Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Páll Þorvarðs-son fæddist á Dalshöfða í Fljóts- hverfi í V-Skafta- fellssýslu 16. maí 1918. Hann lést á Garðvangi í Garði miðvikudaginn 26. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Pálína Stef- ánsdóttir, frá Hörgslandi á Síðu, f. 6. október 1887, d. 12. febrúar 1984, og Þorvarður Kristófersson frá Breiðabólsstað á Síðu, f. 17. janúar 1881, d. 18. mars 1958. Systkini Páls voru Stefán, f. 1911, d. 1991, maki Ragna Skúladóttir, d. 1999, Jak- ob Kristinn, f. 1913, d. 1995, maki, Þórey Magnúsdóttir, d. 1995, Rannveig Kristjana, f. 1916, maki Haukur Hall- dórsson, Ragnhild- ur, f. 1923, Krist- ófer, f. 1926, d. 1993, kona Sigrún Halla Eiríksdóttir, s. kona Sigrún Sig- urðardóttir. Páll ólst upp á Dalshöfða og tók þar við búi af for- eldrum sínum. Páll bjó alla tíð með systur sinni Ragn- hildi. Þau bjuggu og störfuðu á Dalshöfða til ársins 1989 að þau fluttu til Njarðvíkur og bjó Páll þar til dauðadags. Útför Páls verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Palli minn, nú eftir erfiðan tíma hefur þú öðlast hvíld. Þegar ég sat hjá þér þessu síðustu daga gat ég notað tímann til að minnast hinna mörgu yndislegu stunda sem þú gafst mér frá unga aldri og fram til dagsins í dag, allt frá því sem ég man eftir mér hefur þú haft mikil áhrif á líf mitt. Ég fór að koma í heimsókn til þín og frænku sem lítið barn með mömmu og pabba og fór síðan að vera hjá ykkur á sumrin, sem ég og gerði fram yfir 17 ára aldur. Í þessi ár lærði ég að með æðruleysi og iðjusemi er ekkert sem ekki er hægt að yfirstíga, þessi dýrmæta reynsla hefur komið mér í gegnum margt og mun án efa hjálpa mér í framtíðinni, Palli, þú átt stóran þátt í því að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Einnig má ekki gleyma hversu mikið af góðmennsku og gleði þú gafst af þér. Þú hafðir alltaf einhverja góða sögu að segja, skemmtilega vísu að syngja eða annað, til dæmis léttur hlátur þinn sem létti lund allra er voru nálægt þér. Ég á svo margar góðar minningar úr sveitinni með þér að of langt væri að telja þær upp. Enn ég verð líka að minnast þeirra ára síð- an þú fluttir til Njarðvíkur eftir að þú hættir búskap. Að koma í heimsókn til þín og frænku var alltaf svo gef- andi, það var eins og að fá frí frá hrað- anum í þjóðfélaginu. Að setjast hjá þér inni í stofu var eins og að vera kominn aftur upp í sveit, þú sást alltaf gamansömu hlutina í lífinu og ég er heppin að hafa kynnst sýn þinni á til- veruna. Síðan ég eignaðist fjölskyldu varst þú alltaf svo indæll við þau, og allt frá því að börnin voru kríli varstu svo góður við þau. Börnin mín, eins og öll börn sem kynntust þér, hændust að þér. Hvernig þú talaðir við þau, og náðir inn til þeirra allra, það var unun að sjá blikið í augum þínum þegar við komum með börnin, hvað þú hafðir gaman af börnunum og leik þeirra. Þau eiga eftir að sakna þín og ég er svo ánægður að þau náðu að kynnast þér, því það mun gera þau að betri einstaklingum. Elsku Palli minn, ég og fjölskylda mín munum ávallt sakna þín, en einn- ig vera þakklát fyrir að hafa fengið tíma með þér. Þú munt ávallt eiga stóran part af hjarta okkar og hug. Nú kveðjum við þig og ég veit að við hittumst aftur á þeim góða stað er þú ert nú á. Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himnum, sem eigi er með hönd- um gjört. (Síðara Korintubréf 5:1.) Haukur, Esther, Kristófer Hauk- ur, Aníta Lóa og María Tinna. Þegar ég sest hér niður og byrja að skrifa nokkur orð til minningar um hann Palla frænda þá koma óteljandi minningar upp í hugann. Tíminn sem ég átti í sveitinni hjá þér og Ragnhildi er einhver sá dýrmætasti sem ég hef átt. Ég var ekki nema nokkurra mán- aða þegar ég kom fyrst á Dalshöfða með foreldrum mínum. Tíu ára gam- all var ég í fyrsta skipti eftir hjá ykk- ur Ragnhildi ásamt Hauki bróður og eftir það vildi ég helst hvergi annars staðar vera. Nokkrum árum seinna fór svo Magnús bróðir að koma líka og vorum við þá allir bræðurnir hjá ykkur yfir sumartímann. Palli var einstakur maður. Hann kom fram við alla með sinni hlýju og virðingu. Sama má segja um fram- komu hans gagnvart bæði skepnum og landinu, allt byggðist