Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1980, Blaðsíða 6
Presturinn hugar að hestunum. Séra Lárus í Holti að alltaf beið löggubíll meö sírenur að taka á móti einhverjum þegar komiö var til hafnar, hvort sem það var heimahöfn, eöa annars staðar. Þaö var þá vegna innbrota, eða verið að kenna mönnum krakka og þvíumlíkt. Þetta var heilmikill skóli. Undirbúningurinn í Guðfræöideild- inni var auðvitað ekki mikill í þessa veru sem þú spyrð um og ekki við því að búast, þar er reynslan kannski eini skólinn." „Nú hefurðu ekki eíngöngu verið Önfiröingum innan handar í andlegum efnum?" „Ef þú átt viö útgerðarmál, þá var það þannig, aö ég haföi verið dálítiö í bisnis fyrir sunnan og mér datt í hug, aö ég gæti orðiö að liði. Ég var einmitt formaöur útgerðarfélagsins Hjálms hérna á Flat- eyri, þegar skuttogarinn var keyptur og fór til Noregs að ganga frá kaupunum ásamt fleiri mönnum og stóð í ýmsu öðru basli meöan verið var að koma þessu í gegn. En það gengur á ýmsu í útgeröar- félögum eins og þú veist og aörir menn töldu sig þess betur umkomna að leiða málin farsællega til lykta, svo ég dró mig algjörlega í hlé í sambandi viö félagiö, en ég ætla ekki aö dæma um hvernig til hefur tekist meö reksturinn eða hvernig horfir í þeim efnum nú.“ „Þegar þú kemst í snertingu viö vestfirskt mannlíf, reyndist Guð ööru- vísi par en fyrir sunnan?“ „Eg þekkti Guð svo lítið fyrr en ég kom hingað vestur, blessaður vertu, snertingin við Guö og menn er miklu nánari hér en syöra. Uppistaðan í safnaöarlífinu er önnur, prestar syðra hafa kjarna af miöstéttarfólki gjarnan í kringum sig, hér er þetta almúgafólk, bændur sjómenn og verkamenn og svo hin nána snerting við náttúruna og almættiö í henni. Og ég veit ekki hvort það er óviðeigandi aö koma því að hér, að Önfiröingar og Dýrfirðingar hafa umborið mig þaö er alveg staö- reynd. Það er gaman aö lifa og sfarfa hérna og það er góð tilfinning að finna vélina mala í skrokknum á sér, manni verður að fyrirgefast, enda þótt maöur hafi þeyst á sjóskíðum hér um fjörðínn." „Til aö komast aftur aö hinum dýpri rökum tilverunnar: þetta eilífa spursm- ál, séra Lárus, finnst þór nútíminn fjarlægjast eöa jafnvel hafna Guði?“ „Þetta gengur í bylgjum, það varð trúarvakning í stríöinu og slík vakning gýs upp viö náttúruhamfarir og aðrar hamfar- ir í þessum heimi. Það koma hreyfingar, Jesus Christ superstar, hundómerkilegt verk, en haföi ef til vill gott í för með sér, vakti umræður og forvitni." „Trúiröu á kristindóminn sem þjóö- félagslega lausn?“ „Það var gott að fá þessa spurningu. Ég trúi á kristinn sósíalisma ekki Theo- krati eða guöveldi eins og hjá Savanor- ola, eða eins og hörmungarnar sem við sjáum í íran, þar sem trúarofstækið er að stefna einni þjóð í glötun. En það er leiðinlegur misskilningur og meinloka, aö sósíalismi og kristindómur eigi ekki saman. Það var bara tilviljun, að kirkjan var fjötruö í valdi milli- og hástéttar í Evrópu. Yfirstjórn kirkjunnar þarf að ná sambandi við verkalýðshreyfinguna eins og er aö gerast í Suður-Ameríku. Ég er ekki kommi heldur lýðræöisjafnaðar- maður, en kratar hafa jafnvel vaðiö í þeirri villu og svíma að þeir ættu endilega að vera í andstöðu við kirkjuna og sumir ungir menn þar í flokki hafa tekið þetta í arf frá foreldrum og forfeðrum sínum. Kristinn sósíalismi er að mínum dómi eina von mannkynsins, allt hefur veriö prófaö í þjóðfélagslegum efnum, ég held þetta sé eina vonin." „Nú ertu prestur í tveimur sjávar- plássum sem þekkt eru aö miklum vinnuþrældómi. Heldurðu aö þetta komi til meö að setja mark sitt á trúar- og safnaðarlíf þegar fram í sækir?