Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég sit við eldhús- borðið heima hjá mér og skyndilega finn ég mig í þeim sporum að þurfa, svo óendanlega snemma og í algjörum ótíma að kveðja þann mann sem hefur gefið mér allt sem gerir mig að þeim manni sem ég er. Faðir minn, Ei- ríkur Baldur Hreiðarsson, er lát- inn. Hugurinn reikar til bernskuára minna á Grísará í Hrafnagilshreppi. Ég man aldrei eftir honum öðruvísi en vinnandi. Og ef ég var ekki með honum, beið ég hans í eldhúsglugg- anum. Emma systir beið með mér og er við sáum hann koma gang- andi upp brekkuna, hrópuðum við: „Pabbi kemur, pabbi kemur,“ og hlupum í átt til dyranna. Síðan þustum við út og niður brekkuna á móts við pabba eins hratt og litlu fæturnir gátu borið okkur. Brekkan var brött og engin leið fyrir okkur að stoppa hlaupin. Og pabbi nam staðar, brosandi, og breiddi út faðminn til að grípa börnin sín. Síð- an lyfti hann okkur upp og bar okk- ur til baka upp að húsinu. Nokkrum augnablikum síðar voru hinir korn- ungu foreldrar okkar í faðmlögum í eldhúsinu og við skoppandi í kring- um þau. Pabbi gaf sig allan í það sem hann var að gera. Hann var mikill fjölskyldufaðir og lagði sig fram um að veita okkur öryggi og ástúð. Eina aðventuna smíðaði hann leik- fangatraktora úr tré í laumi frammi í bílskúr. Þessa traktora fengum við í jólagjöf. Þetta er minnisstæð- asta jólagjöf sem ég hef fengið á ævinni. Eftir á að hyggja hefur hinn ungi faðir þó viljað gefa börn- um sínum aðrar jólagjafir en ekki haft auraráð til að kaupa þær út úr EIRÍKUR HREIÐARSSON ✝ Eiríkur BaldurHreiðarsson var fæddur á Nesjavöll- um í Grafningi 19. febrúar 1942. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 13. mars. búð. Jólagjafirnar voru völundarsmíðar, eins og allt sem pabbi gerði, og færðu okkur ómælda gleði í langan tíma. Um tíma vann pabbi við að aka mjólkurbíl á veturna. Þetta var gamall Reo-trukkur sem hafði orðið eftir hér þegar amerískt hernámslið fór héðan. Stundum fékk ég að fara með og varð vitni að því þegar pabbi, með einhverjum ótrú- legum töfrabrögðum, fékk þetta járnskrímsli til að láta að stjórn sinni. Mælaborðið var fullt af litlum mælum og ljósum sem blikkuðu og titruðu ákaft. Veðrið hamaðist úti og keðjurnar skröltu undir bílnum. En pabbi sat í ökumannssætinu, glaður í bragði og annaðhvort söng eða sagði gamansögur af sveitung- um sínum eftir því sem við átti hverju sinni. Ég lét spurningunum rigna yfir hann á keyrslunni, og alltaf kunni hann svör og gaf þau fúslega og af vingjarnleik. Og í skjóli þessa manns óx ég upp, gekk til verka og leiks. Pabbi virtist kunna lausn á öllum vanda- málum. Hann var vinamargur og vissi hvert hann átti að leita þegar hann vantaði ráðleggingar. Hann kunni ógrynni af orðtökum og vísu- kornum og það kom fyrir að hann svaraði öllu, sem við hann var sagt, með tilvitnunum í merka Íslendinga lífs eða liðna eða með því að fara með vísur eða hluta úr vísum. Pabbi hafði mikinn áhuga á hverskyns ökutækjum og þessi áhugi hefur trúlega smitast til mín. Ekki hafði ég þó smitast af þeim vana hans að fara gætilega með all- an vélbúnað. Því kom það oft fyrir að ég kom til hans, leitandi ráða, vegna þess að skellinaðran hafði brætt úr sér, gírkassi hafði brotnað eða, eftir að ég eignaðist bíla, kúp- ling var farin, ventlar brotnir eða jafnvel heilu vélarnar höfðu gengið úr vistinni. Ráðleggingar pabba voru alltaf á sama veg: „Taktu þetta gætilega í sundur og þá sérðu, hvernig á að setja þetta sam- an. Þegar þú ert búinn með hvort tveggja, kanntu að gera þetta.