á okkar aldri muna tvenna tíma. Mig minnir að Napóleonskök- urnar — stórar og matarmiklar — hafi kostað 15 aura 1920, þá mun tímakaupið hafa verið ein króna og tuttugu. Þá þótti manni mikil hátíð væri manni gefin Napóleonskaka. Við munum það líka að þá var a'lgengt að fjög- urra manna fjölskylda byggi í einu herbergi með eldurnarplássi og stundum var meira að segja eldað líka í þessu eina her- bergi. Nauðsynlegt er að rifja þetta upp til þess að geta feng- ið samanburð við það, sem er hið algenga í dag. Þegar svo válega atburði ber að garði, eins og þá efnahags- örðugleika, sem þjóð okkar nú stendur frammi fyrir þá er manni í þínum sporum vissulega sér- srtaklega mikill vandi á hönd- um, en þá skiftir öllu máli hvern ig staða S'líkra manna er meðal samborgaranna. Hyggjum að staðreyndum: 1. Þú nýtur sérstakt trausts félagsmanna þinna. 2. Þú ert búinn að öðlast svo mikla reynslu í að meta kring- umstæður hverju sinni að þú veizt hvað er hægt. 3. Þú hefur sýnt með hóg- væru líferni að þú ert ekki að sækjast eftir gæðum fyrir sjálf- an þig, umfram það, sem full- næging vel unninna srtarfa ávalt hlýtur að færa. 4. Þú ert löngu búihn að vinna þér hylli al'lra góðra manna vegna sýndrar ábyrgðartilfinn- ingar á úrslitastundum. Hyggjum að öðrum staðreynd- um: 1. Aldrei höfum við áður átt svo glæsilegan fiskiskipaflota sem nú. 2. Aldrei höfum við áður átt fleiri né fullkomnari fiskvinnslu stöðvar, en við eigum nú. Aldrei höfum við áður þurft að sjá jafn mörgum starfsfús- um höndum fvrir vinnu. 4. Aldrei höfum við íslend- ingar, í okkar tíð staðið frammi fyrir stærri vanda en nú er okkur á höndum. Hvað skal nú til vamar verða? Mestur hluti okkar glæsilega fiskiskipaflota hefur síðan aflið við fullveldistökuna hefðu hermennirnir átt að vera óvopn- aðir. Að nýlokinni ægilegri styrjöld hafði uppstilling vopn- aðra hermanna fyrir framan rik- isstjórnaraðsetur landsins vissu- lega sérstæð áhrif á Islendinga, sem fyrir mörgum öldum höfðu hætt öllum vopnaburði. Sjónar- mið Dana hafa vissulega verið allt önnur og hafa þeir viljað sýna okkur heiður sem gömul og dugmikil hernaðarþjóð. íslend- ingar munu hinsvegar ekki hafa viljað láta minna sig á danskt konungsvald eða Kópavogsfund. Frelsisheimt íslendinga og Suður-Jóta var raunverulega há- tíð friðsamra drengskaparmanna og framtíð beggja átti að byggj- ast á réttlæti og friði en ekki snemma sumars leitað síldar, en flest fengið sáralítið. Um það þýð ir ekki að fást, en nú er ekki til setunnar boðið. Mikið er tal að um að iðnaðurinn verði að taka við hinu sívaxandi vinnu- afli ef hér eigi að vera lífvæn- legt. Getur iðnaðurinn það í dag? Engan hef ég heyrt halda því fram. Við hljótum að spyrja, hvar getum við í dag fundið hundruðum manna og kvenna verkefni, sem strax færir okkur útflutningstekj ur? Svarið er að- eins eitt, að mínu viti. Frysti- húsin verða strax að fara í fúllan gang. Ég held að það hafi verið árið 1954 að ég var á skipi, sem flutti beitusild til Finnmerkur í Noregi. Bátsfjörð ur var ein af höfnunum, sem við færðum beitu. f Bátsfirði sá ég það sem ég ekki hafði séð áður. Togararnir lönduðu þar fiski í kössum. Nokkru síðar gat ég þessa í blaðagrein og skoraði á ís- lenzka útvegsmenn að taka þessa geymsluaðferð upp hér. Ekkert hefur skeð í þessa átt hjá okk- ur fyrr en nú í sumar að skip- stjórar nokkurra síldveiðiskipa komust að raun um, að með því að geyma sfld í kössum gátu þeir náð miklu betri sölum í Þýzkalandi en ella. f Gautaborg er alb ekki tekið á móti neyzliu- fiski nema hann hafi verið ísað- ur í kassa á miðunum. Finnst þér ekki Eðvarð að tími sé kom- inn til að hér linni tonnamet- ingnum, en þess í stað komi gæðametingur? Er okkur ekki nú nauðsynlegra en nokkru sinni, að hver uggi, sem að landi kemur sé hæfur til vinnslu í þær pakkningar, sem mestum afrakstri skilar, fyrst í vinnu- launum hér heima, og síðan í út- flutningsverðmæti. Talsvert heyrist talað um, að við verðum að fullvinna sjávar- aflann. Sjálfsagt er það æski- legt markmið, en það er bara ekki raunhæft í dag. Er ekki nóg með eina Norður- stjörnu í bili? Auðvitað er sjálfsagt að gera tilraunir með frekari vinnslu hinna ýmsu fisktegunda, en það má bara ekki stinga okkur svefn þorn. Við verðum. Okkur er það lífsspursmál að einbeita okk ur að því nú þegar, að færa frystihúsunum reglulega nægjan legt hráefni og það allt í því ástandi að það sé hæft til hvaða vinnslu sem er. Það hefur lengi verið mín skoð un, að hvert frystihús þurfi sjálft að ráða yfir nægjanlegum skipastól til þess