Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 8. júni 1974 Hann greiðir milljónir tii þess að fá skiinað Júiíana drottning í megrun Konungafólkið i Hollandi hefur mikið gert af þvi að svelta sig að undaníörnu, og ekki að ástæðulausu. Bæði Júliana drottning og dóttir hennar Beatrix hafa verið heldur þétt vaxnar, og hafa nú náð af sér þó nokkrum kilóum, svo ekki sé meira sagt. Júliana léttist um 15 kg. og er nú sögð vera 75 kg., en Beatric losnaði við 8 kg og er nú 67 kg. í þrjár vikur, á meðan þær voru að reyna að megra sig, neyttu þær hvor um sig ekki meira en 500 kalória á dag. Myndin er af Júliönu drottningu. Mikið er um fólksflutninga Um það bil 3.7 milljónir Evrópubúa háfa flutt frá heima- löndum sinum siðustu 10 árin, að þvi er segir i skýrslum, sem gefnar hafa verið út um þessi mál. Stærstur hluti útflytjend- anna hefur farið til Astraliu, eða 1.1 milljón. Þeir, sem hafa valið sér önnur lönd til búsetu, eru sem hér segir: Til Bandarikj- anna fluttist um ein milljón. Til Kanada fóru 930 þúsund, til Suður-Ameriku um 233 þúsund manns, til Suður-Afriku 224 þús- und og til Nýja-Sjálands 150 þúsund manns. Flestir voru þessir útflytjendur frá Bret- landi, eða 1.4 milljónir. Jafnstór hópur kom frá sjö löndum i Suð- ur-Evrópu, það er frá Spáni, Grikklandi, italiu, Möltu, Portúgal, Tyrklandi og Júgó- slaviu. Tölur um útflytjendur frá öðrum Evrópulöndum voru sem hér segir: Frakkland 116,882, Sviss 54,648, Belgia 28,901, Sviþjóð 26,050, Danmörk 23,544, Noregur 21,007 og Finn- land 15, 857. Ingrid Goude, 36 ára gömul, Ungfrú Sviþjóð árið 1956, fær að minnsta kosti 150 milljónir króna, þegar hún er endanlega skilin við milljónamæringinn Jerry Ohrbach. Ástæðan fyrir þvi, að hjónin ætla að skilja, er sú, að Ohrbach hefur fengið augastað á 25 ára gamalli ljós hærðri yngismeyju. — Við erum sammála um, að ekki sé ástæða til annars en að skilja i vinsemd, segir Ingrid. Hún giftist Jerry þegar hún var 25 ára gömul. Hann var þrjátiu árum eldri, og um fátt var þá meira talað i Iiollywood, en giftingu þeirra. Undanfarin elleftu ár hefur Ingrid lifað i lystisemdum pragtunglega i Bandarikjunum, og hefa þau hjónin verið mjög ánægð til skamms tima, eins og myndin af þeim sýnir vel. Ekki sönn prinsessa Caroline af Monakó sést oft úti að skemmta sér i Paris. Móður hennar fellur það ekki, þvi hún ætlast til þess að dóttir hennar sé eins og preinsessa ber að vera, dugleg og iðin við námið, og hún á ekki að skemmta sér með hverjum sem er, heldur á hún að biða eftir hinum eina og sanna prinsi, sem einhvern tima hlýtur að birtast. Draumur Grace er, að dóttir hennar eigi eftir að giftast inn i einhverja af konungsættum Evrópu. Caroline er hins vegar enn ung að árum, og hún vill skemmta sér. Hún skilur alls ekki, hvers vegna móðir hennar hafnar öll- um heimsboðum fyrir hennar hönd. Illar tungur segja, að það sé vegna þess, að hún vilji sjálf vera miðpunkturinn i sam- kvæmunum, sem haldin eru, og þoli ekki samkeppni. Bróðir Caroline, sem hér er með henni á myndinni, skilur vel, hvernig systur hans liður. Hann skilur, að hana langar til að skemmta sér, en það nægir ekki, að hann sé skilningsrikur, sambandið milli dóttur og foreldra verður stöðugt verra. DENNI DÆMALAUSI Ég er dálitið að flýta mér núna, væri i lagi, að ég athugaði þetta seinna?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.