Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐiB Laugardagur 5. júní 1948. KEMJA KONA (Cftir Ben -JL mee mi SWtagtfllHlðlfntf ' NJÓSNARARNIR 95. da gur „Jeg hefi verið á mörgum íundum sem þessum á undan- fernum árum“, sagði hann, , og margir af yður hafa verið þar J-íka. Bæði yður og mjer mun Cinnast að ekkert n,ýtt hafi komið hjer fram í kvöld, að þjer hafið .ekki heyrt þatta allt áður. Enda er það svo, að fyyQ sem var satt fyrir mörg- uin árum, er satt enn í dag. Enn í dag sjáum vjel dagsdag- Jega meðbræður vora, jafnvel æruverðuga menn, liggja í göt- unum fyrir hunda og manna fó'.um. Á hverjum vetri frjett- uia vjer um menn, sem hafa orðið úti vegna þess að þeir voru ölvaðir. Alls staðar eru veitingaknæpur enn, og þús- undir manna drekka frá sjer vit. — Oss er gjarnt að álasa öðr- um. en gleyma því hvernig vier erum sjálfir. Hjer inni sje jeg marga, sem fordæma dryliltjuskan, en fá sjer þó í staupinu. Hvernig haldið þjer að þjer getið unnið bindindis- •nálinu gagn, ef þjer neytið sjáííir áfengis daglega? Ef ^er/ .æítlið að aðvara æsku- ♦i.anninn sem heldur á fyrsta staupinu, þá svarar hann yð- ur: ..Hvers vegna eruð þjer að •^^jedika yfir mjer? Þjer drekk- ♦ð sjálfur. Hvers vegna má jeg ekki fara að dæmi yður?“ Þjer segið bá máske að þjer kunnið að drekka í hófi, en hvaða gagn er í því. Ætli hann treysti sjer ekki vel til að drekka í hófklíka? Erigimr mælir drykkjuskapn- Uin bóí, Ollum býður við því að horfa á drukkinn mann. En liver gerði hann að drykkju manni? Eða koma allir dryldtjumenn úr sömu stjett fcjóðfjelagsins? Enginm maður getur sagt með sanni við sjálf- an sig: „Mjer er óhætt. Jeg •víerð aldrei drykkjumaður“. Menn^þrapa • ekki ofan í hyl- dýpið undir eins. Menn verða ekki drykkjumenn í eihum svip. Á mjóm þvengjum læra hurrdarnir að stela. Ormar naga ♦ ætur trjánna smám saman. Og smám saman færast menn uær hyldýpinu, þangað til þeir tuapa — og þá er þeim allar bjargir bannaðar". í sama bili varð honum lit- ið-framan í Jenny og þá flaug honum*'í hug, að hann væri sjálfur einn af þeim, sem væri að leika sjer að voðanum. Og honum fannst sem hann væri að hreinsa sjálfan sig. Hann horfðr stöðugt á hana síðan og Jt'xðnvar -.eins og hann væri að ásaka hana fyrir að steypa sjer ♦ hættu. Og hann horfði stöð- ugt. á hana og talaði af enn »neiri ákefð en áður. „Þjer hafið heyrt þetta mörg lun sinnum“, þrumaði hann. „J-jer hafið heyrt þetta og þjer hafið' kinkað kolli til sam- þykkis. En nú. er svo komið að það-nægir ekki að kinka kolli. Nú barf áræði, athafnir og á- i-æði til þess að berja þennan ósóma niður. Það eru hófdrykkjumennirn ir, sem eru verstir. Þeir segja sem svo: „Jeg ætla að fá mjer eínn gráan til að laga melting- u.ia. Jeg geri ekki annað en bragða það“. En það eru smáu staupin, sem verða oss að fóta- kefli. Það endar með því að þau verða svo mörg að vjer vit- um ekki fótum okkar forráð, við hrösum og getum ekki riS- ið á fætur aftur. Þjer vitið það að enginn segir þegar hann byrjar að drekka: „Jeg ætla mjer að fara í hundana“. Nei, hann segir: „Jeg er öruggur. Mjer er óhætt að leika irijer að eldinum“. Þangað til hann fellur. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Og hjer í Hálfvíti er setið um líf og velferð mannanna. Hing- að koma ungir menn utan af hafi, innan úr skógunum og siglandi niður ána. Það er set- ið fyrir þeim. Þeir eru leiddir í gildrur til þess að ræna þá manndómi sínum og fje og steypa þeim í glötun. En borg- arstjórinn og lögreglustjórinn segja okkur að loka augunum fyrir þessu, snúa okkur und- an og taka fyrir nefið svo að vjer finnum ekki óþefinn úr forarvilpum lífsins. Þeir segja að vjer skplum vera þolinmóð ir og rólegir. En jeg segi yð- ur: Nú er þolinmæðin á þrot- um Hjer dugir engin