á virðingu. Ég gleymi aldrei því trausti sem þú alltaf sýndir mér. Ég var ekki mjög gamall þegar ég fór að keyra drátt- arvélarnar og fljótlega var ég farinn að vinna á þeim um öll tún. Eftir að þú hafðir kennt mér á helstu öryggisat- riði vélanna sagðirðu mér bara að ég yrði að fara varlega og það þurftirðu bara að segja mér einu sinni því þann- ig varst þú, þú þurftir bara að segja hlutina einu sinni og það dugði og enn er ég að reyna að fara varlega í öllu sem ég geri. Ekki gekk nú alltaf allt eftir bók- inni í sveitinni en það var sama hvort það rigndi í þurran flekkinn eða að einhver vélin bilaði, alltaf tókst þú þessu á þinn einstaka rólega hátt. Ef eitthvert tæki eða vél bilaði var það lagað og ef það rigndi var bara hætt að vinna í heyskap á meðan og hest- arnir jafnvel sóttir og farið á útreiðar eða tíminn notaður til að fara í kaup- staðinn eins og við kölluðum það að fara út að Klaustri. Eftir að þú hættir búskap og fluttir til Njarðvíkur vorum við hjónin oft öf- unduð af vinum okkar því það var sama hvað þurfti að gera heima við, hvort það var að mála gluggana eða að slá blettinn, alltaf varst þú kominn, Palli, og byrjaður að hjálpa til og oft- ar en ekki varst það þú sem kláraðir verkið. Þannig var það með litla garð- húsið sem ég byrjaði að smíða fyrir börnin í baklóðinni og gekk ansi hægt að klára en þú mættir og kláraðir það og smíðaðir í það borð og stóla sem börnin leika sér mikið með. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og minni fjölskyldu, elsku Palli minn, þú varst mér svo miklu meira en frændi og í huga barna minni ert þú alltaf afi Palli. Alexander Ragnarsson. Elsku Palli, nú ert þú farinn frá okkur, en við huggum okkur við það að við vitum að þér líður betur núna. En það sem þú skildir eftir hjá okkur er svo dýrmætt að það eigum við öll eftir að geyma í hjörtum okkar. Ég gleymi aldrei fyrsta skiptinu sem ég hitti þig. Þá kom ég til ykkar Ragn- hildar á Dal, og við heilsuðumst með handabandi og hendurnar þínar voru sko ekkert venjulegar því þær voru svo þykkar og kröftugar enda var dugaðurinn og vinnusemin hjá þér al- veg með eindæmum, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, fengið að kynnast sveitastörfun- um, þú gast nú stundum hlegið að borgarbarninu í mér. Man ég eftir einu skipti þar sem ég þóttist nú geta hjálpað til við að draga lambhrútana úr fénu. Þá kom ég með einn og sagði: „Hér kem ég með einn hrút.“ Þá sagðir þú: „Ert þú viss um það?“ Ég hélt það nú, ég sagðist hafa fundið fyrir stykkinu undir honum þannig að ég var nú alveg viss en það reyndist nú vera veturgömul ær, en þessu hafðir þú gaman af. En elsku Palli minn, þú varst svo góður maður og alveg sama þótt við kæmum öll fjölskyldan til þín og Ragnhildar á Holtsgötuna, sama þótt við foreldrarnir værum að gefast upp á hávaðanum í börnunum sagðir þú alltaf að þetta væru engin læti, sagðir bara að þetta væru lífleg börn. Ég get haldið endalaust áfram að rifja upp en, afi Palli, eins og börnin kölluðu þig stundum, við erum með mynd af þér uppi við og við munum kveikja kertaljós og rifja upp allar góðu minningarnar um þig. Ég veit að þú verður ekki aðgerð- arlaus þar sem þú ert núna, því það var ekkert sem þú gast ekki gert, en þú vildir aldrei gera mikið úr allri hjálpinni sem þú veittir okkur, alltaf fannst þér þetta vera svo lítið að þú hefðir ekkert gert. Og þegar við skírðum í höfuðið á þér sagðir þú þegar verið var að óska þér til hamingju með nafnann að þetta gæti nú alveg eins verið í höf- uðið á Páli postula. Elsku Palli, takk fyrir alla hjálpina, góðsemina og hlýjuna sem þú sýndir okkur öllum. Við eigum öll stórt pláss í hjörtum okkar fyrir þig. Takk fyrir að sýna Óla Ragnari Eygló og Veigari Páli svona mikla ást og umhyggju, þau eiga eftir að minn- ast þín um ókomna tíð. Við munum hugsa áfram um Ragn- hildi og heimsækja hana og ég veit þú verður með okkur. Guð geymi þig. Bylgja. Elsku frændi. Margs er að minnast frá þeim góða tíma sem við áttum saman í sveitinni á Dalshöfða, þú sem bóndinn og ég sem sumarstrákur – litli vinnumaðurinn. Dalshöfði, þar sem að þú undir þér vel og áttir sann- arlega myndarlegt bú ásamt Ragn- hildi systur þinni