Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 8
 —— ■ 1 '>CÍkUNNAR ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÖKNARMANNA Ritstjóri: Elías Snæland Jónsson. UM ALYKTANIR FLOKKSSTJÓRNAR-fundur íhaldskrata var haldinn fyrir nokkru, og birti hann síðan á- lyktanir ýmsar í málgagni sín'ii undir yfirskriftinni: ,,Þetta vi!I Alþýðuflokkurinn'*. Var það nokkuð bíræfið af flokki, sem hingað til hefur ekkert viljað annað, en að kúra í fangi íhalds ins! Þar er í fyrstu bent á, að nú- verandi ríkisstjórn hafi „stigið stór spor í átt til velferðarríkis ‘ og það svo, að það ,,ber brýna nauðsyn til að tekið verði nú þegar rösklega í taumana"! — Virðist hugmynd þeirra um vel ferðaríkið vera nokkur önnur en hugmyndir jafnaðarijianna. Bent er á ýmislegt, sem gera verður, og það strax, svo að heilbrigðu jafnvægi sé aftur komið á í efnahagsmálum þjóð arinnar", en með því virðist flokksstjórnin lýsa yfir vandlæt ingu sinni á pennastriki Ólafs og tannlækningum Bjama, og telja, að „lieilbrigt jafnvægi“ sé ekki ein af liöfuðdyggðum viðreisnarófreskjunnar. Einnig er nauðsynlegt „að ríkisstjóm- in hafi forystu um víðtækt sam komulag launastétta, bænda, at- vinnurekenda og hins opin- bera”. en það er sem kunnugt er alger andstæða þess, sem ráðherrar fhaldskrata berjast fyrir í ríkisstjórn, en þeir berj- ast gegn verkalýðnum og bænd- um, og kúga þá, samanber kaup bindingarfrumvarpið og Gylfa- vísindi um skaðseroi landbún- aðarins. Síðan er tilkynnt í nokkrum liðum, að íhaldskratar vilji eitt og annað: Þeir vilja að „vöxtur þjóðarframleiðslunnar verði sem örastur“ — samanber kosn ingabombu ríkisstjórnarinnar, framkvæmdaáætlunina, þar sem gert er ráð fyrir minnstum mögulegum vexti. Þeir vilja „vinna að sem réttlátastri skipt ingu þjóðarteknanna" sbr. hækkun á kaupi bankastjóra um nokkur þúsund nóttina áð- ur, en ríkisstjórnin setti fram kaupbindingarfrumvarpið al- ræmda. Þeir vilja beita sér fyr- ir „auknu fjármagni til íbúða- bygginga almennings“ — sbr. að ríkisstjórnin hefur séð um að þau lán verða alltaf minni hluti að heildarkostnaðinum, og þá með mjög háum vöxtum. — Þeir vilja „lækka vöruverð í landinu“ sbr. að ríkisstjórnin setti fram frumvarp á Alþingi um ca. 100% hækkun á sölu- skatti. Einnig telja þeir nauð- synlegt ,,að endurskoða gildandi fyrirkomulag á verðákvörðuu landbúnaðarafurða", og finnst þeim, að bændur fái of niikið í sinn hlut, enda að þeirra áliti ósómi hinn mesti, að bændur skuli ennþá vera með hærri laun. en þeir, sem lifa á fram- færslustyrkjum, sbr. upplýsing ar Alþ.blaðsins þar sem sannað var að bændur eru lægst laurn aðasta stétt á íslandi. — I heild er þessi „vilji” íhalds- krata, sem fram kemur í álykt- unum flokksstjórnarinnar eitt hið bezta dæmi um hina gömlu áróðursstefnu nazista: — að lát- ast vilja allt annað en það, sem viðkomandi framkvæmir þá stundina. Að því athuguðu, hversu illa núverandi ríkisstjórn hefur leik ið íslenzkt efnahagslíf, þá finnst flokksstjómarfundinum sjálfsagt „aö Alþýðuflokkurinn ' Framhald á 13. $íðu. AMNESTY-HREYFINGIN SEM HJÁLPAR SKODANAFÖNGUNUi AMNESTY INTERNATI0NA1 berst fyrir málstað þeirra, sem handteknir hafa verið vegna skoðana sinna. — Vifl alþjóðlegan samning um meðferð skoð- anafanga — Rúmlega 250 vinnuflokkar að störfum um allan heim Hreyfingin AMNESTY INTERNATIONAL hefur sannar- lega verið í framsókn síðan hún var stofnuð fyrir rúmum tveim árum. Rúmlega 250 „vinnuflokkar" starfa nú á vegum hennar um allan heim, og gera sitt ýtrasta til þess að sleppt verði úr haldi föngum, sem þandteknir hafa ver- ið vegna skoðana sinna. Aðalstöðvar hreyfingarinnar eru í London, og þaðan er rekin mikil fræðslustarfsemi. AMNESTY hreyfingin hefur náð slíkri útbreiðslu, að stofnendur henn- ar hefðu aldrei getað látið sér detta slíkt í hug. Brezki lögfræðingurinn Peter Benenson, stofnandi hreyfingarinn ar, las fyrir rúmum tveim árum frétt eina í dagblaði sínu, og sú frétt kom AMNESTY-hreyfingunni af stað! Þar var sagt frá því, að tveir Portúgalskir hefðu verið hand teknir, ákærðir fyrir landráð, af því, að annar þeirra heyrðist gagn rýna stjórnina í samræðum við hinn á veitingahúsi einu. Benen- son varð öskuvondur yfir því, að hægt væri að handtaka fólk þann- ig