Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 9
Karl Kristjánsson, alþingismaður: „Það er eitt sem oss bind- ur - að elska vort landy/ Snemma á þessari öld kvað þjóðskáldið Einar Benediktsson: ,JÞað er eitt, sem oss bindur, — að elska vort land, fyrir ofan aUt stríð“------ Skáldið mælti fyrir munn ís- : lenzku þjóðarinnar þá. Skyldi ekki vera almennt hugsað svona á íslandi enn? Ég hygg, að enginn efi sé á því, að flestir hugsi þannig að , minnsta kosti, þegar mikið ligg- ur við, ef þeir gá sín fyrir of- metnaði, hégómaskap, kappgirni eða nærsýnni flokkshyggju. Eins og ná standa sakir hjá þjóðinni, er full þörf á því, að menn veki þessa hugsun og taki höndum saman, til þess að koma efnahagsmálum þjóðarinnar þannig fyrir, að sem flestir geti unað þeim og haft ástæðu til að bera ekki kvíðboga fyrir þeim í nánustu framtíð. Það þarf að koma í veg fyrir að eins fari með efnahagslífið og veiðiskip, sem sekkur fyrir misvægishleðslu. Hin svonefnda ,viðreisn‘ er mát. Ekki dettur mér í hug að halda því fram, að þeir, sem fyrir „við- reisnarstefnunni" standa, hafi viljandi stofnað til óefnis þess, sem í er nú komið af hennar völdum. Auðvitað fóru þeir sjálf- ir af stað í góðri trú á að vel mundi farnast, þó að markmið- in sum væru hins vegar fráleit fyrir hag almennings, — og ein- hverjir þeirra hafi vitað það, en talið annað skipta meira máli. Aflagóðærin miklu drógu úr og frestuðu því, sem fram hlaut að koma. Meira ekki. Nú dylst fáum niðurstaffari. Góðu markmiðin náðust fá. Eða hver er ánægður með árang- urinn? Ekki virðast þingmenn stjórn- arflokkanna vera það, þó að þeir harki nokkuð af sér á Alþingi og mannamótum. Ekki blaðamenn stjórnarflokk anna, því þó að þeir skrifi af húsbóndahollustu, þá slær út í fyrir þeim við og við, af því að sannfæringuna vantar. Ekki eru aðalatvinnustéttirnar ánægðar: bændurnir, útgerðar- mennirnir, sjómennirnir, iðnað- armennirnir, verkamennirnir, — það er öðru nær. Ekki er ánægjuhljóð í þeim, sem annast daglegu innkaupin á náuðsynjum heimilanna. Ekki er sá, sem þarf að koma sér upp íbúð, hamingjusamur. Ekki er sparifjáreigandinn glaður yfir verðrýmun innstæðu sinnar. Er þá enginn ánægður? Jú, braskarar eru ánægðir. Verffbólg an er þeirra stríðaldi góðhestur. (Braskara kalla ég auðvitað ekki þá kaupsýslumenn, sem veita heilbrigða þjónustu. Þeir eru heldur ekki ánægðir). Kaupstaða búar kannast t. d. vel við húsa braskarana, sem græða á verð- bólgunni. Skortir menn föt og fæffi? Er atyinnuleysi? Þannig spyr einstaka þrákálf- ur. Nei. — En það er ekki nóg. Skipulagslaus atvinnumál draga yinnuaflið frá undirstöðuatvinnu vegunum. Framundan eru öng- pveitishorfur. Þess ber að gæta að kunnátta og tækni og margháttaðar að- stöðubætur gera það að verk- um, að ekki er heilbrigt, ef hag- urinn fer ekki stórlega batnandi. „Mönnunum munar afturábak" — miðað við umhverfi og að- stöðu, — ef þeir „standa í stað.“ Það er hið mikla ásökunarefni á hendur hinni rangnefndu „við reisn“, að góðærin í hennar tíð hafa að miklu leyti farið í að mæta mistökum hennar, svo ekki hefir áfram miðað. Hún hefir „týnt í tímans haf“ dýr- mætum hagsbóta-tækifærum fyrir þjóðinni — og mishlaðið þjóðarskútuna. Þaff er gengiff á ísi, sem svíkur meff vorinu. Dýrtíðin spinnur sig upp dag frá degi. Verkalýðsstéttirnar hafa kjör sín óbundin samning- um eftir að kemur fi-am í maí og júní. Starfsmenn ríkis og bæja hafa áskilið sér ré.tt til launahækkunar hvenær sem al- mennt kaup hækkar. Verð á af- urðum bænda á að fylgjast með. Kjör sjómanna koma til endur- skoðunar fyrir síldarvertíðina í sumar. Undir fótum er flugháll ísinn og veikur. Af honum þarf, sem allra fyrst að komast. Hvaff gerir ríkisstjórnin? Þannig spyrja menn