að sjá því fyr- ir nægu hráefni, en með því á ég við að frystihúsið hafi svo mikið hráefni, að það geti unnið svo mikinn tíma úr sólarhringn- um, að aðeins sé gert ráð fyrir tíma til hreingerningar einu sinni á sólarhring. Hvernig má þetta verða? Væri nokkur goðgá að opna landhelgina fyrir öllum íslenzk- um fiskiskipum, sem landa fiski hermennsku. Ef til vill hefði annars mátt ætla að tunga, menning og þjóðerni skipuðu lægri sess í alþjóðaviðskiptum ien valdið og hermennskan. íslenzkir sagnfræðingar eiga vissulega eftir að láta uppi álit sitt á þessum málum. Hlutverk þessara stuttu hugleiðinga minna eiga aðeins að vekja athygli þeirra á því að mér hefur alltaf virzt það augljóst mál að mikið samhengi var milli fullveldis ís- lendinga og frelsis Suður-Jóta eftir fyrri heimsstyrjöld. Eða bversvegna hafði suðurjózki bóndinn þá skoðun að Danir hefðu haft miklu meiri áhuga á endurheimt Suður-Jótlands en íslenzkum fullveldishugsjónum? Bragi M. Steingrímsson. til vinnslu? Er stætrt á því fyrir okkur að leita ekki bjargarinn- ar þar sem hún hugsanlega er? Okkar stóru glæsilegu skip geta farið til veiða hvar sem er við landið, og geymi þau aflann ís- aðann í kössum þá er þeim óhætt í sjö til tíu daga, fisksins vegna. Hér er við sjálfa okkur að fást. Getum við aldrei staðað saman um neitt, nema að gera kröfur hvert á hendur öðru? Mér er sagt að á Dagsbrúnar fundinum, sem þið hélduð fyrir útifundinn hafi verið háværar raddir um að nú ættum við að smíða skuttogara. Ekki færa skut togarar hráefni til frystihús- anna þ.e.a.s. auðvitað gætu skut togarar fiskað fyrir frystihús, en skuttogaratalið beinist yfir- leitrt í þá átt að skuttogararnir ættu að veiða á fjarlægum mið- um og vinna aflann um borð. Þær þjóðir sem lengst eru komn- ar i smíði og notkun skuttogara og þá gjarnan um leið fisk- vinnslustöðva í togurunum svo sem: Rússar, Pólverjar, Austur- Þjóðverjar, Spánverjar og Portú galar. Þessar þjóðir eru fyrst og fremst að afla sér fæðu. Skut togarar þessara þjóða vinna fisk inn í það ástand, sem hann er seldur til neytendanna í heima- landinu, nema hvað blokkirnar munu vera sagaðar í landi það mun a.m. kosti vera aða1 reglan. Frá okkar hlið horfir málið öðruvísi við. Við erum að lang mestu leyti að afla hráefnis til þess að vinna úr útflutnings- vöru og hefur það um áraraðir verið okkar undurstöðu atvinnu vegur. Ég er því mjög i vafa um, hvort smíði stórra skuttog- ara sé heppileg lausn á okkar vanda. Stór skuttogari sem vinn ur aflann um borð verður ákaf- lega takmarkaður atvinnugjafi þ.e.a.s. hann veitir áhöfninni at- vinnu, eigum við að segja 40 mönnum. Fiskist vel, þá hefur áhöfnin ekki undan nema þvi aðeins að hún vinni fiskinm í ódýrustu og fljótlegustu pakkn ingarnar, eða jafnvel nær áhöfn in aðeins að heilfrysta hluta af aflanum. Ég segi það aftur. Ég er í miklum vafa um að sú stór- fjárfesting væri heppilegt úr- ræði, ens og nú er ástatt hjá okkur. Ég hef þá trú, að með því að einbeita öllum tiltækum fiskiskipum í hráefnisöflun til fiskvinnslustöðvanna, þá ættu öl'l frystihús að geta fengið nægj anlegt hráefni. Þeytingur bátanna frá og að landi á hverjum degi hlýtur að vera úrelt útgerðárlag. Eðvarð, er ekki hér grundvöll ur, sem verðugur væri umhugs unar. Þú átt auðvelt með að túlka fyrir fólkinu, því það treystir þér. Reynsla þín gefur þér aðstöðu til þess að horfa raunhæft á málin. Hógværð þin sjálfs gefur þéf sterka aðstöðu til þess að líta hlutlægt á málin. Hylli þin meðal góðra manna gefur athöfnum þínum áhrifa- þunga. Þjóðin vonar að stýrt verði hjá vandræðum. Þú ert einn af þeim mönnum, sem á úrslita- stundu hafa velferð þjóðarinnar i hendi sér. Ég kveð þig með óskum um hugarró og styrk á hættustundu Þinn einlægur, Ingólfur Möller. Hjarivíkurhreppur — umferðarbreyting Athygli Njarðvíkinga skal hér með vakin á umferðar- breytingu, sem mun ganga í gildi kl. 12 á miðnætti í kvöld. Borgarvegur, Hafnarbraut O'g Sjávargata verða aðalbrautir og verður biðskylda við innkeyrslu á þær. Biðskylda við Reykjanesbraut mun þó gildi eins og verið hefur. Einnig verður breyting við gatnamót gamla þjóðvegar og Njarðvíkurbrautar þannig að umferð eftir gamla þjóðvegi mun hafa biðskyldu gagnvart umferð um Njarðvíkurbraut. Njarðvík 30. nóvember 1968. Verkfræðingur Njarðvíkurhrepps. Verzlunarhúsnœði til leigu VIÐ AUSTURSTRÆTI OG VIÐ LAUGAVEG. Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „I. flokks verzlunarhúsnæð! — 6418“. OPIÐ BREF — til Eðvarðs Sigurðssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.