Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 1968 11 Andri ísaksson, formaður landsprótsnefndar: Um breytingar á tilhðgun landsprófs í HAUST hafa fyrirhugaðar breytingar á tilhögun landsprófs miðskóla orðið tilefni nokkurra blaðaskrifa, þ.á.m. birtist grein um þau efni í dagblöðum 15. og 16. október s.'l. Það eru einkum itvö atriði breytinganna, sem gerð hafa verið að umtalsefni, þ.e. fækkun einkunna í heilar tölur og fækkun prófgreina úr 9 í 8. Af þessum sökum hefur lands- prófsnefnd tekið saman nokkra greinargerð um forsendur fyrr- greindra breytinga, og fer hún hér á eftir. FÆKKUN EINKUNNA Hver voru helztu rökin, sem réðu því að landsprófsnefnd lagði til við Menntamálaráðu- neytið, að í nýrri reglugerð yrði einkunnum fækkað? — Það má segja um öll próf, og þ.á.m. um landspróf miðskóla, að þau eru fyrst og fremst hugvísindaleg mælitæki. Ýmiss konar próf, einkum kunnáttupróf, hafa frá alda öðli verið mikið notuð í skólum víða um lönd. Þau hafa verið helzti mælikvarðinn á náms árangur nemenda, og skipta nem endur því miklu máli. Þyngd prófa á metaskálum skólastarfs hefur orðið til þess, að þau hafa allvíða verið tekin til rækilegr- ar athugunar. Margar bækur hafa verið ritaðar um niðurstöð ur þessara athugana, en vitan- lega er þess enginn kostur að gera þeim nein veruleg skil í blaðagrein. Eitt af því, sem fjöldi vísindamanna og mennta- stjórnenda hefur orðið sammála um, í kjölfar m.a. áðurgetinna rannsókna, er það, að kunnáttu- og ' getupróf í skó'lum gefi alls ekki tilefni til slíkrar „kommu- nákvæmni" í einkunnagjöf, sem víða tíðkaðist áður. Talið hef- ur verið, að prófin sjálf séu ekki eins víðtæk og hárnákvæm mælitæki á kunnáttu og margir töldu, og því sé raunsætt og eðli legt að fækka einkunnum, auk þess sem hver einstök einkunn er talin hafa meira upplýsingar- gildi um getu og kunnáttu nem- enda, ef einkunnir eru fáar, en ekki legíó. Þegar tillaga um einkunnagjöf var rædd í landsprófsnefnd, urðu nefndarmenn ekki á eitt sáttir, en meirihluti þeirra, og þ.á.m. undirritaður, taldi einhlítt, að prófið (og próf í skólum yfir- leitt), væri engan veginn svo víð tækt, nákvæmt, raungilt og áreið anlegt tæki, að einn tfundihluti eða örfáir bæru órækan vott um mismun á kunnáttu í námsgrein, og því væri eðlilegt að fækka einkunnum allverulega, þannig að hver einkunn yrði í raun og veru „kunnáttuflokkur,*' sem nemendur skipuðu sér í. Meiri- hluti nefndarinnar taldi sem sé þennan skilning á eðli og gildi prófa raunsærri en „kommuskiln inginn“ gamla (og þess skal enn fremur getið, að enginn nefndar- maður lagðist gegn ti'llögunni). Og landsprófsnefnd er ekki ein um þennan skilning. Nágranna- þjóðir okkar á Norðurlöndum láta sér t.d. nægja að gefa 5, 6 eða 10 einkunnir. Og þetta er meira að segja til á íslandi: Tækniskóli islands notar t.d. sömu einkunnagjöf og nú er fyrirhugað að nota á landsprófi, og hefur undirritaður ekki heyrt þess getið, að kennarar þess skóla telji kerfið slæmt, hvað þá óhæft með öl'lu. Til að ljúka þessum kafla um forsendur breyttrar einkunna- gjafar skal á það minnzt, að vita sku'ld má deila um ráðstöfun Menntamálaráðuneytisins, hún er þess eðlis, að liklegt er að menn verði eigi á eitt sáttir um hana, og vissulega skapar hún ákveðinn vanda, eins og jafnan verður, þegar breyta skal hefð- grónum vinnubrögðum. Skoðun landsprófsnefndar er hins vegar sú, að það sem deila mátti um sé ekki sú meginstefna að fækka einkunnum, sem nefndin telur rétta, heldur hitt, hve langt átti að ganga. Auk þess telur lands- prófsnefnd, að kennarar, próf- dómarar og nefndin sjálf muni reynast hinum nýja vanda vax- in. Tekin hafa verið dæmi, t.a.m. um nemenda, sem „fær“ 5,5 í öll- um greinum, og um annan nem- anda, er ,,fær“ 6,4 í öllum grein um nema 5,4 í