Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 61 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Postulínsmálun kl. 9–12. Fastir liðir eins og venjulega. Sími 588 9533. Skráning stendur yf- ir á Halldór í Hollywood. Handverks- stofa Dalbrautar 21–27 alla virka daga kl. 8–16. Félagsstarfið er öllum opið. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, föstu- daga kl. 13–16. Handverksklúbbur fyr- ir konur og karla. Kaffi að hætti FEBÁ. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Árshátíð FEB verður haldin í kvöld í Akogessalnum, Sóltúni 3. Húsið opn- að kl. 19 og hátíðin hefst kl. 20. Fjöl- breytt dagskrá: Veislustjóri Árni Norðfjörð, hátíðaræðu flytur Guðrún Ásmundsdóttir, danssýning, söngur, gamanmál o.fl. Skráning og uppl. á skrifstofu FEB og í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. bók- band, krílaðir skartgripir o.fl. Kl. 9.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna, út- skurður, baðþjónusta, Fótaaðgerð (annan hvern föstudag). Hárgreiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 11 Spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Laugardag- inn 5. nóvember kl. 13 verður okkar árlegi basar. Margt fallegra muna eins og prjónavörur, húfur, vettlingar, sjöl, armbönd, hálsmen, púðar, kort, rekaviður og margt fleira til jólagjafa. Hraunsel | Dansleikir á föstudögum, tvisvar í mánuði fram að áramótum. Húnvetningafélagið í Reykjavík | Sunnud. 6. nóv. er árlegur kirkju- og kaffisöludagur. Messa kl. 14 í Kópa- vogskirkju. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, stólræða Ingibjörg Kolka Bergsteins- dóttir. Samkórinn Björk frá Blönduósi leiðir safnaðarsöng og flytur aðra tónlist. Undirl. Elínborg Sigurgeirsd. Kaffihlaðborð í Húnabúð, Skeifunni 11 frá kl. 15. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa hjá Sigrúnu kl. 9–16, silki- og glermálun, kortagerð. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Björgvin Þ. Valdi- marsson tónlistarmaður kemur í heimsókn kl. 12. Fastir liðir. Uppl. í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30–14.30 Sungið v/flygilinn. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30– 16 dansað í Aðalsal. Vesturgata 7 | Tískusýning verður föstudaginn 4. nóv. kl. 14. Sýndur verður dömu-vetrarfatnaður frá versluninni Dalakofanum í Hafn- arfirði. Veislukaffi. Björgvin Þ. Valdi- marsson kynnir nýútkominn geisla- disk og spilar nokkur lög, kl. 15. Vinabær | Félagsvist og dans verður laug. 5. nóv. kl. 20 í Vinabæ, Skip- holti 33. Að lokinni spilamennsku verður dansað fram eftir nóttu. Fjöl- mennum og tökum með okkur gesti. Félagstarf SÁÁ. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, leirmótun kl. 9–13, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, leir- mótun kl. 13, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska – stuðningur fyrir fólk á Eyjafjarð- arsvæðinu í safnaðarheimilinu kl. 18– 20. Árbæjarkirkja | Fundur Kvenfélags Árbæjarkirkju mánudaginn 7. nóv. kl. 20. Gestur fundarins Gunnbjörg Óla- dóttir guðfræðingur, fjallar um „Við- horfsmeðferð“. Konur eru hvattar til að koma og eiga uppbyggjandi stund í góðum félagsskap. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Bridsaðstoð frá kl. 13 og kaffi. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru Kirkjuskólans í Víkurskóla næsta laugardag kl. 11.15–12. Söngur, sögur, gleði og gaman. Brúðuleikhús og fleira. Hittumst hress og kát. Sóknarprestur og starfsfólk kirkju- skólans. Kirkjuskólinn í Skaftárhreppi | Næsta laugardag, 5. nóvember, kl. 13.30 verður samvera fyrir börn í Skaftárhreppi, í Minningarkapellunni á Kirkjubæjarklaustri. (Ath. tíma- setninguna). Síðast mættu fáir og eru því foreldrar og forráðamenn beðnir að minna börnin á samveruna og koma einnig með þeim sjálf. Allir eru velkomnir. Haraldur M. Krist- jánsson. Kvenfélag Langholtssóknar | Hinn árlegi basar félagsins verður haldinn laugardaginn 5. nóv. kl. 14 í safn- aðarheimilinu. Happdrætti, tertu- og kökusala, flóamarkaður. Allur ágóði rennur í gluggasjóð. Kökur vel þegn- ar. Heimsókn frá Færeyjum Um helgina verða færeyskur prestur, Jógvan Fríðriksson, og sönghópur í heimsókn hjá Fær- eyska Sjómannaheimilinu. Í tilefni þessa verður samkoma á föstudag kl. 20.30 og laugardag kl. 20.30 verður kvöldvaka. Á sunnudag kl. 15 verður guðs- þjónusta í Háteigskirkju. Jógvan Fríðriksson prédikar. Boðið verður í kaffi í Sjómannaheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Skildinganes - sjávarlóð Hóll fasteignasala er með í einkasölu gott 206,5 fm 7 herbergja parhús, auk ca 60 fm kjallara, sem er ekki skráður hjá Fasteigna- mati ríkisins, samtals 266,5 fm. Húsið