Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS Lilian horfði á þetta með van- þóknun og sagði síðan kuldal'ega: ‘fNei, þakk fyrir.” Jafnvel þótt Winston væri óvin- sæll af öðrum stjórnmálamönnum, vissi Clementine, að þeir, sem störfuðu með honum báru virð- ingu fyrir honum, Sir Edward Troup, ráðuneytisstjóri í lögreglu- málaráðuneytinu 1909, játaði fyrir henni: “Ánægjulegustu minningar mínar frá því, er ég starfaði í ráðuneytinu eru frá þeim átján mánuðum, er ég starfaði undir stjórn Winstons Churchills. Einu sinni á viku eða jafnvel oftar kom hann niður á skrifstofuna með ein- hverjar ævintýralegar og ófærar ráðagerðir á prjónunum. En eftir hálftíma viðræður var eitthvað það farið að gerast, sem að vísu var enn jafn ævintýralegt, en var ekki lengur ófært.” Til þess að standast þolraunir stjórnmálanna ber nauðsyn til að eiga góða húsmóður, tryggan fél- aga, óbilandi stuðningsmann, sem stjórnar heimili, þar sem unnt er að gleyma öllum stjórnmálum. Clementine veitti Churchill þetta allt — heimili, sem heimurinn stendur jafnvel í meiri þakkar- skuld við en eiginmaðurinn sjálf- ur. Hennar eigin mat á gildi heim- ilisins var raunhæft og verald- legt. Hún var einu sinni spurð: “Hver er mikilvægasta persónan á heimili ýðar?” “El'dabuskan að sjálfsögðu”, svaraði hún. Hún talaði einu sinni í skóla heil- ags Jóns í Leatherhead og þá sagði hún nemendunum og for- eldrum þeirra frá því, er hún eitt sinn neyddist til að hafna slíkri stöðu. Hún sagði, að gamall nem- andi í skóla heilags Jóns, Sir Leon- ard sálugi Woolley hefði boðið henni að taka þátt í fornleifa- rannsóknarleiðangri, sem hann hugðist fara í, og skyldi hún taka að sér eldamennskustörfin. Boðið freistaði hennar, en þegar Winston frétti um tilboðið sagði hann og kvað fast að orði: “Ef þú á annað borð hefur í hyggju að fara að elda ofan í einhvern, geturðu eld- að ofan í mig.” Tveimur árum eftir að þau voru gefin saman voru gestir nokkrir á heimiii þeirra, sem Churchill var að spjalla við, og talið hafði borizt að Heimastjórn írlands og þjóðnýtingu járnbrauta. Þá kom Clementine inn í herbergið með Díönu dóttur þeirra á handlegg- num. Churchill gleymdi þegar í stað öll'um stjórnmálum og lagðist á gólfið til að leika sér við barnið. Þegar hann var þrjátíu og fimm ára að aldri hafði hann forystu fyrir hinum framsækna Frjáls- lyndaflokki ásamt Lloyd George. Hann var þegar orðinn innanríkis- málaráðherra, hann átti litla dótt- ur og hann hafði Clemmie sína sér við hlið. 11 3 MENN VERÐA AÐ BERJAST Winston var fluttur úr innan- ríkisráðuneytinu í flotamálaráðu- neytið. Honum var falið að “vinna að því að sjóherinn væri stöðugt reiðubúinn til stríðsaðgerða þegar í stað, ef Þjóðverjar gerðu árás” eins og forsætisráðherrann mælti fyrir. í þau þrjú ár, sem hann varj yfirmaður flotamála og vann að endurskipulagningu sjóhersins, i var hanr. svo ákveðinn í að fá betri skilning á starfi sínu, að hann vílaði ekki fyrir sér að yfirgefa bú og börn til að geta farið á sjó-| inn í meira í átján mánuði, Á þess-j um mánuðum fór hann um borð í næstum hvert einasta skip á svæð | inu umhverfis Bretland og á Mið- jarðarhafi, hitti að máli alla skip- stjórana, yfirmenn og áhafnir, og þar heyrði hann margt, sem hann hefði aldrei komizt að, ef hann hefði aðeins haft opinber skjöl undir höndum og ekkert annað. Á ferðum sínum svaf hann um borð í snekkju flotamálaráðuneytisins ‘ Enchantress”, en það var sú snekkja, sem þau hjónin höfðu siglt með árið 1913 í sumarfríi sínu ásamt forsætisráðherranum, ■frú Asquith, stjúpdóttur hennar Violet og tveimur öðrum vinum þeirra. Þau fóru í skemmtiferð með gondól í Feneyjum, sigldu til hinn- ar sögufrægu hallar við Spoleto og drukku bjór undir risavöxnum hlynum við Ragusa. Nú var allt sumarfrí og skemmt- anir fjarri huga hans og hann hafði gert Enchantress að fljót- andi skrifstofu sinni og hafði yfir. gefið fjölskyldu sína vegna starfs síns. Á meðan hann var önnum kaf- inn við störf sín í þágu flotamál- anna, sem m.a. félust í því að koma á nýrri stjórn þeirra mála með mönnum með nýjar hugmyndir, urðu bæði hann og Clementine að þola sívaxandi andúð í sinn garð bæði í stjórnmálalífinu og sam- kvæmislífinu Þau urðu vör við, að þau voru óvelkomin á mörgum heimilum, þar sem þeim hafði verið tekið opnum örmum áður. Eitt sinn eftir allharkalega árás á vinkonu hennar, frú Asquith, pakkaði Clementine niður í tösk- urnar og fór frá Blenheim í mót mælaskyni. En vinur þeirra, skáld- ið Wilfrid Blunt, var jafn vingjarn- legur og gestrisinn sem fyrr. Þau voru um eina helgi á heimili hans í Sussex í október 1912, og það varð minnisstætt samkvæmi. Winston byrjaði að rífasl um stjórnmál við annan gest, George Wyndham, og rifrildið hélt áfram írá því að drukkið var síðdegiste, á meðan á kvöldverði stóð og allt fram til miðnættis. “Þetta var ágætt kvöld”, sagði Blunt “og við snæddum í sumar- skálanum, klædd skrautlegum Austurlandaklæðum. Clementine var í klæðum úr bróderuðu silki. sem gerð höfðu verið árið áður í Smyrna, Winston var í einni af Baghdad skikkjum minum, George var í bláum sloppi og ég var í Bedúínaskikkjunni minni...” Hann hafði tekið eftir þeim breytingum, sem- Winston- hafði tekið, eftir að hann kvæntist, og hann bætti við: “Winston var hinn rólegasti og hann var eins og þaul- æfður skylmingarmaður, þegar hann tók á móti áköfum árásum George, og sverð hans var langt. I-Iann er vissulega undraverður þessi ungi maður og skapgerð hans og gáfur hafa þroskazt stórmikið síðastliðin tvö ár.” Clementine þurfti frá því fyrsta að venja sig við hina óvenjul'egu vinnugetu manns síns. Þegar hann varð vfirmaður flotamálanna, skrif aði Edward Marsh í bréfi til vinar síns: “Hann dvelur á.skrifstofunni til a.m.k 8 á hverju kvöldi. Jafn- vel sunnudagana á ég ekki lengur út af fyrir mig. Við höfum búið okkur ti] nýtt boðorð: “Sjöundi dagurinn er hvíldardagur yfir- j mannsins Þá skaltu vinna alls I kyns verk.” Hann veitti því enn- fremur athygli, hverjum breyt- ingum Clementine hafði komið til j leiðar á Winston og skrifaði:“Hann ! er að verða fyrirmynd Tory flokk- sins. Sjómennirnir virðast meta bann mikils . Skapgerð hans hefur tekið algerum breytingum á ein- | hvern hátt og útkoman hefur orð- ið algerlega nýr maður, sem kann mannasiði og kurteisa háttu fram í fingurgóma ...” Sir Edward sálugi Marsh, sem var um árabil hægri hönd Winst- ons, varð náinn vinur þeirra, sem bæði Winston og Clementine áttu eftir að snúa sér til, þegar syrti í álinn. Eddie, eins og þau köll- uðu hann, var ágætur félagi fyrir Winston til að þrátta við og enn- fremur varð hann ágætur félagi Clementine í tennisleik. Winston hafði beðið um að Ed- vard Marsh yrði gerður að að- aðstoðarmanni sínum, þegar hann var gerður að aðstoðarráðherra í nýlendumálaráðuneytinu 1905. Marsh var ekki viss