Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 7
Útgefsndf: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Tómas Ámason. — Ritstjðrar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tðmas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl^ simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands. f lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — íbúðir eða íhaldshallir? Það leikur ekki á tveira tungum, að annar meginþátt- ur sæmilegra lífskjara hverrar fjölskyldu er að hafa ráð á sæmilegri íbúð. Ekkert ríki getur talizt á braut vel- ferðarþjóðfélags, nemá séð sé fyrir þessari þörf, og getur þar ekkert vegið á móti. Um það leyti, sem íslend- ingar tóku öll mál í sínar hendur, voru þeir illa staddir í þessum efnum. Eitt mesta átak þjóðarinnar hlaut því að verða að byggja yfir sig. Þetta átak var svo stórt, að þrátt fyrir góða áfanga, einkum með samvinnubyggingafélögum og verkamanna- bústöðum, var þjóðin illa á vegi stödd í þessum efqum eftir styrjöldina, enda höfðu íbúðabyggingar mjög dreg- izt saman á stríðsárunum. Um 1950 var hafin ný só'kn til þess að ná í land í íbúðabyggingum kaupstaða og kaup- túna með ráðstöfunum, sem öllum eru kunnar, og á árun- um þegar vinstri stjórnin fór frá var þjóðin komin nær því en nokkru sinni fyrr eða síðar að ná þessu takmarki — þ. e. a- s. að byggja árlega eins og íbúðaþörfin krafðist. Þau ár var talið, að byggingaþörf- in væri um 1600 íbúðir á ári í þéttbýli á öllu landinu, og þá voru byggðar yfir 1500 búðir á ári. Með því að nýta þann mikla áfanga og halda í horfinu, hefði þjóð- inni verið skilað upp á sigurbakka í íbúðamálunum. En með valdatöku núverandi ríkisstjórnar urðu alger þáttaskil í íbúðabyggingamálum. Byggingakostnaður var stóraukinn og nú dugar íbúðalán ekki einu sinni fyrir hækkun byggingakostnaðar. Það var beinlínis skipúlögð stefna stjórnarinnar að láta íbúðabyggingar almennings víkja fyrir byggingum einkaauðsins og gróðamannanna. Þess vegna er húsnæðisskorturinn kominn til sögu á ný. Ef teknar eru til hliðsjónar t. d. Norðurlandaþjóðir, sem líka voru í íbúðahraki eftir stríðið, þá sést, að meg- ináherzla var þar lögð á að koma íbúðabyggingunum áleiðis, en aðrar byggingar fremur látnar sitja á þaka. Þar var viðurkennd skyldan til þess að riá íbúðamarkinu fyrst en láta annað koma á eftir. Alþýðublaðið hefur nýlega lýst ástandinu í íbúða- málunum hér 1 höfuðstaðnum skýrt og réttilega. Þar koma afleiðingar þessarar stefnu skýrt í ljós í húsnæðis- vandræðum, uppsprengdri leigu, braski með bygging- ar, svo að græða má tugi eða hundruð þúsunda á því. að byggja íbúð og selja. Við bætist svo því nær alger uppgjöf í lóðamálum borgarinnar,' þar sem menn fá ekki byggingalóðir fyrr en undir haust og ósæmileg viðhorf ríkja í úthlutun þeirra lóða, sem fást- i Úti á landi er ástandið í sumum kaupstöðum og kaup- túnum litlu betra- Vegna úrræðaleysis og úrdráttarstefnu ríkisstjórnarinnar í fjáröflun til íbúðalána og dýrtíðar er þar víða hin versfa húsnæðisekla, sem stendur vexti góðra atvinnustaða beinlínis fyrir þrifum. Þeir staðir ein- ir standa sæmilega í húsnæðismálum, þ^r sem fólkstala stendur í stað eða læktíar. Þar er þróunin í samræmi við samdráttarstefnu stjórnarinnar. í framkvæmdaáætlun sinni s.l. vor komst stjórnin hreinlega að þeirri niðurstöðu, að ekki væri þörf á nýju átaki í húsnæðismálum, vegna þess, hve mi'kið hefði verið byggt áður. Engin fullyrðing er eins gersamlega staðlaus og í andstöðu við það, sem við öllum