Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Acer CR-8530 8.3 Megapixel 6.3 Megapixel Acer CR-6530 Kr. 24.900 Kr. 23.900Kr. 14.900 Kr. 34.900 Acer CS-5530Acer CE-5330 8.3 Megapixlar Frábært verð! Tekur ljósmyndir og videomyndir(320x240) 2.5" LCD skjár, 201.096 pixlar ISO stillingar: 50, 100, 200 Auto Myndáferðir: Svart/Hvítt, Brúntóna, Sterkir litir Innbyggt flash, tíma-taka, nærmynda stilling 3x Optical Zoom, 5x Digital Zoom Linsa 7.2 - 21.6mm, ljósop f/ 2.8 - 4.8 64mb minniskort fylgir Stærð: 94 x 57 x 27mm Þyngd: 150gr. 5.0 Videoupptaka (320x240) 2” LCD skjár Iso stillingar: 50, 100, 200 Auto 3 x Optical Zoom, 4 x Digital Zoom 4x AA hleðslurafhlöður, hleðslutæki fylgir Stærð: 91x61x27 mm. Þyngd: 130 gr. Taska fylgir ArcSoft Photo Suite hugbúnaður fylgir RÉTTARHÖLDIN vegna ákærunn- ar á hendur I. Lewis „Scooter“ Libby, fyrrverandi skrifstofustjóra Dick Cheneys, varaforseta Banda- ríkjanna, fyrir meinsæri og fleiri af- brot í tengslum við Valerie Plame- málið, hófust í gær og lýsti Libby yf- ir sakleysi sínu. Málið verður afar sérstætt að einu leyti: ákæruvaldið styðst fyrst og fremst við vitnisburð fréttamanna um einkasamtöl þeirra við Libby þar sem ekki var ætlast til að heimildarmaður yrði tilgreindur. Í grein í blaðinu The New York Tim- es segir að afar sjaldgæft sé að fréttamenn rjúfi þannig trúnað við heimildarmenn sína. „Þetta er nákvæmlega það sem fréttamenn óttast mest – að þeir verði rannsóknaraðilar fyrir ríkis- valdið og verði þvingaðir til að bera vitni gegn heimildarmönnum sem þeir hafa lagt rækt við,“ segir Jane Kirtley, prófessor í fjölmiðlasiðfræði og lögum við Minnesota-háskóla. Lekinn og Libby Libby hefur orðið tvísaga þegar hann hefur verið spurður af mönnum Patricks Fitzgeralds, sérskipaðs saksóknara í rannsókninni á lekan- um í Hvíta húsinu, hver hafi sagt honum frá starfi CIA-starfsmanns- ins Valerie Plame. Embættismönn- um er samkvæmt bandarískum lög- um bannað að skýra frá nöfnum CIA-manna sem stunda njósnir. Grunur leikur á því að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu, Libby og ef til vill fleiri, hafi lekið af ásettu ráði upplýsingum um starf Plame í fjölmiðla til að ná sér niðri á eigin- manni hennar, Joseph Wilson, sem gagnrýnt hafði Íraksstríðið. Sjálfur sagðist Libby í fyrstu hafa heyrt um Plame í samtali við Tim Russert, fréttamann hjá NBC-sjónvarpsstöð- inni. En síðar komst saksóknarinn að því að Dick Cheney varaforseti hafði áður minnst á hana við Libby. Lucy Dalglish, framkvæmdastjóri nefndar sem beitir sér fyrir fjöl- miðlafrelsi, segir að málið geti orðið hættulegt fordæmi. „Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ákærurnar [á hendur Libby],“ segir hún. „Allt þetta mál byggist á framburði Russerts.“ Talið er nær víst að Fitzgerald saksóknari muni láta a.m.k. suma af þeim þrem fréttamönnum sem komu við sögu, Tim Russert, Matthew Cooper hjá tímaritinu Time og Jud- ith Miller hjá The New York Times, bera vitni í sjálfum réttarhöldunum. Annað mál er hvort þeir verða taldir trúverðug vitni. Fjölmiðlar njóta ekki hylli William E. Lawler III, fyrrver- andi saksóknari í Washington, segir að ýmislegt geti orðið til að draga úr vægi vitnisburðar fréttamannanna en kviðdómur mun, þegar þar að kemur, úrskurða í málinu. Russert sé að vísu þekktur fyrir að tjá sig skilmerkilega og sé sennilega vin- sæll maður. „Hins vegar njóta fjöl- miðlar ekki beinlínis sérstakrar hylli núna,“ segir Lawler. Lögfræðingur Coopers, Richard A. Sauber, sagði að réttarhöldin myndu ekki snúast um persónuleika þeirra sem kæmu við sögu. „And- rúmsloftið getur skipt máli þegar um er að ræða mál þar sem niðurstaðan er óviss. Ég held að þetta sé ekki mál af því tagi.“ „Alger undantekning“ Fitzgerald segist gera sé vel grein fyrir því hve viðkvæmt málið sé og það eigi að heyra til undantekninga að fréttamönnum sé gert að bera vitni um samskipti við heimildar- menn sína. Hann hafi hugsað málið vel og lengi áður en hann stefndi fréttamönnunum til sín til að bera vitni í rannsókninni en ekki átt ann- ars úrkosta, ella hefðu mikilvæg mál verið áfram óleyst. „Þetta ætti að vera alger undan- tekning,“ sagði Fitzgerald á blaða- mannafundi í vikunni. „En þegar menn eru að rannsaka glæp – og það sem gerir þetta ólíkt öðrum málum er samskipti einstaklings og frétta- manns, þeir eru sjónarvottar að glæpnum – ef menn láta þetta eiga sig og ræða ekki við sjónarvottinn væri það kæruleysi að ákæra ein- hvern fyrir glæp sem ef til vill hefur ekki verið framinn. Og þetta veldur mér ugg vegna þess að sumt af því sem hægt væri að fá að vita hjá fréttamanninum gæti sýnt fram á að ekki hafi verið framinn glæpur,“ sagði Patrick Fitzgerald. Libby-málið veldur fréttamönnum ugg Reuters Lewis Libby (t.h.) á leið í dómsal í Washington í gær en réttarhöld eru haf- in vegna ákæru gegn honum fyrir meinsæri og fleiri brot. Libby var skrif- stofustjóri Dick Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna. Allt málið sagt byggjast á framburði fréttamannsins Tim Russerts hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC Patrick Fitzgerald Tim Russert Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ’Mér rann kalt vatnmilli skinns og hörunds þegar ég las ákær- urnar.