Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 5. júní 1948. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavílc. f'ramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrg®8r».,í, Frjettaritstjóri: ívar Guðmundssoa. Auglýsingar: Árnl Garðar KristinssoE., Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðslas Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innsnlaads. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura emtakið. 75 aura með Lwbáb Atvinnulíf og skólar UNDANFARIN ár hafa stór spor verið stigin í skóla- og uppeldismálum okkar íslendinga. Skólum hefur verið fjölg- að og þeim sköpuð ný og betri húsakynni. Æðsta menta- stofnun þjóðarinnar hefur fengið glæsileg húsakynni og sú fræðsla, sem hún getur veitt hefur orðið æ fjölþættari. Sett hefur verið ný fræðslulöggjöf, sem miðar að því að sam- ræma alt skólakerfi landsmanna. Samkvæmt henni hefur skyldunám unglinga verið lengt til 15 ára aldurs þannig að nú er hverjum einasta unglingi tryggt framhaldsnám að bamaskólanámi loknu. Það veldur sennilega ekki ágreiningi að í þessum efnum hefur verið stefnt í rjetta átt. Takmarkið í skólamálunum hefur verið að hver einasti borgari þjóðfjelagsins ætti í æsku sinni kost á að njóta þeirrar mentunar, sem hann ósk- aði og hæfileikar hans stæðu til. Um það getur menn heldur ekki greint á að mentun er máttur og að hverju þjóðfjelagi er að því augljós styrkur að sem flestir borgarar þess hafi íengið tækifæri til þess að þroska hæfileika sína og afla sjer í senn almennrar mentunar og sjerþekkingar á hinum ýmsu atvinnusviðum. Þessvegna hlýtur hið íslenska þjóðfjelag að græða, beint og óbeint á hinum miklu framförum og breytingum til batn- aðar í skólamálum þess. En þótt mörg glæsileg skólahús hafi verið byggð undan- farin ár brestur þó mikið á að ástandið í búsnæðismálum islenskra mentastofnana sje orðið sæmilegt, hvað þá heldur meira. Tugir ef ekki hundruð bamaskóla víðsvegar um land búa við húsnæði, sem er vægast sagt hið ófullkomnasta. Skilyrði til kennslu eru þar hin erfiðustu og eiga sinn þátt í, hve þunglega gengur stundum að ráða vel færa kennara i einstök skólahjeruð. i Þrátt fyrir það, að fjárveitingavaldið veitir árlega mikið fje t. d. til barnaskólabygginga ganga framkvæmdirnar í þessum málum svo seint að mörgum finnst biðin eftir úr- bótum lítt bærileg. Fer á þessu sviði sem ýmsum öðrúm að bolmagn ríkissjóðs hrekkur ekki til þess að bæta upp í einu yetfangi áratuga og alda kyrrstöðu og fátækt. En það, sem að mestu skiptir fyrir framtíð þjóðarinnar er að menningarlegt uppeldi æsku hennar sje miðað við þarfir. hennar, ekki aðeins fyrir embættismenn og vísinda- menn, heldur fólk, sem starfar í þágu atvinnulífsins á sjó og landi. Ýmislegt bendir til þess að vaxandi hneigð ríki til þess meðal æsku landsins að miða nám sitt fyrst og fremst við það, að helga sig störfum, utan atvinnulífs þjóðarinnar. Það verður líka að viðurkenna að löggjafinn hefur lagt meirí áherslu á að greiða götu þeirra, sem velja hið almenna nám en hinna, sem stunda vilja sjernám í þágu atvinnulífs þjóð- arinnar. Það er t. d. tiltölulega skammt siðan að íslensk sjó- mannafræðsla fjekk viðunandi skilyrði og þegar hún fjekk þau voru þau fyrst og fremst miðuð %við Reykjavík. Iðnfræðslan hefur um land alt átt við mikla örðugleika að stríða og bændaskólarnir hafa einhvernveginn verið þannig úr garði gerðir að þeir hafa fram til síðustu ára Jaðað altof fáa efnilega menn til náms þar. Sannleikurinn er sá að í hinum mikla og að mörgu leyti lofsverða áhuga manna fyrir aukinni fræðslu og mentun þjóðarinnar hefur altof lítið gætt skilnings á nauðsyn þess að ala upp fólk, sem vildi að skólagöngunni lokinni, taka þátt í skapandi starfi. Takmark meginþorra unglinga með skólagöngu hefur verið og er það að tryggja sjer að henni lokinni hæg og vel launuð skrifstofustörf í einhverjum hinna stærrí kaupstaða og losa sig við amstur feðra