Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 16.03.2003, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 Lárétt 1.Söngur um íslensk nes og enska sól sem sofa. (6,5) 5.Drykkjurútur sem varð pylsa. (8) 8.Tvennd Bolla á borði. (8) 9.Ó, styrkja stuttir verða ávítur. (12) 10.Hefðbundin verðlaun í ævintýrum. (9) 11.Eyru stjúpsonar Þórs finnast við hjartarætur. (10) 12.Fimm eru þrúguð af þrákelknum? (10) 17.Steinsalt felur öðru hverju þing. (5) 19.Lögheimili Örvars og Boga? (9) 20.Lán á málmpinna. (3) 21.Borði í tré? (5) 22.Sveigja í kringum vín? (4) 24.Inna kall af hendi? (8) 25.Vatnanaðra finnst í garði þínum. (11) 26.Eftirlætisgrjót augans. (10) 27.Skans úr gaddavír til skrauts. (9) Lóðrétt 1.Grípa buxur frá Papey og það engar venjulegar buxur. (6) 2.Aðeins 49 ungar veiða fiska. (8) 3.Sá sem hamlar glefsar í fatnað klæðskiptings. (9) 4.Handóður veldur andstreymi. (7) 5.Moka flikki. Góð veiði. (7) 6.Afla uns fær fyrirgefningu. (7) 7.Blaðra fleira með upphaflegu paufi. (7) 9.Ó tré elskandi er ekki enn óásættanlegur. (10) 12.Þrá sinnisveikan aftur og aftur? (9) 13.Hjón eru send lund’ frá ? (11) 14.Sá rann af bókum fullan. (8) 15.Barði ötull? Erlendur. (9) 16.Kyrjaði samlandi? Raul. (9) 18.Gat illa með uppástungu. (7) 19.Hávaði í reiðskjóta Sancho? (8) 23.Og verk finnst á fjöru. (6) 1. Hvaða dúett skipa þeir Birgir Hilmarsson og Kjartan F. Ólafs- son? 2. Í hvaða listageira starfar John Sayles? 3. Hvaðan er hljómsveitin Fendrix? 4. Hvar er Breiðumýri? 5. Fyrir hvern hannar Tom Ford? 6. Í hvaða kvikmynd kemur persón- an Kiddi beikon fyrir? 7. Hvað heitir nýi bassaleikarinn í Metallica? 8. Hvar opnaði listmálarinn Helgi Þorgils sýningu á dögunum? 9. Eftir hvern er leikritið Lýsistrata? 10. Hvert er fornafn frægustu systur Kylie Minouge? 11. Hver er besta plata allra tíma að mati breska tónlistarvikurits- ins NME? 12. Hjá hvaða fyrirtæki starfar Skúli Malmquist? 13. Hver leikur aðalhlutverkið í Ör- vita af ást? 14. Lilja 4-Ever er þriðja mynd hvaða leikstjóra? 15. Hvað heitir þessi hljómsveit og hvaða útgáfufyrirtæki gefur þá út? Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. 1. AmPop. 2. Kvikmyndageiranum. 3. Hún kemur frá Hafnarfirði. 4. Í Þingeyjarsveit. 5. Yves Saint- Laurent. 6. Nóa Albinóa. 7. Robert Trujillo. 8. Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. 9. Ari- stófanes. 10. Dannii. 11. Samnefnd plata The Stone Roses. 12. Zik Zak, kvikmyndagerð. 13. Adam Sandler. 14. Lukas Moodysson. 15. Þetta er bandaríska hljómsveitin Pavement. Domino gefur þá út. LÁRÉTT: 1. Samtvinna. 5. Sólmyrkvi. 9. Kvennagull. 10. Garðhrífa. 11. Afleitlega. 13. Njúton. 15. Varnagli. 17. Guðatala. 19. Voða- maður. 21. Skeldýr. 22. Helsingjabotn. 23. Lúskra. 24. Gjöra. 25. Aðsókn. 28. Hnakka- dramb. 29. Auðna. 30. Ættniður. LÓÐRÉTT: 1. Sokkaplögg. 2. Tangerína. 3. Neg- ulnagli. 4. Aflögun. 5. Sigyn. 6. Moð. 7. Rör. 8. Vafningar. 12. Kjaftaskjóða. 14. Tvíburabróðir. 16. Leiðbeina. 18. Tindar. 19. Villiöndin. 20. Bensín. 21. Sæludagar. 22. Hugskot. 26. Ansa. 27. Ambur. Vinningshafi krossgátu Kristín Helga Gísladóttir, Álfaskeiði 104, 220 Hafnarfirði. Hún hlýtur í verðlaun bókina Napóleonsskjölin, eftir Arnald Indriðason, frá Vöku-Helgafelli. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU         Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Sunnudagsblaðsins, Morgunblaðið, Kringlan 1, 103 Reykjavík. Skila- frestur á úrlausn kross- gátunnar rennur út fimmtudaginn 20.mars. Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölu- lista, sem birtur er í Morgunblaðinu. VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA. K r o s s g á t u v e r ð l a u n HEIMILSFANG PÓSTFANG NAFN Um daginn fór ég sem dæmi í smá-vægilega læknisrannsókn sem gerir kröfur til að vera vel fastandi. Ég hafði haft slæma flensu dagana á und- an með miklum bein- verkjum en var held- ur skárri daginn sem rannsóknin var svo ég lét slag standa. Ég skundaði út nokkuð sóttheit og svöng en hugsaði einbeitt til formóður minnar Ólafar ríku á Skarði og frammistöðu hennar sbr. „Ekki skal gráta Björn bónda heldur safna liði“ þegar ég sá að það voru harðsvíraðar frostrósir á bílrúð- unum. Mér til stórrar armæðu reyndist raflæsingin á framhurðinni bílstjóra- megin líka harðfrosin. Ég náði þó að opna með hörkunni, ná sköfunni og taka til