einni, og reiknað með því að hinn fyrri nái fram- haldseinkunn 6,0 vegna upp- hækkana, en hinn síðari ekki vegna ‘lækkana. Slík dæmi sem þessi gera ráð fyrir þeim vél- rænu vinnubrögðum, sem fyrra kerfið hefur leitt til (t.d. taln- ingu ósundurgreindra villna í stað þess að meta úrlausn í heild. bæði jákvæða og neikvæða þætti). Jafnframt virðast dæmin reikna með því að gamla eink- unnakerfið sé í raun og veru enn í fullu gildi og nýja kerfið aðeins ófullkomin endurspeglun þess. Slíkt álit er varasamt, þvi að við þá breyttu einkunnagjöf, sem ráðgerð er nú, verður að hugsa einkunnimar frá öðrum for sendum en hinu gamla kerfi. Jafn framt skal á það bent, að fyrr- greind dæmi eru að dómi lands- prófsnefndar villandi í uppsetn- ingu og hugsun, þar sem fráleitt er að líta svo á að um raunveru- legan kunnáttumismun sé að ræða að baki einkunnunum 5,4 og 5,5 og það jafnvel þótt fleiri „kommur" bæri á milli. — Til að ráða fram úr vafatxlvikum sem þessum eru til fleiri leiðir en venjulegar upphækkanir og lækkanir tugabrota. Skal hér til fróðleiks og h'liðsjónar bent á eina leið, sem alloft getur átt við, þótt eigi sé hún einhlít, fremur en önnur marmaxma verk: að taka tillit til þess, er einkunn í vafatilviki er ákveðin, hvernig kunnáttan sundurliðast eftir prófþáttum námsgreinarinnar og hækka eða lækka með hliðsjón af því, hvemig frammistaðan er í þeim þáttum, sem taldir eru skipta mestu máli fyrir fram- haldsnám. Loks er augljóst, að prófúrlausnir nemenda. sem eru rétt við mark framhaldseinkunn ar, er nauðsynlegt að athuga aftur og nánar, áður en loka- ákvörðun er tekin um aðaleink- unn. Því hefur verið haldið fram, að próf muni glata gildi sínu sem uppörvun eða kevri, er eink unnum verður fækkað. Til er nokkuð, sem nefnt hefur verið „atferlisvaki“ af sálfræðingum, „motivation" á erlendu máli. Mjög lauslega má skýrgreina hugtakið sem svo, að atferlisvaki sé einhvers konar afl, sem knýr fram ákveðið háttemi. Háttern- ið, sem þann veg ákvarðast, getur verið hið margvíslegasta, t.d. getur verið um að ræða nám, og mætti kalla atferlisvaka þess háttemis „námsvaka" („motivat ion for learning“). Það er vitað og viðurkennt, að próf geta ver- ið námsvekjandi, en jafn- framt er kunnugt um f jölmarga aðra námsvaka. Skrflu hér nefnd ir nokkrir af handahófi, (og verða dæmin miðuð við kennslu- hætti, þó að námsvaki í eigin- legum skilningi sé auðvitað per- sónulegur hverjum námsmanni, t.d. persónuleg upplifun tiltek- inna kennsluhátta): a) fjörleg framsetning námsefn- is, með hæfilegt mið af reynslu nemenda, b) kennsla, sem miðar að auk- inni virknl nemenda, þ.e. að nemendur séu sem minnst ó- virkir hlustendur kennara í kennslustund, heldur beiti sér munnlega, skriflega og verklega, c) hæfileg uppörvun, hrós o.s. frv., d) — og loks, svo að nefnd sé ein námsvekjandi aðgerð í kennslu, sem er neikvæð í „birtingu“ sinni, enda þótt hún geti haft jákvæð áhrif á námið, ef vel og varlega er á haldið: ávítur, — vandasöm kennsluaðgerð, sem krefst hófsemi, mannskilnings og virðingar kennarans fyrir nemandanum. Andri tsaksson Svo sem áður var sagt, þá verður ekki um það deilt, að próf geta verið námsvekjandi kennsluaðgerð, og víst geta t.d. skyndipróf haft verulega góð á- hrif, ef til þeirra er vandað. Það er hins vegar mikill misskiln- ingur að telja, að eina leiðin til að vanda til skyndiprófa sé að viðhalda og beita sem nákvæm- legast hinni gömlu kommueink- unnagjöf. Ef kennara er það t.d. mjög kær kennsluaðferð að láta nemendur keppa hverja við aðra á skyndiprófum, ( — en sú kennsluaðferð skal ekki löstuð hér, hún getur verið bæði góð og varasöm, eftir því hvemig henni er beitt — ), þá er hægur- inn hjá að nota aðrar aðferðir en kommugjöf: t.d. að láta nem- endur keppa um 1., 2., og 3. sæti