Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 17
Morris- sýningar í London * Itilefni 100. ártíðar Williams Morris leggja Bretar mikið í kynningu á lífi og verk- um þessa áhrifarika hönnuðar, sem mótaði lífsstíl 19. aldarinnar og langt fram eftir þeirri tuttugustu. Komið hefur verið upp gríðarlega umfangsmikilli sýn- ingu í Victoriu og Albert safninu í London, sem opnaði 9. maí og mun standa til 1. sept- ember. Fyrir þá sem tækifæri hafa tíl að skoða hana er það sannarlega þess virði og þarf að gefa sér góðan tíma tU. Þama eru með gripum, teikningum og viðeigandi lestri úr hátölurum túlkaðar og sýndar hugmyndir og aðferðir hans og félaga hans. Og gefnar hafa verið út bæk- ur um hann og listaverkamyndir. Ekki er hægt í fáum orðum að lýsa þess- ari gríðarmiklu og vönduðu sýningu, en þar má sjá hvemig Morris sjálfur og hug- myndir hans og félaga hans mótuðust og sýnishora af þessum merka húsbúnaði sem hann gerði í stofnanir og hýbýli með steind- um gluggum, máluðum og brenndum flís- um, vefnaði, gólfteppum og skreyttum bók- um sem hann gaf út. Ekki er kannski síður sérstakt að sjá hvemig þessir handunnu hlutir urðu til í vinnustofunum hans, ofnir, saumaðir eða málaðir, innlagðir og út- skomir. Ekki hvað síst veggfóðrið hans fræga með gróðurmynstrunum, sem langt fram á þessa öld settí svo mikinn svip á heimili sem eitthvað máttu sín, þar sem þeir handþrykktu mynstrin á pappírinn með stómm útskomum tréblokkum, hvem lit fyrir sig og blokk eftir blokk, og blönd- uðu litína úr náttúrulegum jurtum. Sjón er sögu ríkari. I sambandi við ártíð Williams Morris em innanhúshönnuðir og verslanir í London að bjóða gluggatjöld, húsgagnaáklæði og gólfteppi með blómamynstranum hans. Við eigum greinilega eftir að sjá þar og víðar umheim William Morris æði á næstunni. Áhrifa Williams Morris gætir raunar ennþá í allri handiðn. í tilefni tímamótanna hefur breska handiðnaðarfélagið „Crafts Council" komið upp í sínum húsakynnum í London sýningu þar sem, eins og víðsveg- ar um landið, verða tekin fyrir og krufin áhrif og hlutverk handiðna á ofanverðri 20. öld. Heitir sýningin „William Morris Revisited: Questíoning the Legacy“. Þar era sýnd með verkum Morrisar önnur hönnunarverk og farið ofan í áhrifin. Sú sýning verður opin til 30. júní. Þessi rithöfundur, brautryðjandi og framkvöðull samtaka um handiðnir, “Arts and Craft Movements", bjó með fjölskyldu sinni í 18. aldar húsi í austurhluta London 1848-56. Síðan 1950 hefur þetta hús verið Ljóðið er birt t tilefni 100. ártíðar Williams Morris, 1834-1896, sem minnst er sérstaklega ( þessu blaöi og vísast hér til þess. Frá hendi Morris heitir Ijóðið lceland first seen. Þýðandinn var Ijóðskáld og rektor I Reykjavík og þýddi hann Ijóðið að beiðni Jóns Sigurðssonar forseta. (LONDON er safn, Wiliiam Morris Gallery, með verkum eftir hann og félaga hans á sviði hönnunar. opið. Þar er flnt safn, „William Morris Gallery“, með verkum hans og félaga hans á ýmsum sviðum hönnunar, frá bókum, veggfóðri, húsgögnum o.s.frv. Þetta hús er í Lloyd Park og er opið vissan tíma virka daga og fyrsta sunnudag í mánuðinum. Það er þess virði að skoða það líka ef maður er lagstur í William Morris og áhrif hans á lífstíl aldarinanr. í rauninni ættu hönnuðir og áhugafólk um hönnun ekki að láta þetta tækifæri fram þjá sér fara og gera ferð til London meðan allt þetta er á boðstólum og svo aðgengilegt. Epa WILLIAM MORRIS LANDSÝN VIÐ ÍSLAND -Brot- Steingrímur Thorsteinsson þýddi Nú skoðum frá skriðdtjúgri gnoð fer að skjótast upp nýtt land úr mar, í austrinu tindabjörg tent girða tómlegan fjarðsíðu hjúp, Þaðan grádökk sig greiðir út hlíð þar sem gróður í rindum er spar, í vestri rís stöpulmynd stór, þar er stilt bera skýin við djúp, Hún er ferskeytt frá fæti til kolls, eitthvert fomsmíði goðheims sem var, Utast með skuggleita skör rís hún skýsveipt og snjómerkt og grá, Og hún lýsist af húmelding hægt, sem að hófst núna' er deginum brá. Hví vér héldum um sæ og með hjörtun af löngun svo heit? Fær það oss fullnægt að sjá þessa fábygða, víðlendu strönd Og þau þrúðfjöll, er þegja sem hel, nema ef þögnínni vindurínn sleit? Hví vér nú tiyggjum á för, að vér tivervetna könnum þau lönd ís þar er ríkir með ógn og þar eldhrönn brýst foldar und reit, Ef ei í grasdölum grám nærri gljúfrum hins svarðskæða straums Enn lifði forn íslands frægð undir friðgeislum ódáins draums. ÚTSKORNAR tréblokkir með blómamynstri sem Morris notaði til að þrykkja á veggfóðrið. ♦ I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.