hálf- velgja. Ef vjer lokum augun- um og látumst ekkert sjá nema að vjer sjeúm sjálfir öruggir, þá gerumst vjer meðsekir í því að ungum mönnum sje steyt í glötun. Vjer erum samsekir þeim, sem freista þeirra og steypa þeim í glötun. Vjer höf um enga afsökun. Vjer erum jafn sekir eins og þótt vjer freistuðum þeirra til þess að tæma fyrsta staupið. Það er kominn tími til að hefjast handa. Hjer þýðir eng- in bolinmæði og hálfvelgja. Hundrað röskir menn gæti í einu vetfangi brent til ösku þessar siðleysis knæpur og hreinsað borgina okkar. Yður þykir þetta máske full frek- lega til orða tekið. En þá vor- kenni jeg yður fyrir úrræða- leysið. Hjer þarf athafnir. Hjer þarf áræði“. Hann veifaði höndunum í guðmóði til þess að leggja á- hersl.u á orð sín. „Hefjist handa“, hrópaði hann. „Hefjist handa og sýnið að þjer sjeuð menn. Ef þetta svívirðilega athæfi á að halda áfram, þá eyðileggur það borg- ina okkar. Ef Hálfvíti er góð- ur staður, þá skulum vjer hætta að ergja oss út af honum. En ef það er vondur staður, þá skulum vjer með guðs hjálp þurka hann út, svo að hans sjá- ist engar minjar framar“. Þar lauk hann máli sínu og rödd hans bergmálaði um all- an salinn. Hann horfði á Jenny, sá engan nema hana, og stóð þannig nokkra stund. En þá var hann orðinn breyttur svo að hann settist. V VII. Hann laumaðist út um bak- dyrnar áður en fundinum var lokið, því að hann vildi forð- ast menn. Hann skálmaði svo hratt. að þeir sem mættu hon- um hopuðu úr vegi. Hann var ekkert að hugsa um hvert halda skyldi. Honum fannst blessuð hressitig í því að koma út í kvöldsvalann. Og svo gekk hann eins og nefið vissi. Vagn náði honum, ók fram fyrir hann og Staðnæmdist þar. Þegar hann ætlaði að ganga fram hjá, ávarpaði Jenny hann: „Linc“. Hann staðnæmdist og sá að Pat Tierney sat í ökusæti. Hann neri augun til þess að sjá bet- ur. Þá sagði hún: ■ „Linc, jeg ætlaði að ná í þig í fundarlok, en misti af þjer. Will er veikur og hann langar til þess að þú komir til sín. Geturðu komið?“ og er hann hikaði við svarið, sagði hún: „Komdu upp í vagninn“. Hann hlýddi henni þegjandi og settist hjá henni. Hann hafði ákafan hjartslátt. Hann fann að bau sátu þjett saman, og þó fannst honum sem hún væri langt í burtu. Hún mælti lágt: „Þú talaðir snildar vel í kvöld, Linc“. Þá andvarpaði hann eins og hann hefði lengi staðið á önd- inni. Hann svaraði engu og þau töluðu ekki orð fyr en þau komu heim til hennar. Þá kall- aði hún í Pat: „Viltu gera svo vel að bíða eftir Mr. Pittridge og aka hon- um heim til sín. Hann stend- ur ekki við nema andartak“. „Jeg skal gera það“, sagði Pat. „En það er framorðið“. Pittridge heyrði ekki óá- nægjuhljóminn í rödd Pats. Hann gekk á eftir Jenny inn í húsið. Hún lokaði útidyra- hurðinni á eftir þeim og bau voru þarna tvö ein í anddyr- inu Hún sneri sjer að honum og mælti blíðlega: „Jeg var hrifin af þjer í kvöld, Linc“. Svo gekk hún al- veg að honum. „Jeg var hrif- in af þjer. Jeg man sjerstak- lega eitt sem þú sagðir. Nú þarf áræði, sagðir þú. Manstu það ekki?“ Augu hennar tindruðu. Og áður en hann vissi af lá hún í faðmi hans, þrýsti sjer blý- fast upp að honum og hann kysti hana. Þá kallaði McGow ofan af loftinu : „Eruð þjer þarna, frú Eve- red?“ Hún sleit sig af honum á augabragði og gekk nokkur skref frá honum. „Já“, sagði hún með sinni venjulegu rólegu rödd. Hann undraðist það að hún skyldi vera svo róleg eftir þetta, því að siálfur var hann eins og festur upp á þráð. „Og hann Linc frændi er með mjer. Hann er kominn til að finna Will. Við komum upp rjett bráð- um“. Hún gekk nær stiganum og ætlaðist til að hann kæmi á eftir sjer. En er hann' stóð þarna sem steingjörvingur, brosti hún og tók í handlegg- inn á honum og leiddi hann með sjer. VIII. Will var eirðarlaus í rúm- inu og honum leið illa. Frú McGow sagði að Mason læknir hefði komið þangað og hann hjeldi að yngstu drengirnir væri með mislinga. „Hann skildi eftir dálítið af pillum og manna“, sagði hún. Jenny spurði hvað það væri og frú McGow útskýrði: 4LGLVSING K R GH L l,S IGI Lítl Eftir M. CATHCART 6010« 9. „Jæja Múhammeð — hvað segirðu þá í friettum?