Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. júni 1974 TÍMÍNN 3 FEGRUNARVIKA FER ÍHÖND stcndur líi.ji'iní 1974 Svona lltur veggspjaldið og fjórblöðungurinn út, SJ-Keykjavík. Á sunnudag hefst fegruna.rvika i Reykjavik, Hafnarfirði og nálægum þétt- býlissvæðum. Fegrunarnefndir hafa efnt til samstarfs og gefið út veggspjald og fjórblöðung, þar sem menn eru hvattir til að „rækta garðinn sinn” fyrir þjóðhátiðina. Bæja- og sveitar- stjórnir á svæðinu hafa verið velviljaðar starfi fegrunar- nefndanna og gera átak i þessu máli. En almenningur er nú hvattur til að taka þátt i almennri snyrtingu og fegrun húsa og ná- grennis þeirra. Fegrunarnefndir Garðahrepps, Hafnarfjarðar, Kópavogs Mos- fellshrepps, Reykjavikur og Seltjarnarness eiga aðild að þessu samstarfi. t fjórblöðungunum, sem nú er dreift, er verkefnalisti, sem nær til hússins og umhverfis þess og einnig garðsins. Vonazt er til að árangur verði góður af fegrunarvikunni. Merki sveitarfélaganna og þjóðhátiðarnefndar. Leikfélag Reykjavíkur og Listahótíð: SELURSNN HEF- UR MANNSAUGU Þing lamaðra og fatlaðra að Flúð- um, 6.—14. júní HP.-Reykjavik. — Dagana 6.-14. júni verður haldið þing fulltrúa samtaka lamaðra og fatlaðra Richard Beck flytur húskóla- fyrirlestur DR. PHIL. h.c. Richard Beck, prófessor emeritus, flytur opin- beran fyrirlestur við Iláskóla is- lands i boði Heimspekideildar miðvikudaginn 12. júni n.k., kl. 17.15, stundvislega i 1. kennslu- stofu Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist: Land- náma islendinga i Norður Dakóta i sögu og ljóðum. öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. (Frétt frá Háskóla íslands). á Norðurl. Er það i fyrsta skipti, sem þing af slfku tagi er haldið hér á íslandi og sækja það 31 fulltrúi frá Finnlandi, Sviþjóð, Noregi og Danmörku og sérstak- lega er boðið 2 fulltrúum frá Fær- eyjum. Islenzkir þátttakendur eru 10, auk nokkurra áheyrnar- fulltrúa. Sjálfur þingstaðurinn eru Flúðir, en þingfulltrúar munu á þessum skamma tima ferðast viða um Suðurland. Helzta mál þingsins er menntun lamaðra og fatlaðra, og einnig munu starfa umræðuhópar, þar sem rædd verða ýmis mál. Sérstaklega ánægjulegt ber að telja, að þing þetta sé haldið hér, þvi enda þótt Islenzkir fulltrúar hafi sótt þing til hinna Norðurlandanna og reynt að miðla af þekkingu sinni er heim var komið, hefur sára- litlu verið áorkað i að auka skilning hins almenna þjóðfélags- þegns á vandamálum hinna fötluðu. Nánar verður sagt frá þinghaldinu i blaðinu nú eftir helgina. - nýtt íslenzkt leikrit eftir Birgi Sigurðsson Gsal—Reykjavík — A laugardag- inn frumsýnir Leikfélag Reykja víkur nýtt islenzkt leikrit og verð- ur það framlag Leikfélagsins tii Listahátiðar 1974. Leikritið ber heitið Selurinn hefur mannsaugu, og höfundur er Birgir Sigurðsson. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson. Áskell Másson hefur samið tónlist við leikritið, og leik- tjöld gerði Jón Þórisson. Persón- ur og leikendur eru tólf, þar af eru niu stór hlutverk. Með hlutverk I leiknum fara þessir leikarar: Guðrún Ásmundsdóttir, Guð- mundur Pálsson, Þóra Borg, Val- gerður Dan, Kjartan Ragnarsson, Helgi Skúlason, Pétur Einarsson, Steindór Hjörleifsson, Sigurður Karlsson, Karl Guðmundsson, Jón Hjartarson og Harald G. Haralds. Alls verða þrjár sýningar á Listahátið: frumsýning á laugar- dag, önnur sýning á sunnudag og þriðja sýning á þriðjudag. A blaðamannafundi með Vig- disi Finnbogadóttur og Birgi Sigurðssyni kom fram, að Leikfé- lag Reykjavikur hefur stefnt að þvi að frumsýna nýtt islenzkt leikhúsverk á hverri Listahátið. Arið 1970 var Kristnihald Hall- dórs Laxness frumsýnt, 1972 Dóminó Jökuls Jakobssonar, og að þessu sinni er frumsýnt nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson. Þegar höfundur leikritsins var spurður að þvi, hvort leikritið væri tengt fyrra leikriti hans, Atriði úr leikritinu. Guðmundur Pálsson reiðir Royal Shithouse-skiltið á loft i bilasprautunarverkstæðinu. Leikararnir Pétur Einarsson, Hclgi Skúlason og Sigurður Karlsson horfa með skelfingarsvip á bægsla- ganginn i Guðmundi, en Kjartan Ragnarsson lætur sér fátt um finnast. Pétri og Rúnu, sagði hann að svo væri ekki. — ...Hins vegar er leikritið úr sama manninum, og þótt leikritin séu i eðli sinu ólik, — þá er sami grunntónninn i báðum verkunum. Birgir kvaðst vera fremur ónýtur við að skilgreina eigin verk, og sagði þá Vigdis Finn- bogadóttir leikhússtjóri, að leik- ritið fjallaði að hennar dómi