o.s.frv., og margt fleira Tnætti nefna. Það er ekki fyrst og fremst með „kommunákvæmni" að mælikvarða, sem próf kenn- ara og annarra prófsemj- enda verða dæmd vönduð eður óvönduð, heldur miðast slíkur dómur aðallega við það, hvernig prófin falla að efni og eðli kennslunnar, auk þess sem tveim ur skilyrðum þarf jafnan að vera fullnægt, a.m.k. að ákveðnu marki: 1) prófin þurfa að vera raun- gild, þ.e. að þau þurfa að mæla og prófa það sem á að mæla, en ekki eitthvað annað. T.d. á próf í náttúrufræði að mæla getu og kunnáttu í náttúruvísindum, en ekki rit- leikni í móðurmáli. 2) prófin þurfa að vera áreið- anleg, þ.e. að mark verður að vera að niðurstöðum þeirra. Það er t.d. merki um lítinn áreiðanleika prófa í tiltekinni námsgrein, ef sami nemand- inn er ýmist með þeim hæstu eða lægstu í bekknum á skyndiprófum. Áður hafa verið færð rök fyr- ir því, að landsprófsnefnd álít- ur „kommunákvæmnina" ekki tryggja raunverulegan áreiðan- leika prófa, enda þótt þess háttar nákvæmni geti virzt gera það á yfirborðinu. Það er að- hæfing prófa og prófkrafna að kennslunni, ásamt raunsæjum skilningi á eðli og glldi þeirra I sem hugvísindalegra mæli- kvarða, sem bezt munu geta tryggt, að próf séu sanngjöm, j raungild og áreiðanleg tæki. | FÆKKUN PRÓFGREINA Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur landsprófsnefnd fengið samþykki fræðslumála stjóra og leyfi Menntamálaráðu- neytisins til að fækka prófgrein- um um eina, þ.e. úr 9 í 8, í til- raunaskyni næsta vor. Gert er ráð fyrir að þetta verði fram- kvæmt með þeim hætti að í stað þriggja lesgreina áður, þ.e. sögu, landafræði og náttúru- fræði, verði nemendur aðeins prófaðir í tveimur vorið 1969. Undanþáguprófgrein verður ekki hin sama yfir allt landið, heldur verður henni víxlað með hlutkesti þann veg, að um þriðj- ungur nemenda verður undan- þeginn prófi í hverri þessara þriggja námsgreina. Landsprófs- nefnd lætur síðan tilkynna nem- endum um prófgreinar í byrjun prófa. f þessu sambandi lét landsprófsnefnd gera allvíðtæka útreikninga á einkunnum lands- prófs miðskóla 1967 og 1968, áð ur en ákveðið var að sækja um leyfi til fækkunar prófgreina. Niðurstöður þessara útreikninga sem dr. Oddur Benediktsson annaðist aðallega, eru að dómi nefndarinnar harla athyglisverð ar, og verða þær að öllum lik- indum birtar í formi greinar- gerðar síðar í haust og hverjum sem vill þá heimilt að kynna sér þær og draga af þeim þær álykt anir, sem honum sýnist. Útreikn ingar þessir fólu m.a. í sér það, hver áhrif fækkun prófgreina hefði haft til breytingar á með- aleinkunn nemenda. Voru sér- staklega athugaðir þeir nemend ur nálægt framhaldseinkunnar- marki, sem val undanþágupróf- greinar virtist skipta miklu máli um, en þessir nemendur reynd- ust hlutfallslega fáir. Það er augljóst, að fækkun prófgreina er í sjálfu sér um- deilanleg ráðstöfun. En fyrir þeirri ráðstöfun eru ýmis rök, og skal hér getið hinna helztu, sem Iandsprófsnefnd hafði að leiðarljósi, er hún ákvað að sækja um leyfi til fækkunar: 1) Það er skoðun landsprófs- nefndar, að nauðsynlegt sé að vinna smátt og smátt markvís- lega að því, að hið samræmda landspróf verði tiltölulega ein- falt, helzt stðlað próf í fáum greinum, en skólarnir axli jafn framt smám saman sjálfir aukna ábyrgð í þeirri ákvörðun að veita nemendum réttindi til fram haldsnáms í menntaskólum og öðrum æðri skólum. Forsendur þessarar skoðunar eru ýmisleg- ar, og skal látið nægja hér að nefna þetta: Það er á margan hátt óheppilegt, að landspróf og prófkröfur skuli ákvarða kennslu og kennsluaðferðir svo mjög sem raun ber vitni, eðli- legra er að námsskrá leggi þar línuna og leiðbeini auk þess um námsefnið. Auk heldur eru sam- ræmd landspróf afskaplega viða- mikil og fyrirhafnarsöm f fram- kvæmd, og er