Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 3
I HEIMA OG HEIMAN NátttröiliS á glugganum. Þessl mynd birtist fyrst í Lesbók barna og unglinga, tveim árum eftir a3 Ásgrímur !■ hélt sína fyrstu sýningu. UNGU FOLKI BOÐ- ID Á SÝNINGU... L'NGA FÓLKINU í skólum lands- stendur til boða frá morgundegin- ■u’m og fram undir vorið að koma í Ásgrímssafn og skoða þar mynda sýningu, sem valdar hafa verið myndir á sérstaklega af því tilefni. Hefur verið skipt um myndir í óllum stofum heimilis Ásgríms 03 í vinnusalnum á loflinu, myndir úr þjóðsögum, fslendingasögum, Jandslagsmyndir, sjálfsmynd og tnynd af Kóngaliljum, sem Kjar- val sendi Ásgrími á afmælisdaginn og enn fleiri. Einnig verður skóla- fólkinu leyft að skoða heimili lista mannsins hátt og lágt og málverka geymsluna miklu og vönduðu í kjallaranum. Þetta er sérsýning fyrir unga fólkið á íslandi. Það ber hins veg- ar ekki svo að skilja, að það hafi ekki hingað til verið velkomið í Á.sgrímssafn. Segir safnvörðurinn Ejarnveig Bjarnadóttir okkur, að þangað hafi unglingar komið oft, j mist einir sér eða í ihópum í fylgd með kennara og öllu oftar með Hjörleif Sigurðsson listmálara til íylgdar, en hann hefur einmitt það starf með höndum að leiðbeina Þetta er önnur myndin af Kóngalilj- um í vasa, sem Kjarval sendi, en svo var vasinn sóttur. unglingum um listasöfn og sýning- ar í Reykjavík. Einkum kveður frú Bjarnveig það ánægjulegt, sem hún hefur veitt athygli, að ungling ar hafa hrifizt svo af Ásgrímssafni, af heimilinu og listaverkunum, að sumir hafi hvatt foreldra sína til að fara líka og skoða og ekki verið í rónni íyrr en allt heimilis- fólkið hafi verið búið að skoða heimili Ásgríms málara. En það er takmarkað, sem kemst ó veggina í ekki stærra húsi, og er því skipt um myndir nokkrum sinnum á ári, venjulega þrisvar. Samt tekur fjögur ár að sýna allar myndirnar, sem til eru ,í safninu, er listamaðurinn gaf íslandi eftir sinn dag. Það eru nefnilega um 400 málverk og teikningar. Síð- ustu árin, sem Ásgrímur lifði, gerði hann nokkuð af því að fara S uppboð og kaupa þær myndir eftir sjálfan sig, sem hann vildi heldur að væru til á einum 03 MARGIR hafa nú lagt orð i belg um ráðhúsið, og eru skoð- anir þeirra að vonum sundurleit- ar. Þó má gera ráð fyrir, að minni óánægju hafi gætt en bú- ast mátti við áður en líkanið var sýnt, því menn eru svo illu van- ir, að þeir eru sem á nálum, þeg- ar opinberar byggingar eru á döfinni. Bölsýnismenn béldu, og raunar ekki að ástæðulausu, að líkanið yrði í ætt við Heilsu- verndarstöðina, en það var nú öðru nær. Mér er ekki grunlaust um, að þeir sem láta sig stíls- máta í byggingum nokkru varða, hafi andað léttara, og verið fegn- ari en svo, að þeir myndu eftir að krítisera hlutfallið milli skál- ans og turnsins, sem virðist, í- skyggilega þykkur austur-vestur miðað við skálann. Það sem réttilega hefui; verið gagnrýnt, er fyrst og fremst staðarvalið. Rómantískar grillur virðast hafa bundið forgöngti- sama .stað, í safninu, sem hann gaf síðan allri þjóðinni. menn ráðhúsbyggingarinnar við norðurenda Tjarnarinnar, svo