Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 29

Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 29 Allt að sparnaður Optical Studio í leiðinni til útlanda Aðeins 15 mínútur að útbúa öll algengustu gleraugu 40% OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR • SÍMI 425 0500 • FAX 425 0501 VERIÐ VELKOMIN Í VERSLANIR OKKAR ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER Í FYRIRRÚMI. Þjónustu- og ábyrgðaraði lar fyrir Optical Studio Duty Free Store: GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD • GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR • OPTICAL STUDIO RX, SMÁRALIND • GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS le tu rv al - hb k Staða og framtíðar- sýn leiklist- arkennslu FRÆÐSLUDEILD Þjóðleikhússins stendur fyrir opnum fundi um stöðu og framtíðarsýn leiklistarkennslu í grunn- og framhaldsskólum á mánu- dagskvöldið kl. 20:00 á Smíðaverk- stæðinu. Meðal frummælenda er menntamálaráðherra, Tómas Ingi Ol- rich. Á liðnum árum hefur verið vaxandi áhugi fyrir því að styrkja stöðu leik- listarinnar í skólakerfinu, en hún er ekki viðurkennd sem kennslugrein í dag nema að takmörkuðu leyti. Til að ræða stöðu leiklistarkennslu og fram- tíð hennar í grunn- og framhaldsskól- um stendur fræðsludeild Þjóðleik- hússins fyrir umræðufundi og hefur fengið frummælendur úr ýmsum geirum menntakerfisins. Sem fyrr segir mun menntamála- ráðherra, Tómas Ingi Olrich, ávarpa fundinn en auk hans tekur til máls Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Anna Flosadóttir kennari í Hlíðaskóla og Guðlaug María Bjarnadóttir kenn- ari í Borgarholtsskóla segja frá reynslu sinni af því að byggja upp leiklistarkennslu í skólum sínum, Ragnheiður Skúladóttir deildarfor- seti leiklistardeildar LHÍ talar um undirbúning leiklistarnáms á há- skólastigi, Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikkona og leiklistarkennaranemi, segir frá framtíðarsýn sinni í leiklist- arkennslu fyrir grunn- og framhalds- skólanema og nokkrir framhalds- skólanemar segja frá eigin reynslu af leiklistarkennslu. Umræður verða að framsögum loknum. Aðgangur er ókeypis. Logaland kl. 16 Bergþór Pálsson óperusöngvari, Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari flytja dag- skrána „Mozart, hver var það?“ Með tali, tónum og leikrænum til- burðum munu þau upplýsa tón- leikagesti um tónskáldið og per- sónuna Wolfgang Amadeus Mozart. Eftir hlé verða flutt ís- lensk og erlend sönglög eftir ýmsa höfunda og verk fyrir fiðlu og pí- anó eftir m.a. Þórarin Jónsson og Fritz Kreisler. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Bergþór Pálsson Skipafréttir eftir Annie Proulx í þýðingu Svein- björns I. Baldvins- sonar er komin út í kilju. Quoyle er þriðja flokks blaðamað- ur frá New York. Hann hefur hvorki þegið hæfileika né heppni í vöggugjöf og er auk þess ófríður með af- brigðum. Þegar kona hans ferst svip- lega í bílslysi er hann sem frjáls und- an oki og heldur norður á bóginn með föðursystur sinni og dætrum – Bunny og Sunshine – burt frá beiskum minn- ingum. Þau stefna á ystu strendur Ný- fundnalands, þangað sem þau eiga rætur að rekja, og setjast að í húsi forfeðranna. Þá lýkst upp nýr og magnaður heimur fyrir litlu fjölskyld- unni og í nábýli við náttúruöflin vaknar Quoyle smám saman til lífsins. Annie Proulx hlaut Pulitzer- verðlaunin í bókmenntum árið 1994 fyrir Skipafréttir og National Book Award í bókmenntum árið 1993. Útgefandi: Mál og menning. Bókin er 377 bls., prentuð í Danmörku. Kápuhönnun: Anna Cynthia Leplar. Verð: 1.799 kr. Kilja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.