Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 24

Morgunblaðið - 16.03.2003, Page 24
24 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR að hafa lokið við lest-ur fyrsta kaflans í endur-minningabók WladyslawSzpilmans vissi ég sam-stundis að Píanistinn yrði mín næsta mynd. Þetta var viðfangs- efnið sem ég hafði leitað að: Þrátt fyr- ir allar hörmungarnar voru svo marg- ar jákvæðar hliðar á þessari frásögn og í henni var svo sterkur vonar- neisti.“ Roman Polanski, sem verður sjötugur í ágúst, lifði af þessar hörm- ungar í gettóinu í Krakow og loftárás- irnar á Varsjárborg. Þótt hann hafi einungis verið 6 ára gamall þegar nasistar réðust inn í Pólland segir hann þessa tíma enn ferska í minninu og að með Píanistanum hafi hann vilj- að endurskapa þessar átakanlegu bernskuminningar. „Það skipti mig líka miklu máli að draga upp eins raunsæja mynd og ég mögulega gæti, að útkoman yrði ekki einhver dæmi- gerð Hollywood-kvikmynd.“ Um afrek Polanskis þarf vart að fjölyrða. Hann er jafnan talinn til helstu kvikmyndagerðarmanna sög- unnar og eru mjög svo öguð og aka- demísk vinnubrögð hans gjarnan höfð til viðmiðunar við kennslu í kvik- myndagerð og -fræðum. Af 25 mynd- um, stuttum og löngum, sem hann hefur gert á liðlega hálfrar aldar löngum ferli, nægir að nefna til sönn- unar um snilli hans eftirfarandi há- punkta; Nóz w wodzie (1962) eða Hnífinn í vatninu, sem var fyrsta mynd hans, Repulsion (1965), Cul-de- Sac (1966), Rosemary’s Baby (1968), China Town (1974), Le Locataire (1976), eða Leigjandinn, Tess (1979), Frantic (1988), Bitter Moon (1992) og The Death and the Maiden (1994). Hófstillt saga og fræðileg Ástæðan fyrir því að Polanski hef- ur dregið svo lengi að gera mynd um þetta viðfangsefni sem er honum svo hugleikið er ekki sú að hann hafi ekki talið sig tilbúinn fyrr, heldur fremur sú að hann hafði ekki fundið rétta flötinn á því fyrr. „Ef ég ætlaði einhvern tímann að nálgast þetta tímabil í lífi mínu í kvik- mynd þá hefði það alltaf orðið í gegn- um einhvern annan,“ segir Polanski. „Með því að segja sögu Szpilmans gat ég fjallað um eitthvað sem mér er hugleikið, eitthvað sem ég þekki frá fyrstu hendi. Helsti styrkur frásagn- arinnar, fyrir utan bjartsýnina, er hversu hófstillt hún er og laus við allt melódrama. Þannig vildi ég líka minnast þessara atburða, með því að reyna að endurvekja þá, án þess að velta mér upp úr sorginni eða hörm- ungunum, sem vissulega hefði verið auðvelt að gera.“ Polanski reiddi sig mest á eigin minningar við endursköpun sögu- sviðsins og ef þær dugðu ekki hafði hann sér til halds og trausts greinar- góðar lýsingar Szpilmans sem hann skrásetti fljótlega eftir að stríðinu lauk. „Það er kannski vegna þessa sem sagan er svona sterk og sönn,“ segir Polanski. Frásögn Szpilmans þykir líka hreint ótrúlega hlutlaus og næsta fræðileg. Dæmi um það er að í bók hans er að finna slæma Pólverja jafnt sem góða, slæma gyðinga sem og góða og meira að segja slæma Þjóðverja og góða. Wladyslaw Szpilman Szpilman fæddist 1911 í Sosnowiec í Póllandi. Ungur lærði hann á píanó hjá Josef Smidowicz og Alexander Michalowski sem báðir höfðu numið hjá Franz Liszt. Tvítugur að árum hóf hann nám í Berlín þar sem hann samdi einnig nokkur tónverk, vinsæla lagstúfa sem öfluðu honum vinsælda í heimalandinu þar sem hann var álit- inn snillingur. Árið 1935 réði Szpilm- an sig í vinnu hjá pólska ríkisútvarp- inu í Varsjá. Í september 1939 varpaði Luftwaffe, flugher þýska hersins, spengju á útvarpshúsið þeg- ar Szpilman var í miðri útsendingu að leika Næturljóð í D-moll eftir Chopin. Hörmungar dundu yfir og Szpilman komst á ótrúlegan hátt undan fjölda- morðum nasista með aðstoð þýska foringjans Wilm Hosenfeld. Þegar pólska útvarpið hóf á ný útsendingar 1945 kláraði Szpilman Næturljóðið. Ári síðar gaf Szpilman út bókina Dauði borgar þar sem hann greindi frá lífsreynslu sinni. Ritið var bannað af kommúnistum sem þá höfðu kom- ist til valda í Póllandi. Szpilman var gerður að tónlistarstjóra ríkisút- varpsins og lék á tónleikum sem ein- leikari bæði í Evrópu og Ameríku. Hann hélt áfram að semja tónlist og mörg af hans lögum eru vel þekkt meðal almennings í Póllandi. Á 6. ára- tugnum fór hann einnig að semja tón- list fyrir börn en hann kenndi ungu fólki tónsmíðar samhliða starfi sínu við útvarpið og tónleikahaldi. Árið 1998 fann sonur Szpilmans handritið að endurminningum föður síns sem var gefið út í bók í Þýskalandi. Hún sló í gegn og hefur verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál, þ.á m. frönsku, þar sem bókin ber nafn myndarinnar, Píanistinn. Wladyslaw Szpilman lést 6. júlí 2000, 88 ára að aldri. Kínverskar og svartar konur reyndu við Píanistann „Það var aldrei inni í myndinni að leita að leikara sem líktist Szpilman, heldur fannst mér miklu mikilvægara að finna einhvern sem næði fasinu hans sem best, líktist honum innra með eins og ég hafði ímyndað mér hann er ég vann að handritinu,“ segir Polanski, sem skrifaði handritið upp Píslarganga Polanskis „Alltaf vissi ég að ég ætti eftir að gera kvikmynd um þetta sársaukafulla skeið í sögu Póllands,“ segir Roman Polanski. Kvikmyndin er Píanistinn, píslarsaga ungs manns sem komst með ótrúlegum hætti undan ofsóknum nasista í Varsjá í seinna stríði. Skarphéðinn Guðmundsson hlýddi á orð Polanskis um mynd sína og ræddi svo við Adrien Brody, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Píanistanum. Ljósmynd/Guy Ferrandis ’ „Við stóðum fyrirleikprufum í Lund- únum þar sem 1.400 manns spreyttu sig á Píanistanum, okkur til mikillar undrunar, þ.á m. kínverskar og svartar konur…. “ ‘ Þeir eru fáir sem lifa sig eins mikið og Polanski gerir inn í kvikmyndagerðina og Adrien Brody segist aldrei hafa unnið með eins virkum leikstjóra: „Roman tekur þátt í öllu. Þegar áhættuleikararnir vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera þá sýnir hann þeim það með því að framkvæma áhættuatriðið fyrir þá.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.