Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1996, Blaðsíða 2
I SAGA ÍSLENSKRAR TUNGU OG TEXTAFRÆÐI r TILEFNI af tíu ára afmæli Stofnunar Sig- urðar Nordals í ár mun hún efna til alþjóð- legrar ráðstefnu 14. og 15. september um sögu íslenskrar tungu og íslenska textafræði. Markmið ráðstefnunnar er að stofna til fræði- legrar umræðu um sögu íslenskrar tungu og hlutverk textafræði í sögulegum rannsóknum á tungumálinu. Richard Harris í íslenskri kvikmynd SÆTIR bananar („SWEET Bananas") er heitið á nýrri íslenskri kvikmynd sem áætlað er að hefja tökur á nú í sumar. Myndin verð- ur tekin upp á íslandi og eru góðar líkur á að breski leik- arinn Richard Harris, sem þekktur er meðal annars fyrir leik sinn í Óskarsverð- launamyndinni Unforgiven eftir Clint Eastwood og í kvikmyndinni A Man Called Horse og fleiri þekktum myndum, leiki stórt hlutverk í myndinni. Aðalhlutverkin verða í höndum ungra og upprennandi enskra leikara að sögn Einars Þórs Gunnlaugssonar handritshöfundar og leikstjóra myndarinnar. Myndin er fjármögn- uð að öllu leyti af enskum aðilum. Tökulið verður að mestu íslenskt og töluvert verður af íslenskum leikurum í aukahlutverkum. „Fjármögnun myndarinnar er nær lokið og ég á von á að skrifað verði undir samning eftir um tvær vikur. Þessi mynd er hrein og klár markaðsvara og því lögðu framleiðendur áherslu á að fá þekkta leikara í myndjna og þeim leist strax vel á að taka hana á íslandi en þó með enskum texta. Það er nær ómögu- legt að fjármagna mynd sem tekin er upp á íslensku," sagði Einar Þór. Einar sagði myndina vera hugljúfa spennu- sögu. Sögusviðið er íslenskt og persónur bæði íslenskar og erlendar. Einar sagðist ekki geta gefíð upp að svo stöddu hvað fjár- hagsáætlun hljóðaði upp á en sagði að ýmsir liðir væru ólíkir íslenskum myndum, t.d. væri meiri peningum varið í kynningu og leikarar væru dýrari. „Þetta er tiltölulega lít- il mynd og byggist mikið á hópvinnu. Þetta er tilraun til að gera myndir hér á landi fyr- ir utan sjóðakerfið og þó myndin sé fjármögn- uð að öllu leyti erlendis verður hún íslensk á pappírunum," sagði Einar Þór. Stefnt er að því að Ijúka myndinni fyrir næstu áramót. Erlendum og innlendum fræðimönnum hef- ur verið boðið til ráðstefnunnar. Þeir eru: Anatoly Liberman, prófessor frá Bandaríkj- unum, Britta Olrik Frederiksen háskólakenn- ari og Jonna Louis-Jensen, prófessor frá Dan- mörku, Ernst Walter, prófessor Emeritus frá Þýskalandi, Magnus Rindal prófessor og Odd Einar Haugén, prófessor frá Noregi, Oscar Erró YFIRLITSSÝNING á verkum Errós hef- ur verið opnuð í N útímalistasaf ninu í Vín, Palais Liechtenstein. Á myndinni er listamaðurinn hjá verkum á sýning- unni, en þar eru 82 verk sem spanna feril hans síðustu þrjátíu ár. Sýningin ber heitið, Frá Maó tii Madonnu, en elstu verkin eru úr myndaröð um kínversku María LEIKRITIÐ „Masterklass hjá Maríu Callas" eftir Terrence McNally verður frumsýnt í haust í íslensku Óperunni. Verið er að ganga frá samningum við leikkonuna Bríeti Héðins- dóttur um að leika aðalhlutverkið, Maríu Callas. Þijú hlutverk eru í sýningunni auk Callas og eru það nemendur sem sækja tíma hjá söngkonunni, tvær sópransöngkonur og einn tenórsöngvari. í samtali Morgunblaðsins við Sigurð Hlöðversson, sem ásamt Bjarna Hauki Þórssyni stendur að sýningunni í sam- vinnu við íslensku óperuna, kom fram að þetta yrði önnur uppsetning verksins fyrir utan Bandaríkin en það er nú sýnt við fá- dæma aðsókn á Brodway. Verkið hlaut nýver- ið þrenn Tony verðlaun, þar af ein fyrir besta leikrit, en höfundur þess hlaut einnig Tony verðlaun fyrir besta leikritið í fyrra. Hann er væntanlegur hingað til lands og verður viðstaddur frumsýninguna sem áætluð er 4. október næstkomandi. „Verkið var nýlega sett upp í Helsinki í Finnlandi og sló þar í gegn. Þetta er einskon- ar óperuleikrit sem höfðar bæði til óperuunn- Bandle, prófessor