sinna, sem stunduðu sjó eða bjuggu búum sínum í sveit. En Islendingar hafa ekki af litlum efnum bygt ný skólahús fyrir miljónir króna til þess að æska þeirra settist öll á skrif- stofu og flýði skapandi starf. Á því hefur hún ekki efni, á því befur pngin þjóð efni. Þess vegna verður á næstu árum að leggja á það alt kapp að efla sjermentunina og greiða götu þeirrá, sem hennar óska. Ungt fólk, sem vill njóta iðn- fræðslu, búnaðarfræðslu eða komast á sjómannaskóla verð- ur að fá til þess eins gott tækifæri og frekast er unt. Þess hefur ekki verið eins vel gætt og skyldi undanfarin ár. MORGVISBLAÐIÐ Vá ar óbrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Geysir í Suðursveit. AMERICAN Airlines- flug- fjelagið bandaríska hefur ný- lega gefið út bækling, sem í eru upplýsingar um ýmis Ev- rópulönd, ,,s'>ti eru í aðeins nokkurra flugklukkustunda fjarlægð“. Alls er getið fjórtán landa og þar á meðal íslands. Með greinarkorninu um Island er snotur mynd af „Iceland’s Gullfoss Falls“, ásamt lítilli teikningu af la.ndinu og pilti og stúíku, sem benda á Geysi — austur í Suðursveit, að því er best verður sjeð. Vel sagt og rjett sagt. FLEST ER vel sagt og rjett sagt í grein þessari. Ferða- mönnum er bent á að skoða forngripasafnið og safn ,-,Ain- ars Johnssonar“. Þeim er sagt, að engar járnbrautir sjeu á íslandi, en að hægt sje að kom- ast frá Revkjavík með bíl, skipi eða flugvjel til næstum allra staða á landinu. Meðal staða þeirra, sem ferðafólkinu er bent á að skoða, er Þingvell- ir, Geysir og Gullfoss. Geysir, segir ennfremur í greininni, þeytir vatni og gufu upp í 150 feta hæð. Allir hverir verald- ar eru nefndir eftir Tionum. • Fólk og lifnaðar- hættir. ATHYGLI væntanlegra „túr ista“ er vakin á því, að ísland sje að öllum líkindum eitt af þeim löndum heimsins, sem er- lendir vita hvaða minnst um. En ísland ber aldur sinn vel. Reykjavík er nýtísku borg, mjög ámerísk yfirlitum. Og svo er’ Golfstrauminum fyrir að þakka, að ísland er ekki eins kalt og nafnið bendir til. Meðalhitinn í sjávarþorpunum er álíka mikill og í Was- hington. — íslendingar (segir í grein- inni) eru langt frá því að vera „gamaldags“. Þeir reyna að láta fara vel um sig og kunna vel að meta gæði lífs- ins Enska er mikið töluð. — Stúlkurnar kjósa helst kjóla og skartgripi frá New York og París — en karlmennirnir láta sjer ekki jafn annt um útlit sitt. Brotin í buxunum þeirra minna stundum á bún- ing bandarískra unglingaskóla stráka. Hótelin og áfengið. EINS OG STENDUR er skortur á hótelplássi í Reykja- vík. Það þarf að panta her- bergi með margra vikna fyr- irvara. Herbergisleiga er há — um sjö dollarar á dag. Það eru fá fyrsta flokks veitinga- hús og engir næturklúbbar. Matvæli eru skömmtuð. Afengi er aðeins hægt að fá í aðal- hótelinu — eða hjá áfengis- einkasölunni við ..sjerstök tækifæri". Undir heitið „sjer- stakt tækifæri" fellur hvert það boð eða fundur, þar sem meir en sex menn eru samankomn- ir. ..Allir geta ímyndað sjer afleiðingarnar," segir að lok- um í greininni, um ísland sem f erðamannal and. • Skilaboð. UMSJÓNARMAÐUR póst- hússins skrifar Daglega lífinu í tilefni af brjefi því, sem hjer var þirt fyrir skömmu síðan um ræstingu hússins. Brjef hans er á þessa leið: „Þakka tilboð um rúm í dálki yðar til þess að svara manni, sem er ,,reiður“ og vill láta ræsta pósthúsið. (Hver mundi ekki vilja það?) — Gerið svo vel að skila til hans, að pósthúsið sje ræstað dag- lega, auk árlegrar aðalræst- ingar. Sú ræsting hafi því mið- ur dregist fremur venju, m.a. vegna viðgerðar á lyftu húss- ins, sem staðið hefur yfir í marga mánuði, en er nú loks að verða lokið. Jafnframt var vænst að lokið yrði viðgerð á tröppum, stigum og gólfi, sem verið hefur á döfinni árum saman, en efni ekki fengist til brátt fyrir allan innflutn- inginn til annara hluta. • Þvottaklútar ófáanlegir. ÞÁ ÞURFTI að fá auka- skammt af ræstingarefni og var hann veittur. Loks þurfti að fá þvottaklúta, en þéir feng ust ekki í borginni. Þá var sótt um gjaldeyris- og inn-: flutningsleyfi, en fjekkst ekki. Ætli hinn nafnlausi vinur yð- ar, hr. Vikar, hefði ekki orð-; ið enn reiðari, ef hann hefði átt að standa í þessu basli? En áhugj hans er annars virðing- arverður og mætti gjarna bein ast a.