eða frænku eins og hún var ávallt kölluð. Ég var svo heppinn að fá að kynnast ykkur og búskapnum þegar ég sem ungur drengur var „sendur í sveit“ eins og stundum er sagt, en þeim sex sumr- um sem ég fékk að vera hjá ykkur mun ég búa að til æviloka. Það varst þú sem kenndir mér að vinna og hugsa um náungann eins og ég vil að hugsað sé um mig sjálfan. Það var al- veg ótrúlegt að fylgjast með þér, allt- af hress og kátur, mjög ósérhlífinn, mikill vinnuþjarkur, barngóður, tryggur frændi, einstaklega þolin- móður, lúmskur húmoristi, mikill bú- maður, fróður frændi, vissir samt ekki mikið um íþróttir en hélst samt alltaf með! Svo voru það fréttirnar, ég held að þú hafir hlustað á þær allar! Ófáar stundirnar spjölluðum við frændurnir um allt og ekkert, þú sýndir mér alltaf virðingu og leyfðir mér líka að ráða – stundum. Dals- höfði var þitt heimili og þar var alltaf gott að vera, allt svo fallegt, og virki- lega vel hlúð að öllu, skepnum, gróðri, húsnæði og jörðinni sjálfri. Það sem ég mun ávallt minnast er það sjálf- stæði sem þú stóðst fyrir – að gera hlutina – og ekki bara gera, heldur að það sem maður gerir maður vel. Ég og fjölskylda mín vottum Ragn- hildi frænku,Veigu og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Palli, það hefur gert mig að betri manni að kynnast þér og vil ég fyrir það þakka. Kristinn Jakobsson. Elsku Palli frændi minn. Nú ertu búinn að fá hvíldina sem þú ert búinn að bíða eftir síðustu vikurnar. Ég á ekki til nógu stór orð til að þakka þér fyrir allar stundirnar sem ég átti með þér á stað sem okkur mörgum er svo kær, á Dalshöfða. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa lífið í sveit- inni og kynnast öllu sem því fylgir undir svo frábærri leiðsögn sem við fengum sem vorum þess heiðurs að- njótandi að fá að dvelja hjá ykkur frænku. Að flytjast burtu frá Dalshöfða og til Njarðvíkur var erfitt skref en það er óhætt að segja að það verkefni leystir þú af kostgæfni eins og öll önnur. Það var frábært að sjá hvað þú og frænka náðuð að gera margt á þessum árum eftir að búskap lauk, sem þú hefðir annars ekki náð að gera ef ekki hefði komið til þeirrar djörfu ákvörðunar að hætta búskap. Ekki skemmdi fyrir að geta haft þig nær sér þessi síðustu ár. Það væri langur listi að telja allt upp sem þú hefur kennt mér en virð- ing fyrir umhverfinu og iðjusemi eru þeir hlutir sem reynst hafa mér hvað dýrmætastir. Ég kveð þig með sárum söknuði, elsku Palli, en þú munt lifa með mér áfram í hjarta mínu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Hinsta kveðja. Magnús Friðjón Ragnarsson. PÁLL ÞORVARÐSSON Þökkum ómetanlega vinsemd og hlýju vegna and- láts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ERLENDSSONAR, Ketilsbraut 17, Húsavík. Guð blessi ykkur. Helen Hannesdóttir, Stefanía Ólafsdóttir, Bjarni Andrésson, Hildigunnur Ólafsdóttir, Auðunn Þorsteinsson, Elín Ólafsdóttir, Hjálmar Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS JÓNSSONAR frá Mannskaðahóli. Þakkir sendum við starfsfólki Heilbrigðisstofnun- arinnar Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll. Lilja Egilsdóttir, Egill Hermannsson, Juthama Baopila, Einar Halldórsson, María Jóhannsdóttir, Jón Halldórsson, Erla Eyjólfsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Óskar Stefánsson, Björn Gísli Halldórsson, Svandís Jónsdóttir, Ingibjörg Sólveig Halldórsdóttir, Bjarni Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI SIGHVATSSON, Dyngjuvegi 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 31. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Guðrún Jónsdóttir, Sighvatur Sævar Árnason, Þórhalla Arnljótsdóttir, Ásta Árnadóttir, Gunnar Árni Ólason, Kristín Árnadóttir, Hlynur Reimarsson, afabörn og langafabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför systur okkar, INGVELDAR JÓNATANSDÓTTUR, Laufvangi 8, Hafnarfirði. Sigríður Jónatansdóttir, Ingibjörg Jónatansdóttir. Elskuleg móðir mín, SESSELJA BENEDIKTSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu, Dalbæ, fimmtudaginn 20. október, verður jarð- sungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 13.30. Ólafur Níelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.