Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 8. júni 1974 Indriði Indriðason: HVAÐ ER AÐ VERA FANA- TÍSKUR í BINDINDIS- MÁLUM? Bindindismönnum og þó sér- staklega góðtemplurum, er oft brugðið um það, að þeir séu alltof „fanatiskir” i afstöðu sinni til áfengisins. Þetta heyrist stundum meira að segja hjá einstaklingum og jafnvel samtökum, sem hafa bindindi á sinni stefnuskrá. Góðtemplarar og aðrir þeir, sem eru bindindismenn, afneita allri áfengisnautn fyrir sig persónu- lega. Eru það öfgar? Sumir menn vilja telja sig bindindismenn, sem fá sér einstöku sinnum örlitið i glasi, við fermingu eða giftingu sina og sinna, eða ef þeir eru svo heppnir að fá boð i Indriöi Indriöason kokkteilgleðskap hjá ráðherra, en eru annars svo aðgætnir að þeir láta aldrei sjá sig ölvaða. Eru þetta bindindismenn? Ég segi nei, en þeir eru liklega það sem kallað er hófdrykkjumenn, en sá hópur manna getur engan veginn orðið „stikkfri” i augum okkar templara i baráttu okkar við áfengisöflin og áfengis- dýrkendurna. Er það þaö, sem eru kallaðar öfgar hjá okkur templurum, að vilja ekki lita framhjá þessari hófdrykkju hins æru- og værukæra góðborgara, sem aldrei fremur óspektir, sem ekki hefur valdið hneyksli með hegðun sinni? Ef það er að vera öfgafullur, að vilja ekki viður- kenna eða lita framhjá þessari lifsvenju i baráttunni móti áfengisneyzlunni, þá er ég ásátt- ur með það að vera nefndur öfga- fullur. í nýlegu dönsku blaði, las ég grein eftir danskan lækni um áfengisvandamál meðal unglinga i Danmörku, en þar segir hann, að i sumum borgum þar sé nokk- uð um það að unglingar á aldrin- um 14 til 15 ára, séu orðnir áfengissjúklingar. Rannsóknir og viðtöl við þessa unglinga, hafa i mörgum tilfellum leitt i ljós, að ölneyzla er undirrótin og ölsins hefur verið neytt (oft á tiðum) með vitund og samþykki föður eða foreldra, er hafa sagt: Það er allt i lagi að þú drekkir öl, bara ef þú lætur eiturlyfin vera. — Og svo bætir læknirinn við. „Hvenær ætl- ar almenningur i okkar bjór- þyrsta samfélagi að átta sig á þvi, að áfengi er eiturlyf.” Það er visindaleg staðreynd og nú almennt viðurkennd meðal visindamanna, að áfengið er i flokki ávana- og fiknilyfja, sem kölluð eru ýmsum nöfnum svo sem vimugjafar, fiknilyf og eitur- lyf. Hefur fjöldi islenzkra lækna látið þetta i ljós i skrifum sinum hin siðari ár, svo nefndir séu nokkrir eins og Guðsteinn Þengilsson, Baldur Johnsen, Jóhannes Bergsteinsson og Þor- kell Jóhannesson, Tómas Helga- son og Vilhjálmur G. Skúlason lyfjafræðingur. Allir þessir menn hafa látið þá staðreynd i ljós i skrifum sinum að áfengi væri ávana- eða fiknilyf. Hver vill viðurkenna „hóflega” neyzlu fiknilyfja, sem lifsvenju, er ástæðulaust sé að vara við eða telja athugaverða? Hvenær ætla islenzkir áfengisneytendur að fara að gera sér ljósan þennan sannleika. Og hvenær ætla Islendingar að hætta að telja það öfgar hjá templurum að hvers konar neyzla fiknilyfja, (jafnvel „hófdrykkja” áfengis) sé óæskileg og þess eðlis að full ástæða sé til að bindast ennþá miklu almennari samtök- um en nú er til þess að koma á breyttum siðvenjum i þessu efni. Hvar eru rökin fyrir þvi, aö barátta templara gegn fiknilyfinu áfengi sé öfgafull? Auglýsið í Tímanum Jörð til sölu Laxveiði — Trjáreki Bújörðin Þorbjargarstaðir Skagafirði ?r til sölu og laus til ábúðar strax, ásamt bústofni og vélum ef viðunandi tilboð fæst. A jöröinni er nýlegt Ibúðarhús og peningshús yfir 500 fjár, tún 20 h.a. Beitarland viðlent, girt að hluta. Hlunnindi: T'rjáreki og laxveiði. Réttur áskilinn til að taka hvaða tiiboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefa Guðmundur Árnason, simi 95-5120, Sauðárkróki, og Árni Guðmundsson, simi 95-5444, Sauðárkróki Hcyflutningur með bátum. GAMLAR MYNDIR Það er ekki beinlinis til þess að svala forvitninni, að við birtum þessar myndir, sem hér gefur að lita. Þó er hér eins ástatt og jafnan vill verða, þegar fortiðin er annars vegar: Nánari vit- neskja væri vel þegin. Sú var tiðin, að islendinga dreymdi um að grafa gull úr jörðu. Það voru settar upp til- færingar hérna i Vatnsmýrinni, sem nú má heita inni i miðri Reykjavik — en vonirnar brugðust, það fannst ekki neitt gull. En það var ekki Vatnsmýrin ein, sem talin var geyma góðmálma. Austur við Eskifjörö var grafin siflurbergsnáma, þótt ekki væri þeirri atvinnu langur aldur skapaöur. En gaman væri að vita, hvort einhverjir lesendur vita, hvenær þessar myndir eru teknar eða hvort menn þekkja þá einstak- linga, sem hér sjást leita fólginna fjársjóða. Að lokum skulum við lita á mynd, sem sýnir raunveruleg verðmæti. Já, meira aö segja raunverulegasta gull, sem þessi þjóð hefur nokkru sinni átt, is- lenzkt hey. Þaö er verið að flytja hey utan úr Breiðafjarðareyjum til lands, en eins og kunnugt er, voru úteyjar jafnan slegnar, enda hefur efalaust verið þar hið bezta engi. Það er vel ómaksins vert að gefa þessum myndum gaum og leiða hugann aö þvi, sem þær sýna. Námagröftur er i eöli sinu ekk- ert annað en rányrkja, hin bezta gullnáma gengur um siðir til þurrðar. En grasið — hin gróandi jörð — svikur okkur aldrei, svo framarlega sem viö bregðumst ekki skyldum okkar við þá mold, sem i rauninni er móðir okkar allra. úr kortasafni Jóns Halldórssonar Gullborun I Reykjavik Silfu'rbcrgsnáman við Eskifjörð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.