Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 28

Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Yfir 30% munur var á hæstaog lægsta verði á tuttugutegundum lausasölulyfja íverðkönnun sem verðlags- eftirlit ASÍ gerði í apótekum sl. þriðjudag. Kannað var verð á 29 teg- undum algengra lausasölulyfja. Lyfjaver við Suðurlandsbraut reyndist oftast vera með lægsta verðið, eða í 23 tilvikum af 29. Lyf og heilsa við Melhaga voru oftast með hæsta verðið, eða í 18 tilvikum. 70% verðmunur á Paratabs Mestur verðmunur í könnuninni var á 30 töflum af Paratabs sem kostuðu mest 332 kr. í Lyfju en minnst 195 kr. í Lyfjaveri, sem er rúmlega 70% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á Otrivin un- konserveret nefúða sem kostaði mest 475 kr. í Lyfjum og heilsu og Skipholtsapóteki en minnst 308 kr. í Lyfjaveri, sem er tæplega 55% verð- munur. Mesta verðlækkunin í Garðsapóteki Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ, segir að í síð- ustu verðkönnun verðlagseftirlitsins á lausasölulyfjum í apríl sl. hafi verð verið skoðað á 13 af þeim lyfjum sem könnuð voru nú. Verð þeirra lyfja hefur að meðaltali lækkað um 1,7% milli kannana. Mest lækkun hefur orðið í Garðs- apóteki við Sogaveg þar sem með- allækkunin er tæplega 12% frá því í síðustu könnun. Mest hækkun hefur hins vegar orðið hjá Lyfjum og heilsu þar sem verð þessara lausa- sölulyfja hefur hækkað um 1,7% að meðaltali frá því í apríl. Könnunin var gerð í eftirfarandi apótekum: Apótekaranum í Þöngla- bakka 1, Apótekinu í Hverafold 1–3, Árbæjarapóteki í Hraunbæ 102b, Garðsapóteki á Sogavegi 108, Lyfj- um og heilsu í Melhaga 20, Lyfju á Egilsstöðum, Lyfjavali í Þöngla- bakka 6, Lyfjaveri á Suðurlands- braut 22, Rimaapóteki í Langarima 21 og Skipholtsapóteki í Skipholti 50b. Eitt apótek neitaði þátttöku í könnuninni, Laugarnesapótek við Kirkjuteig. Um beinan verðsamanburð er að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.  VERÐKÖNNUN | Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á lausasölulyfjum Lyfjaver með lægsta verðið Morgunblaðið/Arnaldur Alls var 70% munur á hæsta og lægsta verði á 30 töflum af Paratabs. Ásta S. Helgadóttir, lögfræðingur og forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir að ákveðið hafi verið að fara af stað með Netspjallið sem tilraunaverk- efni til að auka þjónustuna við landsmenn í þeirri von að fólk leiti sér aðstoðar fyrr. Ásta bendir á að Netspjallið sé einnig mikilvæg við- bót við þjónustuna til landsbyggð- arinnar, en skrifstofa Ráðgjafar- stofu er í Reykjavík. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ætlað er að auka og einfalda aðgengi og bæta með því þjónustu við almenning um land allt. Net- spjallið hóf göngu sína 13. október og því lítil sem engin reynsla komin á það enn. Búist er við að Net- spjallið minnki álag á símatímum og auki aðgengið að þjónustu Ráðgjaf- arstofunnar. Frá stofnun Ráðgjaf- arstofunnar hafa um 6.000 fjöl- skyldur á Íslandi fengið aðstoð við að leysa úr fjárhagsvandræðum sín- um. Auk þess hafa nokkur þúsund manns fengið ráðgjöf símleiðis. Á vef Ráðgjafarstofunnar er einnig að finna allar upplýsingar um Ráðgjafarstofuna, þjónustu hennar og ýmsar almennar upplýsingar. Þjónusta Ráðgjafarstofu er óháð búsetu og endurgjaldslaus. Ráðgjaf- arstofa um fjármál heimilanna var upphaflega sett á laggirnar sem til- raunaverkefni af félagsmálaráðu- neyti árið 1996. Í febrúar á þessu ári var undirritað nýtt samkomulag um rekstur stofunnar með aðild fjórtán samtaka, stofnana og banka, m.a. Reykjavíkurborgar, Rauða kross Íslands, BSRB, Íbúðalána- sjóðs, ASÍ og Þjóðkirkjunnar. „Hlutverk Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna er að veita fólki RÁÐGJAFARSTOFA um fjármál heimilanna hefur nú aukið þjónustu við landsmenn með því að bjóða upp á svokallað Netspjall. Með Net- spjalli er unnt að komast í beint netsamband við starfsmenn Ráð- gjafarstofu en Netspjallið kemur til viðbótar við símaráðgjöfina sem boðið hefur verið upp á frá opnun Ráðgjafarstofunnar árið 1996. sem á í verulegum greiðsluerf- iðleikum og komið er í þrot með fjármál sín endurgjaldslausa ráð- gjöf. Ráðgjafarstofan skal veita fólki aðstoð við að fá yfirsýn yfir stöðu mála, hjálpa því við að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og hafa milligöngu um samninga við lánardrottna ef þess er þörf. Þá skal Ráðgjafarstofan veita alhliða ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna með útgáfu sérstakra bæklinga og fræðsluefnis,“ að því er segir í upplýsingaefni um Ráðgjaf- arstofuna.  NEYTENDUR Netspjall um fjármál heimilanna Netspjallið er með þeim hætti að notendur fara inn á vef Ráðgjafar- stofunnar, www.rad.is, eða inn á www.fjolskylda.is og fá beint sam- band við starfsmann stofunnar en samskiptin minna á netsamskipti um forritið MSN. Á afgreiðslutíma Ráðgjafarstofunnar er alltaf starfsmaður á vakt til að svara fyrirspurnum sem berast með þessum hætti. Afgreiðslutíminn er 9–12 og 13–15 alla virka daga. Einn- ig er hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið rad@rad.is. &  "#    $()  %**+ "&    4  $  &  #   $ ,       4  $ -%   )     4  $ , *     4  $ , ##  -14$$C    4  $ , ##  -14$$C   4  $ , * .   4RG 4=4   4  ,&   4RG  4  /&)  4RG  4=4    4  0&1&   G# 4 $44G#  4=4   4  2    & & &  G# 4 $44G#  4=4   4 3 4   $ &$(( $  $C #   -"()  4   $ 5 &# 4 )" " %" 4$"$   $ 0 6 & 74 G44C 4=$  $ 0 6 &&  G#  4=4 -&8 *& $  4$"  4= 4   4 9  6 4 : 4RG  4  :  4$:     4  $ ;& & &=4$:4 " !6O$$&#    $  8 $:)6G(   4  $ <  6  $& ((   4  4 3 *  # * & R 4 " )G#$6G-  4  4=  =    -"(  4=4   4 >&6   &=5! @$  4 /%&  ) ( C 4 3   &=!& $ -"(  4=4   4 , *&  &=)5 G$ )5$5(  4=4   <&&#;& & !O  #- " & 6$ - ) ( E  4   -, .                                                                                                               # C O4 H                                                                                                                                 ! " #                                  $ ! " # % %                        $ ! " #      !                          #    $                                     & $ ! " #   %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.