Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ INNEIGN í séreignasjóðum telst vera hjúskapareign en ekki séreign samkvæmt hjúskaparlögum, sam- kvæmt niðurstöðu gerðardóms, sem úrskurðaði í ágreiningi stjórnar líf- eyrissjóðs og erfingja manns sem fallið hafði frá en átti inneign í sér- eignasjóði. Frá þessu er skýrt á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða, en at- vik málsins voru þau að sjóðfélagi, sem átti innistæðu í séreignarreikn- ingi í lífeyrissjóði, féll frá fyrir tveimur árum og var ágreiningur uppi milli erfingja sjóðfélagans og lífeyrissjóðsins um hlutfallsskipt- ingu lífeyrissparnaðarins milli lög- erfingja. Töldu erfingjarnir að skilgreina bæri inneignina sem séreign sam- kvæmt hjúskaparlögum en ekki sem hjúskapareign með vísan til samþykkta lífeyrissjóðsins. Stjórn sjóðsins taldi hins vegar að séreign sjóðfélagans teldist til hjúskapar- eignar og ætti að skiptast sem slík. Sóknaraðili taldi að með vísan til 4. mgr. 11. gr. laga um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða nr.129/1997, sé vísað til erfðalaga og að innistæðan sem um ræði falli ekki til dánarbús- ins, heldur bæri lífeyrissjóðnum að greiða hann út til eftirlifandi maka og barna, en samkvæmt erfðalögum sé skiptareglan að maki erfi 1⁄3 hluta eigna þegar börn eru á lífi en börn 2⁄3. Stjórn lífeyrissjóðsins taldi hins vegar að skilgreina bæri umrædda eign sem hjúskapareign, þannig að útgreiðslan skiptist þannig að erf- ingjar fengju 1⁄3 hluta lífeyrissparn- aðarins en maki 2⁄3 hluta. Hvorki sé í hjúskaparlögum né í lífeyrissjóða- lögum vísað til þess að séreign rétt- hafa í séreignasjóðum lífeyrissjóða teljist til séreignar í skilningi hjú- skaparlaga. Af því leiði að séreign sjóðfélagans í lífeyrissjóðnum teljist vera hjúskapareign og því skuli skipta eigninni í samræmi við regl- ur hjúskapar- og erfðalaga um það efni og staðfesti gerðardómur þenn- an skilning að því er fram kemur á heimasíðu Landssamtaka lífeyris- sjóða. Séreign í lífeyrissjóð- um telst hjúskapareign SAUTJÁN björgunarsveitarmenn og starfs- menn skíðasvæða á landinu sóttu námskeið í skíðagæslu í Hlíðarfjalli á Akureyri um síðustu helgi. Björgunarsveitin Súlur á Akureyri hefur í vetur og þann síðasta haft eftirlit með skíða- mönnum í fjallinu, með góðum árangri. Telur Hörður Már Harðarson, skólastjóri Björg- unarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að breytt skíðaiðkun kalli á nýjar aðferðir við eftirlit skíðasvæða. Tveir Bandaríkjamenn sem starfa á skíða- svæðum í Colorado í Bandaríkjunum kenndu á námskeiðinu sem stóð í þrjá daga. „Í Banda- ríkjunum snýst skíðagæsla að miklu leyti um að koma í veg fyrir slys,“ segir Hörður Már. Hann segir hlutverk skíðagæslumanna að fækka slysum í brekkum eins og mögulegt er. Mikið unnið með þessari leið Hörður telur jákvætt að björgunarsveit- armenn séu farnir að taka þátt í skíðagæslu í auknum mæli. Meðal þess sem kennt var á námskeiðinu var hvernig gera megi skíða- svæði notendavænni, þannig að augljóst sé hvar megi skíða og hvar ekki. „Ég held að mik- ið sé unnið með því að fara þessa leið, vera öðr- um skíðaiðkendum til fyrirmyndar því það hafa miklar breytingar orðið á skíðaiðkun síð- ustu ár,“ segir Hörður. Hörður segir að í Colorado séu vélknúin far- artæki mjög sjaldan notuð til að flytja slasaða skíðamenn úr brekkunum, heldur sé skíðað niður með fólkið í sérstökum börum. „Það er hægt að skíða niður með börurnar sama hversu brött brekkan er, svo framarlega sem menn geti staðið á skíðunum er hægt að skíða með þessar græjur,“ segir hann. Fengu nem- endur að reyna þetta á námskeiðinu. Hörður segir að það hafi reynst vel í Hlíð- arfjalli að hafa björgunarsveitarmenn í brekk- unum. „Hlutverk þeirra er ekki endilega bara að sinna fólki sem hefur orðið fyrir óhöppum heldur einnig vera skíðamönnum til aðstoðar. Það getur t.d. verið mjög erfitt að átta sig á því hvar skíðaleiðin liggur ef skyggni er slæmt. Síðan er það til þess að fólk virðir frekar grundvallarreglur í skíðabrekkum ef ein- hverjir eru að fylgjast með því,“ segir Hörður. Aukin snjóflóðahætta Undanfarin ár hafa talsverðar breytingar orðið á skíðaiðkun. Margir renna sér á snjó- brettum og einnig hafa Telemark-skíði og svo- kölluð Carving-skíði, sem auðveldara er að renna sér á í erfiðu færi, rutt sér til rúms. „Tölfræðilegar upplýsingar frá Bandaríkj- unum sýna að sífellt fleira brettafólk og aðrir sem eru á skíðum sem geta farið ótroðnar slóð- ir lendir í snjóflóðum. „Carving- og Telemark- skíði eru orðin útbreidd og fólk sækir í óhefð- bundnar leiðir. Þetta er ákveðið áhyggjuefni sem menn hafa t.d. fyrir norðan,“ segir Hörð- ur. Hann segir mikilvægt að gera skíðaiðk- endum grein fyrir því hvar hætturnar liggi og að þeir átti sig á því að þeir verði að taka ábyrgð á sjálfum sér. Hann segir að hugsanlega gæti fólk sem fer utan troðinnar leiðar eða niður hengjur komið af stað snjóflóði sem gæti jafnvel farið yfir svæði sem er búið að troða. „Það er búið að skilgreina þessi hættusvæði bæði á Akureyri og í Bláfjöllum. Rekstur þessara skíðasvæða gengur út á snjó og snjór skapar ákveðna hættu. Það þarf ekki mikið að breytast í of- ankomu og öðru slíku og geta aðstæður breyst hraðar en menn gera sér grein fyrir.