vegna skoðanna sinna, og ákvað að gera eitthvað í málinu. Hann ræddi við ýmsa aðra lögfræðinga og nokkra rithöfunda, og þeir á- kváðu að stofna alþjóðlega hreyf- ingu, sem skyldi fá nafnið AMN- ESTY. Sú hreyfing skyldi reyna að hjálpa öllum þeim, sem settir væru í fangelsi vegna skoðana sinna. f dag hefur AMNESTY breiðzt út um allan heim að und- anskildum kommúnistaríkjunum og nokkrum fasistaríkjum. Starf „vinnuflokkanna“ — 3ja manna flokkanna svonefndu — er þýðingarmesti hluti AMNESTY. starfsins. Hver flokkur fær nöfn þriggja-fanga, sem sitja í fangels- um í ýmsum löndum. Starf flokks- ins er m. a. að verða sér úti um upplýsingar um ævi fangans, or- sök þess, að hann var fangelsað- ur, að sjá um að hann fái svo góða meðferð, sem mögulegt er, og að hann njóti þeirra lágmarks- réttinda sem lögin veita honum, að hjálpa fjölskyldu hans og skyldmennum o. s. frv. Flokkarn- ir hafa því meira en nóg að gera, og hafa oft náð ágætum árangri eftir mikið starf. Þeir fylgja viss- um reglum í starfi sínu, og ráð- færa sig ávallt við aðalstöðvarn- ar í London, því að mistök á þessu sviði geta haft örlagaríkar afleiðingar. Nokkrir fangar hafa þegar sloppið úr fangelsi vegna einurðar 3ja manna flokkanna. Alþjóölegur samningur Eitt annað þýðingarmikið verk PETER BENENSON AMNESTY-hreyfingarinnar er uppkast að alþjóðlegum samningi um meðhöndlun skoðanafanga og lágmarksréttindi þeirraAMNESTY lítur nefnilega þannig á, að slíkt ástand geti skapazt í öllum lönd. um, að yfirvöldin fangelsi fólk vegna skoðana sinna í þjóðfélags- málum, eða vegna trúarbragða, til þess að halda uppi röð og reglu. Það versta, sem komið getur fyrir slíka fanga er, að þeir gleymist, en það kemur æði oft fyrir, eink- um vegna þess, að slíkir fangar eru oft handteknir leynilega af yfirvöldum, sem fara eftjr ein- hverjum bráðabirgðalögum, eða engum lögum, og koma fangamir þvi oft ekki fyrir venjujega dóm- stóla. Þeir verða einnig oft fyrir misþyrmingum, og geta ekki áfrýj- að máli sínu til æðri dómstóls. I frumdrögum þeim að alþjóð- legum samningi, sem lögð voru fram í lok ársins 1962, er reynt að fá öll lönd til þess að sam- þykkja ýmis lágmarksréttindi fyrir skoðanafanga. Eru þar teknar fyr- ir reglur um meðhöndlun fanga, réttarfar, áfrýjunarrétt, þyngd refsingar og framkvæmd hennar. Er þar meðal annars tekið fram, að banna eigi að misþyrma föng- um og að dæma þá til dauða. Einn ig er farið fram á, að skoðana- fangarnir fái öll sín fyrri borg- aralegu réttindi í síðasta lagi sjö árum eftir, að refsingartíminn er liðinn. Arlegt eftirlit Þýðingarmikill hluti uppkasts- ins er um vörn fangans á meðan hann tekur út refsingu sína. Er Framhald á 13. síðu. RAÐSTEFNA SUF A SELFOSSI UM uppbyggingu efnahags- og atvinnumálanna hefst í samkomusal Kaupfélags Árnesinga, Selfossi, laugardaginn 29. febrúar n. k. Allir Framsóknar- menn, yngri og eldri, í Suðurlands-, Reykjavikur- og Reykjaneskjördæmi eru hvattir til þess að fjöl- menna á ráðstefnuna, sem stendur yfir í tvo daga. Dagskrá ráðstefrunnar: LAUGARDAGUR, 29. febrúar: Kl. 1,15 Lagt af stað frá Tjarnargötu 26, Reykjavík. Kl. 2,30 Ráðstefnan sett af ÖRLYGI HÁLFDÁNA RSYNI, formanni S.U.F. Síðan flytur HELGI BERGS, alþingismaður, framsöguerindi. KI. 3,30 Kaffihlé. Kl. 4,00 Framsöguerindi: KRISTJÁN KARLSSON, erindreki Stéttarsambands bænda, JÓN SKAFTA- SON, alþingismaður, og STEINGRÍMUR HERMANNSSON, framkvæmdastjóri Atvinnudeildar Háskólans. Að þeim loknum verða frjálsar umræður, og fundarmönnum skipt í nefndir. Kl. 21,00 Skemmtun haldin í Selfossbíói. Mjög verður vandað til skemmtiatriða, og EINAR ÁGÚSTS- SON, alþingismaður, flytur ávarp. SUNNUDAGUR, 1. marz: Kl. 9—12 Farið verður í liópferð, og skoðaðar framkvæmdir í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Selfossi. Kl. 1—3 Nefndarstörf. Kl. 3,30 Framhaldsumræður. Séð verður um gistingu á Selfossi fyrir þá, sem þess óska. Tilkynnið þátttöku sem fyrst til: GRÉTARS BJÖRNSSONAR, Kf. Rangæinga Hvolsvelli, SIGURFINNS SIGURÐSSONAR, Selfossi, HALLDÓRS EINAR ÖRLYGUR HJARTARSONAR, HafnarfirðL sími 5 13 56, eða SKRIFSTOFU SUF, Tjarnargötu 26, sími: 2 29 42. a TÍMINN, laugardaginn 15. febrúar 1964 — 1 i r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.