sjálfsagt að beita þeim ekki meira en nauðsyn þyk ir krefja. Loks verður að telj- ast líklegt, að það geti bætt kennslu og aukið starfsvitund kennara, ef þeir taka virkari þátt í veitingu réttinda til fram- haldsnáms, sennilegt er að kenn arar muni þá leggja sig meira fram um náin kynni við nem- endur og leiðsögn þeim til handa. Hins vegar virðist marga ís- lenzka kennara og skólastjóra lítt fýsa að taka sjálfír ákvarð- anir um þessi mikilvægu og eftirsóttu réttindi. Enginn vafi j leikur héldur á því, að við ís- lenzkar aðstæður er erfitt fyrir skólana að ákvarða um slík mád, enda er það sannfæring undir- ritaðs, að landspróf sé nauðsyn- legt, þó að því þyrfti að breyta jstig af stigi. Fyrirhuguð fækkun prófgreina landsprófs er lítil til- raun til að þreifa sig áfram í þá átt, sem að ofan var lýst. í þessum efnum er nauðsynlegt að fara mjög varlega, rasa ekki um ráð fram og athuga vandlega, hvernig breytingar reynast og hafa þær athuganir til bliðsjón- ar við mörkun framtíðarstefnu. 2) Lesgreinarnar saga, landa- fræði og náttúrufræði munu í flestum landsprófsdeildum vera kenndar í allt að 7 kennslu- stundir á viku, af u.þ.b. 32 bók- legum kennslustundum alls. Þess ar greinar vega því um 22 prs. kennslurmar í landsprófsgrein- um. Þær vega hins vegar þriðj- ung landsprófseinkunna (33 Vz prs.) samkvæmt því kerfi, sem hingað til hefur gilt. Þetta get- ur naumast talizt vera eðlilegt samvægi kennslu og prófa, eink um sé þess gætt, að margir sér- fræðingar og skólamenn telja, að frammistaða í þessum greinum hafi minna forsagnargildi um námsárangur í framhaldsskóla en t.d. kunnátta í móðurmáli, stærðfræði og erlendum málum. Því mælir þetta með fækkun lesgreina á landsprófi (eða öðr- um hliðstæðum ráðstöfunum til þess að draga úr vægi þeirra á prófinu). Gildi og nauðsyn þess að kenna allar þessar greinar stendur hins vegar óhaggað. 3) Hvers vegna 'leyfir lands- prófsnefnd nemendum þá ekki að velja, hvaða grein þeir sleppa prófi í? Það er svo, eins og áð- ur var drepið á, að kennsla und- ir landspróf miðskóla virðist víð ast hvar ærið prófbundin, og er það raunar af mörgum sök- um skiljarílegt. Nú er vinnuálag á nemendur talsvert í landsprófs- deild, og ekki er óeðlilegt að nemendur einbeiti sér fyrst og fremst að væntanlegum próf- greinum. Jafnframt þessum at- hugasemdum skal itrekað, að nauðsynlegt verður að telja, að allar námsgreinar bóknámsdexld ar miðskóla séu vandlega kennd ar, að engin sé þar vanrækt. Landsprófsnefnd taldi og telur enn, að með því að leyfa nem- endum sjálfum að ve'lja undan- þágugrein, yrði beinlínis fórnað einni mikilvægri námsgrein, með því yrði varpað fyrir róða at- hygli og ástundun flestra nem- enda. Slfkt fyrirkomulag telur nefndin óhugsandi með öllu. Nú er gert ráð fyrir því, að í undanþágugrein gildi (árs)-eink unn skóla, og reiknist hún til aðaleinkunnar miðskólaprófs, en hins vegar ekki til Iandsprófs, a. m.k. ekki að þessu sinni. Vissu- Iega getur einn nemandi verið heppnari en annar um val und- anþágugreinar, en varast ber að ýkja fyrir sér gfldi slíkrar heppni. Heppni að ákveðnu marki hefur verið trygg fylgikona prófa yfirleitt, og úr henni verð- ur fyrst og fremst dregið með því að hafa hvert próf svo raun gilt og áreiðanlegt sem föng eru á, og matið sem hlutlægast. Það dregur og úr vægi heppninnar við fækkun prófgreina, að nem- endum er tilkynnt um prófgrein arnar í byrjun prófa, áður en þeir hefja upprifjun þeirra. Loks er það misskilningur að ætla, að ekkert tillit sé unnt að taka til kunnáttu í undanþágu- grein, hvorki beint né óbeint. Þetta er vel hægt, t.d. með því að láta skóla tilkynna (árs)eink unn nemenda í undanþágugrein jafnframt landsprófseinkunnum. Framhald & bls. ZS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.