almennt þessa dagana? Sú spurning er yfirleitt kuldalega sögð, — úr hvaða stjórnmálaflokki, sem spyrjandinn er. Ríkisstjórnin virðist hafa fárra tiltrú (því þó að braskararnir ráði miklu, þá eru þeir ekki mikill hundraðs- hluti þjóðarinnar). Menn búast ekki við snillitökum af stjórn- inni. Hún er á sínum 4—5 ára stjórnarferli búin að sýna hverju hún hefir að tjalda. Það eru: gengisfellingar, söluskattar, vaxtaokur, lánsfjárkreppa, spari fjárfrysting, kaupmáttarskerff- ing, kaupbinding — — — Meirihlutinn viff kosningamar 1963. Stjórnarflokkarnir fengu meiri hluta við kosningarnar í vor, sem leið. Lítinn meirihluta, en meirihluta samt. Ríkisstjórnin vitnar oft í það, að hún, og stefna sín hafi með þessu hlot- ið traust þjóðarinnar. En þessi litli meirihluti henn- ar við kosningarnar sannar ekk ert um tiltrú hennar nú. Margt ófagurt er þessa mán- uðina sagt um þá vesalings ó- reiðumenn, sem berir hafa orðið að því að svíkja út fé á ávís- anir, sem engin innstæða hefir reynzt fyrir. í líkingu talað gaf stjórnin út á „viðreisnina“ og sig í kosning- unum frásagna- og loforðaávís- anir, sem komið hefir síðan í Ijós, að ekki var innstæða fyrir. Ekki skal sakast um orffinn hlut. Rétt er að verja ekki miklu tii að sakast um það, sem illa hef- ir til tekizt á undanförnum ár- um, eri snúa sér að því, sem fyrst og fremst ber að gera á líðandi stund. Og þá kemur að því, sem Einar Benediktsson sagði: „Það er eitt sem oss bind ur,“ — sameiginleg ást til ættar 1 landsins og þjóðarinnar. Þetta ber að setja ofar öllu flokkastríði, — sem vissulesga get ur þó oft átt rétt á sér —, en leita sameiginlegra úrræða í miklum vanda, sem heimskulegt er að viðurkenna ekki að fyrir dyrum sé. Ummæli stjórnarliffsins og játningar. Sitthvað segir ríkisstjórnin um þessar mundir og þeir, er hana styðja, sem gefur til kynna, að henni og ýmsum þar sé orð- ið ljóst, að hún gangi á of mjó- um fótum. Forsætisráðherrann talaði — að því, er virtist með miklum alvöruþunga — um nauðsyn frið ar og samstarfs, þegar hann reif- aði á Alþingi fyrir stuttu sem neyðarúrræði til bráðabirgða hið óvinsæla frumvarp til laga um hækkun söluskatts. í blaði fjármálaráðherrans, Vísi, var 5. þ. m. fyrirsögn aðal- leiðara: „Samstarf er allt sem þarf“ þar er kvartað yfir sund- urlyndinu orðrétt eftir haft: „í þessu litla þjóðfélagi þar sem allir ættu að vinna saman að lausn vandamálanna. Og árangurinn af sundurlyndinu er sá, að erfiðleikarnir, sem viff erum að berjast við eru að mestu sjálfskaprvíti." Síðustu orð leiðarans eru: „Og enn er það ekki of seint.“ Flokksstjórnarfundur Alþýðu- flokksins, haldinn 1.—3. þ. m. ályktaði á þessa leið: „Nauðsynlegt er að ríkisstjórn in hafi forystu um víðtækt samstarf launastétta, bænda, • atvinnurekenda og hins opin- bera um ráðstafanir til að forða þjóðinni frá óðaverð- bólgu og gengishruni.“ Játningarnar um óhæfuástand ið eru skýrar — og einnig játn- ingar um brýna þörf fyrir sam- starf út fyrir stjórnarflokkana. En hvað sýnir sig um sam- starfsviljann, þegar á reynir? „Fróffárpaura varff felmt og meint hann fór í gegnum sig sjáfan“. Framsóknarflokkurinn flutti i sambandi við „neyðarúræðið", söiuskattshækkunarfrumvarpið, tillögu um samstarf allra flokka til að reyna að leysa efnahags- málavandann: skipun þingnefnd ar, tveggja þingmanna frá hverj um flokki. Þá varð stjórnarflokkunum „felmt“, — „skolti brugffiff á sniff“, — farið „í gegnum sig sjálf an“, — öfug tilþrif gerð, svo KARL KRISTJÁNSSON „hnéskelin vatzt á kálfann", — eins og Einar Benediktsson lýsti viðbrögðúm Frijðárhirðarinnar. „ef orffuff var hugsun einlægt og hreint.