Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIP Laugardagur 5. júní 1948. Vörubílar verða ekki fluttir inn á næstunni EINS og kunnugt er þá hefur nú um rúmlega tveggja ára skeið ríkt mikið atvinnuleysi meðal reykvískra vörubifreiðastjóra og víðar. Orsökina fyrir þessu at- vinnuleysi er fyrst og fremst að finna í þeirri alvarlegu stöðvun er orðið hefur á margskonar at- vinnuframkvæmdum og hinum hraðminkandi innflutningi, sem orsakar beint og óbeint atvinnu- leysi. Á undanförnum árum hefur svo sem kunnugt er átt sjer stað mjög stórkostlegur innflutning- ur vörubíla, mikið af þeim inn- flutningi svo cg sala setuliðs- bifreiða er fram fór á sama tíma telja reykvískir vörubílstjórar einnig veigamikla orsök fyrir því hvernig atvinnumálum stjett arinnar er komið. Innflutningur vörubíla á veg- um Nýbyggingarráðs var mið- aður við sjerstakar framkvæmd- ir í landinu sem það hafði gert áætlanir um, og ef þeim fram- kvæmdum hefði verið haldið á- fram og aðrir vörubílar en ráðið úthlutaði ekki fluttir inn, væri viðhorfið annað. Stjórn „Þrótt- ar“ hefur gert bæði stjórnend- um ríkis og bæjar það ástand ljóst sem ríkir í atvinnumálum stjettarinnar og er búið að vara svo sem áður er sagt á þriðja ár. í febrúar síðastliðnum gengu fulltrúar „Þróttar“ á fund at- vinnumálaráðherra og ræddu málin við hann, spurðust fyrir um væntanlegar framkvæmdir og leiðir til úrbóta framkvæmd- ar af hinu opinbera. Meðal ann- ars var rædd sú hugmynd að rík- ið keypti ákveðna tölu vörubíla á matsverði af Þróttarmeðlim- um (til geymslu eða niðurrifs), sem óskuðu eftir að selja bif- reiðar sínar og hverfa að öðr- um störfum. Þessi hugmynd, sem var ein- göngu sett fram vegna þess al- varlega atvinnuástands sem rikir hjá stórum hluta stjettar- innar, og þeirrar yfirlýsingar atvinnumálaráðherra að af hálfu þess opinbera \æru ekki fyrir- hugaðar neinar þær framkvæmd ir, sem gæfu vonir um að hinn atvinnulausi hópur „Þróttar“ minkaði, fjekk ekki hljómgrunn ríkisstjórnarinnar. Það vakti því ekki neina smá undrun almennings og þá að sjálfsögðu ekki hvað síst fje- lagsmanna ,,Þróttar“ er umræð- ur í blöðum og útvarpi hófust um að í vændum væri innflutn- ingur vörubíla í stórum stíl. Fulltrúara „I róttar“ fóru því á fund atvinnumálaráðherra og viðskiptamálaráðherra og ræddu við þá um þessi mál. í þeim viðtölum fengust ákveðin svör og um leið yfírlýsing af hálfu ríkisstjórnarinnar um það að hún myndi ekki leyfa frekari innflutning vörubíla á næstunni. „Þróttur“ telur sig því hafa fulla vissu fyrir því að ríkis- stjórnin muni ekki leyfa frekari innflutning vörubíla, hinsvegar hafa fulltrúar fjelagsins tekið það skýrt fram og leggja á það ríka áherslu að innflutningur varahluta verði leyfður til við- halds bifreiðum fjelagsmanna. Fjelagið hefur sótt um gjald- eyrisleyfi fyrir þeim varahlutum og hjólbörðum sem f jelagsmenn þurfa á að halda, enda er það álit þess að með því fyrirkomu- lagi að það fái.leyfin í hendur til ráðstöfunar þá geti það trygt að ekki sjeu pantaðir inn á leyf- in ónauðsynlegir hlutir eða ó- heppilegar stærðir hjólbarða, og með því komið í veg fyrir mjög alvarlegt tjón er fjelagsmenn geta beðið, og bíða ef þessum málum verður ekki skipað á þann veg sem „Þróttur“ hefur lagt til. Að sjálfsögðu er bót á því al- varlega ástandi, sem skapast hefur í atvinnumálum reyk- vískra vörubifreiðastjóra ein- göngu í því fólgin að þannig sje og verði haldið á atvinnumálum