‘‘ spurðí cinhver á arabisku, sem börnin skildu jafn vel og sitt eigið rnóðurmál. „Ekkert sjerstakt. Þetta er erfitt. Énska konan er tor-« tryggin og hefur gætur á mér.“ „Við verðum að fá einhverjar ákveðnar frjettir í dag.“ „Spyrjið ensku kennslukonuna." „Þjer er illa við nærveru hennar, Múhammeð?“ „Jeg myndi vinpa betur einn.“ „Við vorum heldur ekki ánægðir. Þess vegna kölluðum við þig til hjálpar. Hún vinnur mjög hægt. Jeg geri ráð fyrir, að hún viti ekki, að þú vinnur fyrir okkur?“ „Nei — hún hefur e^kki hugmynd um það.“ „Jeg held að þetta sje aðeins öfundssýki af Múhammeðs hálfu, Vitali“, sagði nú þriðja röddin, og börnin þóttust viss um að í þetta sinn væri það egyptski njósnarinn, sem talaði. „Þið munið það líklega,“ hjelt hann áfram, „að ungfrú Standing hafði bestu meðmæli, sem völ var á.“ Börnin litu hvort á annað skelfingu lostin, þegar þau heyrðu nafn ungfrú Standing nefnt. „Hún kemur hingað á hverri stundu, Múhammeð. Farðu inn í skrifstofuna og bíddu þar,“ sagði Vitali. Þeir heyrðu að dyr voru opnaðar og lokaðar. „Þetta er slæmt, Millal“, sagði Vitali, þegar þeir voru orðnir tveir einir. „Við verðum að komast að því, hvaða ráðagerðir Englendingarnir hafa á prjónunum. Það er mjög mikilvægt að við verðum fyrri til að hefja árásina. Og ef við fáum aðeins hálfsmánaðar frest til viðbótar, þá þurfum við ekkert að óttast. Við þurfum á meiri vopnabirgðum að nalda — en mestu af birgðum okkar hefur verið sökkt x Miðjarðarhafið. Það hlýtur á einhvern hátt að vera hægt að komast að því, hvað Englendingar ætla sjer að gera í því máli,“ Bömin heyrðu nú, að það var barið hægt á dyrnar í hinu herberginu. Og á næsta andartaki heyrðu þau rödd ungfrú Standing. „Jæja, ungfrú Standing — hvaða frjettir hafið þjer að iæra okkur?“ spurði Vitali. — Það veitir mjer styrk að halda í hendina á þjer. ★ Samuel Rogers gaf eftirfar- andi skýringu á því, hvers- vegna hann væri svo oft ill- yrtur: „Mjer er sagt að jeg sje illyrtur“, sagði hann, „en jeg hefi svo veika rödd, að ef jeg væri það ekki, myndi eng- inn hlusta á mig“. ★ Oscar Wilde hitti einu sinni Richard Harding Davis. „Svo þjer eruð frá Phila- delphia“, sagði Wilde,, þar sem Wajshinton var jarðaður“. „Hvaða vitleysa, hann er jarðaður í Mount Vernon“, svar aði Davis móðgaður. Wilde þótti ráðlegra að skifta um umræðuefni og fór að tala um þektan franskan lista- mann. „Hvað álitið þjer um hann?‘f sagði Wilde að lokum, „Am- eríkumenn tala altaf svo skemtilega um listaverk". David svaraði: „Jeg tala aldrei um hluti, sem jeg veit ekkert um og hefi ekki vit á“. „Það hlýtur að takmarka samtalsmöguleika yðar mjög mikið“, svaraði Wilde. jAr Fátækur Þjóðverji, sem var í ætt við John Jacob Astor, kom eitt sinn til hans og bað um aðstoð. Astor gaf honum fimm dollara. „Hvað“, sagði ættinginn von svikinn, „sonur yðar gaf mjer tíu dollara, en þjer bara fimm“. „Hann getur það líka“, svar aði gamli maðurinn argur, „þessi skepna á ríkan föður“. ★ Ungur blaðamaður var eitt sinn sendur til auðugs Skota, og átti hann að hafa samtal við hann um, hvernig honum hefði tekist að komast yfir svo mikla fjármuni. „Jæja, það er löng saga“, sagði Skotinn, þegar þeir voru seztir niður, ,.jeg held það sje best við spörum Ijósið á með- an.“ Svo fór hann og slökkti það. „Nei, nei, við skulum ekki hugsa meira um samtalið,“ sagði blaðamaðurinn, „jeg skil“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.