Emeritus frá Sviss, Guðrún Þórhallsdóttir háskólakennari, Guðvarður Már Gunnlaugsson cand.mag., Halldór Ármann Sigurðsson prófessor, Jón G. Friðjónsson pró- fessor, Stefán Karlsson prófessor, Svavar Sig- mundsson dósent og Veturliði Óskarsson mag.art. íVín menningarbyltinguna en sú nýjasta er af poppstjörnunni, Madonnu. Á sýning- unni eru einnig myndaraðir um meist- araverk málaralistarinnar, geimferðir, vísindin, erótík og vísindaskáldskap. Sýningin stendur til 8. september nstkomandi og er opin frá þriðjudögum til sunnudaga frá kl. 10-18. Callas María Callas Bríet Héðins- óperusöngkona. dóttir leikkona. enda og leikhússáhugafólks. Margir undrast kannski að við leitum til Bríetar þar sem hún er ekki söngkona en hlutverkið krefst ekki sönghæfileika heldur syngja aðrir leikendur auk þess sem þekktar upptökur með Callas hljóma í verkinu," sagði Sigurður Hlöðvers- son. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásraundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl myndlist til 31. ágúst. Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Sýn. á verkum Egons Schieles og Arn- ulfs Rainers til 14. júlí. Ásmundarsalur Svavar Guðnason sýnir til 23. júní. Gallerí Borg Jón Axel Bjömsson sýnir til 23. júní. Gallerí Sævars Karls Húbert Nói sýnir til 27. júní. Gallerí Laugavegur 20b Guðrún Einarsdóttir sýnir til 15. júní. Gallerí Fold Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 30. júní. Gallerí Stöðlakot Benedikt Gurinarsson sýnir til 17. júní. Gallerí Úmbra Robert Shay sýnir til 26. júní. Gallerí Greip Sýning á snögum til 23. júní. íslensk grafik Rachel Whiteread sýnir til 23. júní. Hafnarborg íslensk portrett á tuttugustu öld til 8. júlí. Norræna húsið Pia Rakel Sverrisdóttir sýnir í anddyri og kaffistofu. Karl Kvaran í sýningarsölum til 30 júní. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til sept.loka. Mokka „Dauðinn í íslenskum veruleika." Samvinnu- verkefni Mokka og Þjóðminjasafns íslands til 30. júní. Sjónarhóll Andres Serrano: „Eitt sinn skal hver deyja“ til 30. júní. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýn. á úrvali verka Ásgríms til 31. ág- úst. Gallerí Listakot Sigurborg Stefánsdóttir sýnir til 16. júní. Ingólfsstræti 8 Ragna Róbertsdóttir sýnir til 30. júní. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböru Ámason til 17. júní. Nýlistasafnið Sýn. Fjörvit til 16. júní. Ófeigur - listhús John Rud sýnir til 16. júní. Gallerí Gangur Kocheisen og Hullmann til 29. júní. Perlan Heidi Kristiansen sýnir 18 myndteppi til 30. júni. Ráðhúskaffi Ingunn Benediktsdóttir sýnir til 30. júní. Slunkaríki - ísafirði Verk eftir Karólinu Lámsdóttur. Kirkjuhvoll - Akranesi Sýning frá Grænlandi til 30. júni. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelmilch sýnir. Kaffi Hótel - Hjalteyri Dagný Sif Einarsdóttir sýnir til 21. júni. Sunnudagur 16. júní Þórólfur Stefánsson gítarleikari í Deiglunni Akureyri kl. 20.30. Strengjakvartettinn Arctic Light Quartet í Norræna húsinu kl. 15. Sumar- tónleikar í Tónlistarskólanum Sauðárkróki; Ágúst Ólafsson baritónsöngvari og Sigurður Marteinsson píanóleikari kl. 16. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 15. júní. Hamingjuránið sun. 16. júní. Taktu lagjð, Lóa fim. 20. júní, fös., lau. Borgarleikhúsið Gulltáraþöll lau. 22. júní. Kaffileikhúsið „Eða þannig“ lau. 15. júní. Ég var beðin að koma... og „eða þannig“ lau. 22. júni. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1181. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 1996 Laugardagur 15. júní Evgeny Kissin, einleikur á píanó. Háskóla- bíó: Tónleikar kl. 16. Lester Bowie’s Brass Fantasy. Loftk- astalinn: Djasstónleikar kl. 21. Circus Ronaldi. Hljómskálagarðurinn: 5. sýn. kl. 20. Klúbbur Listahátíðar. Loftkastalinn: Opið frá kl. 17. Reuter Bríet verður 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.