“ Tillagan var felld hið skjót- asta með öllum atkvæðum stjórn arflokkanna. Hvað segir þjóðin um svona vinnubrögð? Öll stjórnarandstaðan greiddi atkvæði með tillögunni og bauð þannig samstarfið. Stjórnarblöðin reyndu að af- saka þinglið sitt með því, að Framsóknarmenn hefðu flutt til löguna, af því að fyrir þeím vekti Framhald é 15 siðu O Sinfóníu- tónleikar Niundu tónleikar Sinfón- íuhltómsveitar íslands fóru fram , samkomuhúsi Háskól- ans þ. 6. febrúar s. 1. Að þesu sinni var stjórnandi hinn velkunni Olav Kielland, og fiðlueinleikari Einar G. Sveinbjörnsson. Karneval í París op. 9 eftir norska tónskáldið Johan Svendsen, er verk sem fellur og stendur með góðri túlkun, og gerði stjórnandinn það áð reglulegum „karnevals“ heimi úr litlu efni, spannst þarna heilt ævintýri. Jean Sibelius, samdi aðeins einn fiðlukonsert, eins og svo margir aðrir fyrri meistarar og í okkar konsertsölum heyr- ist hann örsjaldan. Einar G. Sveinbjörnsson\ hefir svo sannarlega ekki dreg ið af sér við undirbúning og túlkun þessa níðþunga verks. Frá upphafi hafði h'ann gott vald á sínu verkefní bæðj hvað bogatækni, tón og tján ingu snerti. Sá innri geigur, sem óhjá- kvæmilega og oftast fylgir hverjum einieikara, hindraði ekki þá jafngóðu heildar- mynd, sem Einar dró upp af verkinu. Samleikur hans og hljómsveitarinnar var mjög viðfeldin. Einar er nú í hópi þeirra fiðluleikara okkar sem hér eftir verða gerðar til mikl ar kröfur, þar eð hann hefir reynzt fullkomlega þeim vanda vaxinn sem honum til þessa hefir verið falinn. Þeg- ar Olav Kielland þjálfaði Sin- fóníuhljómsveitina á hennar alfyrstu árum, voru verkefn- um, eðlilega takmörk sett. í fyrsta sinni, sem sinfónía eftir J. Brahms var flutt hér undir hans stjórn, var raun verulega ráðizt í stórvirki, sem fáir aðrir en Kielland hefðu leyst betur. Sú er þetta ritar minnist þess, hvernig hann jós af sínum ótæmandi þrótti, og fékk okkar fá- mennu sveit, til að hljóma eins og hundrað manna hljóm sveit. Þessara sömu tilfinn- inga gætti, þegar hann stjórn aði sinfóníu nr. 2 í Ö-dúr eft ir Brahms. Sá kraftur sem hann á í fórum sínum, líktist heízt eldgosi og þótt stund- um kunni að virðast svo sem jaðri við það mögulega held- ur Kielland fast við allt, en málar þó sterkum og þykk- um litum. Er ekki þakkarvert, á okk- ar vélrænu tímum, þar sem lífið renur orðið eins og á færibandi að geta á einni kvöldstund, notið svo jötun- elfdra tilfinninga, sem stjórn- andi og hljómsveit sýndu að þessu sinni. Musioa Nova Á vegum Musica Nova hélt Dorianblásarakvintettinn tón leika í Súlnasal Hótel Sögu þ. 10. febrúar s. 1. Kvintettinn er skipaður fimm ungum amerískum lista mönnum, eða þannig: Jane Taylor, fagott, Charles Kusk- in, óbó, John Perras, flauta, William Lewis, klarinett og William Brocon, horn. Hver einstakur meðlimur i þessum hópi, er þroskaður og fágaður listamaður og saman lagt mynda þau heild hinna hárfínustu blæbrigða, sem spannar vítt registur. Aðaluppistaða efnisskrár- innar voru verk nútíma tón skálda, þótt þeir alyngstu væru ekki með að þessu sinni. voru nokkur verkanna svo til nýsamin. í heild var efn- isskráin, skemmtilega breyti leg innbyrðis. Má þar nefna höfunda svo sem Gunther Schuller, Volfgang Fortner og Hindemith, svo og Villa-Lab os ásamt Elliot Carter, sem átti þarna hugmyndaríka „Etiides og Fantasíu." Öll var spilamennska þeirra fimmenninganna fágæt að gæðum og smekkvísi, og allur flutningur verkanna túlkaður með miklum ágætum. Eiga þeir forystumenn Musica Nova, sem að því stóðu, að fá þennan kvintett hingað. þakkir skildar. Hljóðfæraskip an 'sem þessi, skapar vissan trúnað milli hlustanda, flytj enda, og myndaði það á þess um tónleikum óvenjulega skemmtilegt andrúmsloft. Unnur Arnórsdóttir. 'í f M I N N , laugardaginrt 1J. febrúar 1964 — a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.