um, að sá heiður mundi verða sér til ánægju, og leitaði því álits lafði Lytton, sem þekkti Churchill vel. Eina, 16 Góða nótt — og láttu mig í friði. sagði hún við sjálfa sig, þegar hún hafði lokað dyrunum að baki sér. Hafði hún misskilið hann — hafði hann viljað kyssa hana. Kannski var þetta aðeins talsháttur hans. Það gat ekki verið neitt annað sem hefði legið að baki orðanna — ekki þegar Clive var svona nýlega dáinn — myrtur ... Hún reyndi j að herða sig upp. Þegar hann hafði ekið brott, j gekk hún inn í dagstofuna. Hún eigraði eirðarleysislega fram og aftur, kveikti sér í sígarettu.cn setti hana jafnskjótt frá sér aftur. Svo gekk hún að málverkatrön- unum og virti fyrir sér málverk það, sem Adrienne vann að. Hún hafði sagt henni að það ætti að fara á sýningu í Lichester. Það var af “vitringunum þrem” Það hlaut að vera dásamlegt, hugsaði Livvy, að geta málað, átt með því leið til að fá útrás fyrir tilfinningar sínai, vandamál. En ég hef auðvitað starf mitt, hugsaði hún, og leit á hendur sínar. Gift- ingarhringurinn glitraði á baug- fingri hennar. Stóra hringinn með græna steininum, er móðir hennar hafði gefið henni, hafði hún tekið niður og læst hann ofan í skúffu 7. KAFLl Veðrið var heitt og mollulegt. Livvy gekk út á veröndina, en eirðarleysið rak hana lengra og hún gekk niður tröppurnar, og eftir stígnum, sem lá niður að vík- inni. Á einum stað beygði stígurinn og lá fyrir tanga einn en þar sátu oft svanir á sumrin. Hún hélt á- fram fyrir tangann að stígnum, sem lá niður að vatninu. Hún stóð kyrr rétt við vatnið og horfði á hávaxið sefið við bakkana. Það var svo kyrrt. Hún leit í kringum sig, henni fannst þögnin svo ógnarlega lifandi. Skyndilega vissi hún, að hér var hún ekki ein. Hún fann einhverja hreyfingu í loftinu, áður en hún gerði sér ljóst, hvað gerðist, þaut eitthvað rétt við höfuð hennar. Hún hrökk við og veinaði upp yfir sig. Og svo brást hún alveg ósjálfrátt við. Hún þaut inn á milli trjánna þar sem þau voru þéttust Um leið og hún gerði það kom annar steinn fljúgandi og hitti hana í öxlina og féll síðan með skvampi miklu í vatnið. Liwy þrýsti sér fast að ytrjá- stofninum Hjartað barðist- 'ófsa- lega í brjósti hennar, og hún fann óskaplegan sársauka í öxlinni. Hún j stóð þarna og þorði varla að draga andann. Hún vissi, að einhver hafði með vilja miðað steininum á hana. Hún reyndi að hlusta eftir minnsta hljóði. Hún heyrði ekkert, en vissi að einhver hafði legið í leyni bak við runnana við hús Maggie. Drengirnir úr þorpinu köstuðu stundum grjóti í svanina, en lög- reglan hafði bannað það, og það voru engir svanir hér núna. Hún vissi vel að það var hún, sem hafði átt að hitta . Hún var svo hrædd, að hún skalf. ekki einu sinni, þar sem hún stóðj fast upp við tréð og hver sekúnda virtist heil eilífð. Hún hafði veináð einu sinni, en engin manneskja var nálæg nema sú, sem nú stóð bak við runnana og beið bennar Hún gat ekki staðið hérna, löm- uð af hræðslu. Hún varð að hætta á að hlaupa burtu það væri erf- iðara að hitta hana þá. Hver svo sem það var, sem ráðizt hafði að í SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY henni hér, mundi sá áreiðanlega gera aðra tilraun. Hún sárkenndi til í öxlinni. Ef steinninn hefði hitt ögn hærra, hefði hann komið í höfuðið á henni og kannski rotað hana. Hún hefði kannski fallið í vatnið — ef til vill meðvitundarlaus — og horfið í sefið. Eða ef hún