Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 4
 f RITSTJORI HALLUR S'lMONARSON SVIPAST UM I HLÍDARFJALLI SKÍÐA-hótelið í Hlíðarfjalli, er í um þriggja kílómetra fjar- lægð frá miðbiki Akureyrar- kaupstaðar, og stendur í um 500 metra hæð yfir sjó. Að hót- elinu liggur bílvegur frá Ak- ureyri, er hann óþægiiega bratt ur, en þó fær öllum bílum, og hefur þann kost að snjór fest- ist lítið sem ekkert á honum. Byrjað var á byggingu Skíða- liótclsins 1955 og hafði fcrða- mannafclag Akureyrar for- göngu um hana, og framkvæmd arstjóri vav Hermann Stefáns- son, íþróttakennari. Síðan hefur sérstök byggingarnefnd, en hana skipa Magnús 'E. Guðjóns son, bæjarstj., tilnefndur - af Akureyrarbæ, Hermann Sig- tryggsson, tilnefndur af fþrótta bandaiaginu og Karl Friðriks- son tilnefndur af Ferðafélagi Akureyrar. Nú má segja að byggingunni sé svo til lokið. Hlíðarfjall við Akureyri hef- ur verið og er enn þann dag i dag paradís akureyrskra skíða- manna og skólaæsku þessa bæj- ar. Þar hafa farið öil hin stærri skíðamót. Þar er að finna eitt fjölbreytlasta landslag, sem skíðaunnendur eiga völ á hér á landi, brekkur við allra hæfi. — Núverandi hótelstjóri Skíða- hótelsins, er Friðrik Jóhanns- son. Við rotuðum tækifærið um daginn og spjölluðum lítils háttar við hann um starfsemi hótelsins- Hótelstjórlnn, Friðrik Jóhannsson — Hvernig líkar þér lífið hér í fjallinu? — Mjög vel, samt gæti það nú verið skemmtilegra ef fleiri bæjarbúar mundu láta sjá sig á þessum sióðum. — Hversu mörg starfið þið hérna núna? — Þrjú eins og er og hefur það nægt fram að þessu. — Hefur verið mikið um dvat argesti í vetur? — Það hefur nú ekki verið mikið um það, en ég vona nú að úr því rætist, þegar fram á vorið kemur — Hvenær hefst aðalannatím- inn hjá þér í hótelinu? — í febrúar, þegar ungling- ar frá skólunum fara að koma hingað í stórhópum, því fyrir- hugað er að hver bekkjardeild eigi kost á tveggja til þriggja daga dvöl hérna. Þess má einn- ig geta að ráðinn hefur verið hingað ungur efnilegur skíða- maður, ívar Sigmundsson, og mun hann annast skíðakennslu fyrir þessa unglinga. — Hefur v erið-mikið iim f-y-r- irfram pantcnir t. d. fyrir pásk ana? — Nú þegar hafa verið pönt- uð nokkur herbergi fyrir páska vikuna og einnig má geta um hóp enskra skíðamanna, sem mun koma hingað á vegum Flugfélags íslands þann 10. apr íl og dvelja hér í hótelinu um vikutíma — Mundir þú vilja telja stað inn heppilegan, t. d. fyrir hjón með börn? — Jú, ég mundi segja það, því hér er friðsælt og fallegt, og er staðurinn gjörsamlega Horft helm aS Skíðahótellnu í Hliðarfjalli. hættulaus ungbörnum að leik. — Hefur verið hafinn undir- búningur undir páskavikuna? — Jú, undirbúningur er nú þegar hafinn og hafa borizt pantanir víðs vegar að af land- inu og mikið er um fyrirspurn- ir varðandi þessa hátíðardaga — Hvað rúmar hótelið marga næturgesti? — Eins og er, rúmar það yf- ir hundrað manns, en fyrirhug að er að bæta við svefndýnum, og verður þá fleiri kom- ið fyrir. En í hótelinu eru núna 12 herbergi sem hvert rúmar tvo, og eru þessi herbergi bet- ur úr garði gerð en almennt gerist á beztu hótelum. Við þökkum hótelstjóranum fyrir greinagóð svör — og von- um, að sem flestir Akureyring- ar sjái sér fært að njóta hinnar góðu skíðaaðstöðu, sem nú er orðin í Hlíðarfjalli. — h.s. Séð inn í aðalveitingasalinn í Skíðahótelinu. Handbolti um helgina KR-Armann - um fallsætið / baráttan 7. deild? íslandsmeistaramótið í hand ■knattleik’ heldur áfram um helgina og fara fram leikir bæði í meistaraflokki karla og kvenna, auk nokkurra leikja í yngri flokkunum. Á sunnudagskvöld fara tveir leikir fram í 1. deild og er annar leikurinn mjög þýðing- armikill hvað fallbaráttunni viðvíkur, en þá mætast KR og Ármann- Hirm leikurinn er milli FH og ÍR. Annars er mótsskráin þannig: „MARKAMEF Lítið hefur frétzt af leikjuni Afríkulandanna, sem keppa um sæti í c-riðli í heimsmeist- arakeppninni í handknattleik — þ. e. sami riðill og ísland er í. — Þó bárust þær fregnir frá Beirut, að fyrsti leikur i Afríku-riðlinum hafi farið frarn um daginn og mættust þá Egyptar og Sýrlendingar. Leiknum Iauk með miklum sigri Egypta, sem settu „marka met“ í landsleik, skoruðu 40 mörk gegn 16. Egyptar eiga nú eftir að leik við Senegal í Túnis og er almennt reiknað með, að Egyptar sigri. Hálogaland — laugardagur kl. 20,15. M.fl. kvenna Víkingur—FH. (d. Stef. G.) Mfl. kvenna Fram—Þróttur (d. Gunn. J.). M.fl. kvenna Breiðab.—Valur. (d. Dan. B.). 2. fl. karla Keflavík—ÍR (d. Gunn. J.). 2. fl. karla Ármann—Haukar (d. Dan. B.). Valur sér um kvöldið. Hálogaland — sunnudagur kl. 20,15. 1. deild Ármann—KR (d. Hannes Þ.S.). 1. deild ÍR—FH (d. óákv.). Nauðungaruppboö verður haldið í skrifstofu borgarfógetaembættis- ins Reykjavík að Skólavörðustíg 12 eftir kröfu Landsbanka íslands, mánudaginn 24. febrúar n.k- kl. 1,30 e.h. Seldir verða 30 víxlar, samþ. af Guðlaugi Berg- mann hver að fjárhæð kr. 5.000,00, víxill samþ- af Heiðari Magnússyni, að fjárhæð kr. 30.000,00 og hlutafjárinneign hjá Kaupskip h.f., að fjár- hæð kr. 450,000,00, allt talin eign Sigurbjarnar Eiríkssonar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Til sölu Til sölu er 7 tonna Mercedes Benz vörubifreið ár- gerð 1961. Ekin um 60 þús km. Bílnum fylgir laus yfirbygging. Nánari upplýsingar hjá Jóni Jónssyni Skagaströnd sími 52 og K.f. Skagstrendinga. TÍMINN, iaugardaginn 15. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.