Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR, 14. febrúar. NTB-Moskva. - Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, sagði í dag, að kommúnistar skyldu athuga þann árangur, sem landbúnaðarrannsóknir hafa sýnt í auðvaldsríkjunum, ) og notfæra sér það í eigin land- búnaði. NTB-Dallas. — Mál Jaek Ru- bys, þess, sem myrti Lee. H. Oswald, grunaðan- banamann Kennedys forseta, verður tekið fyrir í réttinum í Dallas kl. 8 (ísl. tími) á mánudagsmorgun- inn. NTB-Nicosia. — Makarios, for seti Kýpur, ætlar að láta taka Kýpurmálið fyrir í Öryggisráði SÞ. NTB-Ankara. — Höfnin í Is- kanderun í S.-Tyrklandi hefur verið gerð að herskipalægi, og fótgönguliðið þar er reiðubúið til bardaga, að því er áreiðan- legar heimildir herma í dag. I NTB-Addis Abeba- — Sómal- ir hertóku eþíónska borgarstjór ann í Ferfer, um 400 km norð- an Mogadishu. Eþíópskir sendi- ráðsstarfsmenn í Mogadshu voru handteknir í dag. NTB-Helsingfors. — Finnska þjóðþingið felldi í dag van- trauststiliögu kommúnistanna með 74 atkvæðum gegn 59. NTB-Geneve. — Miklar líkur eru fyrir þvL að Alþjóðlega vinnustofnunin (ILO) reki S.- Afríku úr samtökunum. Greitt verður atkvæði um lagabreyt- ingu, sem heimilar slíkan brott rekstur, á morgun. NTB-StQkkhólmi. — Opnað var í dag sjúkrahús í Stokk- hólmi fyrir þá, sem vilja hætta að reykja. Er þetta þriðja slíkt sjúkrahús í Svíþjóð. ,,Sjúkling- arnir“ dveljast þar venjulega í 10 daga. NTB-Bonn. — V.-þýzka rikis- stjórnin, og borgarstjórnin í V,- Berlín, hafa neitað tilboði a,- þýzku stjórnarinnar um, að v- Berlínarbúar fái að heimsækja ættingja og vini í A.-Berlín á sama hátt og var um síðustu jól. NTB-Saigon. — Nugyen Khanh, hinn nýi leiðtogi í S. Vietnam hefur bannað komm- únisma og hlutleysisstefnu í landinu, og sagði, að allir, sem boði hlutleysi, séu vinir kom- múnista o.g hættulegir þjóðar- örygginu. NTB-Moskva. — Kýr ein á samyrkjubúi í Sovétríkjunum fæddi nýlega fjóra kálfa, sem samtals vógu 70 kíló. NTB-Mexicoborg. — Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, mun hitta Adogfo Lopez Mateos forseta Mexico, í Palm Spring í Kaliforníu dagana 21. og 22. febrúar n. k. FUNDUR NORÐURLANDARÁDS SETTUR í STOKKHÓLMt í DAG Bókmenntaverðlaunin afhent í dag - 52 tillögur verða teknar til umræðu Ljóst er nú orðið, að aðalmálin, sem rædd verða á fundi Norðurlandaráðs á laugardag og sunnudag, verður áætl- unin um að gera Norðurlönd öll að svæði án kjarnorku- vopna og Suður-Afríkumálið. Markaðsvandamálin munu þó verða stærsta og viðamesta umræðuefni Norðurlandaráðs að þessu sinni, og mun Gunnar Lange, verzlunarmálaráð- herra Svía, hafa framsögu um það mál. Per Hækkerup, utanríkisráð- herra Dana, hefur tilkynnt, að hann muni ræða Suður-Afríku- málið, og Aksel Larsen formað- ur danskra þjóðarsósíalista, mun fyrst og fremst gera grein fyrir tillögu sinni um, að Norðurlönd verði gerð að svæði án kjarn- orkuvopna. Formaður í utanríkis málanefnd norska Stórþingsins, Finn Moe frá Jafnaðarmannafl., mun einnig taka þátt í þesusm umræðum. 12. fundur Norðurlandaráðs hefst í húsi sænska þjóðþings- ins, Ríkisdeginum, kl. 9 í fyrra- málið (laugardag). Hinn hátíð- iegi þáttur setningarinnar verður afhending bókmenntaverðlauna ráðsins, sem er 50.000 danskar krónur, en að þessu sinni fær ÍSLAND I BBC Á morgun, sunnudag, verður fluttur þáttur um ísland í Home Service deild brezka útvarpsins BBC. Þáttur þessi heitir: „Talking of Iceland“ og hefst hann klukk- an 15,25 eftir íslenzkum tíma og tekur 35 mínútur. Þátt þennan tók Bridgson nokkur saman, er var á ferð hér í sumar. í þætt- inum koma m. a. fram Helga Kal- man sendiráðsritari, Barbara Árna son listamaður, Gunnlaugur Pét- ursson borgarritari, Björn Björns- son kaupmaður, Kristján Karls- son, rithöfundur, Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi og Gunnar Schram ritstjóri. norski höfundurinn Tarjei Ves- aas þau. Sænski þingmaðurinn, prófessor Bertil Ohlin, sem verð ur forseti fundarins, mun flytja setningarræðuna. Fundur stjórnarnefndar Norð- urlandaráðs var haldin í dag til þess að athuga dagskrá fundar- ins. Alls hafa borizt 49 tillög- ur frá hinum ýmsu fulltrúum þrjár tillögur frá ríkisstjórnum, og fjöldi tilkynninga og skýrslna eru á dagskrá fundarins. Til