þjóðarinnar að það sjónarmið ríki framar öllu, að það atvinnu leysi sem nú er verði afnumið með áframhaldi óleystra verk- efna, og svo verði sjeð um að það haldi ekki innreið sína að nýju til óbætanlegs tjóns og hörmunga fyrir einstaklinga og þjóðarheildina. Stjórn „Þrótlar“. Elísabe! sest í helgan slein London í gærkvöldi. TILKYNNT var hjer í dag að Elisabet prinsessa myndi ekki taka þátt í neinum opinberum veislum eða öðru slíku eftir næstu mánaðamót. — Reuter. Flugæfing WASHIN GTON — 200 B-29 sprengjuflugvjelar fóru nýlega í æfingasprengjuflug til Selfridge flugvallar í námunda við Detroit. ÞÞær voru í 25,000 feta hæð, er þær komu inn yfir völlinn. Enga úllenda íhlut- un í S. Afríku Pretóría í gærkvöldi. MALAN hinn nýi forsætisráð herra Suður Afríku hjelt ræðu í Pretóría þar sem hann lýsti því yfir, að stjórn hans ætlaði sjer ekki að taka upp neina einangrunarstefnu, eins og hald ið væri fram víða út um heim. — En, sagði hann, við viljum enga íhlutun frá öðrum ríkjum. Suður Afríka er meðlimur Sameinuðu þjóðanna og mun verða það áfram. Einnig mun hún halda áfram að vera góður meðlimur í breska heimsveld- inu. Þannig mun stjórnin sýna samstarfsvilja sinn við aðrar þjóðir um vandamál heimsins, en krefst þess fyrst og fremst, að aðrar þjóðir hlutist ekki til um innanlandsmálefni ríkisins. Þessi krafa er ekki ástæðulaus sagði Malan, það sýna viðræð- ur í öryggisráði S. Þ. í Lake Succes. — Reuter. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8. eftir því likamlega. Þegar er drengirnir finna að litið er á þá eins og venjulega unglinga en ekki eins og úrhrök þjóð- fjelagsins, þá verður hegðun þeirra smám saman eðlileg á ný. — • • Fá atvinnu. Þegar drengirnir hafa dval- ið í búðurium um skeið, fá þeir atvinnu við landbúnað eða skógarhögg. í r-áði er að koma á fót verkstæðum í sambandi við búðirnar, þegar nægilegt efni fæst. Þeir fá 20—30 mörk í laun á viku og greiða 2 mörk fyrir fæði og húsnæði. Þeir eru hvattir til þess að leggja afganginn í banka. Þeim er sjeð fyrir fatnaði, eftir því sem unnt er, til þess að þeir freistist síður til þess að stela. Námskeið í ýmsum greinum eru á hverju kvöldi, en þau eru ennþá laus í reipunum, af nauðsyn, vegna þess að flestir drengjanna hafa hlotið mjög litla menntun. Auk búðanna við Soderstof, eru tvær aðrar „drengja-borg ir“ á breska hernámssvæðinu, við Undaloh og Langenrehm. Júgóslavar flýja land Bari í gærkvöldi. JÚGÓSLAVNESK flugvjel kom hingað til Bari í gærkvöldi með farþega, sem sagt er að hafi neytt flugmanninn til að fljúga til Ítalíu. Flugvellinum hafði ekkert verið tilkynt um komu vjelarinnar. — Reuter. — Knatlspyrnan Framh. af bls. 9. vítaspyrnu fyrir yfirsjón hjá markmanni Víkings. Gunnar Guðmundsson tók vítaspyrnuna, en hitti ekki markið (spyrnti í stöngina). Á 80. mínútu fær Víkingur dæmda aukaspyrnu innan víta- teigs KR. Róbert Lárusson spyrnir fyrir markið og Bjarni Guðnason skýtur viðstöðulaust í þvöguna í markinu og flautan dynur og dómarinn bendir á miðjuna. KR-ingar mótmæla og segja að boltinn hafi ekki verið kominn inn fyrir marklínuna, en dómarinn heldur fast við það, sem hann hefur dæmt og stillir boltahum á miðpunkt vallarins. K.R.-ingar virðast kunna þessu illa og ganga allir í hóp út af vellinum, en fólkið æpir á þá. Á síðustu stundu hættu þeir við þetta tiltæki sitt og hófu leik að nýju. Það sem eftir var leiksins var tæplega hægt að segja að væri knattspyrna svo æstir voru leikmenn (þó einkum K. R.