um spurninguna: Hvert er verð- mætamatið i lifsþægindakapp- hlaupi nútimans? Tók Birgir undir skilgreiningu Vigdisar og sagði, að bæði verkin væru merkt þessari hugsun. — Að forminu til er leikritið raunsæilegt, sagði Birgir. Þó kafa ég á stundum i dýpra raunsæi en almennt þekkist. Vildi Birgir taka það skýrt fram, að leikritið væri ekki á neinn hátt framúrstefnuverk. — Það má segja, að leikritið sé aðgengilegt, sagði hann, þótt nafnið sé dularfullt. Samt er nafnið ekkert dularfyllra en veru- leikinn sjálfur. Kannski eruð þið blaðamennirnir selir, ég veit það ekki. — Er leikritið kannski um syndaseli? — Þeir eru allavega i álögum fyrir eitthvað sagði Birgir og hló. Það verður hlutverk áhorfandans að segja til um, hver sé óvitinn i leikritinu og hver ekki. Það verð- ur spennandi að vita, hvernig dómurinn verður, — sérstaklega fyrir okkur, sem stöndum að þessari uppfærslu. Sagði Birgir, að leikritið fjall- aði um grundvallaratriði mann- legs lifs, og hann semdi það til þess að hafa áhrif á þann veru- leika, sem hann lifði i. — Þegar maður hefur fundið sinn eigin bassa, lætur maður hann hljóma, svo lengi sem það hefur tilgang. Áður en við kvöddum, sagði Birgir: — Að lokum ein fróm ósk: Að menn hætti að lifa eins og óvitar, þvi lifið sjálft er ekki óviti. Ekið á stúlku Gsal—Reykjavik. — i gærdag um þrjúleytið var ekið á átján ára gamla stúlku i Gerðum. Hún var á gangi á mótum Garðsbrautar og Gerðavegar, þegar fólksbif- reið ók á hana. Stúlkan er talsvert slösuð, sérstaklega á fæti og i - baki. 3 á lista — og flokkurinn klofinn í þrennt! Lýðræðisflokkurinn i Iteykjaneskjördæmi, einn hinna nýstofnuðu „lýðræðis- flokka”, — flokkurinn, sem klofnaði frá Lýðræðisflokkn- um i Reykjavik eftir fyrsta sjónvarpsviðtal við „foringj- ann” i Reykjavik, — er nú klofnaður i þrjá parta, eða jafn marga parta og mennirn- ir eru, sem flokkurinn býður fram i Reykjaneskjördæmi. Það eru ekki nema þrjú nöfn á lista flokksins. Flokkurinn lekk ekki fleiri til að gefa kost á sér til framboðs. Efstur á listanum er Freysteinn „Grettistak” Þorbergsson. Sá, sem er númer tvö á listan- um litur á sig sem formann „framkvæmdanefndar flokks- ins”. Vill hann nú meina Frey- steini Þorbergssyni, efsta manninum á listanum, að koma fram fyrir hönd flokks- ins i fjölmiðlum. Björn Baldursson, sein talinn er for- maður flokksins, hefur nú af- þakkað að Lýðræðisflokkurinn i Reykjaneskjördæmi taki þátt i flokkakynningunni. Ekki er enn séð hver endanleg niður- staða verður, en heyrzt hefur, að þriðji maðurinn á listanum vilji nú ekkert nálægt fram- boðinu frekar koma og virðist þvi flokkurinn, sem býður fram þrjá frambjóðendur á lista vera þriklofinn. Sópukúlur Þetta sýnir vel, hvers konar sprell og ábyrgðarleysi er á bak við þessi sápukúlufram- boð. Þar er hvorki að baki al- vara né nokkurt afl. En sápu- kúiuflokkarnir eru óánægðir með hve litinn tima þeir fá i útvarpi og sjónvarpi til kynn- ingar á „stefnumálum” sin- um, nema Tryggvi Helgason og lýðræðisflokkur hans á Norðuiiatuli. llann lýsti yfir ánægju sinni með þann tima, sem honum var úthlutað i út- varpi og sjónvarpi, þ.e. 15 minútur i sjónvarpi, 15 minút- ur i hljóðvarpi, og jafnan tima |við aðra flokka i sérstöku út- varpi frá framboðsfundi i Norðurlandskjördæmi eystra á miðbylgju. Lýðræðis- flokkurinn i Reykjavik hefur hins vegar mótmælt þvi „ger- ræði" útvarpsráðs, að flokkur hans, sem er glænýr af nál- inni, skuli ekki fá jafnan tima og stóru flokkarnir, sem bjóða fram i öllum kjördæmum landsins. Akvörðun útvarps- ráðs um úthlutun tima til nýju flokkanna var lekin einróma með öllum atkvæðum. Gdrungar og ugluspeglar En kvörtun lýðræðisflokks- ins i Reykjavik sýnir ef til vill, hvað er talsvert hvetjandi fyr- ir gárunga og ugluspegla að stofna flokka og bjóða fram rétt fyrir kosningar i tómu spéi, eða af áhuga á að láta Ijós sitt skina i útvarpi og sjónvarpi og eyðileggja mál- efnalegar umræður „alvöru- flokkanna" og gera kosninga- baráttuna að hreinum sirkus með þvi að fá til umráða jafn mikinn tima i útvarpi og sjón- varpi og stóru flokkarnir, sem bjóða fram i öllum kjördæm- um landsins. Ef þessar sápukúlur fengju jafn mikinn tima i ríkisfjöl- miðlunum og stóru flokkarnir myndi sápukúlunum áreiðan- lega fjölga. Rúmur timi O- flokksins i kosniiigabaráttunni 1971 i útvarpi og sjónvarpi hef- ur áreiðanlega haft veruleg áhrif á áhuga sápukúlusmið- anna til framboðs nú. Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.