blasir. Það er einmift stórátak sem þarf, en í stað þess sést nú á öllum aðförum stjórnarinnar, að íbúðabyggingarnar eiga að færast enn afíar á franikvæmdalistann. Leggja fleiri og stærri steina í götu hins aímenna borgara, sem vill og þarf að byggja sér þak yfir höfuð- Það er nefni- lega ekki hægt að gera það tvennt í einu: að hjálpa al- menningi að byggja eigin íbúðir og byggja upp íhaldsríki á íslandi. ■ — W ■■■ I ■»— ■■■ ■■■■■,< I | , Thorkil Kristensen iýsir landbúnaðarþróuninni í Evrópu: Meiri áherzla lögð á aukna styrki en hækkun afurðaverðs Lítlu búin valda víða miklum erfiðleikum Breytingar þær, sem eru að gerast í landbúnaði, og viða eru lengra á veg komnar en hér í Danmörku, eru í þann veginn að valda stefnybreyt- ipgu í landbúnaðarmálum. Ýmislegt bendir til, að meg- ináherzlan verði ekki lögð á hátt verð, heldur styrki og aðstoð við að hraða breyting unum. Að þessari niðurstöðu komst prófessor Thorkil Krist ensen, framkvæmdastjóri Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu, í fyrirlestri, sem hann flutti í Árósum, en á- heyrendur hans voru með- limir Sambands jóskra bún- aðarfélaga. Kristensen gat þess, að vandamál breyting- anna yrði aðalviðfangsefni landbúnaðarráðherrafundar, sem haldinn verður á -vegum OECD í lok þessa mánaðar. IPrófessorinn sagði, að þetta breytingaskeið væri síðast þriggja tímabila í landbún- arstefnu í Evrópu. Fyrst hefði verndarstefnan orðið ofaná á árunum eftir 1940, en land- búnaðarkreppan á fjórða tug aidarinnar hafði átt drjúgan þ'átt í því, að ríki þau, sem núttu inn landbúnaðaraf- urðir, reyndu að varpa nokkru af byrði sinni yfir á útflutn- Iingsríkin. Annað tímabilið hófst, þegar útflutningsríkin tóku upp útflutningsuppbæt- ur sem gagnráðstöfun, ýmist beint eða í sambandi við verð lag landbúnaðarvara heima fyrir, en það þá haft mun hærra en heimsmarkaðsverð Iið, sem þannig var þrykkt nið ; ur frá báðum hliðum. Þriðja tímabilið, sem nú er að hefjast, er afleiðing hinna tveggja. Tilraunirnar til að viðhalda ástandinu, sem fyrri Itvö tímabilin hafa valdið, hafa fjarlægt áhrif heims- markaðsins .á búvöruverðið. Verðiagið er ekki lengur jafn vægisvaldur og þar af stafar umframframleiðslan, sem veldur miklum erfiðleikum. Árekstrarnir milli útflutn- ings- ' og innfiutningsþjóða eru þó mun erfiðari viðfangs, en til slíkra átaka kom, þeg- ar fjallað var um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu og síðar í „kjúklinga-stríðinu“. Verulegur ágreiningur er um þetta efni milli meðlimaríkja Efnahagsbandalagsins (Þýzka lands og Frakklands) og sá ágreiningur var ekki kveðinn niður með samkomulaginu, sem náðist í Brussel fyrir jól in. Kornverðið er enn ekki ákveðið og það vandamál mun ráða úrslitum um,' að hve miklu leyti verður um frjálsa verzlun með landbúnaðarvör- ur að ræða innan Efnahags bandalagsins. Á vandann eykur sú verð- bólguhneigð, sem vart verður í ýmsum löndum Evrópu og ýmist stafar af skorti á vinnu afli eða útþenslu iðnaðarins. Þetta verður þrándur í götu þeirrar stefnu, að vandamál landbúnaðarins skuli leyst með háu afurðaverði, enda hefur pólitíkin þar líka sitt að segja. OECD hefir gengist fyrir at hugun í þessu efni. Niður- stöður þessarar athugunar verða lagðar fyrir ráðherra- fundinn, sem áður er nefnd- ur, og væntanlega birtar að honum loknum. Þar kemur fram, að hinar lágu tekjur í andbúnaði eru einkum bundn ar við lítil bú og afskekkt héruð, sem búa við erfið skil- yrði og lélegar samgöngur. Þar er erfiðast um að nýta framfarirnar og