Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 8. júni 1974 — Þetta verö ég aö festa á filmu, sagöi Noregskonungur, tók litla myndavél upp úr pússi sinu á Lög- bergi, og Einar Agústsson, utanrikisráöherra, var alveg á sama málium dásemdir útsýnisins. Þaö er ekki gott aö segja, hvaöa oröaskipti hafa átt sér staö, þegar Noregskonungur og Jönas Kristjáns son forstööumaöur Arnagarös gáöu aö þvi, sem i Flateyjarbók stendur. Heimsókn Noregskonungs: SNÆDDI ÞING- VALLA- SILUNG í VALHÖLL BH-Reykjavik. — í gærmorgun heimsótti ólafur Noregskonungur Arnagarð i fylgd forseta- hjónanna, utanrikisráðherra og menntamálaráðherra. Við Arna- garð tóku á móti konungi Ólafur Björnsson, vararektor og Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Arnagarðs. Fór konungur um Arnagarð og lét í Ijós áhuga sinn og aödáun á þvi, sem þar var að sjá. Sérstakan áhuga lét hann i Ijós, er Jónas safnvörður sýndi honum Konungsbók Eddukvæöa og myndir af útskurðinum frá Ileggstöðum. Spuröi konungur margs og ræddi af áhuga viö starfsfólkið, sem kynnt var fyrir honum. Ólafur konungur er mikill áhugamaður um gömul fræði, og er þess skemmst að minnast, er hann sem krónprins kom hingað árið 1947 og afhenti gjöf norsku þjóðarinnar, styttu Snorra Sturlusonar, og lét við það tæki- færi falla þessi orð: — Minnismerkið er til þess gert, aö við Norðmenn viljum lýsa á varanlegan hátt, i hve mikilli þakkarskuld við stöndum við þennan ódauðlega sagnritara. Frá Árnagarði var haldið til Norræna hússins, þar sem Ár- mann Snævarr flutti snjalla ræðu, bauð hina tignu gesti velkomna, rakti sögu Norræna hússins, og bað konung að lokum að þiggja gjöf til minningar um komuna. Afhenti forstöðukona hússins Noregskonungi Kortasögu is- lands, sem hann þáði með þökk- um, og kvað sér mikla ánægju af að fá. Gekk hann siðan um húsið og skoðaði það og virtist falla þessi vottur norrænnar samvinnu sér- staklega vel. Siðan var haldið áleiðis til Þingvalla, en á leiðinni kom Noregskonungur við i sund- laugunum i Laugardal. Til Þingvalla kom Noregs- konungur rétt fyrir hádegið i fylgd með utanrikisráðherra og konu hans. Hafði gert skúr rétt fyrir komu konungs, en þegar konung- ur stóð á Lögbergi skein sól gegn- um ský og var útsýn hið fegursta. Hafði konungur orð á þvi, og tók upp myndavél sina, viðstöddum ljósmyndurum til sérstakrar skemmtunar. t Þingvallabæ staldraði konungur við áður en hann hélt til veizlu rikisstjórnarinnar að Val- höll. Þar var margt fyrirmanna saman komið, og tók Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra á móti konungi og leiddi hann að veizluborði. t hádegisverðarboði forsætis- ráðherra að Valhöll var mat- seðillinn þannig, að á borðum voru: Glóðaður Þingvallasilung- ur, steikt lambalæri og rjómarönd. t fylgd utanrikisráðherra hélt Noregskonungur siðan til Hvera- gerðis, og var viðbúnaður viða á leiðinni. Fólk hafði safnast saman, þrátt fyrir dumbungs- veður, og viða var flaggað is- lenzku og norsku fánunum. Noregskonungur heldur á gjöf frá Norömönnum á Islandi. — Ólafur Noregskonungur heilsar frú Marie Ellingsen, gömlum vini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.