Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN alltof oft séð holdsveiKÍ til þess að þyrfti að vera í vafa. Fyrr á dögum var holdsveiki algeng sjón á islandi, og í leikritinu Fjalla-Eyvindi má sjá holdsveikan mann sitja og drekka meðöðrum í sveitinni, já, hann drekkur meira að segja af sömu f lösku, en nú á dögum eru holdsveiki - sjúklingarnir horfnir úr daglegu lífi, og umburðarlyndi fyrri tíma hefur vikið fyrir óskaplegum ótta gagnvart þeim sjúku. Meðan Jónas sat og starði fram fyrir sig, var það ekki auðn öræf anna, sem hann sá, heldur holds- veikraspítalinn í Reykjavik. Þangað varð Eirikur að fara, nema — nema — hvað? Hvar gat hann falið sig? Hvað gat hann gert? Hefði hann framið glæp, gat hann flúið til annarra landa. En frá holdsveikinni var enginn f lótti. Hann stóð á fætur, og þaðgerði Eiríkur líka. Þegjandi gengu þeir niður að reiðgötunni.' — Þú ferð aftur til Skarðsstöðvar, sagði Eiríkur. — Til Skarðsstöðvar? sagði Jónas undrandi. Það held ég ekki. Skarðsstöð! Ég hef ekkert að gera þangað leng- ur. Það kemur mér ekkert þar lengur við. — Hlustaðu nú á, hvað ég segi, sagði Eirikur. Það er engin ástæða til að gera þetta erf iðara en það er. Ef ég hefði fyrir nokkrum dögum hrapað niður úr klettunum og drepið mig, væri allt eins og það er nú, og þú hefðir haldið starf inu áf ram. Það verður þú líka að gera núna. Við verðum að hugsa um Grím og þá hina. Þú rekur út- gerðina með þeim. Allt, sem ég á, er nú þín eign. Þú veizt, hvar ég hef geymt peningana mína, og þá tekur þú til þin. Síðan ferð þú til Reykjavíkur og lætur Helga Stefánsson skrifa upp skjal, sem ég undirrita og lýsi þig réttmætan eiganda að öllu.... — Já, en hvert f erð þú þá? spurði Jónas. — Það skal ég segja þér. Allt, sem ég óska eftir, er sjórinn. Ég kem aftur með þér og dvel i árdalnum fram undir miðnætti. Þú gerir bátinn kláran og setur í hann eins mikið og þú getur, og siðan rærð þú með mig þang- að, sem ég vil fara, og þar sem ég ætla að dvelja fyrst um sinn. — Hvert ætlar þú að fara? — Ot í Fulmar. — Já, auðvitað, sagði Jónas. Þarna geturðu falið þig. Er það annars nokkuð, sem þú óskar...? — Éq óska þess eins að komast út að sjónum. Meðan ég er þarna, ferð þú til Reykjavíkur. Þú getur vel sagt Helga Stefánssyni upp alla söguna. Þú getur treyst hon- um. Jónas varp öndinni þungt og beisklega. Svo gengu þeir af stað til árdalsins. Þeir töluðu lítið saman á leiðinni. Það var eins og þegjandi samkomulag á milli þeirra, að þessir sorglegu atburðir skyldu ekki ræddir. Svala barst ekki i tal, enda þótt það væri hún, sem Jónas hugsaði mest um þessa stundina. VI. Sjálfsbjargarhvöt Þeir komu í árdalinn tveim klukkustundum fyrir mið- nætti, og miðja vegu milli húss Ólafs og næstu húsa nam Eiríkur staðar, en Jónas hélt áfram til að gera bátinn kláran. — Ég kem svo á eftir þér, sagði Eiríkur. Ég verð kom- inn niður í Skarðsstöð um tólf-leytið, þá er enginn á ferli. Hann átti gamalt silf urúr, sem hann fór eftir, og hann horfði á eftir Jónasi, þangað til hann var horfinn sjón- um. Svo settist hann niður og hlustaði á vatnið í ánni, sem niðaði kliðmjúkt milli steinanna. Hann átti erfitt með allar hugsanir, það var eins og heilastarfsemin væri lömuð. Hann gat naumast séð lengra en í nánustu framtið. Hann var aðeips haldinn einni þrá,þránni eftir hafinu. Hann fann ekki til neinnar hræðslu gagnvart þeim ör- lögum, sem lagzt höfðu á hann, því að gæzka guðs gagn- vart þeim sjúku finnst hvað greinilegast í því, hvernig þeir bera jafnvel hræðiiegustu sjúkdóma. Klukkan rúmlega ellefu stóð hann á fætur og gekk af stað. Hann hafði skyndilega gert sér grein fyrir húsi Ölafs Guðmundssonar, og þá fyrst vaknaði i brjósti hans það, sem áður virtist kulnað og dautt. En glaðvakandi varð hann ekki fyrr en Skarðsstöð