starfa. Að gluggahreinsuninni lokinni hugðist ég fara af stað en þá vildu dyrnar ekki lokast, hvernig sem að var farið. Ég var orðin tímabundin og dóttir mín sem ætlaði að fá far var að verða of sein. Ég ákvað því að fara af stað með dyrnar opnar í trausti þess að hægt yrði að loka þegar bíllinn hitnaði. Ég hafði gripið með mér hvítan ull- artrefil og hafði nú snarar hendur, þræddi trefilinn inn í handfang hurð- arinnar og fékk enda hans báða í hend- ur dóttur minnar. Við ókum svo sem leið lá áleiðis í skólann hennar og hafa ábyggilega flestir sem á annað borð litu inn í bílinn dáðst að hvað þar færu nánar mæðgur, trefillinn var svo stutt- ur að hún þurfti að hallast mjög að öxl minni – einkum í beygjum. Á leiðinni varaðist ég að hugsa um hvað ég ætti að gera ef hurðin léti sér ekki segjast við hlýjuna frá miðstöð- inni. En allar ferðir taka enda – líka ferðin í skólann. Fyrr en varði sat ég ein með hvíta trefilinn í höndunum og velti fyrir mér hvað ég ætti nú til bragðs að taka, dyrnar lokuðust ekki. Tíminn var naumur og ekki hægt að bíða eftir leigubíl svo ég brá á það ráð að binda trefilinn sem enn var þræddur í handfangið utan um lærið á mér. Ég viðurkenni að það tók talsvert í lærið í stórum beygjum en það tók aftur nokk- uð hraustlega á móti – þakka skyldi æf- ingum í fótaglennutæki í heilsurækt- arstöð. Þegar verst gegndi ók ég eins og „Bjössi á mjólkurbílnum“ með aðra hönd á stýri en hjálpaði hvíta treflinum með hinni. Jæja, ég komst á leiðarenda og var mjög létt. Nú var bara eftir að ákveða hvað gera ætti ef hurðin hefði enn ekki þiðnað nóg til að lokast. Svo reyndist ekki vera. Ég velti fyrir mér að binda trefilinn í stýrið og skríða út farþega- megin en hvarf frá því ráði vegna þess að ég taldi að slíkur umbúnaður vekti kannski athygli á að bíllinn væri opinn – ekki að það væri neinu að stela nema gömlu barnasæti eða þá bílnum sjálf- um. „Verði þeim að góðu sem það ger- ir,“ tautaði ég og lagði hurðina að stöf- um að svo mæltu og skjögraði inn í læknisskoðunina. Hún tók enda og eiginmaður minn mætti á staðinn til að taka að sér bíl- stjórahlutverkið. „Bíllinn vill ekki lokast. Ég hugsa að þú verðir að binda trefil um lærið á þér, en ég held að ég sé of máttlaus til að halda honum,“ sagði ég veikri röddu. „Hvað áttu við?“ sagði maðurinn minn og leit á mig tortrygginn, - áleit greinilega að ég hefði eitthvað ruglast í ríminu við lyfjagjöfina fyrir aðgerðina. En hann komst fljótlega að því hvers kyns var með bílinn. Hins vegar leit hann ekki einu sinni á hvíta trefilinn, bjargvætt minn, heldur ýtti snarlega með lyklinum upp einhverjum pinna í lásnum og þar með skall hurðin sam- stundis í sitt rétta far – auðvelt þeim sem hæfileikana hafa. Eftir þess reynslu lyfti ég ekki lengur brúnum með vantrúarsvip þegar vinkona mín kvartar öðru hvoru yfir því að rafsam- læsingin á bílnum hennar fari úr sam- bandi í frosti, þannig að dyrnar að framan opnist ekki og hún verði því að fara inn um afturdyrnar og skríða yfir í framsætið með ærinni fyrirhöfn – sem ekki síst er mikil ef hún er í þröngu pilsi og háhæluðum skóm. Við vinkonurnar höfum síðan þetta gerðist átt gagnmerkar viðræður um þetta raflásavandamál og loks ákvað ég að hringja í bifvélavirkja til þess að fá upplýsingar um hvað gera skuli í svona tilvikum. Hann kvað vandamálið vera það að stundum kæmi raki í svona lása. Eina ráðið væri þá að rífa lásinn í sundur, þurrka hann og bera í hann ol- íu. – En þetta getur getur fólk varla gert sjálft, – í það minnsta vex mér það nokkuð í augum. Við vinkonurnar höf- um ákveðið að sjá til því sem betur fer er að koma vor og sumar og því engin ástæða til að vera að ergja sig á frosn- um lásum fyrr en þá næsta vetur. Kannski „batnar“ líka bílnum þess slæmska í lásnum í sumarsólinni, ef ekki þá – „den tid den sorg“, bjartsýni skaðar ekki. Þjóðlífsþankar / Hvað á að gera við frosna bílhurðalása? Vetrarævintýri ALLIR vilja fá sitt „kikk“ út úr lífinu. Sumir fá það með því að stunda milljarða kauphallarviðskipti en þeir sem ekki eru þannig í sveit settir fá sitt „kikk“ eigi að síður – amstur hversdagslífsins sér um það. Hver dagur ber í skauti sér mis- jafnlega ævintýralega viðburði og/eða erfiðleika sem reyna jafnvel á stundum til hins ýtrasta á hugmyndaflug og útsjónarsemi. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.