ð því að ljetta undir mögu leikana til þess að sæmilegt við- hald, ræsting og hreinlæti verði framkvæmanlegt í, hví- vetna, og þá ekki síður að því, að almennt yrði vönduð bet- ur umgengni á opinberum stöðum og almannafæri. Þá mundi sparast efni og vinna við ræstingu og ekki síst í and dyrum pósthússins, þar sem fleiri menn ganga um daglega en í nokkru öðru húsi á þessu landi“. ■— Umsjónarmaður. • Og loks OG LOKS má geta þess, að bandaríska blaðinu Chicago Sun-Times hefur þótt það í frásögur færandi, að ung, ís- lensk stúlka, sem kom til Bandaríkjanna fyrir sex ár- um síðan og „kunni þá varla orð í ensku“, vinnur ‘nú hjá Illinois Bell símafjelaginu. — Hún heitir Sigríður Einarsson og er frá Reykjavík. MEÐAL ANNARA ORÐA .... Vðgalausir unglingar Eftir Jack Smyth, frjettaritara Reuters í Berlín. MÖRG ÞÚSUND þýskir drengir, sem „lögðust út“ þeg- ar landið var hernumið, eru nú að verða nýtir þjóðfjelags- þegnar á ný. Þeir búa í „drengja borgum“, sem komið hefir ver- ið á fót á breska hernáms- svæðinu. • • MESTA • VANDAMÁLIÐ Eitt mesta vandamálið, sem bresku’ hernaðaryfírvöldin áttu vlð að stríða á fyrstu mánuðúm hernámsins voru hin ir vonSviknu unglingar, sem hvergi ’áttu höfði sínu að hallá. Drengir, sem höfðu orð ið viðskíla við fjölskyldur sín- ar og verið höfðu í hernum, söfnuðust saman í hópa og lifðu lífi stigamannsins. í Luneburg varð vandamál þetta sjerlega aðkallandi. Mörg hundruð drengir bjuggu í bröggum þar skamt frá og lifðu á því að selja á svörtum markaði, stela og pretta. Þýsku yfirvöldin rjeðu ekki við neitt og' völdu loks auð- veldustu leiðina til þess að losna við piltana, þ. e. a. s. þeim voru fengnar í hendur skömtunarbækur. En loks varð ástandið svo alvarlegt, að hernaðaryfirvöld- in urðu að skerast í leikinn. Það kom brátt í ljós, að besta ráð- ið til þess að halda piltum þessum í skefjum, var að hafa strangt eftirlit með skömtunar- miðum, sem þeim var látið í trje. Það var því fyrirskipað, að enginn piltur á aldrinum 14— 20 ára skyldi fá skömtunar- bók, nema hann framvísaði vottorði frá lögreglunni. En herstjórnin sá,' að þetta var ekki nægilegt. Það varð einhvern veginn að útvega þessum drengjum heimili, gefa þeim tækifæri til þess að öðl- ast kjölfestu í lífinu á ný. • • FYRSTA TILRAUNIN 9. desember 1945 var fyrsta drengjahópnum komið fyrir í gömlum fangabúðum við Sod erstof af lögreglunni. í þessum fangabúðum var allt í hinni mestu niðurníðslu. Þær höfðu staðið aúðar um skeið og menn höfðu rænt þar og ruplað öllu sem þeir gátu hönd á fest. Fyrstu 24 klukkustundirnar, sem drengirnir voru þar, hvarf helmingur þeirra og höfðu þeir á brott með sjer brekán, föt og annað, sem þeim hafði ver- ið fengið í hendur. Reglugerð var samin fyrir búðirnar ,og sjerhver drengur var látinn skrifa nafn sitt und ir. Þegar drengirnir komust að því, að það átti að trúa þeim sjálfum fyrir því að halda uppi lögum og reglu í búðunum, þá hættu þeir von bráðar að ef- ast um einlægni yfirvaldanna. Enginn drengur hefir hlaup- ist á brott frá búðunum sínum. • • Gjörspiltir. Flestir drengjanan, sem til búðana koma í dag, eru gjör- spilltir. Undantekningarlaust eru þeir lúsugir, kaunaðir og sjer varla í þá fyrir skít. Afstaða þeirar til kvenna gefur góða hugmynd um and- legt heilsufar þeirra. 15 ára drengir guma af því, að hafa búið með þessari eða hinni „ekkjunni“ í lengri eða skemri tíma. Þeir fá nauðsynlega hjúkr- un, strax og þeir koma og auka skammt af mat og líkamlegt heilsufar þeirra kemst brátt í lag. Það hefir komið í ljós að andlega heilsufarið fer mjög Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.