Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 30

Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING RÚSSNESKIR virtúósar er heiti tríós, rússnesks að sjálfsögðu, sem hefur tónleikaferðalag um landið í dag. Fyrstu tónleikar þeirra verða í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld kl. 20, en þaðan liggur leið tónlistarfólksins næstu tíu daga til Dalvíkur, Ísafjarð- ar, á Flúðir og loks til Reykjavíkur, þar sem haldnir verða tónleikar í Salnum sunnudagskvöldið 13. nóv- ember kl. 20. Auk þess mun tríóið heimsækja skóla og vinnustaði víðs vegar um landið. Tríóið er skipað þeim Dimitry A. Tsarenko, sem leikur á balalaika og er ennfremur stjórnandi og útsetjari hópsins, Nicholas A. Martynov sem leikur á bassa-balalaika og Veru A. Tsarenko, sem leikur á domra. Þetta er ekki fyrsta ferð hins rúss- neska virtúósatríós hingað til lands. Árið 2000 heimsóttu þau landið með það að augnamiði að kynna rússnesk alþýðuhljóðfæri og tónlist og vöktu þá mikla athygli tónleikagesta. Á tónleikum sínum nú mun tríóið eftir sem áður leika rússneska alþýðu- tónlist, en einnig útsetningar á klass- ískum tónverkum frá Rússlandi og víðar. Að sögn Guðbrands Sigurðs- sonar, eins aðstandenda tónleikanna, komst hann í kynni við tríóið í gegn- um rússneska sendiherrann hér á landi árið 2000, þegar hann gegndi stöðu rússnesks heiðurskonsúls á Ak- ureyri. „Þá stóðum við fyrir tón- leikum þeirra bæði á Akureyrarsvæð- inu og í Reykjavík, sem hlutu mjög jákvæða dóma,“ segir hann. Guðbrandur segist ekki vera rétti maðurinn til að dæma um hvort þarna séu sannir virtúósar á ferð, eins og nafn tríósins gefur til kynna. „En þetta er mjög sérstök tónlist sem þau leika og það er alveg satt, að þau hljóma eins og heil hljómsveit, þrátt fyrir að vera einungis þrjú,“ segir hann. Tónlist | Rússneskir virtúósar á tónleikaferðalagi um landið Tríóið „Rússneskir virtúósar“ hefja tónleikaferð um landið í dag. Alþýðutónlist og klassísk verk Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is ÖRN Magnússon píanóleikari, leik- ur prelúdíur úr síðara prelúdíu- safni Debussys á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sunnudag kl.17. Tónleikarnir eru í tónleikaröð kennara Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Örn Magnússon lauk burtfar- arprófi í píanóleik frá Tónlistar- skólanum á Akureyri árið 1979 og stundaði framhaldsnám í Man- chester, Berlín og London. Hann hefur haldið fjölda tón- leika og leikið inn á geislaplötur bæði sem einleikari og í kamm- ertónlist. Örn hefur komið fram á alþjóð- legum tónlistarhátíðum í Japan, Noregi, Finnlandi, Ungverjalandi og víðar. Hann hefur undanfarin ár ein- beitt sér að flutningi íslenskrar píanótónlistar, meðal annars eftir tónskáldin Jón Leifs og Pál Ísólfs- son. Örn hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin 2001 ásamt Finni Bjarnasyni söngvara, fyrir hljóm- diskinn með Söngvum Jóns Leifs. Prelúdíur Debussys í Sigurjónssafni Örn Magnússon píanóleikari. VINNUSTOFURNAR RE-105 eru aðsetur 5 listakvenna, sem bjóða almenningi að heimsækja sig á morgun frá kl. 14 – 18. Vinnustof- urnar eru í Skúlatúni 4, á þriðju hæð, og listakonurnar fimm eru: Aðalbjörg Erlendsdóttir fata- og textílhönnuður, Auður Bergsteins- dóttir listamaður, Dagný Sif Ein- arsdóttir myndlistarmaður, Sigríð- ur G. Sverrisdóttir myndlistar- maður og grafískur hönnuður og Sigríður Elfa Sigurðardóttir text- ílhönnuður. Verk þeirra verða þar til sýnis og sölu og boðið upp á léttar veit- ingar. Opið um borð í RE-105

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.