Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1948, Blaðsíða 1
16 siður 85. árgangur 132. tbl. — Laugardagur 5. júní 1948. Isafoldarprentsmiðja h.f. Palestína: Vopnahljestilraunir halda áfram Bernadoite greifi vongóður Kairo í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaösins frá Reuter. BERNADOTTE greifi er nú kominn aftur hingað til Kairo eftir áð hafa rætt við leiðtoga bæði Araba og Gyðinga. Enn hefur ekki tckist að komast að samkomulagi um skilyrði þau, sem Arabar og Gyðingar setja hvorir um sig fyrir vopna’nljei ög er pví megin vandarnálið cnn óleyst. Vopnajilje getur því ekki orðið í Palestínu eins fljótt og vonað var. En Bernadotte greifi kvaðst sarnt sem áður vongóour og sagði aö engin ástæða væri til þess að örvænta um, að vopnahljc kæmist á. Vonlaust verk ' Til þessa hafa samningar að- allega strandað á því, að Arab- ar þverneita að fallast á að inn- flutningur Gyðinga til Pale- stínu verði leyfður meðan á vopnahljeinu stendur. — Þeir §egja, að Gyðingar ætli að nota aðstöðu sína til þess að flytja inn í landið vopnfæra menn, vistir og hergöng og krefjast þess að strangur vörður verði hafður við strendur landsins. Gyðingar segjast ekki semja, nema Israel verði viðurkennt sem sjálfstætt ríki og Arabar neita að semja nema Palestína verði öll eitt ríki. — Ef vopna- hlje næst, verður það hlutverk Bernadotte að reyna að koma á samkomulagi. — Fróðir menn telja það voniausasta verk, sem nokkur maður hafi tekist á hendur. Ber ekki saman Frá Nevv York kemur sú fregn, að Gyðingar hafi her- tekið borgina Jenim, á umráða- svæði Araba í Mið-Palestínu, rjorðan við Jerúsalem. Árabar spgjast aftur á móti hafa hrundiö árás Gyðinga á borg- ina. Segja þeir að a.m.k. 500 Gyðingar hafi íallið þaf í bar- dögum. — Gyðingar gerðu í dag árás á gamla borgarhlut- ann í Jerúsalem, þá fyrstu í 48 klst. Arabar segja, að þeim hafi tekist að eyðileggja nokkrar kirkjur í árásinni. Frjettir scint í gærkvöldi. ; Yfirstjórn Arabaherdeildar- innar hefur gefið út tilkynn- ingu um skothríðina í Jerúsal em í dag, en vopnahljeð þar var rofið af Gyðingum eftir 48 klst. hlje. Segir yfirstjórnin, að hún hafi gefið hersveitum sínum skipun um að skjóta ekki á Gyðingahverfin nema að skotið væri á þær af Gyðingum. í dag hófu Gyðingar svo að varpa sprengjum úr sprengju- vörpum sínum og fjellu sprengj ur á grísk-kaþólsku kirkjuna í borginni, og kom stórt gat á hvelfingu kirkjunnar. Kom sprengja niður framan við altar ið, sprakk þar og særði fólk, sem leitað hafði í kirkjuna. Þá komu sprengjur einnig niður Framh. á bls. 2. ínni i Ewépu Washington í gærkvöldi. MARSHALL utanríkisráðherra, ! ræddi í dag við blaðamenn um tillö^u fjárveitinganefndar full trúadeildar Bandaríkjanþings, þess efnis að Marshall-hjálpin yrði skorin niður um allt að 20%. Hann mælti eindregið á móti tillögunni og sagði, að ef ; hún næði fram að ganga þá ' mynai Marshall-aðstoðin ekki ] ná tilgangi sínum og það kynni ] að hafa alvarlegar pólitískar af leiðingar í för með sj’er í Vest- ur-Evrópu, ef aðstoðin yrði lækkuð. — Tillaga þessi heíir valdið miklum deilum í aBnda- ríkjunum og enn er óvíst hvort hún muni ná fram að ganga. — Reuter. r Urslit í kosningum í Nýfundnalandl. St. Johns í gærdag. ÚRSLITIN í kosningunum,. sem fram fóru í Nýfundnalandi um stöðu landsins eru nú orð- in kunn í aðalatriðum. Virðast þær hafa farið svo, að ekki verið hjá því komist að halda aðrar kosr.ingar, því að engin tillaga hefur fengið til- skilinn meirihluta eða 51 af hundraði. Greidd voru atkvæði um þrjár tillögur. 1) að halda áfram sama stjórnskipulagi og hefur verið undanfarin ár, þ. e. að Bretland hafi hönd í bagga með stjórninni. 2) að Nýfundnaland verði sjálfstætt samveldisríki og 3) að landið sameinist Kan ada. Fyrsta tillagan hefur fengið fæst atkvæði, svo að næst verð ur þjóðaratkvæðagreiðsla um hinar .tvær tillögurnar. ---Reuter. Truman flytur ræðu í Chicago 800 þúsund flóttamenn frd Austur Evrópu ........ Kommúnisminn getur ekki keppt við rjett- látt lýðræði New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TRUMAN Bandaríkjaforseti hjelt ræðu í dag í Chicago. Kom hann víða við, en athyglisverðast var það, sem hann sagði um útbreiðslu kommúnistaflokkanna í heiminum. Ræddi hann þar lagafrumvarp það, sem legið hefur fyrir á Bandaríkjaþingi um að það beri að banna kommúnistaflokkinn í Bandaríkjunum. — Gagnrýndi hann þetta lagafrumvarp mjög og ságði: Það er ekki hægt að útrýma kommúnismanum með því að banna hann. -—- Rjetta leiðin til að sigra hann er að sýna, að lýðræðið, ’sje það þjóðskipulag, sem veitir þjóðunum best lífsskilyrði. Kuusineii-nafnið gieymist víst aidrei, enda er það, ásamt Quisl- ingsnafnbótinni, almení notað um föðurlandssvikara. Hjer er ein úr Kuusinenfjölskyldunni — j Hertta Kuusinen Leino, sem f jekk l ráðherraembætti, án sjerstaks ! ráðuneytis, efí ir að manni henn- ar hafði verið vikið úr embætti innanríkisráðherrans. 4,500,000 hús eyðilögð. a GENF -— Samkvæmt skýrslum, sem efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur aflað sjer, eyði- lögðust 4,500,000 hús í Evrópu á styrjaldarárunum. Mestar urðu skemmdirnar í Póllandi pg Grikk iandi. Róm í gær. VERKFALI.AALDA breiðist nú út um Italíu. Hófust þau fyrir nokkrurti dögum, en virt ust ekki stórvægileg. Hinsvegar hafa þau nú farið í aukana, eink um í iðnaðarhjeruðunum á N,- Ítalíu, svo sem í borgunum Mílanó, Bologna og Parma, þar sem kommúnistar ráða í verk- lýðsfjelögunum. Hefur komið til óeirða og 14. menn þar af 5 lögregluþjónai meiðst. 80% ungra Þjóðverja býst við nýrri styrjöld Berlín. Frá frjettaritara Reuters. SAMKVÆMT skoðanakönnun sem fram hefur verið látin fara meðal stúdenta og nemenda í unglingaskólum í Suður-Þýska- landi, er 80 prósent þýsks æskufólks þeirrar skoðunar, að það sje að draga til nýrrar styrjaldar. Sjötíu og stx prósent stúd- enta yfir tvítugt svöruðu jétandi, er lögð var fyrir þá spurningin: ,,Álítur þú, að til nýrrar styrjaldar komi?“ og prósenttala þeirra unglinga á aldrinum 14 til 20 ára, sem spurðir voru og svöruðu játandi, reyndist nákvæmlega 80. Bensínskömmtun hætt LONDON — Bensínskömmtun til einkabílstjóra í Bretlandi hefur verið hætt. Lítill munur á stúlkum Qg piltum Næstum enginn munur var á svörum pilta og stúlkna — en mjög mikill munur á svörum þeirra, sem höfðu tekið þátt i síðasta stríði, og hinna, sem þar höfðu lítið eða ekkert komið við sögu. Þeir, sem gegnt höfðu her- þjónustu, orðið fyrir sprengju- árásum eða misst nána ættingja í stríðinu, voru því nær allir sam mála um, að ný styrjöld mundi bráðlega skella yfir. Þeir, sem voru bjartsýnir á friðinn, höfðu þvínær allir aðeins verið áhorf- endur að síðustu styrjöld. Tjón eða hagnaður Mikill meirihluti þeirra, sem spurðir voru, gcrðu ráð fyrir því að ný styrjöid mundi aðeins skaða Þýskaland. En fjórtán prósent af unglingaskólabörnun- um og sjö prósent stúdenta leit svo á, að Þýskaland gæti hagn- ast af nýju stríði. "®FIóttamenn frá Austur-Evrópu Truman, sagði, að það væri svívirðilegt, að nú þremur ár- um eftir sigurinn í Evrópu væri enn 800,000 manns í Evrópu, sem hefðu flúið frá föðurlandi sínu og ættu hvergi höfði að halla. Þetta fólk hefst við í flótta- mannabúðum í Vestur-Þýska- landi, Austurríki og á Italíu. Þetta fólk berst fyrir lýðræðinu og það er ástæðan fyrir því, að það getur ekki snúið heim til ættlands síns. Það er and- kommúnistar og kemur frá Estlandi, Lettlandi, Lithauen, Póllandi, Ukrainu og Júgó- slavíu. Við vitum öll, sagði for- setinn, hvers vegna andkomm- únistar þora ekki að snúa heim. Truman kvaðst hafa í undir- búningi frumvarp um, að Bandaríkin leyfðu innflutning minnsta kosti einhvers hlúta þessa fólks. Frelsi og framtak Næst kom Truman að mis- muninum á austrinu og vestr- inu. Hann sagði: Frelsi og frám tak eru fremstu ímyndir hins vestræna lýðræðis. Við, Banda- ríkjamenn munum aldrei líta á það sem fjarlægar hugmyndir, heldur verður það í nálægð okkar hvern dag. Ekki að banna kommúnistaflokka Þá sagði Truman. — Banda- ríkjamenn hafa orðið fyrir árás um allra kommúnistaflokka heimsins fyrir að verja þá , sem er öllum frjálsum mönn í 'heilagt. Nú vijja nokkrir fv . - trúar gera þær gagnráðstafai • að banna kommúnistafloL.: Bandaríkjanna. . Jeg held að slíkar ætlanir skjóti fram hjá markinu. Það er ekki hægt að stöðva útbreiðslu Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.