þar er ekki úr að aka hvað sem tautar. Til að þjóna slíkri róman- tík skal grafa gryfju, firnadjúpa og sízt horft í kostnaðinn, eða fyrirfinnst nokkur staður í Reykjavík, þar sem jafn langt er niður á fasta undirstöðu? Þá er ekki horft í að rífa jafn fagurt mannvirki og Búnaðarfélagshúsið cr, enda skilst manni planlagt að uppræta gömul hús í miðbæn- um, burt séð frá því, hvort það eru vel eða illa gerð hús. Það er engu líkara en liér hafi verið fallið frá öllum sjónarmiðum um nýjan miðbæ fyrir fullt og allt. En fyrst ráðhúsið skal standa við Tjörnina, því þá ekki að nota Alþingishúsið fyrir ráðhús, þegar fyrirhugað ráðhús á ekki að taka nema hluta af skrifstofuliði borg arinnar. Alþingishúsið er fornem bygging, en nýtur sín ekki sem skyldi af því að Gúttó skyggir á Ungur tók Ásgrlmur ákvörðun ucn að verða listamaður og læra til þess eftir því sem föng væru á. En efni voru ekki afgangs heima í sveitinni fyrir austan fjall til slíkra hluta. Þó réð hann sig til sjós til að vinna sér fyrir farar- eyri til útlandsins og skóladvalar þar. Eftir sjö ára vinnu lagði hann svo frá landi með það sem han:i átti þá til, haustið 1897. Fyrir peninga, er hann vann sér inn síð- ast, keypti hann efni í tvenn föt, íór með það til konu og bað hana að sauma fyrir sig föt, sem hún tók að sér. Skilaði hún svo saum- iðum fötum innan skamms, en þegar Ásgrímur mátaði "þau, kom í Ijós, að þau voru alltof þröng á hann, svo þau stóðu alls staðar á beini. Bað hann konuna blessaða að sauma nú föt úr hinu efninu sem væru honum mátuleg. Tók konan það að sér, en þá tókst ekki betur til en svo, að þessi seinni föt urðu alltof víð á piltinn. Fór hann samt með þau til útlánds ins. Þegar hann fór að koma sér íyrir í Kaupmannahöfn, fékk hann leigt herbergi með ungum manni dönskum- sem reyndist vera klæðskerasveinn. Þegar nú Ásgrím ur fer í fyrsta sinn í nýju fötin og ætlar út að spásséra í þeim í kóngsins Kaupinhöfn, er herbergis- félagi hans viðstaddur og rekur hann upp stór augu, hefur aldrei séð önnur eins spariföt. Segir hann við Ásgrím, að það sé sök sér að ganga í þessu inni við, en biður hann fyrir hvern mun að láta ekki sjá sig í þessu á almannafæri. Ef iélagarnir af klæðskerastofunni mættu þeim, sæju þessi ósköp og kæmust að því að þeir byggju sam an, yrði hann að athlægi á sauma stofunni hér eftir. Lánaði hann siðan Ásgrími föt af sér, svo hann gæti farið út að spásséra án þess það. Það síðarnefnda er hins veg- ar einskis ver.t hús. Alþingishús- ið er þegar allt of lítið fyrir starfsemi þingsins, fyrirhugað ráðhús of lítið fyrir borgarskrif- finnskuna. Alþingishúsið mundi sóma sér vel sem toppráðhús og stolt borgarinnar fyrir Tjarnar- endanum, ef Gúttó væri rifið. og steingarðurinn. Þá mætti lengja Tjörnina og færa hana lítið eitt nær Ráðhúsinu — Alþingishús- inu fyrrverandi. Borgin og þingið gætu reist einfaldar skrifstofu- byggingar yfir starfsemi sína á hentugum stað, og með góðu sam komulagi ættu þessar stofnanir að geta unnið í sama húsi þar M1 ráðizt verður í að byggja nýtt Alþingishús. Það skal tekið fram, að