Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 8
Þann 1 3. þ.m. veróur opnuó stór sýning í Vínar- borg á verkum Errós og nefnir þýzka listtímaritió Art-das Kunstmagazin hana meó helztu stórsýning- um í Evrópu á árinu. En hver er hugmyndafræóin á bak vió verk Errós og er hann samskonar popp- listamaóur og þeir amerísku. Hér er því svaraó og farió í saumana á list Errós. EFTIR GUNNAR B. KVARAN A6. ÁRATUGNUM var ab- straktlistin ríkjandi mynd- gerð í hinum alþjóðlega list- heimi. Menn voru sammála um að málverk þyrftu ekki að vera mynd af þekktum hlut eða hafa til að bera ytri vísanir. Abstraktmál- verkið var sjálfstæður, sjálf- um sér nægur myndheimur, málað í fyrstu persónu, þar sem form og litir, líkt og í arkítekt- úr, eða hljómur tónlistarinnar, hefðu vald til að hreyfa tilfmningalega við áhorfendum. í lok 6. áratugarins komu fram á sjónarsvið- ið listamenn sem höfnuðu hinni lokuðu klifun abstraktlistarinnar, og kölluðu eftir skýrari og beinni tengslum við raunveruleikann og samfé- lagið. Þeir listamenn sem vöktu hvað mesta athygli á þessum tíma voru snemma kenndir við ný-realisma, popplist eða frásagnarlist. Það sem var einkennandi strax í upphafí fyrir þessa nýju listsýn andstætt abstraktlist- inni, var að listamennimir hættu að fínna upp form og fígúmr en notuðu þess í stað þekktar myndir eða hluti — auglýsingamyndir, önnur listaverk, og alls kyns „undirmálsmyndir" í eig- in myndverk sem þeir máluðu í 3. persónu. Þeir höfnuðu hinum hefðbundnu listrænu for- skriftum, sem byggðust m.a. á því að listamað- urinn væri hin eina sanna uppspretta og að lista- verkið, væri vitnisburður um persónulega tján- ingu listamannsins. Fyrir þá var listaverkið ekki einhver einstæður hlutur. Þess í stað lögðu þeir áherslu á tjáningarlausa tækni þar sem hönd listamannsins væri hvergi sjáanleg jafn- framt því sem þeir notuðu gjaman ópersónuleg- ar vinnuaðferðir sem tíðkuðust í fjöldafram- leiðslu. Þó svo að upphaf popplistarinnar sé sögulega oft rakið til breskra listamanna sem upp úr miðjum 6. áratugnum komu fram með fígúratíf- ar samklippur sem vitnuðu um neyslusamfélag- ið, þá eru flestir nýtímafræðimenn og gagnrýn- endur sammála um að hin eiginlega popplist, eins og hún birtist í Ameríku hafí aldrei komið til Evrópu, þó svo að þar megi fínna einstaka listamenn sem í verkum sínum nálgast á einn eða annan hátt fagurfræði popplistarinnar. Svarið við því hvers vegna poppið hafí ekki birst á samsvarandi hátt í Evrópu og það gerði í Bandaríkjunum er vafalítið margþætt og flók- ið. En það sem mestu máli skiptir er örugglega sú staðreynd að sérhvert menningarsvæði, sér- hver þjóðmenning, listasaga, lífsstíllinn og aðrir samfélagshættir ala ávallt af sér sérstæða list. Menningin á hveijum stað umbreytir ávallt því myndmáli, sem viðkomandi listamenn kunna að tileinka sér á hveijum tíma. Þótt Evrópa væri að mörgu leyti sambæri- legt menningar- og neyslusamfélag miðað við Bandaríkin og ætti við fyrstu sýn að geta alið af sér sambærileg listaverk og menningarfyrir- bæri, þá var það sérstaklega tvennt sem gerði gæfumuninn: Fyrst er að nefna að í Evrópu var til staðar djúpstæð og rótgróin listmenning, sem átti sér langa sögu og sem virkar oft líkt og listræn og menningarleg skilvinda. Og hins vegar getum við ekki litið fram hjá þeirri stað- reynd að Evrópumenn höfðu þurft að þola ná- vígi við seinni heimsstyijöldina. En flestir popp- listamenn og aðrir samtíma listamenn í Evrópu voru einmitt að alast upp á þessum árum frá 1930-1950. Fyrir Evrópumenn gat raunveru- leikinn aldrei verið jafn fjarlægur og yfírborðs- kenndur og hann birtist oft í verkum amerísku popparanna. Evrópsku listamennimir voru því á margan hátt ábyrgir gagnvart sögunni og menningunni. Á meðan amerísku listamennimir létu sér nægja að endurspegla neyslusamfélag- ið, oftast afstöðulaust, vom kollegar þeirra og jafnaldrar mun pólitískari, gagniýnni ög meðvit- aðri um stöðu sína og hlutverk í samfélaginu og