blasti við honum í dagsbirtu sumarnæturinnar yfir sofandi plássinu. Hann fylgdi stígnum meðfram ánni, og þegar hann kom að húsi Stefáns Gunnarssonar, var eins og sterkur mótbýr ætlaði að feykja honum f rá. Varir hans voru ná- fölar, þegar hann nálgaðist húsið varfærnislega eins og þjófur og leit upp í herbergi Svölu. Glugginn var hálf- opinn, og hann sá hvít gluggatjöldin bærast í blænum, eins og þau væru að veifa til hans. Við rimlagirðinguna nam hann staðar. Aldrei framar myndi hann fá að sjá hana, og þarna fyrir innan svaf hún rólega og hafði ekki minnsta grun um neyð hans. Hann dró andann djúpt. Þarna — næstum innan seil- ingar— lá paradis harns, og hérna stóð hann f yrir f ram- an — búinn að vera, dauður. Hann snerti rimlagirðinguna, og hélt síðan áfram — framhjá kirkjunni og prestssetrinu, húsi hans sjálfs og Gistiheimilinu, þar sem þeir Jónas bjuggu fyrst. Hann gekk framhjá skrifstof u Ólafs Guðmundssonar, þar sem naf n hans var letrað stórum stöf um. Það var sigur Ölafs ( Viltukomaútj 'að leika, Haddi? | Ég get það ekki^\ ég er að fara að leita að mömmu. J Nú; ég hélt að ^ ÍtfT þú ættir eina fyrir. Laugardagur 8. júnl 1974 illlilW: ili LAUGARDAGUR 8. júni 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Skemnitihljómsveit út- varpsins í Vinarborg leikur 14.00 Vikan, sem var. Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 tslandsmótið i knatt- spyrnu, fyrsta deild. Jón Ásgeirsson lýsir frá Akur- eyri siðari hálfleik af leik IBA og Vikings. 15.45 A feröinni. ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregir). 16.30 Horft um öxl og fram á við. Gisli Helgason tekur til umræðu útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar kom- andi. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Þegar felli- byiurinn skall á” eftir Ivan Southall 10. þáttur. Þýð- andi og leikstjóri: Stefán Baldursson. Persónur og leikendur: Palli / Þórhallur Sigúrðsson, Gurri / Sólveig Hauksdóttir, Fanney / Þór- unn Sigurðardóttir, Krissi / Sigurður Skúlason, Maja / Helga Jónsdóttir, Addi / Randver Þorláksson, Hannes / Þórður Þórðarson, Sögumaður / Jón Júliusson. 18.00 Söngvar i lcttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. "*'19.35 Svona var hann.Ragnar Þorsteinsson kennari þýðir og les sannar frásagnir af skoskum hrekkjalómi eftir Gavin Maxwell. 20.00 Frá tónlistarhátfð i Hel- sinki i fyrrahaust. Zoltán Kocsis leikur á pianó þætti úr „Kunst der Fuge” eftir Bach og Sónötu nr. 19 i D- dúr eftir Haydn. 20.30 21.15 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurlregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Laugardagur 8. júni. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili Breskur gamanmynda- flokkur. Skipting útávið. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Borgir. Nýr, kanadiskur myndaflokkur um borgir i ýmsum löndum, þróun þeirra og skipulag. Myndirnar eru byggðar á bókum eftir Lewis Munford, og i þeim er reynt að meta kosti og galla borgarlifsins. 1. þáttur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.20 Óþekkti hermaðurinnn. Finnsk biómynd frá árinu 1955, byggð á sögu eftir Vainö Linna. Leikstjóri Ed- vin Laine. Aðalhlutverk Reino Tolvanen, Kale Teuronen, Heikki Savolain- en og Veikko Sinisalo. Þýðandi Kristin Mantyla. Skáldsagan „Öþekkti her- maðurinn” eftir Vainö Linna kom út 1954 og vakti þegar mikla athygli og um- ræður. Sagan rekur feril finnskrar vélbyssusveitar i ófriðnum við Sovétrikin Sagan birtist i islenskri þýð- ingu Jóhannesar Helga árið 1971. Kvikmyndin var á sin- 1941-44, og eru atburðirnir séðir af sjónarhóli hins óbreytta hermanns. Talið er, að bókin hafi mjög bFeytt viðhorfi F.inna til styrjaldanna við Sovétrikin. 00.15 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.