“ Síð- an fékk ég vænan skammt af hvatn- ingu og fyrirheit um að hann væri til staðar ef ég strandaði við við- gerðirnar. Þannig tókst pabba að hvetja mig til að reyna sífellt nýja hluti og þróa hæfileika mína. Þann- ig kynnti hann mig fyrir þeirri gleði sem fylgir handverki og smíðum. Pabbi var alltaf barngóður. Ég gleymi seint gleði hans þegar Snjólfur bróðir fæddist og nú seinna þegar bræður mínir, Aron og Eiríkur Anton komu í þennan heim. Barnabörnum sínum var pabbi góður og leiðbeindi hann þeim af sama vingjarnleik og þol- inmæði og börnum sínum. Hann horfði á mig margreyna að stofna fjölskyldu og sífellt tók hann föru- nautum mínum og börnum þeirra af stakri þolinmæði og alúð. Og þegar mér varð fótaskortur á lífsveginum beið hann þess að fá að hjálpa mér að komast á fætur og studdi mig áfram með ráðum og dáð. Pabbi hafði mikið dálæti á kveð- skap en gerði lítið úr hæfileikum sínum á því sviði. Hann hvatti okk- ur bræðurna til að yrkja og lagði ríka áherslu á að hann fengi sendan kveðskapinn jafnóðum og hann varð til. Mér segir hins vegar svo hugur um, að hæfileikar hans á þessu sviði hafi verið talsverðir um- fram það sem ráða mátti af lýs- ingum hans sjálfs. En nú er pabbi horfinn frá okkur. Þessi maður sem í bernsku minni var upphaf og endir alls en varð síðan einnig vinur, félagi, leiðbein- andi og fyrirmynd. Það er sárs- aukafullt að kveðja þennan mann og erfitt að líta fram á veginn og sjá fyrir sér tilveruna án hans. En hann gaf okkur ríkulegt veganesti sem örugglega mun nýtast okkur vel á leið okkar. Ég hylli minningu hans þessa kyrrláta og trausta manns. Í óvæntar stefnur oft örlögin venda og örvænting grípur þá mennina köld. Svo örskjótt um kvöld var þín ævi á enda er örendur féllstu frá ástvinafjöld. Ég sit hérna einmana og syrgi þig hljóður og sendi þér bæn þegar dagurinn dvín. Þú varst mér fjársjóður fagur og góður. Faðir minn kæri, ég sárt sakna þín. Þinn elskandi sonur Hreiðar Eiríksson. Anna Magnea Berg- mann Stefánsdóttir hefði orðið 83ja ára nú í vor ef hún hefði lifað. Anna var dóttir hjónanna Guðlaugar Karitasar Bergsteinsdóttur og Stefáns Magn- ússonar Bergmann, sem lærði ljós- myndaiðn í Reykjavík og starfaði við það framan af ævi en rak síðan vöruflutningafyrirtæki í Keflavík. Anna ólst upp við góð efni án þess að það breytti henni í einu né neinu. Hún var næstyngst sex systkina. ANNA MAGNEA BERGMANN STEFÁNSDÓTTIR ✝ Anna MagneaBergmann Stef- ánsdóttir fæddist í Keflavík 31. maí 1920. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. mars síðastliðinn og fór bálför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 14. mars. Tvö þeirra lifa hana, Þorsteinn og Stefanía Bergmann, en Jóhann, Guðrún og Hreggvið- ur Bergmann eru lát- in. Anna og Stefanía voru yngstar og höfðu mikið saman að sælda og voru bestu vinkon- ur. Anna var fé- lagslynd og tók öllum vel og hún minntist oft á félagahópinn frá uppvaxtarárunum. 