Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 1
VORUR BRAGEDAST BEZT 38. Ibt. — Laugardagur 15. fobr. 1964 — 48. árg. 1" Aðils, Kmh, 14. febrúar. FRÉTTIR frá Washington herma, aff nokkrir fulltrúar í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi borið fram tillögu þess efn is, að opinberlega verði viður- kennt, að víkingurinn Leifur heppni hafi fyrstur fundið N - Ameriku, þar sem hann hafi komið þangað u. þ. b. 500 árum á undan Columbusi. Þá er ennfremur lagt til, að 9. október verði haldinn hátíð- legur til minningar um Leif heppna, en bað hvað hafa verið afimælisdagur víkingsins. Það voru bæði fulltrúar demó krata og republikana í deild- inni, sem báru þessa tillögu fram, vegna fornleifafunda norska fornleifafræðingsins Helge Ingstad, sem fann í fyrra norrænan bústað, sem annað hvort er frá ferð Leifs Eiríkssonar eða annarra vík- inga frá Grænlandi til Ameríku til þess að sækja þangað timb- ur, en þessi fundur Ingstad er löngu frægur af fréttum. BÚNAÐARÞING í BÆNDAHÖLL í FYRSTA SINN MISSKIIW ÞJÚÐHniUISTA AD SPORÐREKfl LflNDIÐ BÓ-REYKJAVÍK, 14. febrúar. í morgun kl. 10,30 var BúnaSarþing hið 46. sett, í Bændahöllinni í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags íslands,minntist tveggja forystumanna í búnaðarmál- um, Dags Brynjúlfssonar frá Gaulverjabæ og Valtýs Stefánssonar ritstjóra, sem létust á síðasta ári. kvaðst voná, að Búnaðarþing yndi þar vel hag sínum. Smíði hússins er nú langt komið og lánsfé feng- ið, en eftir að selja 10 milljónir í ríkistryggðum 15 ára skuldabréf um með 9% vöxtum. Lokafram- í þingsetningarræðu sagði Þor- steinn, að langþráðu marki væri náð, er Búnaðarþing kæmi saman í eigin húsi f fyrsta sinn. Stéttar- samband bænda hélt aðalfund i þessum sal á s. L hausti. Þorsteinn Póstmeistari í rannsóknarferð IGÞ-Reykjavík, 14. febrúar. RÉTTARHÖLDIN halda stöðugt áfram í Vallarmálinu. Aðalmaður- inn í málinu er enn í gæzluvarð- haldi og mun nú vera farinn að láta sig, svo rannsókn málsins er farin að ganga greiðar. Hins veg- ar mun rannsóknardómaranum ekki vinnast tími til að halda blaða mannafund í þessari viku, eins og búizt hafði verið við. Verður hann væntanlega í þeirri næstu. Mál þetta hefur leitt af sér mik- ið af Gróusögum, og veldur þar um sú þögn, sem ríkt hefur frá byrjun þess. Nú er það orðið að orðtæki manna á meðal á Suður- nesjum að menn þurfi helzt að vera san mest á ferli fótgangandi, svo almenningur haldi ekki að þeim hafi verið stungið í stein- inn. Og það sé allt að því ærumeið andi að fara upp í bíl og aka til Reykjavíkur, því þá kunni fólk að spyrja hvort maðurinn sé að mæta fyrir rétti. Vallarmálið, sem snerist upphaf- Framnalo á 15. sfðu AUSTFJARÐAFLUG! FB-REYKJAVÍK, 14. febrúar. FLUGSÝN hefur fest kaup á 7 sæta Beechcraft C-45H flugvél, sem ætlunin er að notuð verði í flugi milli Reykjavíkur og Norð- fjarðar. Til að byrja með verða líklega farnar 2—3 ferðir í viku, en annars verður fluginu hagað eftir þörfum og í samráði við Neskaupstað, sem hefur sumpart gengið í ábyrgð fyrir lánum vegna flugvélakaupanna. Félagið keypti vélina af danska flugrélaginu Trans Air, og kemur hún væntanlega til landsins upp úr mánaðamótun- um, en hún fer nú í klössun- Ekkert hefur endanlega verið ákveðið varðandi flug vélarinn ar til Norðfjarðar, en henni er ætlað að fljúga þangað eftir því sem þörf krefur og einnig getur hún lent á Vopnafirði, Borgarfirði eystra og i Heydal. Forráðamenn félagsins von- ast til þess að geta aukið starf- setnina í sumar, þegar veður fer að batna og umferð verður meiri og þá hugsa þeir sér að staðsetja fyrir austan eina af vélum Flugsýnar, Cessnu 180, 4ra sæta vél og á hún bæði að annazt sjúkraflug og leigu- flug til og frá þeim stöðum, þar sem Beechcraft-vélin getur ekki lent. Gæti Cessnan því flutt far þegana til einhvers stærri vall- anna, og þeir farið þar um borð í stóru vélina og síðan til Reykjavíkur. HU$TFJARÐARVÉLIN NÝJA, BEECHCRAFT C-4SH. Nýja vélin var, eins og fyrr myndaflug fyrir dönsku land- segir, í eigu Trans Air, en þar var hún eingöngu notuð í leigu flug með farþega og í ljós- mælingarnar en hún er sér- staklega útbúin til Ijósmynda- Framhald á 15. síðu. kvæmdir í byggingunni fara mjög eftir því, hvemig tekst að selja þessi bréf. Þess mun lengi minnzt, hve vel bændur hafa bmgðizt við þeim skatti, sem á þá hefur verið lagður til þessara stórfram- kvæmda. Þorsteinn sagði að mikið hefði áunnizt í verðlagsmálum, en full trúar bænda ættu við ramman reip að rjá, þar er neytendavaldið er, og enn væri hlutur bænda fyrir borð borinn. f kjölfar þeirra staðreynda fylgir sú ó- heillaþróun, að bændum fækkar með ári hvérju, mjög að skapi þeirra manna, sem telja þjóðar- nauðsyn, að meginhluti sveit- anna leggist í auðn, landbúnaðar framleiðsla dragist saman, fjár- magn landbúnaðarins færist yfir í aðrar atvinnugreinar og það litla vinnuafl, sem landbúnaður- inn nýtur, hverfi þaðan með fjármagninu. Eg lýsi þetta villu kenningu, sagði Þorsteinn. — Allt tal um að landbúnaðurinn sé rekinn með eintómum styrkj- um eru illkvittin ósannindi. — Þess er og von og öllu heldur vissa, að þegar nefndin, sem bændasamtökin hafa skipað, hef- ur lokið störfum, fáist úr því skorið, hver staða landbúnaðar- ins er í þjóðfélaginu og saman- borið við nágrannalöndin. Þorsteinn minntist á frumvarp ið til laga um breytingu á jarð- ræktarlögum, samið af milli- þinganefnd 1961, endurskoðað á Búnaðarþingi og lagt fyrir Al- þingi 1962, í von um að það yrði afgreitt strax. Landbúnaðarráð- herra skipaði aðra nefnd til að endurskoða frurfiv. og lauk hún því starfi eklci fyr en eftir slit Búnaðarþings í fyrra. Búnaðar- þing gat því ekki annað gert en skora á ráðherra og Alþingi, að frumv. yrði lögfest á árinu. Eii Framhald á 15. s(8u. ÞORSTEINN SIGURÐSSON frá Vatnsleysu setur 46. Búnaðarþing í Bændahöllinnl f gaer. Ljósm.: TÍMINN-GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.