Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: West Avant og Hanse koma í dag Vigri fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14 Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu á sunnudögum kl. 11. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist í Garðaholti sem átti að vera 20. mars er frest- að til 27. mars. Kvöldið verður í umsjá Kven- félags Garðabæjar og hefst kl. 19.30. Rútu- ferðir samkvæmt venju. Félagsvistinni sem vera átti í Garða- holti 28. mars er frest- að til 4. apríl kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Forsetinn kemur í heimsókn kl. 15, uppl.s. 553 5375 og 551 8886. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Aðal- fundur verður á fimmtudag. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, dans- kennsla fellur niður. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Lög- reglan, Hópbílar hf.Ís- landsbanki og Trygg- ingamiðstöðin hf. bjóða uppá fræðslu og skemmtiferð fimmtu- daginn 20. mars kl. 13. Farið verður í þjóð- menningarhúsið á Hverfisgötunni þar sem boðið verður uppá leiðsögn á þrem sýn- ingum. Hægt verður að fá keyptar kaffiveit- ingar. Upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60 mánudagskvöldið 17. mars kl. 20. Bibl- íulestur. Allir karl- menn velkomnir. Ferðaklúbburinn Flækjufótur Skráning er hafin í sumarferðina sem farin verður dag- ana 19.–23. júlí nk. Uppl. í síma 898 2468. Kvenfélagið Keðjan heldur fund mánudag- inn 17. mars, í Húna- búð Skeifunni 11. klukkan 20. Gaui litli verður gestur fund- arins. Minningarkort Samúðar- og heilla- óskakort Gídeon- félagsins er að finna í anddyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða kom- ið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru afgreidd á skrifstof- unni, Holtavegi 28 í s. 588-8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkorta- þjónusta. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og Heilsu verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500.- Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vesturlandi: Akranes: Hagræði hf., Borg- arnes: Dalbrún, Bráka- braut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf, Hrannarstíg 5. Í dag er sunnudagur 16. mars, 75. dagur ársins 2003. Gvend- ardagur. Orð dagsins: En Guð, sem veitir þolgæðið og hugg- unina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú, til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Róm. 15, 5.-7.) Á Netinu fer frammikil og lífleg um- ræða um allt milli him- ins og jarðar. Þar er að finna fjölda stjórn- málavefja þar sem áhugamenn um stjórn- mál láta skoðanir sínar í ljós. Nú þegar óðum dreg- ur að kosningum verður umræðan stöðugt líf- legri og daglega birtast nýjar greinar um menn og málefni.     Stjórnmálaumræðaner þó langt í frá bundin við hina hrein- ræktuðu stjórnmálavefi. Þannig er að finna á vefnum jpv.is, vef út- gáfufélagsins JPV, hug- leiðingar rithöfundarins Guðbergs Bergssonar um þjóðmál.     Í nýlegum pistli segirGuðbergur: „Hvor höndin er betri, sú bláa eða blá- bjánalega? Þannig staða er kom- in upp að hluti kjósenda mun ákveða í næstu kosningum hvora hann vilji láta stjórna sér næstu fjögur árin til ei- lífðar?     Auðvitað er hægt aðkjósa hendur ann- arra flokka, en und- anfarna daga mætti halda að ekki væri ann- að val. Það er oft í lífinu, en oftar í stjórnmálum, að ef einhver heldur stöð- ugt áfram að djöflast á sama hátt gegn öðrum, verður hann að lokum verri en andstæðing- urinn. Baráttan núna gæti endað þannig að sú sem hélt sig hafa öll spil á hendi hafi í lokin fá.     