dæmis mun fiskveiðilögsögumál- ið rætt á fundinum, og verða fiskimálaráðherrar allra Norður- landanna viðstaddir. Er búizt við að þetta mál verði rækilega rætt áður en það verður tekið fyrir á þriðju fiskimálaráðstefnunni í London 26. febrúar n.k. Einnig mun mikið rætt um menningar- mál, og er þriðjudagurinn ætl- aður til þess. Eins og venjulega, þá verður mikið um samkvæmi, og verða fulltrúarnir uppteknir svo að segja hvert einasta kvöld. Svíar hafa líka tekið afleiðingunum af því. Þeir telja nefnilega ómögu- legt, að þær konur, sem mæta á fundinum, hafi nokkurn tíma til þess að fara eitthvert út í borgina til þess að fá sér lagn- ingu, og hafa þess vegna sett á fót eigin hárgreiðslustofu í þing húsinu, og er það í fyrsta skipti í sögu Ríkisdagsins. Við lok fundarins, þ.e. næst komandi föstudag, munu íslenzku fultlrúarnir bjóðast til þess að halda ntesta fund Norðurlanda- ráðs í Reykjavík, en sá fundur verður í febrúar 1965. Norðurlandsbor kominn til Eyja AA-Vestmannaeyjum, 14. febr. Norðurlandsborinn kom til Vest mannaeyjá í morgun með vitaskip inu Árvak, og verður lokið við uppsetningu Iians eftir 10 daga. Bornum fylgja 10 menn og 2 ráðs- Unglingaklúbbur F.U.F, FÉLAGSSKÍRTEINI eru afhent I Tjarnargötu 26 frá kl. 17—18 alla vlrka daga. Ynqri deild: Bingó og dans laugardaginn 15. febrúar kl. 20. Eldri deild: Dansleikur i Glaumbæ miðvikudag inn 19. febrúar og hefst hann kl. 20,30. FRAMHFRJ! FUNDUR í FRAMHERJA, félagi launþega, verður á sunnudaginn 16. febrúar kl. 2,30 að Tjarnargötu 26. Forsetl Alþýðusambands íslands mæt Ir á fundinum og svarar fyrirspurn- um. — Stjórnin. konur, og mun þessi flokkur nú koma sér upp búðum í Eyjum, því hann hefur meðferðis skúra til íbúðar. Verkstjórinn er ,Dag. bjartur Sigursteinsson. Árvakur kom í morgun með Norðurlandsborinn til Eyja, og byrjað er að flytja tæki og annað honum fylgjandi í land. Tíu manna flokkur mun vinna við borinn bæði dag og nótt. Fimm mannanna eru frá Reykjavík, en 5 eru að norðan. Reiknað er með, að borinn verði kominn upp eftir 10 daga, og það verður byrjað að bora eft- ir neyzluvatni handa' Vestmanna- eyingum. Fyrst verður borað und- ir Hlíðarbrekkum, en síðan inni í Herjólfsdal. síldTn KJ-Reykjavík, 14. febrúar Þungur sjór var á síldarmiðun- um í gær og íram á nótt, en er líða tók á nóttina fór veðrið batn andi og fengu 10 skip 7950 tunnur af síld. Tveir bátar fengu loðnu, jæir Árni Magnússon með 600 t. og Ófeigur II. með 350 tunnur. Sovét vill hmd með Nossenko NTB-Moskvu og Washington, 14. febrúar. Bandaríska utanríkisráðu neytið tilkynnti í dag, að Juri Nossenko, sovézki af- vopnunarfræðingurinn, er beðizt hefur hælis sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum, muni inn- an skamms eiga fund með sovézkum yfirvöldum. — Nossenko, sem nú er stadd ur í Bandaríkjunum, hef- ur samþykkt þetta, og munu bandarískir fulltrúar vera viðstaddir viðræðurn- ar. Jafnframt var tiikynnt í Moskvu, að bandaríski sendi- herrann, Foy Kohler, hafi ver- ið kallaður á fund Gromykos utanríkisráðherra, og ræddu þeir Nossenko-málið. Ekki er vitað, hvað þeim fór á milli, en sagt er, að fundurinn hafi verið mjög alvarlegs eðlis. — Franska fréttastofan AFP seg- ir, að Sovétstjórnin íhugi nú að kalla heim sendinefnd sína á afvopnunarráðstefnunni í Genf og að hún hafi sent Bandaríkjunum harðorð mót- mæli, þar sem sagt er, að Noss- enko hafi verið rænt. Aðalfulltrúi Sovétríkjanna í Genf, Semjon Zarapkin sagði í dag, að ríkisstjóm sín hefði ekki skipað sér að koma heim. Bandaríkjamenn leggja áherzlu á, að Nossenko hafi ekki verið rænt. Þessi mynd er fekin í Skálatúnsheimilinu. (Ljósm.: Tíminn-KJ). Gáfu 100 þúsund í sambandi við 10 ára afmæli Barnaheimilisins að Skálatúni í Mosfellssveit hafa heimilinu bor- izt miklar og góðar gjafir: Frá Rebekkustúkunni nr. 4, Sigríði, Oddfellow-reglunni, kr. 100,000,00. Frá Elliheimilinu Grund kr. 10,000. Frá ónafngreindum gefend um kr. 20.000, 5.000, 1273, 1500, og loks áheit frá skólapilti kr. 100. Hinum fórnfúsu gefendum eru hér með sendar hugheilar1 þakkir fyr- ir þá velvild og þann vinarhug, sem þeir með dýrmætum gjöfum sínum hafa sýnt Skálatúnsbörnun- um. 2 TÍMINN, laugardaginn 15. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.