þessi hugmynd er ekki komin frá und- irrituðum, sem veit þó ekki til, að fylgjendur hennar hafi kom- ið henni á framfæri I blöðum. — BÓ. Framhald á 13. síðu. „Fögur er hlíðin". Glöggt sést, að belzllð vantar á hest Gunnars. Var það þess vegna, sem hann snerl aftur? Á FÖRNUM VEGI TÍMI'NN, laugardaginn 15. febrúar 1964 — VÍÐAVANGUR Velmegunin ekki einhiít Alþýðublaðið uppgötvar mik- inn sannleika í gær. Hann er þessi: ,,Hin mikla velmegun undanfarinna missira hefur skapað gífurlega eftirspurn eft- ir húsnæði". Velmegunin er þá ekki alveg einhlít. Nú á hún mikinn þátt í húsnæðisvandræð unum. Þetta er snjallasta skýr- ingin, sem menn hafa féngið á vanda þeim, sem Emil húsnæð- ismálaráðherra hefur átt við að etja og ekki ráðið við. Alþýðu- blaðið sér ckki þá staðreynd, að síðustu árin hafa verið byggðar alt að helmingi færri íbúðir en lágmarksnauðsyn er talin til þess að halda í horfi, og orsök þess er margfaldur byggingakostnaður og einstök í- haldssemi í því að verja fé til íbúðalána. Nei, það er bara vel- megunin, sf.m veldur þessari vaxandi áráttu manna að vilja hafa sæmilegt þak yfir höfði sér. Ef dregið væri úr ,,velmeg- uninni“, mundu menn sætta sig við lélegra þak. Það er rétt eins og Alþýðublaðinu detti í hug, ' a® með því að liafa betri stjórn á „velmeguninni" gæti fólk al- veg komizt af án húsnæðis. Rétflætisorðan í dag Vísir ræðir um sjónvarp i gær og segir um það: „Dreifbýlismönnum num það valda nokkrum áhyggjum, | að sjónvarpið mun ekki komast fyrst um sinn norður í Gríms- ey og austur á Djúpavog. En það væri fásinna, að láta dreif- býlissjónarmiðið tefja fram- kvæmdir málsins. Sinn tíma tekur að koma upp endurvarps- stöðvum, þannig að sjónvarpil nái út á öll landshornin. Það kemur síðav meir, en nauðsyn er að hraða framkvæmdum við þá stöð, sem nær til yfir 100 þús und manna hér á suðvestur- horni landsins". Það er ekki erfitt að dæma j dag. f gær veittum við Vísi sannleiksorðuna fyrir málflutn ing, en í dag fær hann réttlætis Iorðuna með heiðri og sóma- Þarf fleiri umbúðaverk- smiðiur / Undanfarna daga hafa orðið nokkrar umræður í blöffum um þá fyrirætlun nokkurra frysti- húseigenda með Einar ríka í broddi fylkingar að stofna nýja verksmiðju til þess að fram- Ieiða umbúðir um fisk til út- flutnings, þó að fyrir sé í land- inu mjög fullkomin verksmiðja til þessara þarfa og afköst henn ar séu miklu meiri en þarf til þess að fullnægja þörf fiskút- flutningsins til umbúða. Vísir ræðir þetta í gær af allgóðri skynsemd og segir: „Auðvitað er hver og einn Ifrjáls að því að stofna eigin verksmiðju til þess að annast slíka framleiðslu. Því verður ekki á móti mælt. En þetta mál er þó ekki með öllu einka- mál frystihúsanna, þar sem ný- lega hefur verið lagður skattur á þjóðina til þess að styrkja rekstur þeirra. Þess vegna er eðlilegt að það sé rætt opinber- Ilega, hvort skynsamlegt sé fyrir samtökin að leggja í milljóna s fjárfestingu til þess að afla sér f þeirrar þjónustu, sem þegar er 7 fyrir hendi með mjög hagstæð- j um kjörum". 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.