‘ ir, ungir menn sem hafa ekki við mikið að vera og eru fljótir að taka við sér þegar ólga skapast. Þeir hlaða þá vígi og kveikja í dekkj- um, segir okkur fólk sem hér hefur dvalist lengi. Það sorglegasta er að það virðist vera skotið með byssum á hvern sem er þegar grjót- kast eða eitthvað þess háttar byrjar. Saklaust fólk og börn verða fyrir þessu.“ – Eru þetta illa þjálfaðir lögreglu- menn, kunna þeir engin önnur við- brögð en að skjóta? „Fyrstu viðbrögð þeirra virðast vera þannig, eftir því sem við höfum heyrt og séð, en í gær [á miðvikudag] var sagt að þeir hefðu notað táragas. En sum börnin hafa verið með skot- sár á maga. Þeir eru ekki endilega að skjóta til að hræða fólk heldur hrein- lega til að drepa, eftir því sem við höf- um heyrt. Sumar af þessum frásögn- um höfum við fengið staðfestar og aðrar ekki. Mannfallið gæti verið meira en gef- ið hefur verið upp á sjúkrahúsunum. Vörður sem gætir hússins okkar og fleiri húsa hér sagði okkur að lögregl- an hefði skotið tvo unga menn og tek- ið líkin með sér.“ HÖRÐ átök hafa verið milli stjórn- arandstæðinga og vopnaðra lögreglu- manna í Addis Ababa, höfuðborg Eþí- ópíu, síðustu daga og hafa hátt í 40 manns látið lífið. Stjórnarandstaðan hefur skipulagt mótmæli vegna deilna um meint kosningasvik stjórnarliða í þingkosningum í maí. Andstaðan hef- ur m.a. hunsað þingstörfin. Nokkrir íslenskir kristniboðar búa í borginni og Morgunblaðið ræddi í gær við einn þeirra, Kristbjörgu Gísladóttur. Hún býr ásamt eigin- manni sínum, Ragnari Schram, og tveimur börnum í borginni og stunda hjónin nú nám í málaskóla. Síðar fara þau til starfa í afskekktu héraði syðst í landinu. „Við búum í borgarhluta sem heitir Mekanisa en við erum töluvert langt frá Merkato-hverfinu þar sem mest átök hafa verið,“ sagði Kristbjörg. „En við heyrðum skothvelli á mið- vikudag og þegar skothríðin fór að aukast var ákveðið að loka skólanum, bæði kennarar og nemendur fóru heim til sín. Við heyrðum um einn sem var annað hvort barinn til ólífis eða skotinn rétt hjá lóðinni okkar. Við vitum líka að hér hafa verið hand- teknir hópar af ungum mönnum. Stjórnarandstaðan hvatti til frið- samlegra mótmæla alla vikuna og þau hófust á mánudag, þetta byrjaði allt rólega. Við höfum á tilfinningunni að óróaseggir, ekki endilega menn sem berjast gegn stjórnvöldum, séu alltaf reiðubúnir að standa fyrir ólátum. En atvinnuleysi er mikið og víða eru reið- Virðast skjóta til að drepa Íslenskur kristniboði í Eþíópíu segir börn á meðal fórnarlamba átakanna Kristbjörg Gísladóttir kjon@mbl.is NORSKIR tollgæslu- og lögreglu- menn lögðu í gær hald á 190 kíló- grömm af kókaíni sem fundust í suð- ur-amerísku flutningaskipi. Að sögn norskra fjölmiðla er þetta mesti kók- aínfundur í sögu Noregs. Norska lögreglan sagði að sölu- verðmæti kókaínsins væri áætlað um 80-90 milljónir norskra króna, sem samsvarar um 740 til 830 milljónum íslenskra króna. Öll áhöfn flutninga- skipsins, 25 menn, var handtekin. Fíkniefnin fundust við venjulega tollskoðun í súrálsskipinu Crusader í Mosjøen í Norður-Noregi. Skipið kom frá Súrinam og flutti súrál í ál- verksmiðju Elkem í Mosjøen. Vopnaðir lögreglumenn voru sendir um borð í skipið þegar fíkni- efnin fundust, að sögn fréttavefjar norska dagblaðsins Aftenposten. Norska lögreglan sagði að ekki væri talið að ætlunin hefði verið að selja kókaínið í Noregi. Ekki væri vitað hvaðan það hefði komið. Crusader kom hingað til lands í nóvember 2003 með súrál fyrir Norðurál á Grundartanga en hefur ekki verið í reglulegum siglingum til Íslands, að sögn Smára Guðjónsson- ar, framkvæmdastjóra Klafa, sem annast afgreiðslu skipa í Grundar- tangahöfn. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi ólíklegt að hægt væri að smygla kókaíni í súrálskipum í gegnum Grundar- tangahöfn þar sem gæslan þar væri mjög öflug. Mesta kókaínsmygl í sögu Noregs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.