Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í anddyri nýja þingskálans er listaverk fellt inn í steinvegginn og talar til þeirra sem leggja eyrun við það, eins og véfréttin í Delfí. Við opnunina lagði biskup Íslands sig eftir vísdómsorðunum og fékk að heyra: - Farðu í rass og rófu. Á bakvið móttökuna glittir í leiðbeiningar um hvernig eigi að hnýta bindishnút. Ef til vill vegna þess að konur í þingvarðastétt séu komnar með bindi, en líklegra er að það sé fyrir þingmenn af landsbyggðinni. - Spaugstofan var óvenju góð síðasta laugardagskvöld, segir Bryndís Hlöðversdóttir í skrafi við þingmenn í veitingasalnum. - Já, enda þurfti hún ekki að semja neitt, segir Pétur H. Blöndal. Á öðru borði eru rifjaðir upp atburðir af þingfundum næturinnar og kvartar þingkona yfir því að hafa þurft að eyða nóttinni hlustandi á hrot- urnar í manninum við hliðina á sér. Leiðin um glergöngin yfir í gamla þinghúsið liggur að hjarta þingsins. - Komið þið sælar, stelpur, segir Guðmundur Hallvarðsson og rýkur að símaborðinu, en þaðan liggja æðarnar út í samfélagið. Í hliðarsölunum eru þingmenn í djúpum samræðum, sem ná alveg ofan í iður þjóðfélagsins. - Er spenna í loftinu? spyr blaðamaður Einar Kr. Guðfinnsson. - Nei, nei, þegar maður er orðinn svona gamall í hett- unni, þá er maður hættur að láta sér bregða, svarar hann. - Jafnvel svona skömmu fyrir kosningar? - Já, þetta var miklu harðara á þinginu 1991 til 1995. Þá var alvanalegt að þingfundir stæðu fram yfir miðnætti. En nú heyrir það til tíðinda. - Drrrrring! Skruðningarnir í bjöllunni kalla þingmenn í atkvæðagreiðslu. Á þing- pöllum er fólk á öllum aldri. Blaðamaður sest hjá rosknum manni og ætlar að fá upp úr honum hvað hann sé að gera þarna; hvort hann hafi ekkert betra við tímann að gera. En maðurinn snýr sér undan og virðir blaða- mann ekki viðlits. Hann er kominn til að hlusta. Úr pontunni ómar: „Það er kominn tími til að endurskilgreina það sem við köllum þéttbýli.“ Ekki seinna vænna, hugsar blaðamaður, og er knúinn til að fylgjast með þingstörfum. Raunar getur það verið gaman, einkum í atkvæða- greiðslum, sem virðist eini tíminn sem þingmenn koma saman í þingsaln- um. Það gerist þó einnig í eldhúsdagsumræðum, en þá mæta þingmenn í sínu fínasta pússi og segja það sem þeir halda að þjóðin vilji heyra. Í at- kvæðagreiðslum er frösunum sleppt og þingmenn láta sér nægja að segja af hverju í ósköpunum þeir greiða atkvæði með eða á móti þessu og hinu. Athyglisverðast er samt að horfa á þingmennina meðan á atkvæða- greiðslunni stendur. Þeir ýta ýmist á já- eða nei-hnappinn og það fer ekki eftir málefnum heldur því hvort þeir eru í stjórnarliðinu eða stjórnarand- stöðu. Þeir bíða með fingurinn á hnappnum og ýta þegar forseti segir. - Tikktikktikktikktikk, er hljóðið sem felur í sér örlög þjóðarinnar. Þess á milli glettast þeir, dotta eða lesa blöðin. Einar Oddur segir Ög- mundi brandara og hristist af hlátri. Bryndís Hlöðversdóttir horfir dreymin út í loftið. Hjálmar Árnason er síhlæjandi – eins og hann gangi fyrir vetni. Kristján Pálsson geispar. Svo réttir hann Gísla S. Einarssyni skjalabunka. Gísli hafði verið heldur daufur í dálkinn og nú lifnar yfir hon- um. Hann tekur bunkann og hendir honum snöfurmannlega í rusladunk- inn. Siv