Æsingurinn gegnþeirri bláu náði há- marki þegar forsætis- ráðherraefni flokks, sem ég nenni ekki að nefna, gaf í skyn í ræðu að það væri með fyrirtækja- vænni fingur. „Efnið“ með ósk- hyggjutitilinn hafði reyndar sýnt áður fyr- irtækjagæsku með því að styðja með uppréttri R-listahendi „mestu framkvæmdir í Íslands- sögunni“ sem munu veita um 700 manns vinnu!     Blábjánalega örvænt-ingin við að koma Davíð frá völdum er orðin svo þorpslega reykvísk að Hallgrímur Helgason, rithöfundur, gæti harmað að hafa verið „fyrstur“ í að vera svo sniðugur að gera tveggja manna tal sitt við höndina að fjöl- miðlamat, en má ekki iðrast svo að hann hætti að skrifa snilldarverk og telji sig vera álíka mikið menningargat og það sem opnaðist í stjórnmálum þegar sú fyrirtækjavæna vildi verða efst á Baugi og hélt innreið sína í lands- málapólitíkina eins og Messías í meyjarham. “ STAKSTEINAR Blá hönd eða blábjánaleg Starfslok ÞAÐ er kaldhæðnislegt að fylgjast með umræðunni um tuga og hundraða millj- óna króna starfslokasamn- inga við nokkra yfirmenn og forstjóra, fyrir það eitt að hafa unnið vellaunuðu vinnuna sína, ýmist vel eða illa, svona eins og gengur, á sama tíma og þessu svo- kallaða „Geirfinnsmáli“ skýtur upp eina ferðina enn. Þar virðist alveg ljóst, að réttarglæpur hafi verið framinn. Þar voru nokkrir „óheppnir“ einstaklingar sakfelldir og dæmdir til þungra refsinga og/eða mannorðsmissis, án sann- ana eða fullvissu þess að nokkrir glæpir hefðu verið framdir að því er virðist. Sem þrautpíndur starfs- lokasamningagreiðandi vil ég mælast til að viðkom- andi yfirvöld hysji upp um sig og hætti að misbjóða réttlætiskennd almennings og geri líka viðunandi starfslokasamninga við þessa miðaldra sakborn- inga sem urðu svo óþyrmi- lega fyrir barðinu á „rétt- lætinu“ fyrir þrjátíu árum í stað þess að reyna að við- halda þessum dómsúr- skurðum sem allir sjá nú í dag að voru hreinn skrípa- leikur. Þetta er fólk sem þjóðarsálin vill gera starfs- lokasamninga við, fremur en fyrrnefnda forstjóra. Það er aðeins spurning um hvenær en ekki hvort yfir- völd hreinsa opinberlega mannorð þessara sönnu fórnarlamba Geirfinns- og Guðmundarmála. Íslenskir dómstólar verða að gera hreint fyrir sínum dyrum og viðurkenna mistök sín, svo þeir haldi virðingu sinni óskertri, og þótt fyrr hefði verið. Jónatan Karlsson, Hólmgarði 34. Um fasteignasölur ÉG hef lengi ætlað að fjalla um fasteignasölur almennt en ekki komið því í verk, fyrr en nú. Ástæðan er bitur reynsla fólks sem ég þekki vel, sem hefur verið hlunnfarið, eða notið lélegrar eða rangrar ráðgjafar fasteignasala og tapað stórfé af þeim sökum. Það var því ánægjulegt, að lesa grein í Fasteigna- blaði Mbl. sl. þriðjudag þar sem talað er við nýkjörinn formann fasteignasala, Björn Þorra Viktorsson. Er von, að mörgu fólki létti við lestur þeirrar greinar. Orðstír Félags Fast- eignasala hefur því miður ekki verið traustsins verð- ur undanfarin misseri. Ég þekki fólk, sem var í sann- leika sagt hrætt við að selja fasteign sína af þeim sök- um. Það á ekki að vera nein ástæða fyrir að fólk al- mennt gangi með hnút í maganum af hræðslu við að ganga inn fyrir þröskuldinn hjá fasteignasala sem það vill eiga viðskipti við. Auð- vitað er vitað, að flestir eru traustsins verðir og strang- heiðarlegir í viðskiptum sínum en því miður finnast aðrir sem eru það ekki og koma óorði á hina og er það miður gott. Í umræddri grein kemur fram að menntun og starfs- reynsla nýrra fasteignasala er ósköp lítil. Aðeins einn mánuð á fasteignasölu og starfsreynsla hjá sýslu- manni í eina viku til að geta opnað nýja fasteignastofu. Í flestum greina iðn- menntunar er krafist fjög- urra ára náms, svo og í mörgum öðrum greinum. Ég vil því óska Birni Þorra til hamingju með nýtt starf og veit að honum mun takast að hreinsa til í ranni F.F. svo vel sé. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Tapað/fundið Gullkross týndist GULLKEÐJA sem á var kross með steinum og gull- hjarta týndist í janúar sl. Gullhjartað fannst á Geirs- nefi svo líklega hefur kross- inn týnst þar líka. Krossinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 699 7779. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/ÓmarÍ Bláfjöllum. LÁRÉTT 1 hlutdeild, 4 lóð, 7 ól, 8 halinn, 9 illgjörn, 11 gylla, 13 hæðum, 14 Jesú, 15 fá á sig þunnan ís, 17 skaði, 20 sár, 22 myndun, 23 grefur, 24 eldstæði, 25 skepnurnar. LÓÐRÉTT 1 árás, 2 súrefnið, 3 vot, 4 listi, 5 skikkju, 6 nið- urfelling, 10 yfirbygging á skipi, 12 keyra, 13 stefna, 15 hafa stjórn á, 16 saddi, 18 kantur, 19 líffærin, 20 sæla, 21 fönd- ur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kvenfólks, 8 vítur, 9 öldur, 10 Týr, 11 neita, 13 feikn, 15 bauks, 18 skóla, 21 tóm, 22 Eldey, 23 efast, 24 fangelsið. Lóðrétt: 2 vetni, 3 narta, 4 óþörf, 5 koddi, 6 svín, 7 grun, 12 tak, 14 eik, 15 brek, 16 undra, 17 stygg, 18 smell, 19 óvani, 20 autt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst mjög gaman aðhorfa á spurningakeppni fram- haldsskólanna Gettu betur. Á miðju sviðinu, við hlið dómarans, situr kyn- þokkafyllsta kona landsins og telur stigin. Þar fetar hún í fótspor ýmissa merkiskvenna sem hafa fengið þetta ábyrgðarfulla verkefni. Hver man t.d. ekki eftir þokkagyðjunni Heiði Ósk sem vafði hagyrðingum um allt land um fingur sér, sem allir keppt- ust við að yrkja um hana vísu? Víkverji hefur reyndar velt því fyrir sér hvers vegna karlmaður hafi aldrei verið fenginn til að telja stig- in. T.d. mætti fá kynþokkafyllsta karl landsins, Guðjón Val Sigurðs- son, sem er hornamaður í landslið- inu í handbolta og ætti því að vera vanur stigagjöf, til að að telja stigin næsta ár. Myndi það vafalaust gleðja kvenþjóðina þótt Logi Berg- mann sé náttúrlega ekkert slor. x x x TALANDI um Gettu betur, þá get-ur Víkverji eiginlega ekki setið á sér, fyrst hann er á annað borð kom- inn út í þessa sálma, og gert sviðs- myndina að umtalsefni. Finnst Vík- verja sviðsmyndin í ár alveg einstaklega „púkó“. Hún minnir einna helst á prjónamynstur og þótt Gettu betur sé í eðli sínu svolítið „lummó“ keppni – og einmitt skemmtileg fyrir þær sakir – hefði Víkverji kosið nútímalegri sviðs- mynd. Reyndar má segja það almennt um hönnun hjá Ríkissjónvarpinu að margt mætti betur fara. Finnst Vík- verja t.d. gulu grafíkskiltin sem tóku nýlega að birtast á skjánum líka frekar „lummó“. x x x SVO virðist sem Íslendingar ætliekki að læra af reynslunni. Þótt Íslendingar hafi nú húkt á þessari eyju úti í miðju Atlantshafi í rúm- lega 1100 ár virðumst við ekkert hafa lært af reynslu forfeðranna. Við kunnum bara alls ekki að klæða okk- ur eftir veðri. Þótt óveður geisi má alltaf sjá stelpur í stuttum pilsum úti á lífinu og jafnvel berleggjaðar í miðbæ Reykjavíkur um helgar og stráka í flaksandi skyrtum. Svo virðist sem þeir sem yngri eru hafi tekið þennan sið upp eftir þeim eldri. Gamall bekkjarfélagi Víkverja vinnur að æskulýðsstarfi á lands- byggðinni og fær hópa af tólf ára nemendum grunnskólanna á höf- uðborgarsvæðinu til sín í hverri viku. Hluti af dagskránni sem börnin fá að reyna úti í guðs grænni nátt- úrunni (a.m.k. þennan veturinn) er að fara í göngutúra. Hefur bekkjar- félaginn gamli sagt Víkverja að stelpurnar mæti í útivistina í hæla- skóm, minipilsum og í „push-up“ brjóstahöldurum. Vitaskuld eru þær að farast úr kulda og spyr Víkverji sig hvað sé unnið með klæðaleysinu, því ekki lekur af manni kynþokkinn þegar maður stendur allur í keng og skelfur úr kulda. Kynþokkafullur stigavörður í púka- legri sviðsmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.