þar ber einn ig mest á því, að æskan hverfi á burt. Sé svo, að lágtekjurnar séu bundnar við litlu, afskekktu búin, er augljóst, að hátt af- urðaverð stoðar ekki, þar sem litlu búin hafa minnstu fram leiðsluna. Háverðið hjálpar stórrekstrinum, sem sízt þarf hjálpar við, en hefir minnst áhrif meðal þeirra, sem mest þurfa þess með. Af þessum staðreyndum eru sprottnar hugmyndir um sérstakar ráð- stafanir, félagslegs eðlis, vegna þeirra, sem verst eru staddir. Þetta má gera með styrk til breytinga, til dæmis með forkaupsrétti ríkisins á smá jörðunum, sem losna, og þá má koma við sameiningu jarða. Og ef til vill má láta á- búanda fá ellilífeyri fyrr en en ella. Slíkar ráðstafanir drægju úr kröfunni um hátt verð. Árangur þess, sem drepið var á hér á undan, yrði fækk un búa en stækkun jafnframt, svo að vélvæðing nýttist bet ur. Þetta myndl einnig þýða afkastameiri landbúnað. En ekki má gleyma því í þessu sambandi, að flutningurinn til atvinnuveganna í borgum og bæjum fjölgar af sjálfu sér kaupendum landbúnaðarvar- anna. Óhætt mun því að gera ráð fyrir að mikill markaður verði í Evrópu fyrir þessar vcr ur._ Ýmislegt er einnig á seyði utan Evrópu. Sovétríkin eru allt í einu orðin kornkaup- endur í stórum stíl. Erfitt er að gera sér grein fyrir, hvað ofaná verður í þessu efni þeg ar fram líða stundir, en ýmis- legt bendir þó til, að hvorki Sovétríkin né Kína séu jafn vel á vegi stödd hvað land- búnaðaraðstöðu snertir og á- litið var fyrir fáum árum. Ekki má heldur gleyma van þróuðu löndunum. Aukin vel- megun hlýtur að valda þar meiri aukningu matarkaupa en í Evrópu, þar sem lítill hluti lífskjarabótanna kemur fram í aukinni neyzlu mat- vara. Breytt meðferð búvar- anna er því nokkur þáttur þeirra breytinga, sem þurfa að gerast. Eigi að koma bú- vörum á markað í fjarlægíim löndum þarf að vinna þær á annan hátt en áður. Því mun þróunin einkum koma þeim að notum, sem ekki einskorða sig við vélvæðingu framleiðsl- unnar, heldur leggja áherzlu á vinnsluna og umbúnað til dreifingar hvarvetna um heim. Og svo getur farið, að í löndum þeim, sem hafa til þessa valdið okkur hvað mest um erfiðleikum, felizt mestir möguleikar í sambandi við framtið landbúnaðarins í Evrópu. Thorkil Kristensen klæddi hugmyndir sínar sögulegum búningi. Hann sýndi fram á, að fækkun við landbúnað hef ir ávallt orðið í bylgjum og einmitt nú höfum við orðið fyrir einni slíkri bylgju, sem tæknibyltingin eftir stríðið ' hleypti af stað. Hann benti meðal annars á, að vegna tækninnar væri það orðið póli tiskt markmið að ná sem mestum hagvexti, og jafnvel \Stundum sótt af slíkri ákefð og áráttu, að efnahagsjafn- væginu væri hætta búin og vandamál verðbóigunnar skyti upp kollinum. Þegar svo er komið og efna hagslífið þanið til hins ítrasta hlýtur vinnuafl að sogast frá landbúnaðinum örar en ella. Hafa verður þá í huga, að því færra, sem landbúnaðar- fólkið er, í samanburði við starfsfólk atvinnuveganna í bæjum og borgum, þess sterk- ara og áhrifameira verður sog ið. Þegar Thorkil Kristen- sen sagði frá rannsókn OECD, sem á að taka til meðferðar á fyrirhuguðum fundi iand- búnaðarráðherra, gat hann þess, að fækkun bænda í evrópskum landbúnaði hefði ekki orðið nálægt því eins ör og fækkun aðstoðarfólks á ungum aldri. Af þessu leiðir nýjar breytingar, þegar aldr- aða fólkið hverfur af • vett- vangi af eðlilegum ástæðum. Þá koma til sögunnar róttæk Framhald á 15. sf8u. TÍMINN, laugardaginn 15. febrúar 1964 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.