Friðleifsdóttir stendur í pontu og styður verndun rjúpunnar. - Tikktikktikktikktikk. Þingvörður skáskýtur sér á milli skjalabunkanna í þingsalnum og dreif- ir fleiri skjölum. Eins og á þau sé bætandi. Sumir þingmenn raða papp- írnum snyrtilega í bunka. Hjá öðrum flæðir pappírinn yfir allt. - Tikktikktikktikktikk. Blaðamaður er alveg ruglaður í ríminu. Það sama virðist eiga við um þingmann í salnum sem kallar: - Var verið að samþykkja e-liðinn? - Hvað varð um a- og b-liðinn? kallar annar. Björn Bjarnason hallar undir flatt. Halldór Ásgrímsson les fyrir Davíð Oddsson – ekki þó upp úr Fréttablaðinu. Allt gott tekur enda um síðir; atkvæðagreiðslunni lýkur. Árni Steinar stígur í stólinn. Í stað þess að flýta sér áður en þingsal- urinn tæmist eftir atkvæðagreiðsluna, bíður hann átekta. Skarkalinn er ótrúlegur, ýmist æða þingmenn út, hver um annan þveran, eða staldra við og ræða málin. Tólf eru eftir í salnum þegar þingforseti segir: - Nú er kominn friður í salinn og forsetinn biður háttvirtan þingmann að hefja ræðu sína. Árni Steinar gerir heiðarlega tilraun til þess, en gefst upp og segir: - Herra forseti, ég geri hlé á máli mínu þar til kominn er friður í salinn. Sessunautur blaðamanns stendur upp, býst til brottferðar, lítur á blaðamann í fyrsta skipti og segir fullur vandlætingar: - Af hverju beið hann ekki þar til allir voru farnir? Þetta var síðasta vika þingsins. - Við kyssumst og kveðjumst og það verður meira núna, því sumir koma ekki aftur í haust, segir einn af gömlu þingmönnunum. - Eruð þið ekki bara dauðfegnir að losna hver við annan? spyr blaða- maður. - Nei, menn skilja í vináttu enda höfum við umgengist upp á dag í fjögur ár. - En þið eruð alltaf að hnýta hver í annan! - Með tímanum sjá menn að þeir verða að geta treyst hver öðrum, ann- ars er það fljótt að hefna sín. Það myndast því trúnaðarsambönd óháð flokkslínum. Matsalurinn er eyðilegur. Engar ýfingar í þingsalnum. Blaðamaður gengur að listaverkinu, en nú þegir það. Þinginu er öllu lokið. Morgunblaðið/Sverrir Þingmennirnir kyssast bless SKISSA Pétur Blöndal fylgdist með þingstörfum KARLAR eru líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokk og Frjálslynda flokkinn en konur eru hallari undir Samfylkingu og Vinstrihreyfinguna –grænt framboð. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. Flokkshollustan virðist vera mest hjá Samfylkingu, miðað við þá sem tóku afstöðu sögðust 83,3% þeirra sem kusu flokkinn 1999 ætla að end- urtaka leikinn sem og 82,9% kjós- enda Sjálfstæðisflokks. Einungis 46,9% kjósenda VG ætla hins vegar að styðja flokkinn aftur og flestir þeirra sem nú kjósa annað hyggjast nú styðja Samfylkingu, eða 34,4%. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokks mest hjá yngstu kjósendunum, 46% kjós- enda á aldrinum 18–24 ára ætla að styðja flokkinn. Samfylking á aftur á móti mest fylgi meðal fólks á aldr- inum 35–44 ára, þar sem Framsókn nýtur einnig mest fylgis. Frjálslyndir höfða mest til eldri kjósenda og VG til kjósenda á aldrinum 25–34 ára. 83% kjósenda S og D hafa ekki skipt um skoðun Reiknað út frá þeim sem tóku af- stöðu í könnunni ætla 83,3% þeirra sem kusu Samfylkingu í kosning- unum 1999 að kjósa flokkinn aftur. 