-ingar) í skapi og ruddalegir í leik sínum. Hjer skal ekki dæmt um það, hvort umrætt mark, sem Vík- ing var dæmt, var mark eða ekki, hins vegar er umrætt til- tæki K.R.-inga og öll framkoma þeirra í leiknum vægast sagt óíþróttamannsleg og hin aum- asta í alla staði. Guðmundur Sigurðsson dæmdi þennan leik og gerði það mjög ljelega, og má kenna honum að nokkru leyti um það, hversu þessi leikur var einstakur að endemum í íslenskri knatt- spyrnu. V. — Bílabíó t Framh. af bls. 5. brigði. Eitt er víst, að útbreiðsla þeirra nú er mikil, því að í öll- um Bandaríkjunum eru 5000 bílabíó starfandi eða í bygg- ingu. Þau eru í 35 af 48 ríkj- um Bandaríkjanna. Því hefur verið haldið fram, að bílabíóin sjeu helst fyrir heitt og þurt loftslag, og að vísu er það svo, að þau eru vinsæl í Suðurríkj- unum og Kaliforníu, en samt eru þó þau tvö ríki, sem hafa- flest bílabíó, Massaschusetts og Ohio í Norðurríkjunum. Framh. af bls. 7. sænskan handknattleiksþjálf- ara, Karl Erik Nilsson. Staðfest fslandsmet í sundi. 3x50 m. boðsund kvenna 2:01,7 mín. Glímufjel. Ármann, sett 27/4 1948. 400 m. bringusund 5:52,7 mín. Sigurður Jónsson (HSÞ), sett 27/4 1948. 100 m. skriðsund 1:00,8 mín. Ari Guðmundsson (Ægir), sett 27/4 1948. 50 m. baksund 44,6 sek. Anna Ólafsdóttir (Á), sett 27/4 1948. 3x100 metra boðsund karla 3:47,8 mín. íþróttafjel. Reykja- víkur, sett 28/4 1948. 50 m. bringusund 33,5 sek. Sigurður Jónsson (KR), sett 28/4 1948. 50 m. skriðsund 33,8 sek. Kol- brún Ólafsdóttir (Á), sétt 29/4 1948. 100 m. skriðsund 1:17,6 mín. Koíbrún Ólafsdóttir (Á), sett 29/4 1948. 200 m. skriðsund 2:23,2 mín. Ari Guðmundsson (Ægir), sett 29/4 1948. 400 m. baksund 6:09,2 mín. Ari Guðmundsson (Ægir), sett 29/4 1948. 200 m. bringusund 2:46,7, mín. Sigurður Jónsson (HSÞ), sett 29/4 1948. 100 m. baksund 1:32,6 mín. Kolbrún Ólafsdóttir (Á), sett 27/4 1948. Landsdómarar í glímu Þessir menn hafa verið stað- festir sem landsdómarar í glímu Kristmundur Sigurðsson, Rvík., Þorsteinn Kristjánsson, Reykja- vík og Sigurður Ingason, Rvík. Rússar handtaka Bandaríkja- mann. BERLÍN — Rússar handtóku ný lega dr. H. L. Franklin, einn af embættismönnum bandarísku hernámsstjórnarinnar í Þýska- andi. Franklin var sleppt 16 klst. seinna. Laxveiði Nokkrir dagar til leigu í Haukadalsá í Dölum. Upplýs- ingar í síma 110, Akranesi eftir kl. 8 e.h. X-9 IMornims how vou euv$ COMINð 0N TlfE, JU5T L!KE P0WNT0WN, £ V 5L1CK! V'KNOWj Tril-5 C0ULD DEVEL0P INTO A BI6 THlNöJ 9U1TE A J DEMAND F0R CAR5 THE$E DAV$! 1 ri£ht$ r«cxYcd.4 Morguninn eftii . Gullaldin: Hvemig gengur piltar? Maðurinn. Prýðilega — jeg vann ekki á rriálarastofu fyrir ekki neitt. Gullaldin: Fallegir finst ykkur ekki ? Það er mikil eftirspurn eftir bílum þessa dagana. E£PEClALLV NEvy 0NE$! HAW/ THE RlöHT PEOPLE’LL PAV THREE 6RAND P0R ö 0NE 0F THE^E DETROIT D0NKEV£> Eitlr Roberl Slorm T DON'T FORSET TO PUT 60ME A1ÍLEA6E 0N THE $PEEDOMETER! DON'T VJANT THEM TO L00K AN Aí$EM5LV ^UREIWE'LL MUDPV ^ 'EM UPAD1T,T00! ALL V0U Q0TTA DO 1$ Rlö UP THE ÖALE9 I Maðurinn: Sjerstaklega nýjum. Sumir vilja borga alt að 3 þús. fyrir þessa vagna. Gullaldin: Mundu að setja nokkrar mílur á mælirinn, við getum ekki látið þá líta út eins og atveg ur verksmiðjunni, Maðurinn: Alt í lagi. Við skítum þá líka dálítið út, Alt sem þú þarft að gera er að finna kaupendur. > m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.