“ „Allt félagslíf líöur fyrir svona hernað- arástand í vinnu og kirkjan líka, en ég held að annað verði fremur útundan en kirkjan og ég held hún komi best út af því af félagslegum stofnunum. Þaö er líka Ijóst, aö vegna hins gífurlega vinnuálags veröur fólk moira að leita til prests en ella. Áfengisvandamáliö ber auðvitað að dyrum í svona miklu vinnuálagi, en þetta á kannski eftir að jafna sig eftir þetta mikla bakslag í menningunni sem vinnu- álagiö hefur valdiö. Þetta ei óskaplegt vandamál." „Úr félagslegum hliðarverkunum vinnuþrældóms finnst mér kominn tími til aö spyrja séra Lárus um dauðann og framhaldslífiö, prestar sleppa oft frá að svara þessu beint eða svara út í hött. Þú ert nú praktiskur maður séra Lárus og vilt hafa hlutina á hreinu og vita eitthvað um gangverkiö. Gerirðu þér einhverjar hugmyndir varðandi dauð- ann og framhaldslífiö svona í praksis?" „Um framhaldslífiö veit ég ekkert meira en stendur í biblíunni og ég held að okkur sé ekki hollt að vita meira, né vera að grubla í því. Viö erum ekki undir það búin. Ég held til dæmis aö spíritsminn hafi oft á tíöum komið illu tii leiðar og gert málin flókin og trufluö og hálf ruglaö fólk í ríminu." „Nú er dauöinn þó dálítiö í sviðsljós- inu vegna aukinna rannsókna. Hvað viltu segja um þaö?“ „Já, hvernig menn deyja og hvar þeir fá að deyja. Kiibler Ross hefur sett af stað heilmikla hreyfingu: On Death and Dying. Dauöinn er kannski miklu dular- fyllri en áður; þá fæddust menn og dóu á heimilum, einn ættliður eftir annan og dauöinn var jafn eölilegur og fæöing nýs lífs. Nú deyr fólk á stofnunum og hlýtur að vera miklu ómenneskjulegra, svo við notum það tískuorð. Nú er að koma fram sú hugsun, að leyfa fólki að vera meira meö sínum nánustu. Dauðinn er fylgifisk- ur lífsins, endir hinnar jarönesku tilveru og upphaf hinnar; hann er millistigiö, skírn til nýs lífs," „Af þinni prestsreynslu séra Lárus?“ „Það er óskaplega misjafnt hvernig fólk bregst viö þeirri tilfinningu að vera dauðvona, en sannkristið fólk, — þetta er auövitaö orð sem er teygt og mistúlk- að, — það er alla jafna rólegra og kvíöir minna fyrir því sem koma skal. Dauðinn er óvinur og hrikalegur þegar hann kemur til ungs fólks, en vinur gömlu og þreyttu fólki sem lifað hefur góða og starfsama ævi." „Þú talaöir í gær um hiö paradoksala eöa meó öörum orðum mótsagnirnar í lífi kristins manns. Það væri ef til vill fróðlegt aö ræóa þaö nánar, menn gefa þessu kannski ekki daglegan gaum, enda þótt allt líf þeirra beri þess vott.“ „Já, líf kristins manns sveiflast alltaf milli mótsetninga, við erum öll í mótsetn- ingum, andstæðum og kristið líf alveg sérstaklega. Má kannski segja, aö það sé eintóm mótsögn." „Viltu gera svo vel að skýra þetta nánar.“ „Vegna þess hve kristið líf er mót- sagnakennt er það þeim mun ákafara, eða öfgafyllra; gleöin mikil en sorgin og hryggöin þeim mun meiri vegna þess að þú ert kristin manneskja. Viö fráhvarf þitt og annarra er sorgin meira yfirþyrmandi af því einmitt að þú ert kristinn, er það ekki rétt? Þar við bætist að frelsi kristins manns er meira en nokkurs annars, en auk þess er hann líka þrælbundnari en ekki væri. Kristinn maður finnur sig líka syndugan en einnig réttlættan, — þarna eru mótsagnirnar líka. Kristinn maður finnur hversu gríöarlega syndugur hann er og ófullkominn, en finnur það líka að hann er réttlættur af trú." „Telja sumir ekki aö þeir sleppi þar samanber skriftir kaþólskra?" „Menn frelsast ekki fyrir syndafyrir- gefninguna, en losna við vissan þunga af byröinni og þurfa ekki að bogna undan henni og geta staðið uppréttir og haldið áfram lífsbaráttunni." „Hvaða aðhald hefur þá trúin varð- andi lögmálið, ef þú færö syndafyrir- gefningu hvern fjandann sem þú gerir? Þaö er spurt af einfeldni og hvaö er það sem styóur aó þeirri ábyrgö aö vera kristinn maöur?“ „Lögmálið kemur auðvitað þarna til hjálpar ef við lítum til boðoröanna til dæmis, sem minna okkur á hvað við gerum rangt og hvað við erum ófullkom- in, en hins vegar á metaskafinni er fyrirgefningin, sem okkur stendur til boða ef við iðrumst af einlægni. Þar getum við ekki plataö neinn; viö getum ekki plataö Guð. Hann sér nefnilega hvað fram fer í hjarta okkar og huga." „Heldurðu aö menn séu meö ein- hverjar vangaveltur um þetta daglega, hinn almenni maöur, um synd sína?“ „Ég held það sæki nú alltaf að öllum, alténd þegar keyrir úr hófi. Það er auðvitaö sjúkt sálarlíf ef menn eru með einhverja óskaplega syndameðvitund út af öllum sköpuðum hlutum. Við vitum þaö, aö við erum öll ófullkomin og gerum alltaf vitleysur og kannski ekki ástæöa til aö fá samviskubit út af því öllu saman; það væri sjúkt sálarlíf. En ég held að almenningur hafi samvisku, það er gefiö mál." F.H.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.