10,2% kjósenda Samfylkingar ætla nú að veita VG brautargengi, 2,8% Sjálfstæðisflokki og 2,8% Frjáls- lyndum. Af kjósendum Sjálfstæð- isflokks ætla 82,9% að kjósa flokkinn aftur en 10,3% hyggjast styðja Sam- fylkingu, 3% Framsóknarflokkinn og sama hlutfall Vinstri-græna. 66,7% kjósenda Framsóknar ætla að end- urtaka leikinn en 20,5% þeirra ætla nú að styðja Samfylkingu, 7,7% Vinstri-græna og 3,8% Sjálfstæð- isflokk. 34,4% kjósenda VG segjast ætla að kjósa Samfylkingu nú, 6,3% Framsóknarflokk og sama hlutfall Sjálfstæðisflokk. Einungis 46,9% kjósenda flokksins árið 1999 ætla að kjósa VG aftur. 44,1% karla sem svöruðu könn- uninni sögðust ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokk og 34,2% kvenna. Sam- fylkinguna ætluðu hins vegar 40,2% kvenna og 28,6% karla að kjósa. Fleiri konur en karlar eru einnig í stuðningshópi Vinstri-grænna. Þannig sögðust 11% kvenna ætla að kjósa VG en 8,1% karla. 7,2% karla ætluðu að kjósa Frjálslynda og 2,2% kvenna. Fylgi Framsóknar skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna, 12,4% kvenna styðja flokkinn og 11,1% karla. Fylgi Sjálfstæðisflokks mest hjá yngstu kjósendunum Athygli vekur að fylgi Sjálfstæð- isflokks mælist mest í aldurshópnum 18–24 ára, eða 45,6%. 41,7% fólks á aldrinum 25–34 ára ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokk og 41,5% kjósenda á aldrinum 60–80 ára. Minnst er fylgi flokksins hjá 35–44 ára kjósendum eða 34,1%. Fylgið mælist 36% hjá 45–59 ára kjósendum. Samfylking sækir mest fylgi til 35– 44 ára kjósenda þar sem 41,3% segj- ast myndu kjósa flokkinn. Þá styðja 39,7% 45–59 ára kjósenda Samfylk- ingu og 36,3% kjósenda á aldrinum 18–24 ára. Minnst er fylgið meðal fólks á aldrinum 25–34 ára eða 25,2% og 26,5% hjá 60–80 ára fólki. Mest fylgi á Framsókn hjá aldurs- hópnum 35–44 ára þar sem 14,1% segjast myndu kjósa flokkinn væri kosið nú. 12,6% fólks á aldrinum 25– 34 styðja Framsókn, 11,9% 60–80 ára kjósenda, 10,6% 45–59 ára fólks og minnst er fylgið hjá yngstu kjósend- unum 18–24 ára eða 9,6%. Vinstrihreyfingin – grænt framboð nýtur mest fylgis kjósenda á aldr- inum 25–34 ára þar sem 15% segjast myndu kjósa flokkinn. 11% kjósenda á aldrinum 60–80 ára styðja VG, 8,1% fólks á aldrinum 45–59 ára, 7% 35–44 ára kjósenda og minnst er fylgið meðal þeirra yngstu, eða 5,3%. Frjálslyndir eiga sömuleiðis minnstan stuðning hjá þeim yngstu, 2,1% 18–24 ára kjósenda ætla að kjósa flokkinn. Mest fylgi sækja Frjálslyndir aftur á móti til 60–80 ára kjósenda þar sem 9,1% ætlar að styðja flokkinn. 5,5% 25–34 ára ætla að styðja Frjálslynda, 4,3% 45–59 ára kjósenda og 3,5% 35–44 ára kjós- enda. Könnunin var unnin dagana 9.–14. mars. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18 til 80 ára. Nettósvörun, þegar dregnir hafa verið frá þeir sem eru nýlega látnir, erlendir borgarar eða búsettir er- lendis, er 68%. Tæp 19% neituðu að svara og ekki náðist í 12% úrtaksins.                                                             ! "  #$%&'$( ) *''+             #'%,'  -.%./  +.%--  *.%+-  &,%*-         !                                                    Kjósendur Vinstri- grænna á mestri hreyfingu Karlar hallir undir Sjálfstæðisflokk og Frjáls- lynda, konur Samfylkingu og Vinstri-græna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.