Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 29 Allt að sparnaður Optical Studio í leiðinni til útlanda Aðeins 15 mínútur að útbúa öll algengustu gleraugu 40% OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR • SÍMI 425 0500 • FAX 425 0501 VERIÐ VELKOMIN Í VERSLANIR OKKAR ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER Í FYRIRRÚMI. Þjónustu- og ábyrgðaraði lar fyrir Optical Studio Duty Free Store: GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD • GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR • OPTICAL STUDIO RX, SMÁRALIND • GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS le tu rv al - hb k Staða og framtíðar- sýn leiklist- arkennslu FRÆÐSLUDEILD Þjóðleikhússins stendur fyrir opnum fundi um stöðu og framtíðarsýn leiklistarkennslu í grunn- og framhaldsskólum á mánu- dagskvöldið kl. 20:00 á Smíðaverk- stæðinu. Meðal frummælenda er menntamálaráðherra, Tómas Ingi Ol- rich. Á liðnum árum hefur verið vaxandi áhugi fyrir því að styrkja stöðu leik- listarinnar í skólakerfinu, en hún er ekki viðurkennd sem kennslugrein í dag nema að takmörkuðu leyti. Til að ræða stöðu leiklistarkennslu og fram- tíð hennar í grunn- og framhaldsskól- um stendur fræðsludeild Þjóðleik- hússins fyrir umræðufundi og hefur fengið frummælendur úr ýmsum geirum menntakerfisins. Sem fyrr segir mun menntamála- ráðherra, Tómas Ingi Olrich, ávarpa fundinn en auk hans tekur til máls Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Anna Flosadóttir kennari í Hlíðaskóla og Guðlaug María Bjarnadóttir kenn- ari í Borgarholtsskóla segja frá reynslu sinni af því að byggja upp leiklistarkennslu í skólum sínum, Ragnheiður Skúladóttir deildarfor- seti leiklistardeildar LHÍ talar um undirbúning leiklistarnáms á há- skólastigi, Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikkona og leiklistarkennaranemi, segir frá framtíðarsýn sinni í leiklist- arkennslu fyrir grunn- og framhalds- skólanema og nokkrir framhalds- skólanemar segja frá eigin reynslu af leiklistarkennslu. Umræður verða að framsögum loknum. Aðgangur er ókeypis. Logaland kl. 16 Bergþór Pálsson óperusöngvari, Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari flytja dag- skrána „Mozart, hver var það?“ Með tali, tónum og leikrænum til- burðum munu þau upplýsa tón- leikagesti um tónskáldið og per- sónuna Wolfgang Amadeus Mozart. Eftir hlé verða flutt ís- lensk og erlend sönglög eftir ýmsa höfunda og verk fyrir fiðlu og pí- anó eftir m.a. Þórarin Jónsson og Fritz Kreisler. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Bergþór Pálsson Skipafréttir eftir Annie Proulx í þýðingu Svein- björns I. Baldvins- sonar er komin út í kilju. Quoyle er þriðja flokks blaðamað- ur frá New York. Hann hefur hvorki þegið hæfileika né heppni í vöggugjöf og er auk þess ófríður með af- brigðum. Þegar kona hans ferst svip- lega í bílslysi er hann sem frjáls und- an oki og heldur norður á bóginn með föðursystur sinni og dætrum – Bunny og Sunshine – burt frá beiskum minn- ingum. Þau stefna á ystu strendur Ný- fundnalands, þangað sem þau eiga rætur að rekja, og setjast að í húsi forfeðranna. Þá lýkst upp nýr og magnaður heimur fyrir litlu fjölskyld- unni og í nábýli við náttúruöflin vaknar Quoyle smám saman til lífsins. Annie Proulx hlaut Pulitzer- verðlaunin í bókmenntum árið 1994 fyrir Skipafréttir og National Book Award í bókmenntum árið 1993. Útgefandi: Mál og menning. Bókin er 377 bls., prentuð í Danmörku. Kápuhönnun: Anna Cynthia Leplar. Verð: 1.799 kr. Kilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.