stend- ur á sjávarlóð og er vandfundinn betri staður á Reykjavíkursvæðinu. Húsið er á 3 pöllum og er afar vel skipulagt. Þetta er hús sem býður upp á mikla möguleika fyrir kaupand- ann. Verð 59,8 millj. Nánari upplýsingar veitir Kristberg Snjólfsson í síma 892 1931. DRAGSPILIÐ átti hvað lýðhylli varðar sitt gullskeið hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar, þegar færra var um fagurtónræna drætti en síðar varð. Fleira hefur breytzt; raunar líka viðfangsefni bringu- orgelsins, er nú er orðin viður- kennd námsgrein („accordeon“) í tónlistarháskólum. En hvort það hafi endilega aukið því vinsældir yngri hlustenda er önnur saga. Hitt er víst að fylgi harmónik- unnar helzt enn furðuöflugt meðal eldri borgara, eins og sjá mátti á fjölda tónleikagesta í Hafnarborg á fimmtudag. Að vanda var dagskráin örstutt; fimm lítil verk frá Asturríki- Ungverjalandi, Rúmeníu og Rúss- landi af léttari sortinni er flokka mætti í breiðasta skilningi sem sí- græna millitónlist, þ.e. af því tagi er reið húsum í ríkisútvarps- stöðvum sem alþýðlegt afþreying- arefni inn á milli gömlu stórmeist- aranna, áður en djassinn og síðar rokkið tók við á 6./7. áratug. Ant- onía Hevesi kynnti að venju og leiðrétti fyrst þann enn útbreidda misskilning að Ungversku dansar Brahms væru ósvikin ungversk þjóðlög. Heldur er iðulega um kaffihúsa- og sígaunamúsík að ræða, sem var n.k. félagslegt ígildi djasstónlistar í Vín, þ.e.a.s. 50-70 árum áður en sá eini rétti barst austur um haf. Ungverski fiðluvirtúósinn Edouard Reményi gaukaði mörgu slíku efni að Brahms snemma á ferlinum, og léku þau Tatu Kant- omaa eftir Johannes Ungverskan dans nr. 1 í G (fyrst saminn fyrir tvö píanó en seinna umritaður fyr- ir eitt) með áberandi þungstígum andstæðuköflum. Eftir Rúmenska smámeistarann Dinicu (1889-1949) léku þau fyrst Hora staccato er Heifetz gerði víðfrægt á milli- stríðsárum í sinni boganeistandi útsetningu f. fiðlu og píanó – þó hægar en vænta mátti – og síðan L’alouette með stórtækum rúbatóum í rammþjóðlegum cimbalom-stíl. Rússneski dansinn eftir Send- ereff sótti í sig veðrið eftir fremur óljósa verkaskiptingu hljóðfæranna í byrjun, og loks lagði Tatu alfarið undir sig sviðsljósið með suðandi Flugi humalflugu Rimskíj- Korsakoffs – þeirrar örskepnu er skv. útreikningum flugvélaverk- fræðinga á ekki að getað flogið en gerir það samt. Sama gerði nikk- an, og var eiginlega ekki seinna vænna, því þrátt fyrir annars nota- legt samspil þeirra félaga hafði fram að þessu lítið bólað á nafn- togaðri fimi finnska snillingsins. Gengu því allir glaðir út fyrir rest. Blítt og létt að austan Morgunblaðið/Þorkell Tatu Kantomaa og Antonía Hevesi spiluðu í Hafnarborg á miðvikudag. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hafnarborg Sígræn austurevrópsk millitónlist. Tatu Kantomaa hnappaharmónika, Antonía Hevesi píanó. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 12. HÁDEGISTÓNLEIKAR GÓÐ aðsókn hefur verið að sýning- unni Hraunblómi í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar en henni lýkur um næstu mánaðamót. Á sýning- unni eru verk eftir dönsku lista- mannahjónin Else Alfelt og Carl- Henning Pedersen sem þau máluðu á Íslandi sumarið 1948. Einnig eru þar myndir eftir Sigurjón Ólafsson og Svavar Guðnason, en Svavar var félagi í Cobra-hópnum, eins og þau Carl-Henning og Else. Sýningin, sem er mjög áhrifamikil, gefur skemmtilega mynd af því hvernig framúrstefnulistin var fyrir 50 ár- um síðan og veitir innsýn í hug- myndafræði þess tíma. Myndir Else Alfelt eru unnar með vatnslitum en myndir Carl-Hennings og Svavars með olíukrít, efni sem venjulega er notað af börnum. Í myndum sínum reyna þessir málarar að ná fram hinu einlæga og barnslega. Meðal annars þess vegna á sýningin sér- stakt erindi til skólabarna. Gefin hefur verið út vegleg sýn- ingarskrá með myndum og ítar- legri umfjöllun um listamennina. Bókin kostar 1.500 kr. og hana má panta hjá Listasafni Sigurjóns. Listasafn Sigurjóns hefur í sam- vinnu við kennara úr Félagi ís- lenskra myndmenntakennara útbú- ið kennsluefni fyrir skólaheim- sóknir og býður nemendum grunnskóla og framhaldsskóla að koma í safnið með kennurum sín- um. Kennarar og leiðbeinendur sem hafa áhuga á að koma með hóp sinn í safnið eru beðnir um að hafa samband við Listasafn Sigurjóns í síma 553-2906 eða í tölvupósti lso@lso.is. Kennsluefnið er einnig að finna á vef safnsins. Gert er ráð fyrir að nemendur og kennarar séu búnir að kynna sér það fyrir heimsókn í safnið. Hraunblóm fyrir skólabörn TENGLAR ..................................................... www.lso.is/syning-i.htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.