“ Nýjar aðferðir við eftirlit á skíðasvæðum Sautján manns tóku þátt í námskeiði í skíðagæslu í Hlíðarfjalli um síðustu helgi. Farið var yfir það á námskeiðinu hvern- ig skíða á með sjúkling í börum. Skíðagæsla hefur gefið góða raun í Hlíðarfjalli SKÓGRÆKT með stuðningi ríkis- valdsins mun á næstu áratugum hafa meiri áhrif á lífríki landsins en nokkr- ar aðrar framkvæmdir sem nú er unnið að. Þetta kom fram í erindi Kristins H. Skarphéðinssonar, dýra- vistfræðings hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands, á ráðstefnunni „Skógar í umhverfinu“ sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd héldu í gær. Á ráðstefnunni fluttu sérfræðingar á ýmsum sviðum erindi og komu fram margþætt viðhorf til skógrækt- ar. Fjallað var um þau áhrif sem skógrækt hefur á umhverfi og um umfang og framtíðaráætlanir um skógrækt á Íslandi. Stefnt að framkvæmdum Í máli Kristins kom einnig fram að búháttabreytingar muni auk áætlana um skógrækt stuðla að miklum breytingum á gróðurfari landsins á næstu áratugum. Þessi þróun muni að hluta til leiða til endurheimtar laskaðra vistkerfa, náttúrulegir birkiskógar og víðikjarr muni aukast verulega og ýmis önnur gróðurlendi styrkjast. Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Íslands, benti á í sínu erindi að talið væri að mjög alvarleg jarðvegseyðing herjaði á um 35% af flatarmáli landsins. Á síðustu áratugum hefði skógrækt vaxið fiskur um hrygg og ný verkefni verið kynnt til sögunnar. Aldrei fyrr hefði verið unnið jafn mikið að skóg- rækt á Íslandi. Fram kom í máli Freysteins Sig- urðssonar jarðfræðings að skóglendi þakti um 25 þús. ferkílómetra við landnám en nú aðeins um 1.200 km². Rætt væri um ræktun 2.000 km² skóga á næstu 40 árum. Nauðalítil skógrækt yrði á hálendinu með öllum þess náttúruperlum. Skógrækt í byggð og á láglendi eða neðan 200 metra yfir sjávarmáli gæti þakið 10– 20% láglendisins með birkiskógum, blandskógum og barrskógum. Þar þurfi því mestrar aðgátar við að fella skógana að landslagi og annarri land- nýtingu. Arnlín Óladóttir skógfræðingur sagði að skógrækt væri ræktun sem lyti sömu lögmálum og önnur ræktun þar sem uppskera gæti verið misjöfn eftir því hvernig að henni væri staðið. Nauðsynlegt væri að hafa framtíðar- sýn þannig að skógarnir gætu gegnt sínu hlutverki í framtíðinni. Glókollur orðinn algengur Ásrún Elmarsdóttir plöntuvist- fræðingur gerði grein fyrir fyrstu niðurstöðum samstarfsverkefnis Náttúrufræðistofnunar og Skóg- ræktar ríkisins þar sem kannaðar eru breytingar sem verða á lífríki og kolefnishringrás mólendis við skóg- rækt og þegar náttúrulegir birki- skógar vaxa upp. Sagði hún að fyrstu niðurstöður gæfu til kynna að miklar breytingar yrðu á lífríki þar sem skógur vex upp í mólendi eða birki- skógur vex upp í kjölfar friðunar. Tegundir sem aðlagaðar eru ber- svæðum láta undan síga en aðrar koma inn eða auka hlutdeild sína. Meðal þess sem fram kom og athygli vakti var að nýr landnemi, glókollur, var orðinn mjög algengur varpfugl í lerkiskógi. Rætt um skóga og framtíðaráætlanir á ráðstefnu um skógrækt Hafa mikil áhrif á lífríki landsins Morgunblaðið/Golli Fjölmennt var á ráðstefnu Landverndar og Skógræktarfélags Íslands. RANNSÓKN lögreglunnar í Borg- arnesi á barnaklámsmáli sem kom upp í umdæmi lögreglunnar fyrir áramót er langt komin. Einn maður hefur verið yfirheyrður með réttar- stöðu grunaðs manns í málinu. Hann er talinn hafa haft í vörslu sinni myndir af barnaklámi og dreift þeim. Hann mun hafa hlaðið myndunum niður af Netinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi hófst málið þegar maðurinn var kærður vegna einnar ljósmyndar með barnaklámi. Í kjölfarið voru gerðar húsleitir á heimili hins grunaða og á vinnustað hans og lagt hald á tölvubúnað á báð- um stöðum. Búnaðurinn var sendur til rannsóknar hjá ríkislögreglu- stjóra og er þeirri rannsókn lokið en eftir er að vinna úr gögnum. Því er enn ekki ljóst á hversu mörgum myndum er barnaklám. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur maðurinn hlotið dóma fyrir kynferð- isbrot. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar barna- klámsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.