listasögunni. Á þessum árum var t.a.m. frönskum gagnrýnendum tíðrætt um „hvers- dagslega goðafræði“. á meðan ameríkanamir lögðu áherslu á bein tengsl við hversdagsleik- ann. Vert er að hafa þetta í huga þegar við lítum nánar á hóp listamanna sem snemma fékk sam- heitið La fíguration narrative, eða fígúratífa AMERÍSKfyrirætlun, samklippa, 1958. frásagnarmálverkið, en meðal þessara lista- manna vora m.a. Monory, Adami, Klasen, Tel- emaque, Rancillac, Jan Voss, Arroyo og Erró. Þessi hópur var dyggilega studdur af gagnrýn- endum á borð við Alain Jouffroy og Gerard Gassiot Talabot, en hann skipulagði fyrstu sýn- inguna þeirra og gaf hópnum nafn. Frásagnir Það sem aðgreindi þessa listamenn bæði frá ameríska poppinu og frá nýrealistunum einnig, var að í verkum þeirra, sem vora fyrst og fremst málverk, birtist ríkuleg frásögn. Þeir létu sér ekki nægja að vitna í listina eða samfé- lagið heldur lögðu þeir ávallt áherslu á að skapa frásögn, sem þó er myndgerð á mismun- andi hátt í verkum þeirra. Aftur á móti áttu þeir það sammerkt með poppinu að þeir mál- uðu eða sköpuðu ekki út frá raunveruleikan- um, heldur út frá öðram myndum, sem þeir skeyttu saman í nýja frásögn og fluttu yfír á léreftið oftast með aðstoð myndvörpu. „Les visionneurs (líkt og Alain Jouffroy nefnir La fíguration narrativehópinn) aðgreina sig ekki aðeins (frá bandarísku poppi og hyper- réalistunum) með myndefninu, heldur einnig með litnum, innsetningu mynda í rými myndar- innar, myndbyggingu og með samklippi ljós- myndabrota, sem þeir varpa uppá léreftið. í staðinn fyrir að láta sér nægja að leika fullkom- ið upptökutæki og stækkunartæki, skapa þeir með, úr og í gegnum hin myndrænu gögn, sjálfstætt tjáskipamál, þar sem raunveruleik- anum er breytt, hann ummyndaður, sundur- greindur, skoðaður huglægt áður en honum er breytt í málverk." Erró og list hans er hluti af þeirri nýju myndlist sem óx fram í Evrópu upp úr 1960. Erró hafði þegar árið 1958 byijað að gera samklippur í anda dadaismans, þar sem næsta óskyldum myndbrotum er stefnt saman í marg- ræðri frásögn. S.V.GUERASSIMOV, Móðir hermannsins, olía á léreft, 1966. „Erró rótar í ævintýralegu myndsafni hvers- dagsleikans, í endalausum skrám yfír „neyslu- hæfar" myndir — hvort þær eru til hversdags- legrar neyslu eins og bílamyndir eða heimilis- tæki, eða til göfugra nota eins og eftirprentan- ir af málverkum eftir Léger eða Pollock — og setur saman málverkið eins og samklippur, eða öllu heldur eins og gijóthríð (stórskotahríð) „hluta-tákna“. „Hluta-tákna," því það era einginlega ekki hlutirnir sjálfír sem hann mál- ar eða endurmálar (bílar, málverk eftir Lé- ger), heldur öllu fremur umræðan um þá (valdalöngun, menningargrillur), helgisagnir um þá (dæmisagan um heiminn) og löngunin í þá, hin fáranlega saga allsnægtarþjóðfélags- ins.“ Árið 1962 þegar Erró fór í fyrsta sinn til New York komst hann í kynni við ameríska popplistamenn sem voru í þann mund að kynna sínar framsæknu hugmyndir. Ljóst er að þar fann Erró nýja möguleika/leið til að nýta sam- klippurnar, með því að stækka þær og yfír- færa á léreftið. Allt frá þessum tíma hefur Erró málað myndir annarra (second hand images) og lagt sig fram við að vitna um samtímann, söguna, menninguna, stjómmálin og listina í frásögn sem tekið hefur á sig margvísleg form á mynd- fletinum. Samanborið við ameríska poppið og reyndar einnig við evrópska samtímalistamenn Errós, þá er það Ijóst að Erró hefur alla tíð lagt sér- staka rækt við sköpun frásagnarinnar eða öllu heldur frásagnaraðferðarinnar. Á meðan amer- ísku popparanir létu sér nægja að stilla upp einu myndskeiði eða endurtaka það á myndflet- inum, þá setur Erró ávallt á svið fjölda mynd- brota eða hlut-tákna, sem miðla áhorfendum margvíslegu myndefni. Myndir hans era ávallt merkingarlega ríkar. Þegar litið er yfir listsköpun Errós í gegnum tíðina og ef sérstaklega er rýnt í samsetningu / FRASOGNINI 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.