Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 51
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 51 VIÐ Íslendingar erum stoltir af land- inu okkar. Við erum stoltir af ímynd þeirri sem fer af okkur sem svolítið villtum með víkingablóð í æðum, í takt við stórbrotna náttúru lands vors. Við erum stoltir af því orðspori sem fer af okkar ómengaða og ósnortna landi. Við förum til útlanda til náms og leiks og þar er yfirleitt gott að vera Íslendingur, það er litið upp til okkar, þjóðarinnar frá hinu ósnortna Íslandi. Og í útlöndum tog- ar þetta land í okkur þótt að þar berj- umst við ekki í norðanroki og næðingi og höfum öll hugsanleg hlunnindi; Ís- land togar. Sterk er taugin milli lands og þjóðar, naflastrengur sem ekki verður rofinn og við nærumst á þessu landi. Það gefur okkur kraft, orka þess og við erum eitt. Þetta er okkar ríkidómur og rík erum við. Núna er málum þannig háttað þótt með eindæmum sé, að þetta land er á útsölu. Misvitrir landsfeður hafa nú með sjálfum sér ákveðið að þessi ríki- dómur sé einskis virði og að hann megi öðlast erlendir auðhringir fyrir spottprís. Gullna hliðið stendur gal- opið og þar er enginn Lykla-Pétur fyrir og ekki vandkvæðum bundið að koma Alcoa-álsálinni þar inn. Nei, þar eru fyrir vinir Bush, með rauðan dregil búnir að selja landið sitt, land- ið okkar. Einhvern tímann hefði það verið kölluð landráð að selja landið sitt með þessum hætti. Nú skal reist álver í fögrum firði með blóðugum fórnarkostnaði fyrir náttúruna, en skítt með það; Kaninn vill ódýra orku – öllum stríðsyfirlýsingunum fylgir eflaust vöntun á vopnum. Já, auðlind- ir annarra þjóða toga í hina banda- rísku þjóð og hvað eru hálf milljón mannslífa og einhver öræfi þegar þeir háu herrar girnast eitthvað? Nái þessi gjörningur fram að ganga segir það sig sjálft að ímynd lands og þjóð- ar mun taka stakkaskiptum og gæfi sú nýja ímynd Íslands ekkert tilefni til stoltleika, heldur mundum við og mættum dauðskammast okkar. Er- um við svoddan guðsvolaðir aumingjar að við flöggum og skálum og bjóðum þennan óþverra velkominn? Það er skylda okkar sem ábyrgrar þjóðar að koma í veg fyrir að okkar mestu auð- æfi fari fyrir lítið. Nái þessi vonda- vitlausa-virkjun fram að ganga get- um við eins selt sálina úr okkur. Ja, svei. GRÉTA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, Vaði, Skriðdal, S.-Múl. Íslendingar sem álverur? Frá Grétu Ósk Sigurðardóttur: VIÐSKIPTI mbl.is Fyrirtæki til sölu:Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Sérstaklega góður söluturn í miðbæ Kópavogs. Yfir 100 m. kr. ársvelta.  Myndlistargallerý leitar að meðeiganda.  Kaffihús með vínveitingaleyfi við Laugaveg. Verð 6 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð. Góður rekstur og skemmti- legt tækifæri.  Lítil rótgróin prentsmiðja, mikið með föst verkefni. 3 starfsmenn.  Deild úr fyrirtæki. Mjög þekkt umboð fyrir ferðatöskur. Ársvelta 8 m. kr.  Veitingahúsið Dinerinn í Ármúla. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. 49 sæti + bakkamatur. Stuttur opnunartími.  Stór og vinsæll bar í miðbænum. Mikil velta.  Flutningaþjónusta á Suðurnesjum. Þægilegt dæmi.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Kaffihús á Vesturlandi. Eigið húsnæði. Auðveld kaup.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður. Eigið húsnæði.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningarfyrirtæki.  Deild úr fyrirtæki með útstillingarvörur.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtarmöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  H-búðin Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Góð sólbaðsstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Verslun með mjúkar vörur fyrir svefnherbergi og bað.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Sólbaðstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi á stór-Reykjavíkursvæðinu. 6 bekkir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem viðbót við annan rekstur.  Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.  Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Grensásvídeó. Ágætur hagnaður. Auðveld kaup. Rekstrarlega möguleg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr.  Rótgróin snyrtistofa í verslunarkjarna. Verð 3 m. kr.  Dagsöluturn við Laugaveg. Fallegur og snyrtilegur staður.  Þekkt barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr.  Lítil málmsteypa. Hentar vel fyrir grafískan hönnuð á landsbyggðinni.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vaxandi velta og miklir möguleikar.  Höfum ýmiss góð sameiningatækifæri fyrir stærri fyrirtæki. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Kári Eyþórsson NLP námskeið Neuro - Lingustic - Programming Kennt verður daganna 31/3 til 4/4 og 7/4 til 11/4 frá kl. 18-22 Kennt er m.a.: • Að vera mótækilegur og læra á auðveldan hátt. • Að skapa nýtt samskiptamál. • Að skapa þína eigin framtíð. • Að stjórna samtölum. • Að vekja snillinginn í sjálfum sér. • Að leysa upp neikvæðar venjur. • Að lesa persónuleika fólks. • Venjur til varanlegs árangurs. Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP. Upplýsingar í síma 588 1594. Netfang: koe@islandia.is Nánari upplýsingar um NLP má finna á www.ckari.com NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar innra tungumál milli hugsana og undirmeðvindundar. NLP er notað af fólki um allan heim, sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. Bakþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks MT stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóp- tíma í æfingasal stofunnar. Fáir í hverjum tíma. Sértæk styrktarþjálfun til að auka stöðugleika mjó- baks. Þjálfað samkvæmt nýjustu aðferðum.  Fyrir viðkvæm ofhreyfanleg bök (instabilitet).  Eftir tognanir.  Eftir brjósklosaðgerðir.  Eftir brjóskþófaröskun.  Við slitgigt. 9 vikna þjálfun. Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Æft tvisvar sinnum í viku — möguleiki á fleiri skiptum. Skráning hefst 17. mars. Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari. Upplýsingar og skráning á MT stofunni í símum 568 3660 og 568 3748. Námskeið verður haldið dagana 29., 30. og 31. mars um meðferð ilmolía við sjúkdómum. Einnig verða kynntar þær vísindarannsóknir, sem hafa farið fram á undanförnum árum um virkni olíanna á líkama og sál. Kennarar verða dr. Erwin Haringer prófessor í heimilislækningum og lífeðlisfræðum og Margret Demleitner, grasalæknir og ilmolíufræðingur. Bæði frá München. Kennt verður á ensku með túlkun. Allt áhugafólk velkomið. Nánari upplýsingar eru í Lífsskólanum, sími 557 7070, netfang: lifsskolinn@simnet.is LÍFSSKÓLINN AROMATHERAPYSKÓLI ÍSLANDS S ími 557 7070 - Fax 557 7011 - lifskoli@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.