16 ára gömul var hún við nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og lærði þar ýmislegt í heimilisfræðum eins og fatasaum og matargerð. Það lék allt í höndum hennar. Hún vann á þess- um árum við störf sem til féllu, eins og fiskverkun hjá Axel Pálssyni og saumaskap. Hinn 14. mars 1943 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Böðv- ari Þóri Pálssyni, sem er aðeins fjórum dögum eldri en hún. Hann er ættaður frá Stokkseyri, sonur hjónanna Vigdísar Ástríðar Jóns- dóttur, frá Laxfossi á Mýrum, og Páls Jónssonar frá Hvammi í Kjós. Þau kynntust árið 1942 í Ölveri. Böðvar var þá ný orðinn lögreglu- maður og þau hófu sinn búskap á Suðurgötu 7, í Keflavík, og hafa vart skilið síðan. Það er þungbært fyrir Böðvar að sjá af sínum trausta lífsförunaut en Guð mun nú sem ávallt leggja líkn með þraut. Sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna var útivist og ferðalög og þau eiga tvo bústaði á Laugarvatni þar sem þau hafa dvalið löngum á sumrin. Þau fóru einnig nokkrar ferðir til útlanda með Kór Keflavíkurkirkju, en Böðvar hefur verið kórfélagi um árabil og síðar meðhjálpari við Keflavíkurkirkju. Auk þess var far- ið í ferðir með Kvenfélaginu þegar kvenfélagskonur lögðu land undir fót. Anna var hrifnæm kona, sem kunni að meta góðan söng og hafði gott vit á honum. Hún var ljúf og elskuleg við alla og hún kvaddi sátt við Guð og menn. Böðvar orti til konu sinnar á áttræðisafmæli henn- ar og þar gefur hann henni fagran vitnisburð: Þú ert yndi þú ert sól, þú berð birtu í bæinn. Frá mér færðu aðeins hól, fyrir langan daginn. Löng og farsæl vegferð er að baki sem nú er ofin saman við sjóð minninganna, sem verður frá eng- um tekinn. Ólafur Oddur Jónsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir og afi, HÓLMSTEINN HALLGRÍMSSON málarameistari, sem lést föstudaginn 7. mars, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Svanfríður Guðmundsdóttir, Sigrún Hólmsteinsdóttir Appleby, Guðmundur B. Hólmsteinsson, María Kristín Thoroddsen, Hallgrímur Ó. Hólmsteinsson, Ásgerður Sveinsdóttir, Guðrún Hólmsteinsdóttir, Einar Erlingsson og barnabörn. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, FRIÐRIKS MAGNÚSSONAR bónda, Hálsi, Dalvík, fer fram frá Dalvíkurkirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Guðrún Þorsteinsdóttir, Arnfríður, Sigurður, Sveinn, Björk, Magnús, Rósfríður, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðursystir mín, UNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugerði 1, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 13. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNATANS GUÐMUNDSSONAR frá Hjörsey, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Lea Kristjánsdóttir, Guðmundur H. Jónatansson, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigríður Jónatansdóttir, Bergsveinn Þorkelsson, Örlygur Jónatansson, Lára Sveinbergsdóttir, Ragnar Jónatansson, Hugrún Gunnarsdóttir, barnabörn og langafabörn. Móðir okkar, RAGNHILDUR DANÍELSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 36, Kópavogi, lést mánudaginn 3. mars síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Börnin. Elskuleg eiginkona mín og systir okkar, ELÍSABET ÞORKELSDÓTTIR GIORGI, lést í Kaliforníu miðvikudaginn 12. mars sl. Bernard Giorgi, Kristján Jóhannes Þorkelsson, Margrét Þorkelsdóttir Hansen, Albert Hólm Þorkelsson, Sigurður Þorkelsson, Júlíus Þorkelsson, Hansína Þorkelsdóttir, Hilmar Þorkelsson, Sigríður Inga Þorkelsdóttir, Jóhanna Aðalbjörg Þorkelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.