hefði bara fallið í öngvit hefði sá sem steininum kastaði getað ýtt henni út í vatnið. EINHVER HAFÐI RÁÐGERT AÐ ÞAÐ FÆRI ÞANNIG FYRIR HENNI....... í blindni hljóp Livvy frá trénu og reyndi að forðast stíginn sem umluktur var runnum og trjám. í hræðslu sinni þóttist hún sjá alls kyns skugga, henni fannst hún heyra fótatak og þungan andar- drátt rétt að baki sér. Hún var heltekin svo ofsalegri skelfingu, en hugþoð sagði henni þó að það væri öruggara að hlaupa en standa kyrr. Hennai hús var nær en heimili Adrienne, svo að hún hljóp þangað eins hratt og skjálfandi fæturnir gátu borið hana. Hún leitaði í lyklakippunni meðan hún hljóp gegnum garðshliðið. Hún reikaði eins og drukkin þegar hún komst að tröppunum, en einhvern veginn tókst henni að opna dyrnar. Hún skellti dyrunum á eftir sér og athugaði hvort væri vel læst, síðan kveikti hún öb ljós og dró gluggatjöidiri fvrir eftir að hafa fu!lvissaft sis m a>' allir gluggar væru iamlegb lonaðii Og síðan — þegar hún var orðin það róleg að hún treysti sér til að tala, hringdi hún til Simonar. Hann svaraði ekki símanum strax, og hún var orðin hrædd um að hann væri ekki heima. En loks heyrði hún rödd hans. — Halló? Ó, Livvy ... .hann and- aði ótt og títt eins og hann hefði hlaupið. — Eg óttaðist að þú værir ekki j heima sagði hún. i— Eg var uppi á lofti að leita að nokkrum gömlum skjölum? Hvers ■ vegna? Hvað er að? Stamandi og hikstandi sagði hún honum allt af létta. — Vertu kyrr þar sem þú ert, égj kem eins og skot. — Á ég að hringja til lögreglunn-' ar? — Við getum talað um það, þegar ég kem. Eg verð hjá þér eftir þrjár mínútur. Opnaðu ekki fyrir neinum öðrum — ekki neinurn, heyrirðu það Eg kalla til þín, þegar ég kem. Hún lagði tólið a og fékk sér sígarettu svo settist hún í stól, enda fæturnir að gefa sig, svo mjög titruðu þeir Einhver hafði reynt að ... Ein- hver hafði viljað koma henni fyrir jkattarnef Hún efaðist ekki um, að steinnir.n hafði átt að lenda hærra . í næsta skipti mundi ó-J vihur hennar vanda sig meira, svo av honum mistækist ekki aftur ... “Fannst drukknuð í víkinni...”^ Hugsanir hennar voru nú orð-| 'nar skýrar, að öll ráðagerðin var' henni greinilega ljós. Einhver hafði ætlast til að þetta liti út sem sjálfsmorð, hún átti að hafa kval- izt svo vegna ódæðisverksins er hún framdi á manni sínum, að hún gat ekki afborið það og svipti sig lífi. Hún sat og beið eftir Simoni og vissi með öruggri vissu, að hún var í óskaplegri hættu stödd. Rorke hafði haft á réttu að standa. Símskeytið hafði verið sent til að auka á grunsemdir gegn henni og gera þær sennilegri. Einhver hafði frá upphafi verið ákveðinn í að koma sökinni á hana, með því að vefja um sig gulum trefli og bera hring með stórum grænum steini nóttina sem Clive var skotinn, Einhver — en HVER? Hún heyrði fótatak á tröppunum, — Livvy það er ég , Simon, hróp- aði hann og hringdi bjöll'unni þrisvar sinnum. Þegar hann kom inn í dagstofuna, rétti hann hendurnar fram á móti henni, síðan hrópaði hann skelfd- ur. — Öxlin á þér ... Hún hafði alveg gleymt því. Hann þreifaði á öxlinni þar sem silkið hafði rifnað. — Þeta er bara smáskeina... — En það blæðir úr ... .leyfðu mér að búa um 'sárið. — Æ, Simon, sagði hún glaðlega, — ég iít ábyggilega hræðilega út. — Eg skrepp upp og hef kjóla- skipti Blandaðu handa mér drykk á meðan 14 TÍMINN, laugardaginn 15. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.